Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.12.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 21.12.1911, Blaðsíða 1
Kjallaradeildin hjá H. TH. A. THOMSEN (Hafnarstrœti 20), Telefon nr. 2, hefir oteljandi tegundir af vínum og öli, bœði áfengum og öáfengum. Verð og gœði við allra hœfi. - 6—10°/° afsláttur gefinn af öllu, til Jóla. - Opið til kl. 12 á Porláksmessukvöld. 1R e$ fc J av t fc. Fimtudagr 31. Desember 1911 | 1 Árni Eiríksson. Austurstræti 6. Jólabazar9 Jóljyðnr Hvergi smekklegri nje ódýrari Eitthvað fyrir alla. XII., 58 | r éfiucjimarafni. „Bezt er að segja hverja sögu eins l hún gengur". Jeg er af fátækum foreldrum, yngst- r 10 systkina. Foreldrar mínir urðu að bregða búi er jeg var á 1. ári. Fyrst eftir það var jeg á bæ með for- eldrum mínum á kaupi þeirra, en síðar „á sveitinni" og á hrakningi, eins og ráða má af því, að þegar jeg var 10 ára var jeg búinn að vera jafn víða og æflár mín voru mörg. Á þeim árum og fram að fermingu var jeg mjög heilsuveill, en gat þó oítast, er jeg var kominn á þann aldur, verið smali og gert ýmislegt annað, og af því var jeg ekki hafður á fullu meðlagi. Stundum var jeg „boðinn upp“ á hreppaskilum. Sumstaðar leið mjer vel, annarstaðar illa, en viðast var mjer sýnd of mikil ónærgætni, og kúgaður til að vinna meira en kraftar mínir leyfðu. Ekkert var mjer kennt, sem teljandi vaí, nema „kverið". En það kunni jeg líka vel, og hugsaði oft um margt i því, því að jeg hafði mjög lítinn að- gang að öðrum bókum. Við skaplyndi mitt og tilfinningar var engin rækt lögð. Jeg hlakkaði því mjög til ársins sem jeg yrði fermdur, því að þá átti jeg von á að komast af sveitinni og verða frjálsari. En af því að jeg var illa til árs kominn, var tvísýnt að jeg slyppi það árið, sem jeg gerði mjer von um, enda kom það á daginn, því þegar presturinn „skifti“ börnunum, úrskurð- aði hann, að jeg ætti ekki að verða með fermingarbörnunum. Jeg gerðist þá svo djarfur að spyrja hann, hvort jeg kynni ekki nógu vel. En þegar hann var búinn að skoða í almanakið, sagði hann að það væri orðið of seint að sækja um leyfi, og þetta gæti því ekki orðið. Jeg ætla ekki að lýsa því, hve hugur minn fann þá sárt til. En árið eftir, daginn sama, sem búið var að ferma mig, var þetta sár gróið, og mjer fannst nú framtíðin brosa við mjer eins og náttúran, sem þá var í blóma, og jeg man það svo vel hve glaður jeg var yfir fögru von- unum mínum. Mig langaði til að láta allt, sem jeg þekkti lifandi, og hjelt að hefði meðvitund vita af því og finna til þess með mjer, hversu jeg vildi verða góður og mikill maður. Síðan eru liðin 22 ár. Margt er orðið breytt á þeim tíma. Sumar von- irnar mínar eru uppfylltar, aðrar hafa brugðizt mjer, en nokkrar á jeg enn, sem mjer þykir vænt um og leik mjer að, þegar ekki er annað, sem gleður. Jeg ætla ekki að rekja atburðina í lífi mínu á þessum 22 árum. En að eins geta þess, að jeg hefi reynt að beita öllum kröftum mínum til þess að verða að manni, hefi lagt fram megin mitt, hvort heidur jeg hefi unnið andlega vinnu eða stritverk. Ekki hefi jeg öðlast nema meðal gáfur, en viijað verja þeim svo, að eitthvað leiddi gott af þeim, og mjer sýndist það gott, ef jeg gæti komið upp fyrirmyndarbúi af eigin ramleik, og tekið unga menn, ef jeg gæti orðið þeim leiðbeinandi í einhverju. I þessu skyni aflaði jeg mjer þekk- ingar heima og erlendis, sem jeg hjelt að komið gæti að haldi. Jeg setti mjer auðvitað margar fleri ákvarðanir, svo sem að giftast ekki, þótt jeg væri lengi búinn að eiga stúkuna, fyr en jeg væri búinn að ná vissu aldurs- takmarki, og heldur ekki að byrja bú- skap, fyr en jeg ætti ákveðna fjárupp- hæð, til þess að þola áföllin, ef þau yrðu einhver. Loks kom sá tími, að jeg gat stigið þessi spor, og nú horfði jeg vonglaður fram á leið, og flest gekk eftir óskum 1—2 ár. En nú hefir heilsan verið fjarverandi 2—B ár. Á þessum árum hefi jeg orðið fyrir svo miklum efnalegum hnekki, að jeg væri kominn á sveitina aftur, ef jeg hefði ekki fylgt til framkvæmda þeim atriðum, sem jeg sagði frá. A þeirri reynslu, sem fyr greinir, og því, að svo hefir fallið, að jeg hefi þurft að hafa sjerstaklega mikil kynni af ungum mönnum, var byggður fyrir- lestur sem jeg hjelt í gær í Reykjavík. Jeg áleit, að efnið væri svo mikil- vægt' að ungir menn, og jafnvel for- eldrar, vildu ljá því eyrun, sem jeg hefði að segja um það, enda þótt jeg væri lítt þekktur maður hjer. En reyndin varð önnur. Jeg skal geta þess til fróðleiks, að