Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.12.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.12.1911, Blaðsíða 2
218 REYKJAVlK Austurstræti 17. Laugaveg 40. Hvergi er betra að kaupa allt til bökunar fyrir JÓLIN, t. d.: Yanillíu-Gerpúlver, — FIorians-Eggjaduft — Sítrónudropar frá 10 au. upp að 30 au. — Vanilludropar frá 10 au. upp að 25 au. — Mondludropar frá 10 au. upp að 25 au. — Carde- mommudropar, einnig steyttar og ósteyttar Cardemommur — Sukat. — Ilm vö tn ótal tegundir, á glösum frá 10 au. upp að 5 krónum. Mjög hentugft til jólagjafa. Grænsápan á 1£> au. pd. er nú komin aftur. * —= Handsápur, =— hvergi meira úrval, hvcrgl lægra verð. jKínnií, að hvergi er betra að kaupa, en i Hi Sápuhásifl, © Sápubððin, Austurstræti 17. Talsími 155. Laugaveg 40. Talsími 131. Signrðnr Ólajsson frá Butru í Fljótshlíð. Dáinn 1. okt. 1911. Fækka mínir fomu vinir. Aðrir nýir naumast bætast hjeðan af, því hallar degi. Það mun skammt til þess að biða, að jeg hitti aftur hina, bak við Heljar húmið svarta. Þú varst einn af þessum fáu, sem mjer drenglund sjndir hreina, og sem faðir elskurikur Ijezt þjer annt um lifsbraut mina, meira’ en þeir, sem mjúkum orðum varpa oft af vörum sínum. Sá jeg flesta sólskinsdaga austur í Hlið, þá undum saman. Margar glaðar man jeg stundir frá þeim liðnu æfiárum, sem mjer líða seint úr minni, meðan ofar mold jeg þreyi. Mjer er Ijóst, að liðnir dagar munu aldrei oftar skína. Þó skal ekki þar um sakast, þó að vorir vinir fækki; því að einn er allra vinur, .sem ei ferst, þótt farist hinir. Þjer var löngum Ijúft að treysta honum, bæði i blíðu og striðu. „Fyrir mestu mjer er líka, að jeg veit hvem á jeg trúi“, ■voru orð, sem oft þú mæltir, ef um trúarmál var talað. Þú á föstu bjargi byggðir betri trú en flestir hinir. Fyrir hana Hels í striði hetju-þrek þjer entist lengi, þar til lífs-sól leið til viðar hægt og rótt á hinnstu stundu. Yertu sæll og sofðu’ i íriði. Sæl er hvildin lúnum beinum. Dagsverk, unnið dyggilega, Drottinn lífs mun endurgjalda. Svefn nje hvild þarf sálin eigi; sæl hún vakir ljóss í heimi. Jón Þórðarson. Kven-kviBíóraur. Allt i uppnámi. Allur hinn menntaði heimur heflr meira eða minna af kvenrjettinda- baráttunni að segja. Á sumum stöð- um er málinu skammt á veg komið, á öðrum stöðum langt, en alstaðar er barist. Meðal þeirra landa, sem kven- frelsisbaráttan hefir sigrað, má nefna ættjörð vora ísland, Svíþjóð, Finnland, Noreg og sum af ríkjunum í Banda- ríkjunum. Hin jarðneska paradís kvenrjettinda- kvenna hjer í Vesturheimi, er Kali- fornia. Nýverið hefir kvenþjóðin þar fengið kosningarjett og kjörgengi, ekki að eins við sveita- og bæjar- stjórnarkosningar, heldur og til þings- ins. Bráðum geta konur hins gullauð- uga ríkis tekið í taumana og sýnt mönnum sínum og bræðrum og frænd- um, hvernig ríkinu skuli stjórna og hvernig ekki. Reyndar eru jafnrjettislög kvenna ekki komin á, þó samþykkt hafi verið, en það eru að eins nokkrar vikur, þar til sá dýrðardagur upprennur, og þá — já, þá má drottinn hjálpa sínum. En hin minniháttar rjettindi, svo sem að sitja í kviðdómi og fjalla um mál sökudóiga, hefir hin kaliforniska kvenþjóð. Enda fjekk hún að neyta þeirra rjettinda í Los Angeles borg núna í vikunni sem leið, og er það ef til vill í fyrsta sinni í sögunni, að