Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.12.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.12.1911, Blaðsíða 1
1R e$ k \ av t fc. Laugardag 30. Desember 1911 xii., eo Laugaveg 40. Hvergi er betra að kaupa allt til bökunar fyrir nýárið, t. d.: Vanillíu-Cterpúlver, — Florians-Eggjaduft — Sítrónudropar frá 10 au. upp að 30 au. — Yanilludropar frá 10 au. upp að 25 au. — Möndludropar frá 10 au. upp að 25 au. — Carde- mommudropar, einnig steyttar og ósteyttar Cardemommur — Sukat. — Ilmvötn ótal tegundir, á glösum frá 10 au. upp að 5 krónum. Mjög; lientugt ttl jólag;jafa. Grrænsápan á 15 au. pd. er nú komin aftur. —= Handsápur, =— hvergi meira úrval, liverg;! læg;ra verö. jVSunið, að hvergi er betra að kaupa, en i Hi SápiiMsið, • Sápubúðin, Austurstræti 17. Talsimi 155. Laugaveg 40. Talsimi 131. XII., 60 r Ódrengskapur og óráðvendni geta komið fram í blaðamensku, ekki siður en annarstaðar, og lýst sér með ýmsu móti. Eitt ófagurt sýnishorn óheiðar- legrar blaðamensku er grein, sem stóð í ísafold 20. þ m. með fyrir- sögn: »Undanhaldið í aðsigi«. 9. September s. 1. reit ég í »Rvík« grein: »Stjórnarskráin og konungur«. Ég reit þá grein á sjó- ferð frá Reykjavík til Eskifjarðar og sendi hana suður með »Austra« (hringferðinni). — Tilefni til þeirrar greinar var það, að Kn. Berlin og dönsk blöð vóru farin að ögra oss raeð staðfestingarsynjun konungs á stjórnarskrárfrv. síðasta þings, sakir þess að burtu hefðu verið feld orðin »í rikisráði«. Eg hafði að vísu, bæði fyr og siðar, haldið þvi fram, að það »stæði á litlu« að nema þessi orð burtu, og að það hefði alls ekkí verið neitt »aðalatriði« í stjórnar- skrárbreytingunni. En ég hefi jafnframt ávall haldið því fram, bæði á þingi og i blöð- um, að það væri allslenzkt sérmál, hvort þetta stæði i stjórnarskránni eða ekki. Og af þvi að það væri sérmál, kæmi það Dönum ekkert við. Eg sagði m. a. 9. Sept.: »yrði örðugt að fá íslandsráð- herra næst, sem vildi taka að sér að bera ábyrgð á synjun konungs á staðfestingu fyrir þessa sök. Og ólíklegt að nokkur íslendingur vilji taka það verk að sér. Kristján Jónsson gerir það óefað ekki .... Enginn heimastjórnar- maður gæti til þess fengisl«. Þetta eru skýr og ótvíræð orð um afstöðu heímastjórnannanna í málinu. Og siðan hefi eg ekkert ritað, er komi í bága við þelta. í »Rvik« 16. þ. m. reit ég grein: »í rikisráðinu«. Tilefni hennar voru ýmsar greinar í dönskum blöðum, sérstaklega grein eftir Ivn. Berlín í »Riget« 13. Nóv. þar er Dr. Berlín að svara vel ritaðri grein frá Jónasi Guðlaugsyni, og ber Dr. B. oss heimastjórnarmönn- um á brýn yfirdrepskap og tvö- feldni, er vér öðrum þræði höld- um þvi fram, að breytingin (burt- felling orðanna »í ríkisráði«) sé í sjálfu sér litils verð (ligegyldig) en rísum þó allir sem einn maður á móti því að setja orðin inn aftur. Vitnar Dr. Berl. sérstaklega til þeirra ummœla minna 9. Sept., sem að framan eru tilgreind. Af þessu tilefni var grein mín »í ríkisráði« rituð, til að sýna, að það væri engin mótsögn i því, að telja brottnám orðanna lítilsvert at- riði í stjórnarskrárfrv. þingsins, en halda því hins vegar fram, að jieg- ar það einu sinni væri fram komið í frumvarpinu, mundum vér eigi fella það ákvœði burt aftur, er Danír fœru að hlutast til um það. Af því að ákvæðið væri lítilsvert, hefðum vér sjálfsagt látið það vera að taka það upp, ef vér hefðum álitið, að það gæti varnað fram- gangi þeirra mikilvœgu breytinga, sem allir voru samdóma um, að þörf væri á. En úr því að vér hefðum tekið þetta ákvæði um brottnámið upp í frumvarpið, og af því að það sé íslenzk sérmál, hvort vér viljum hafa þetta í stjörnarskrá vorri eða ekki,íþá sé »það einnig skylda vor að gœta þess, að ekki sé gengið á valdsvið vort af íhlutun neinna ó- viðkomandi manna«. Þetta er sannarlega í samræmi við það sem ég hafði áður sagt; hér er því haldið föstu, að vér getum ekki felt þetta niður, úr því að það var tekið upp, þótt afleið- ingarnar geti orðið alvarlegar. Og þetta er enn brýnna áréttað í grein minni með þungum alvöru- orðum til Dana. Grein mín: »í ríkisráðinu« hafði inni að halda tvö atriði. Þau eru, i stuttu máli, þessi: 1. Vörn mín fyrir þeim um- mælum, að ákvæðið um burtfelling orðanna væri i sjálfu sér »lítilvægt atriði«. Þar er þéss getið, að ég og fleiri mundum hafa látið vera að hreyfa við þvi atriði, ef vér helðum álitið eða vitað, að það gæti hnekt framgangi allra stjórnar- skrárbreytinganna, sem oss ': þóttu brýnni. Auk þess er þess þar getið, að með brottnámi þessara orða sé ekkert á kveðið um það, hvar og hvernig mál vor yrðu borin upp fyrir konungi. 