Reykjavík - 09.12.1911, Blaðsíða 1
XLII., 55
Laugardag' 9. Desember 1911
XII., 55
Sampprnar tíö útlönd.
Allir muna heitorðin „ísafoldar",
meðan hún var stjórnarblað, um
„samgöngubótina miklu“ — .engar
kássuferðir" — ferðir eimskipa beggja
fólaganna svo haglega saman feldar,
að vér fengjum skip frá útlöndum
(og skip til útlanda) einu sinni á viku
mestan hlut árs, en á hálfsmánaðar-
fresti svo sem tvo miðsvetrarmánuðina.
Meira að segja: skip átti að fara frá
Höfn tiltekinn vikudag og frá Rvík
sömuleiðis tiltekinn vikudag í hverri
viku mestalt árið, en annanhvern viku-
daginn ákveðna um miðsvetrarleytið.
Þetta voru fögur loforð og glæsileg,
sem hr. Björn Jónsson lét blað sitt
boða mönnum — eftir að liann hafði
undirskrifað samninga við bæði Thore-
félagið og Samein.-fólagið.
Og satt að segja, samningarnir voru
svo lagaðir, að honum hefði verið
innanhandar að efna þessi glæsilegu
loforð — ef hann hefði viljað.
En — hann vildi ekki!
Um öll þau glæsilegu gyllinga-loforð
má segja eins og í kvæðinu stendur:
„Hvar er það altsamfin? — Altsaman brást!
Alt hvarf sem ryk fyrir vindi“.
Aldrei hafa „kássu-ferðir" verið eins
afkáralega margar og miklar. Yikur
og mánuðir líða milli skipaferða. En
4 og 5 skip liggja á sömu höfninni
sömu dagana.
Öll fögru loforðin reyndust örgustu
svik og prettir.
Það leit svo út sem samning ferða-
áætlananna, sem ráðherra samþykti,
hefði aðallega verið gerð í þeim til-
gangi, að gera sem naprast háð, að
auðið var, að loforðum málgagns ráð-
herrans.
Nú er komin ný stjórn. Nú fáum
vér væntanlega bráðlega að sjá inar
nýju áætlanir, og er vonandi að ráð-
herra hafi nú gætt þess, að samþykkja
; ekki jafn-afkáralega óhagkvæmar á-
ætlanir eins og þær sem Björn Jóns-
son lét oss búa við.
Honum er nú innanhandar að sýna,
að hann hafi betri vilja á að gæta
hagsmuna landsins en fyrirrennari hans
gerði.
Og það er óefað að hann gerir það.
J. Ó.
Sultar-kráin.
í Bárubúð er samkomusalur allvænn
— til fundarhalda.
En matseljan í því húsi er svo ger,
að enginn maður skyldi glæpast á því,
að halda þar samkvæmi með borð-
haidi — að minsta kosti ekki stórt
samkvæmi.
Ég veit að eins um tvö slík, er þar
hafa haldin verið, og var ég með í
báðurn.
Það fyrra var síðla árs 1909, rétt
eftir banka-hneykslið. Þá buðu Reyk-
víkingar þangað til gildis inum ný-
afsettu bankastjórum. — Ið síðara var
núna á Mánudaginn, gildið sem hr.
Hánnesi Hafsíein var haldið á flmtugs-
Frá laugardegi
9. þ. m. til jóla
gefum við mikinn afslátt af öllum okkar vörum.
Sýnishorn af verði:
Alklæði, .... áður kr. 4,00 nú 3,10.
do......... — — 3,30 — 2,50.
Vetrarkáputau . . — — 2,60 — 1,95 o. s. frv.
do. . . — — 1,75 — 1,30.
Nærföt, Karlm. og unglingaföt 10—20°/o.
llrefnn afsláttur os* best kaup fyrtr Jólín í
Austurstrœti 1. As/j. G. Gunnlaugsson S> Co.
afmæli sinu. Gestir vóru bæði skiftin
svo margir sem húsið tók; nú siðast
165, og fyrra skiftið ámóta.
1909 var maturinn nokkurneginn
ætur, það sem af honum var; en hann
var svo lítill, að þegar búið var að
bera mat á að gezka þrem fjórðu
hlutum boðsgestanna, þá var maturinn
þrotinn og hinir fengu ekki matarbita
á sína diska, og hávaðinn af þeim
sem eitthvað fengu, fékk ekki í hálfan
kvið. — Þá vóru matselju ger orð, að
láta menn fá smjör og brauð og ost.