jeg hjelt fyrirlestur um sama efni á þessum stöðum, og varð aðsóknin sem hjer segir: Keflavík 1 af hverjum 21 íbúa. Hafnarfirði 1 - — 50 — Reykjavík 1 - — 150 — Þess skal getið að í Reykjavík hjelt jeg fyrirlesturinn tvisvar, og talan mið- uð við það skiftið, þegar fieira var. Af því að í einu bæarblaðinu varð nokkurt umtal um þetta, mátti ætla, að betri áheyrn fengist öðru sinni, en svo varð þó ekki. Flestír þeir, sem komu í seinna skiftið, vora sömu mennimir og áður, auk nokknrra úr Ungmannafjelagi Reykjavíkur. Það er varia mitt að dæma um meðferðina, sem jeg hafði á efninu, en jeg álít mjer óhætt að segja, að efnið: Stefnur og framtíð ungra manna, sje eitt hinna mikilverðustu málefna, sem hægt er að velja til umræðu. En hvernig er áhuginn fyrir þessu málefni? Tölurnar, sem jeg tilfærði, eru ljós- mynd af honum. Þegar jeg í gærkvöld gekk heim af fyrirlestrinum, voru göturnar fullar af fólki, og jeg kom að flestum skemti- húsum bæjarins, og fjekk að vita, að þau voru fulláskipuð; en að eyrum mjer ómuðu hlátrar og önnur háreysti. Þetta, með fleiru, kom mjer í skilning um, að til þess að fá áheyrendur, hefði jeg þurft að auglýsa fyrirlestur um ástaleiki ungra manna og dans á eftir. Jeg hjelt áfram heim. Hjartað barðist óvenju hart í brjósti mínu, því hugur minn kendi enn sársauka, en jeg reyndi að tárfeila ekki, því að jeg vildi ekki láta bugast. En í nótt hefir mjer ekki komið dúr á auga. 11. des. 1911. Hákon Finnsson. Báru-freyj an. Hr. ritstjóri! — Hefði ég vitað af grein öldurfreyju H. Thorlacius gegn mér í síðasta blaði, mundi ég hafa svarað henni þá þegar. En þess átti ég ekki kost. Ég vona nú, að þér Ijáið þessum fáu svarlinum rúm. f öldurfreyjan heflr „krafist" af yður „samkvæmt prentfrelsislögunum", að þér tækjuð bull hennar í blaðið. Þér vitið þó eflaust, að hún átti engan slíkan rétt, og að á yður hvíldi engin slík skylda. XII., 58 Prentfrelsisiögin gefa manni að eins rétt til að heimta leiðréttingu tekna upp í blað, á ummælum um leiðrétt- anda. Grein öldurfreyjunnar leiðréttir ekki nokkurt orð eða atriði af því sem ég hafði sagt — styrJcir öllu fremur orð mín með líkum, sem reyndar var ó- þarfi; það þarf ekki að færa líkur að því sem er m&Tg-sannanlegt með næg- um vitnum. Vottorð leggur hún fram frá íshúsfél. við Faxaflóa, um, að hún hafi keypt þar óúldið kjöt 4—41/* sólarhring áður en gildið var. Éað þarf nú skemmri tíma en 4l/z sólarJiring 1 hlýju veðri til þess að ýldu slái í kjöt, sem hefir verið í íshúsi. Enn fremur prentar hún vottorð um, að hún hafi einJivern tíma .keypt í íshúsinu „ísbjörninn" fisk til þessa veizluhalds — Jivenœr, er hyggilega þagað um. Loks er vottorð um, að hún hafi keypt 30. Nóv. 5 “ffi af óblandaðri tólg í Sláturhúsinu. Gildið var haldið að kvöldi 4. Des. Það þarf nú skemmri tíma en það til að blanda óæti í tólg- ina. Enda engin sönnun fyrir, að sú tólg hafi notuð verið það kvöld. Maturinn var óætur, þegar hann var fram reiddur, og því verður ekki hnekt með neinum vottorðum um, að hann hafi einhvern tíma verið óskemd- ur mörgum dögum áður. Hve miJcill maturinu hafi verið, sanna vottorðin ekki heldur; þau segja að eins, að þessa pundatölu hafi hún keypt löngu áður. En að þessi pundatala hafi verið fram reidd í gildinu 4. þ. m., því trúir enginn, sem þar var. Ivýsing mín var í alla staði rétt, og greinin öldurfreyjunnar fer alt í kring um efnið og Jiaggar við engu sem ég hafði sagt. Ef öldurfreyjan óskar að teygja tal um þetta mál, skal ég með ánægju gleðja hana með vottorðum nokkurra af gestunum. Jón Ólafsson. Stefiiur og framtiö ungra manna heitir fyrirlestur, sem hr. Hákon Finnsson, bóndi á Arnhilstöð- um í Suðurmúlasýslu hjelt hjer í Reykjavík tvö kvöld í síðastl. mánuði, og hefir nú komið á prent. Fyrirlest- ur þessi er ágæt hugvekja og einkar þörf. Efnið er mikið og mikils vert, og það er unun að sjá það, hve bóndi þessi hefir hugsað það vel, og hvað honum hefir víða tekizt að klæða hugsanir sínar í fagran búning, og forðast allar öfgar. Margir kaflar fyr- irlestursins eru regluleg spakmæli, sem hljóta að festast í huga hvers þess, sem les þá, og hafa heillavænleg áhrif á þá. Allir foreldrar og öll ungmenni ættu að eignast fyrirlesturinn, og lesa hann með gaumgæfni aftur og aftur, og munu þeir þá sanna, að hjer er ekki of mælt. Á öðrum stað hjer í blaðinu segir höfundurinn æfisögu sína, og tildrögin til þess, að íyrirlestur þessi varð til.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.