kviðdómur hefir verið skipaður kven- mönnum einum. Menn skyldu ætla, að svona sjaldgæfur viðburður hefði orðið bæði lögmönnum og dómurum til gleði og ánægju. Það var þó mun- ur að sjá framan í tólf blómarósir sitja í kviðdóminum, en allt af hina þumb- aralegu karlfauska. En hvað sem um gleðina hjá hinum löglærðu herrura hefir verið, þá átti þessi fyrsti kven- kviðdómur ekki langan aldur, — að eins fáar klukkustundir. Nógu lengi samt til þess, að dómarinn varð að missa af dögurði. En hvernig halda menn að sam- komulagið hafi orðið hjá blessuðum konunum, er þennan vanda áttu að leysa af hendi? Auðvitað skyldi mað- ur haida, þar sem að þetta var í fyrsta skifti, að slíkur vandastarfi var falinn kvenfólki, að það hefði gert sjer far um, að leysa verkið af hendi með sæmd. En varð svo? Ó-nei. Kven- kviðdómurinn gat ekki orðið ásáttur á neitt dómsákvæði, og ekki heldur kom- ið sjer saman um, hvar neyta skyldi dögurðar. Sumir halda, ef til vill, að það hafi verið afar-margbrotið og mik- ilsvarðandi glæpamál, sem konurnar áttu að meðhöndla, en svo var nú ekki. Kæran sem fyrir kviðdóminum lá, var afar-óbrotin og ijettvæg, — að eins það, að maður einn, J. H. Magor, var sakaður um of harða reið á mótor- hjóli sínu; það var allt og sumt. . En það er bezt að segja söguna að fullu, eins og hún er, og er hún þá svona: — Eftir að kviðdómurinn hafði setið á rökstólum fullar þrjár kl.-stundir, birt- ist hann i dómsalnum og framsögu- konan, Mrs. Nora E. Mc Donald, til- kynnti dómaranum, F. S. Forbes, að kviðdómurinn hefði hvorki getað orðið ásáttur um sýknu eða sekt hins á- kærða. Dómarinn og lögmennirnir tóku andköf af skelfingu yfir þessum óvæntu úrslitum; en tilheyrendurnir í dómsalnum höfðu gaman af, enda voru margir þeirra nákomnir þeim konum, er kviðdóminn sátu. En er dómarinn hafði náð sjer aítur, leysti hann hinn virðulega kviðdóm frá störfum sínum, ogjkvaðst mundu skipa annan næsta dag, og í honum skyldu karlmenn eingöngu sitja, og eíndi dóm- arinn það heit sitt. Kviðdómskonurnar hjeldu því næst heimleiðis og sögðu eiginmönnum sín- um — því flestallar voru þær giftar — sínar farir eigi sljettar; og þegar leið á daginn, var sagan hljóðbær um alla borgina. Konurnar höfðu ekki getað orðið sammála um nokkurn skapaðan hluf. Fyrst urðu þær ósammála um, hvar borða skyldi dagverð, þegar sá tími væri kominn, að þær skyldu allar í einum hóp fylgja rjettarskrifaraiium á einn og sama stað og hafa fylli sína upp á reikning hins opinbera. Viidu sumar fara á dýrustu hótel, aðrar á hreinlega matsölustaði, og hinar þriðju á enn þá ódýrari staði. Og bardaginn um þetta stóð í fullar 15 mínútur, unz rjettarskrifarinn, sem vafalaust hefir bæði verið orðinn dauðleiður og glor- hungraður, tók til sinna ráða, og kvað þær engan mat fá, nema þær kæmu á þann stað, sem hann tiltók. Og urðu þær því að hlíta. Eftir dögurð tók kviðdómurinn mál- ið fyrir að nýju, og komu þá fram margbreyttar skoðanir um sekt eða sýknu hins ákærða. Loksins lýstí for- maðurinn — nei, forkonan, vildi jeg sagt hafa — því yfir, að sitt álit væri, að sakaráberi rjettvísinnar hefði ekki fært nægar sannanir fyrir sekt hins á- kærða, og sjer væri sama, hvað með- dómendur sínir segðu, frá þessari skoð- un sinni fjelli hún ekki. En nú vildi einmitt svo til, að meiri hluti