Lofaði hún þá að senda í bakarabúð,
og gerði það, og kom þá nokkuð af
ofnbrauði, Einn kaupmaður, sem í
gildinu var, minnir,mig að yrði að
fara heim til sín, til að selja matselju
ost, og kom osturinn nokkru síðar;
en smjör átti hún ekki til, og fengum
við þá smjörlíki („margarine") ekki
af beztu tegund. En fulla borgun tók
hún fyrir, eins og hún hefði veitt öll-
um mat,
Núna á Mánudaginn átti fyrsti róttur
að vera steiktur fiskur. Ég fékk eina
4 munnbita á minn disk (eftir hálfrar
stundar bið, og eftir að sumir vóru
byrjaðir á næsta rétti); meira var ekki
til, var sagt. Sumir fengu alls ekki
flsk. Kartöflur vóru þar með ætilegar.
En fiskurinn var morkinn, gamall,
hálf-harður og hálf-hrár — alveg ó-
ætur, enda létu margir hann frá sér
fara, er þeir höfðu bragðað einn munn-
bita. í daunillri feiti hafði hann verið
steiktur; en um sósuna, sem með hon-
um átti að vera, get ég ekki dæmt,
því að hún kom engin á þær slóðir.
Næsti róttur var kjöt, úldið það sem
ég fékk ; steiktar kartöflur, sumar ætar,
en sumar gerskemdar. Sósan veit ég
ekki úr hverju var, en bæði var hún
þefíll og óæt; hygg ég helzt að í henni
hafl verið þrátt eða úldið hrossaflot.
Næst var brauð og smér: rúgbrauð
og smér og tvenns konar ostur:
Roquefort-ostur góður og lélegasta
tegund af Gouda-osti. Sumir fengu
ekkert af þessu.
Síðast var búðingur; til manns rétt
nærri mér kom kringlótt klessa, 2* 1/*
þml. að þvermáli, og var honum tek-
inn vari fyrir að taka ekki of mikið
til sín, því að þetta ætti að vera
handa, fjórum.
Annar maður sagði mér, að til sín
hefði komið Dokkuð ríflegri klessa
kringlótt, á að gezka 4 þml. að þver-
máli, og fylgdu þau orð með, að þetta
ætti að vera handa tíu.
Margir fengu alls ekkert af þessum
rétti.
Kaffi var lofað á eftir, og fengu það
sumir, en, margir gátu aldrei fengið það.
Eg orðlengi ekki þetta meir. Ég veit
að ég hefi ekki neytt þar yfir 30 au.
virðis af mat. Margir merkir menn
kváðu ekki 25 au. virði það sem þeir
hefðu fengið.
Þess má geta, að það hafði verið
sérstaklega brýnt fyrir matselju í þetta
sinn fyrir fram, að hafa nœgan mat
og góðan.
Jón Ólafsson.
Kaíli úr brjefi.
(Frá embættismanni í Reykjavík til kunn-
ingja hans í sveit).
„ . . . . Hjer smakkast aldrei nýr
fiskur. Róðrarbátar eru hjer sárfáir, og
þessir fáu bátar fara sjaldan sem aldrei á
íiot. Og þó að botnvörpuskipin moki upp
fiskinum í tugum þúsunda á viku hverri, og
það alls konar fiski, þá er okkur hjerna
ekki gefinn kostur á að smakka hann, jafn-
vel þótt útgerðarmönnunum sje kunnugt um
það, að eftirspurnin er mikil og peningar í
boði. Þeim þykir sjálfsagt, að láta Eng-
lendinginn fá hvern ugga, sem úr sjó kem-
ur, nema ef svo ber við, að einhver slatti
af skemmdum fiski er á þiljum uppi, sem
þeir vita að Englendingurinn vill ekki sjá,
þá er hann hafður á boðstólum handa okk-
ur íslendingum, og þá með sama eða hærra
verði, heldur en óskemmdi fiskurinn selst á
Englandi. Það er mikið í munni, að sigla
sjáifur moð aflann sinn og selja hann gegn
brezku gulli, en eitthvað finnst mjer samt
som áður rotið í þessari verzlunaraðferð, og
lítið virðist landssjóður hafa grætt til þessa
á þessum útflutningi Ef til vill væri hjer
ekki markaður fyrir afla allra íslenzku
botnvörpunganna, en sjálfsagt gæti einhver
einn þeirra selt fiskinn sinn hjer, og það
með eins góðum árangri, eins og að gera
sjer ferð með hann til Englands. Englands-
ferðirnar kosta líka nokkuð, og oft hafa
botnvörpungar fengið góðan afla á skemmri
tíma, heldur eu fer 5 hverja ferð. En jeg
ætlaði ekki að fara út í þessar hugleiðingar,
því að til einskis er að kvarta fyrir þjer.
