Reykjavík - 17.02.1912, Qupperneq 2
26
REYKJAVÍK
Menn vita, segir hann, hversu margir
menn lifa á íslandi, en ekki hversu
margir lifa af íslandi; hversu margir
Frakkar, Bretar [og hefði mátt bæta
við: Þjóðverjar, Norðmenn o. fl.
þjóðir] lifa af fiskveiðum íslands. —
Það dugi ekki að kenna tómlæti ís-
lendinga um, að þeir noti ekki betur
auðsuppsprettur landsins. Til þess
þurfi mikinn höfuðstól til stórfyrirtækja.
Fé til þessa verði að fást utan íslands,
og þar rísi vandamálið.
Enginn efi sé á, að ísland eigi nægar
auðsuppsprettur til lands og sjávar til
þess, að fólkinu geti fjölgað og þjóðin
orðið efnalega óháð. En vegurinn til
markaða í útlöndum liggi yfir Dan-
mörk — fyrst um sinn. En sam-
göngurnar við Danmörk og útlönd sé
mjög ófullnægjandi. Það tjái ekki að
vísa íslendingum til að bæta þær
sjálfir. Til þess skorti þá enn efni.
Nokkurn aukinn hag gæti Danmörk
haft af að bæta samgöngurnarnar, með
aukinni sölu á dönskum afurðum til
landsins. En hvað sem hagsmunum
líði, tjái ekki að líta eingöngu á krónur
og aura, er ræða sé um, að bæta sam-
göngur milli Danmerkur og íslands,
sem heyri alríkinu til. Ef ísland
getur ekki og Danmörk vill ekki koma
á þeim samgöngum sem vorum tím-
um sé samboðnar, þá megi eiga það
öldungis víst, að Þýzkaland muni gera
það, og komi Þjóðverjar á viku-ferðum
milli Hamborgar og íslands —, ferð-
um, sem þá einnig verði haganlegast
að senda póstsendingar með milli Dan-
merkur og íslands, þá verði þess ekki
langt að bíða, að verzlun íslands legg-
ist burt frá Danmörk, og þá sé það
ekki nema tíma-spurning að ísland
slitni úr öllum stjórnar-tengslum við
Danmörk.
íslenzkt þjóðerni mundi þá að vísu
brátt líða undir lok; en útsjónin til
þess mundi hafa lítil áhrif á málið. í
íslendinga augum sé Danir útlending-
ar alveg eins og Þjóðverjar. Og við
það bætist óvildin til Dana. En til
Þjóðverja beri íslendingar enga óvild
— enn, hvað sem síðar mundi verða
eftir svo sem hundrað ár.
Nú er þörfin á samgöngubótum
sterk á íslandi, og nú er augnablikið
til þess að tryggja það, að leið íslands
til Norðurálfunnar liggí yfir Danmörku.
Það er skylda danska alríkisins að sjá
um, að ekki slitni upp úr stjórnar-
tengslum landanna, þó að það kunni
að kosta alríkið það, að leggja fé í
sölurnar. Annaðhvort verður danska
alríkið [ríkissjóður] að leggja nægilegt
fé einhverju gufuskipafélagi til að halda
uppi nægum gufuskipaferðum milli
landanna [og það með viðunanlegum
kjörum, mætti bæta viðj, eða ríkið
verður sjálft að halda slíkum ferðum
uppi.