með- dómendanna var þeirrar skoðunar, að • ' hinn ákærði væri sekur, og eftir að þær höfðu þvælt um þetta fram og aftur nokkra stund, mundu sumar af konunum eftir því, að þær þurftu endi- Markús Þorsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavik tekur aö sjer allskonar aögerð á ---- Hljóðfœpum. ---------- lega að skreppa í búðirnar fyrir kveld- ið, og sáu því þann veg vænstan, að hætta öllu frekara stappi, og gerði það endalyktina, sem framsögukonan til- kynnti, sem sje, að þær helðu ekki getað komizt að neinni niðurstöðu. Svona fór um sjóferð þá. Með þessu framferði sínu hafa hinar kalifornisku kvenfrelsiskonur gefið and- mælendum kvenrjettindamálsins ágætt vopn í hendur, sem og óspart mun verða notað í framtíðinni. „Hvað sýnir þetta“, mun sagt verða, „annað en það, að kvenfólkið er óhæft að hafa sömu rjettindi og karlmenn- irnir? Hugsum oss þær í meirihluta á löggjafarþingum. Myndi ekki bera að sama brunninum og í bænum Los Angeles forðum. Það var þá að eins smáatriði, sem þar lá til meðferðar, en hjer er heill og velferð þjóðarinnar í veði*. Þannig munu andmælendur kven- frelsisins tala, og það sorglega er, að kvenrjettindakonurnar sjálfar leggja þeim vopnin upp í hendurnar. En hvað sem annars öllu þessu líð- ur, þá er það eitt víst, að þess verð- ur langt að bíða, að kven-kvið- dómur verði aftur skipaður i Los An- geles. Til þess eru vítin að varast þau. (Eftir ,,Heini8kr.“). rVöín og nýjungar. Fjalla-Eywindur. Leikfjelag Keykja- víkur leikur Fjalla-Eyvind, hið nýja leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, í fyrsta skifti á ann- an f jólum. Ný leiktjöld, íslenzka fjallasýn með ám og vötnum, fossum, hraunum, fjöll- um og jöklum, er verið að mála. Athygli viljum vjer vekja á áskorun Hjálpræðishersins hjer í blaðinu um gjafir í Jólapotta hans. Allir ættu að gera að skyldu sinni að gefa eitthvað, og hjálpa Hernum þar með til að gleðja börn og gam- almenni um jólin. Dáin er á ísafirði 19. þ. m., frú Elín 01- geirsson, kona Karls Olgeirssonar verzlunar- stjóra. Hún var um þrítugt. Húsbrot. Maður einn, nýsloppinn úr hegningarhúsinu, brauzt fyrir skömmu um nótt inn í vínkjallara Th. Tborsteinssonar og náði í nokkrar vínflöskur. En nætur- vörður einn náði í hann. Annar maður hefir og verið handsamaður, grunaður um að hafa verið i vitorði með þjófum. Seyðisfjarðarkosningin. Dr. Valtýr Guðmundsson hafði fengið 78 atkv. við síð- ustu kosningar, en ekki 74, eins og frá var skýrt í blððunum. Jólapottar Hjálprœðishersins. Það eru að eins fáir dagar til Jóla, og leyfi jeg mjer þess vegna að minnast litið eitt át Jólapotta vora. Vegna vætu og annara hindrana hafa gjafirnar, sem komnar eru, að eins verið smáar, og nf vjer eigum að ná liðna árs árangri, verða hinir heiðruðu borgarar að nota tækifærið nú, til að gefa mikið eða litið í pottana. Því vissu- lega er málefnið stuðningsvert. Eins og við erum vön, höfum við hátíð fyrir gamalmenni þ. 29. og fyrir börn þ. 30. þ. m„ en þar að auk verður einn'ig i ár hátíð fyrir ekkjur með þeirra börnum þ. 28. þ. m. — En við verðum að fá peninga inn, og þið verðið að gefa oss þá nú á þessum dögum. Látið okkur ekki fá minna í pottana, en við erum vön að fá á lista. — Gleðileg Jól! N. Edelbo. adjutant.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.