Jeg ætlaði bara að segja þjer það í frjetta
skyni, að það ber mjög sjaldan við, að við
hjer í Reykjavík — mestu útgerðarstöð
landsins — eigum kost á því, að geta feng-
ið óskemmdan, nýjan fisk í soðið. Sagan er
lygileg, en verst er, að hún er bókstaflega
sönn.
Þeir sem vil hafa á
VINDLUM
reykja einungis þýzka vindla
þar eð ilmur og ljúffengi
þeirra er langt fram yfir aðra
v i n d 1 a.
Fást í
jjrauns verziun
Aðalstræti 9.
En það er fleira, sem er rotið í viðskifta-
lífinu — auk vanskilanna í öllum viðskift-
um, sem jeg ætla ekki að minnast á í þetta
skifti. Það er eitthvað óheilbrigt i smjör-
verzluninni líka. í búðunum hjer í bænum
eru lökustu tegundir og miðlungstegundir
af smjörinu ykkar sveitamanna hafðar á
boðstólum, og er það selt á 85 au. til 1
krónu pundið, og stundum meira. Sjaldan
sem aldrei fæst hjer almennilega gott smjör.
Allt úrvals-smjörið, svo sem frá rjómabútm-
um og jafnvel búnaðarskólum, er selt til
Englands og selt þar með sama eða svipuðu
verði eins og úrgangs-smjörið er selt hjer.
Við verðum annað livort að sætta okkur við
lökustu tegundirnar, sem sumar eru óætar,
og útlent margaríne, eða borða brauðið
þurt að öðrum kosti. Reglulega gott ísl.
smjör fáum við ekki, þótt við bjóðum meira
i það, heldur en Englendingar fá það fyrir.
En þetta er alþingi að kenna, miklu fremur
heldur en ykkur sveitamönnunum. Alþingi
veitir ykkur veðlaun úr landssjóði fyrir að
flytja smjörið út — burt frá munnunum á
okkur. Með öðrum orðum: Kaupstaðar-
búarbúar, þurrabúðarmenn og sjómenn, sem
leggja fram mikinn meira hluta af tekjum
landssjóðs, eru skyldaðir til þess með lög-
um, að sletta nokkrum aurum ofan á hvert
smjörpund, sem þið flytjið út úr landinu, til
þess að þið skulið þó fá meira fyrir útflutta
úrvals-smjörið, heldur en þið fáið fyrir úv-
ganginn hjer, þótt ekki seljist það betur.
— Finnst þjer nú ekki, að eitthvað sj e
b o g i ð í þessu, eitthvað öðru vísi en það
ætti að vera? Finnst þjer ckki órjettlátt
að við skulum þurfa að borga ykkur ærna
peninga fyrir það, að fá aldrei að bragða
almennilegt smjör frá ykkur, hve fegnir sem
við vildum kaupa það? Finnst þjer ekki á-
stæða til, að þið sveitamenn tækjuð ykkur
nú saman og afþökkuðuð svona löguð verð-
laun?
Margt er það fleira í viðskiftalífi okkar,
sem er öðru vísi en það ætti að vera. En
brjefið yrði allt of lang, ef jeg færi að
minnast á fleira að þessu sinni. Sný jeg
mjer því að öðru efni..............“
Þakkarávarp.
Mitt hjartans þakklæti vil jeg færa öllum
þeim, sem hafa rjett mjer hjálparhönd í
mínum löngu veikindum. Sjerstaklega vil
jeg þakka heiðurshjónunum Gísla Pjeturs-
syni og Helgu Símonardóttur, Hverfisgötu
27, þá miklu hjálp sem þau hafa sýnt mjer,
þar sem þau hafa auk annars gefið tveimur
börnum mínum að borða, frá þvi jeg lagð-
ist og fram á þennan dag. Sömuleiðis vil
jeg þakka kaupmanni Jóhanni Jóhannessyni
alla þá hjálp, er hann hefir veitt. mjer.
Enn fremur vil jeg þakka hr. lækni Þórði
J. Thoroddsen þá miklu nærgætni og ástund-
unarsemi, sem hann sýndi mjer allan þann
tíma, sem hann stundaði mig.
Sömuleiðis þakka jeg Kvenfjelagi Frí-
kirkjunnar fyrir þá stóru gjöf er það sendi
mjer.
Þessu fólki bið jeg góðan guð að launa
þessa hjálp, þegar því mest á liggur.
Hverfisgötu 27.
28. nóv. 1911.
Jón Bjarnason
(málari).