Vér verðum að gera íslendingum
það ijóst, svo að það komist inn í
meðvitund þeirra, að vér Danir viljum
alls ekki þröngva kosti landsins né
hafa það fyrir mjólkurkú, heldur þvert
á móti gera alt, sem í voru valdi
stendur, til að hjálpa landinu áfram
til eínalegs sjálfstæðis, og vór verðum
að gera þeim vegin yfir Kaupmanna-
höfn og Danmörk að greiðustu leiðinni
til Norðurálíunnar og heimsmenning-
arinnar, svo að þeim verði sú leið
hagfeldust og öruggust. Og þá fellur
burtu af sjálfu sér alt lögfræðingaþref
um liðnar aldir. ísland hlýtur þá að
finna það hagnað sinn, að halda ríkis-
tengslum við oss, og þá mun það
koma í Ijós, að það stendur á harla
litlu hvort heldur fyrir ísland eða
Danmörk, hvort ríkistengslin verða í
formi persónu-sambands með sórstöku
íslenzku flaggi og stærra sjálfræði að
nafninu til en nú hefir það, eða
stjórnarforminu, sem nú er, verður
haldið í öllu verulegu, því að form er
að vísu ekki marklaust, en alt er þó
mest vert um innihaldið.
Dönum verður ið bráðasta að verða
það ljóst, að vér getum ekki til lang-
frama varðveitt ríkistengsli við ísland,
nema vér leggjum eitthvað talsvert í
sölurnar, sem nokkuð er í varið. Og
því fyrri sem vér byrjum á því, því
léttbærara verður það oss.
J. Ó.
--- ■ t m —
[Til Jóns Ólafssonar.
„Góði vin! — Nú þegar skóg-
ræktarmálið er á dagskrá, dettur mér
í hug kvæði eftir þig, sem prentað er
fyrir 14 árum í Nýju Öldinni 30. Des
1897. Ekkert sönglag mun vera til
við þennan hátt, og finst mér vel
fallið að prenta nú kvæðið á ný og
vita, hvort enginn af tónskáldum vor-
um vill yrkja lag við það. Mór flnst
það vera þess vert.
Þinn
.........“]
ísland.
(Orkt 22. des. 1897).
Ættjörðin kœra, hver ógn er að sjá þig!
Öll ertu kalin og nakin og ber;
rigningar, foksnjóar, frostvindar hrjá þig,
flýja þig börn þin og una’ ekki hér.
Þó ertu fögur,
þóttú sért mögur;
það fara ei sögur
af göfgari móður en þér.
jBörnin þín áður þér illa’ hafa launað
alt, sem þú gott hefir fyrir þau gert,
Þannig að sjá þig er sárbitur raun að.
Sverjum, að klæða þitt móðurhold bert,
hrjóstrin að græða,
hlíðárnar klæða,
hlýlega glæða
hvert frækorn, sem nokkurs er vert.
Skipfloti’ á sjónum, en skógar í hlíðum,
skárslétt og ræktuð hver grund hér um láð,
fram knúnar vélar af fossunum stríðum —
fríkka sér nýja’ öldin land þá og gráð:
fossarnir spinna,
forlögin tvinna
framtíðar þinnar
í drottningar gullskikkju þráð.
Jón Ólafsson.
Háskólinn
hefir nú endað fyrsta missiri sitt#g
er byrjaður á nýju missiri, og er lestra-
skrá fyrir það komin út.
Helzta nýnæmi í henni, um fram
það er áður var, er það, að prófessor
Ágúst Bjarnason, Dr. phfi., byrjar nú
fyrirlestra fyrir almenning um sögu
viðreisnarinnar (renæssance) i skáld-
skap, listum og vísindum, 1 til 2
klukkustundir á viku, fyrst um sinn
á Mánudönum kl. 7—8 síðd.
Þeim sem hlustað hafa á fyrri íyrir-
lestra próf. Á. B. eða lesið bækur hans
(Austurlönd, Heilas, Nítjánda öldin) mun
þykja hugðnæmt, að sækja þessa fyrir-
lestra. _________
Iiátin er í Yesturheimi frú Clara,
dóttir Rydéns skraddara, er hér var
eina tíð. Hún og maður hennar vóru
úti að aka á sjálfhreyfivhgni (automo-
bil); rakst hann á og hjónin biðu bæði
bana. J. Ó.
Eftir Pál Bergsson, Winnipeg.
[Niðurl.].
Jeg hefi nú athugað dálítið með
fjölskyldumanninn og bóndann heima,
og er þá eftir að minnast svo lítið á
einhleypa fólkið, karla og konur, og
skal jeg ekki verða margorður um það.