2. Brýnsla Jiess, sem ég hafði löngu áður sagt, að úr }jví að á- kvæðið sé samþykt í stj.skr.frv., þá verði því ekki breytt fyrir íhlutun Dana, sem engan íhlutunarrétt eigi í málinu. En von látin í ljósi um, að komist verði hjá ágreiningi milli vor og konungsvaldsins út af þessu, þar eð þess er væntst, að takast megi að sannfæra konung um réttmæti málstaðar vors. . * Hver heiðarlegur blaðamaður, þótt andstæðingur minn væri, mundi hafa skýrt rétt frá þessum atriðum (1. og 2.), hvort sem hann greindi á við mig eða ekki um annað eða bæði. En ritstjóri Isafoldar hefir aðra aðferð. Hann tekur þann kafla upp úr grein minni um fyrra atriðið, þar sem ég segi, að ég, og líkl. aðrir vinir sambandslagafrumvarpsins, hefðum ekki farið fram á að nema orðin burt, né greitt tillögu um það atkvæði vort, ef oss hefði komið til hugar, að Danir mundu nota þetta til að fá konung vorn til að synja frumvarpinu um stað- festingu. Og svo bætir hann við, að ég hafi gefið í skyn, að vér mundum hafa greitt atkvæði móti þessu á- kvæði, ef vér hefðum haldið »ad Danir vildu það«. Vilji Dana um mál þetta, sem vér teljum sérmál vort, stóð oss á engu. En af því að oss var alvara með að vilja fá framgengt og koma á ýmsum breytingum á stjórnar- skránni, sem oss þóttu mikils verðar og brýnt liggfa á (afnám konungskosninga, heimild til að- skilnaðar ríkis og kirkju, betri skipun á yfirskoðunarmönnum landsreikninga o. fl.), þá hefðum vér heldur viljað geyma atriðið um ríkisráðið, sem ekki liggur neitt á, heldur en að láta það atriði verða öllu frumvarpinu að fótakefli. Af þehri astæðu var slept að nema burt tilvitnunina til stöðu- laganna, sem allir vissu, að hefði haft staðfestingarsynjun í för með sér. Báðum þingflokkum kom saman um það, að hagga ekki við neinum þeim atriðum, er valdið gætu staðfastingarsynjun — ekki til að styggja ekki Dani, heldur til þess að koma málinu fram. Svo áréttar hr. ól. Björnsson, ritstj. ísafoldar, með þessum ó- heiðarlegu, óráðvandlegu og ó- drengilegu orðum: „1 stað þess að hvetja þjóðina til að standa saman sem einn múrveggur nm þetta atriði — gerist nú Jón Ólafsson fyrstur íslendinga til þess, að hvetja þjóðina til undanhalds í þessu máli.“... „Og hann gefur í skyn, að flokks- menn hans líti sama veg á málið og sjálfur hann“. „Það þ^ðir m. ö. o., að þeir ætli sér á næsta þingi að reynast „dönsku mömmu“ g ó ð u börnin og falla henni til fóta með fórnina þá. að setja ríkisráðsfleyginn inn aftur! „Öðruvís verða orð J. Ól. eigi skilin“. í þessum orðum, sem hr. Ó. B. vitnar í og færir til eftir mig, er ekkert, sem auðið er að leggja þennan skilning í. Þau láta það eitt í ljósi, sem báðir flokkar vóru sammála um við meðferð málsins á þingi. Og nein önnur mín orð, sem »hvetja til undanhalds« i þessu máli, færir hann ekki til né vitnar til, enda var það ekki auðið, því að ég hefi til þessa dags engin slík orð ritað né talað. Téð ritstjórnargrein ísafoldar er svart dæmi óheiðarlegrar blaða- mensku. Hegningarlögin ná ekki til slíkrar blaðamensku; enginn verður »settur inn« fyrír hana,hvorki í svarthol eða tykthús, eins og t. d. fyrir svik, þjófnað og þviumlíka glæpi. En siðferðislega séð er hún jafn óheiðarleg. En hvers er von að blaði, sem lætur lýsa yfir því fyrir sína hönd fyrir dómstóli, að það geti verið alveg rétlmœtt fyrir btöð að Ijúga og rœgja 9 'Jón ólafsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.