Jeg skifti því fólki í tvo flokka: ráð-
setta og ráðlausa menn, og vil jeg nú
fyrst líta til hinna fyrnefndu.
Það er satt, að einhleypur maður
eða kona með einbeittum vilja að
komast hjer áfram og afla sjer pen-
inga getur grætt hjer fljótara peninga
en heima, því að í raun og veru er
hjer ekki svo mjög dýrt fæði og hús-
næði, $ 4.00 til $ 4 50 fyrir karlmann-
inn og 3b 3.00 til $ 3.50 fyrir kvenn-
manninn. Ef því vinnan er nokkurn
veginn stöðug, og það er ljett fyrir
stúlkur, að geta aflað sjer hennar, að
minnsta kosti í vistum, — og það ættu
þær helzt að gera á meðan þær eru
að komast ögn niður í málinu, þótt
mörgum þyki það leiðiniegt; þær fá
þar all-gott kaup strax, frá $ 12.00 til
$ 16.00 um mánuðinn og allt frítt,
og ættu því að geta dregið saman
svolitið til muna. Á verkstæðum
mundu þær aftur fá $ 5.00 til $ 6.00
á viku og verða að kosta sig sjálfar
að öllu leyti.
Karimaðurinn getur aftur á móti
átt miklu örðugra uppdráttar með að
fá sjer vinnu, svo nokkurn veginn
stöðug geti kallazt, en samt sem áður
hygg jeg, að hann geti graftt hjer
eins mikla peninga, ekki sízt ef hann
er handverksmaður, eins og á gamla
landinu, — þó naumast eins mikið,
auk heldur þá meira, en sjómenn á
íslandi geta grætt í meðal fiskigengd,
— ef þeir fara skynsamlega að ráði
sínu.
Nú hefi jeg minnst lítillega á hina
ráðsettu. En hversu eru þeir margir?
Ja, það yeit guð, en ekki jeg; en
ugglaust mundi jeg trúa því, ef ein-
hver segðist hafa litið yfir bækur hans
og sjeð, að þar var að eins einn af
fimm, — jeg vil ekki segja einn af tíu,
— skráður í þennan fyrri flokk, og
álit jeg því skyldu mína, að minnast
á hinn síðari, — hinn fjölmennari.
Það eru þeir og þær, sem láta „fjöl-
ina fjúka“, sem kallað er, fegar hing-
að vestur kemur, og sem mest líta á
inntektirnar, en minna á útgjöldin;
finnst því, að þau geti haft skemmti-
legt og fjörugt líf, þar sem þeir fá
hjer tvöfalt eða þrefalt hærra kaup
en heima; — gæta þess ekki, að þeg-
ar vinnuna þrýtur, þá er að sömu
hlutföllum dýrara, að sjá fyrir sjer hjer,
en á gamla landinu. En í hvað eyðir
nú fólk þetta peningunum? mun maig-
ur spyrja, — það drekkur þó ekki svo
mikið kvenfólkið hjerna. Vitanlega
ekki, og það gerir það ekki hjer heldur.
Ekki tala jeg um þá karlmenn, sem
fá sjer duglega í staupinu, sem kallað
er, því fyrir þá eru bæði löndin jafn-
góð. En jeg tala urn þá, sem á yfir-
borðinu virðast vera reglumenn, og
geta þó aldrei lagt til hliðar, sem
svarar einu centi. Nú mundi jeg aftur
verða spurður: í hvað eyða þeir þá
peningunum? Því er fljótsvarað; pen-
ingarnir fara í það, sem heima er
kallað „gottelsi", og svo á skemmti-
samkomur, svo sem leikhús og fleira,
og við þau tækifærigildirhjer fullkomlega
ritningarstaðurinn: ,Það er ekki gott,
að maðurinn sje einsamall', o. s. frv.
Sem sagt, þeir verða að hafa stúlk-
una sína með sjer, borga fyrir hana
innganginn og vitanlega „traktera"
hana á eftir. Svona gengur það nú
með karlmennina, fjöldann af þeim:
fegar árið er liðið, þá er líka kaupið
búið, og gott, ef það hefir hrokkið
fyrir útgjöldunum.
Nú, nú, — en hvað [í ósköpunum
hefir nú kvenfólkið gert við kaupið
sitt? Ekki drekkur það og sjaldan
kaupir það sig inn á skemmtisamkomui;
en það hefur sinn skolla, að draga
samt fyrir því, og hann er móðurinn.
Til þess að fylgja hjer almennilega
tízkunni, þarf helzt að hafa reifaskifti
fjórum sinnum á ári: vetur, sumar,
vor og haust. Og ekki þýðir mikið,
að ætla sjer að geyma reifin til næsta
árs, því þá er „móðurinn" orðinn allur
annar. Þegar nú þess er gætt, að
einn kjóll og hattur kostar ef til vill
meira en hæsta árskaup vinnukonu á
íslandi, þá er vel hægt að hugsa sjer,
hversu peningarnir geta fljótt eyðst.
Hvoru er nú þetta að kenna, —
landinn eða stúlkunum? Hvorugu
beinlínis. En óbeinlínis er það sam-
eiginlegt fyrir hvorutveggja. Það er
mest ríkjandi hugsunarháttur íbúa
landsins, að afla sjer peninga, og lofa
þeim svo að velta út í buskann og
bláinn, sem kallað er; og sýnir það,
að þjóðin spriklar af fjöri, en hugsar
máske ekki um ókomna tímann.
Eins og jeg vjek að fyr, þá eru hjer
margar undantekningar, og þess vegna
er það, að ýmsir menn safna auði. —
Hvað stúlkunum viðvíkur, þá er það
þeim óbeinlinis að kenna, á þann hátt,
að þær setja ekki í sig nóg viljaþrek
til að geta staðizt það, serp einhver
nágrannastúlka hennar getur kannske
sagt um hattinn og kjólinn hennar
frá því í fyrra.
Jeg heti nú með nokkrum orðum
látið skoðun mína í Ijósi á vestur-
flutningsmálinu, og hún er þessi: Að
íyrir einhleypa menn og konur og
kvongaða menn með lítilli fjöls’kyldu,
er ekki beint óráðlegt, að flytja vestur;
þó því að eins, að það fólk finni nægi-
legt þrek í sjer, til að berast ekki
með straumnum. — Þetta fólk, karlar
og konur, getur oft aflað sjer nokk-
urra peninga, og auk þess sjeð margt
og lært margt — sem ekki er enn
kostur á í gamla landinu.
En íull ástæða er til þess, að menn
hugsi sig vel um, áður en þeir fleygja
öllu frá sjer til vesturfarar. Að visu
fara heim árlega „agentar", sem eiga
að leiðbeina mönnum andlega og lík-
amlega, og skal jeg ekki rengja, að
það sem þeir segja sje allt satt. En
hitt er það, að þeim kannske gleym-
ist, að lýsa eins vel dökku hliðinni,
sem hinni björtu, og er þeim það ekki
láandi, úr því þeir nú eiuu sinni hafa
glæpzt á, að taka þennan starfa að sjer.
Þeir fara að kalla má lystiferð og
vinna þó fyrir háu kaupi, og mætti
það álítast drottinssvikum næst, ef
þeir ynnu ekki fyrir stjórnina hjer eins
vel og þeir geta, eða reyndu gagnvart
henni að leysa verk sitt sem verka-
samlegast af hendi.
Nú hefi jeg látið skoðun mína í
]jósi á málefninu, eins hlutdrægnis-
aust og samvizkusamlega og jeg lrekast
hefl vit á, og væri ekki úr vegi, að
blöðin heima tækju hana upp, svo að
hún gæti orðið.samhliða „agentinuin",
sem nú á að fara að hleypa hjer af
stokkunum til heimferðar.