Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.03.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 09.03.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍ K 39 Glaðlyndi og ánægja eru samfára notkun Sunlight sápunnar. Eins og sols- kinið lýsir upp og fjörgar náttúruna, eins gjörir Suniight sápan bjart yfir erfiði dagsins. SUNLIGHT SÁPA En ‘:J)ar kemur margt til greina, þegar úr skal bæta, bæði fyrir þjóð- fjelagið í heild sinni og einstaklingana. Ráð þau, sem tiltækilegust eru, og oftast eru nefnd, eru eiginlega þessi tvö; Annaðhvort verður að minnka eyðslusemina eða auka framleiðsluna, nema hvorutveggja sje gert í senn, sem víða má vel ta^ast. Fyrra ráðið hefir verið margrætt, og það iðulega biýnt fyiir fólkinu. Það hefir verið talað um sparnað á þjóðar- búinu: landssjóðnum, og allir- þjóð- málaskúmar hafa kappkostað að vera sammála um það, — í orðum —, vegna „pallborðs" vona sinna. En næsta fáir eru það samt, sem komizt hafa að ákveðinni niðurstöðu með það, hvað spara skyldi, og allt hefir svo lent við orðin tóm. Og ekki vantar siður sparnaðarræð- ur á sýslubúum og hreppabúum. Hinn raunalegi sparnaðarlestur þar og óbeit manna á nytsönium framkvæmdum, sem ekki eru lögboðnar, er alkunriur. Þá er sparnaðurinn á heimilunum sjálfum. Öllum kemur saman um, að þar megi og þurfi að spara. En þar kemur sama spurningin og á lands- búinu. Hvar á sparnaðurinn að koma niður? Við getum eytt minna af mun aðarvöru: kaffi sykri og tóbaki. Og nú, — síðan hann Steingrímur læknir fór að ræða um ofatið*) — á einnig að ara að jeta minna. Þetta er nú allt, saman blessað og gott. Jeg viður- kenni það, að þessum htutum og mörg- um öðium, er eytt í óhófi. Jeg virði alla þá menn, sem hætta sinu fyrra óhófi og veija sparifjenu til þess að komast úr skuldunum eða draga sam- an höfuðstól til nýrrar framleiðslu. Eg jeg veit það líka, að það er býsna öi ðugt að brjóta á móti gömlum venj- um. Tóbaksmönnunum veitist erfitt að hæt.ta við tóbakið, konunum við kaffið, fólkinu öllu við híbýlaþægindin, og hverjum einum við sínar nautnir og sinn „óþarfa". Og landssiðurinn bannar oft ýmis- lega lagaðan sparnað. Það er gersam- lega ómögulegt fyrir hin stærri heimili að minnka eyðslusemina til verulegra muna niður fyrir almenna venju, nema að minnka sig sjálf um leið. Hjú og ánnað verkafólk fæst ekki til að fara þangað, sem viðurværið er „verra" en almennt gerist. Og flestar húsmæður *) Hjer mun vera átt við fyrirlestur Stein- grims Matthíassonar, „Listin að lengja lífið,“ sem prentaður er í tveim siðustu heftum nSkírnis“. eru ekki hræddari við nokkurn hlut, en „nápínu* nafnið, sem fylgir spar- neytnu húsfreyjunum. Oiðið „búkona“ lætur nógu illa í eyrum sumstaðar. Eyðslusemin gengur greiðlega inn um dyrnar, en fer óvíða út aftur fyr en dóttir hennar: fátæktin, rekur hana burt með valdi. Eftir þessu valdboði megum við ekki bíða. Við verðum að sníða eyðsluseminni spennitreyju til stöðvunar; að minnsta kosti meg- um við ekki líða henni frekari vöxt eða viðgang, en þegar er orðið, fyrst hún verður ekki alveg brott rekin. Eftir öllu þessu að dæma getur sparnaðurinn, einu saman, ekki veitt okkur þann þjóðþroska, sem við þurf- um sem fyrst að öðlast. [Framh.]. Erlend símskeyti. Kolaverkfallið á Englandi. Simað er frá Khöfn 5. þ. m.: »Kolaverkfallið heldur áfram. Sam- göngur og viðskiftalíf lamað. Sátta- tilraunum haldið átram.« Og 7. þ. er aftur símað, að öll viðskifti sje stöðnuð vegna verkfalla. Hryðjuverk í Kína. Frá Khöfn er símað 5. þ. m.: »Hermannasamsæri í Peking og fleiri borgum í Kina, Morð, brenn- ur og gripdeildir.« Danir leita saramnga. (Grein þes»i er prentuð i „Lögborgi“ 25. jan. síðastl., og virðist vera eftir ritstjórann). Friðrik 8. Danakonungur fór úr ríki sínu í haust og ferðaðist út um lönd undir dularnafni. Nú kemur það upp, að sú för var ekki farin til skemmt- unar, heldur í alvarlegum erindagerð- um. Hann kom til Berlínar meðal annara staða, og hafði langar ráða- gerðir við Vilhjálm keisara og utan- rikismálaráðherra Þjóðverja. Er sá hinn íyrsti árangur talinn þeirra ráða, að stjórnin þýzka linni ofsóknum og afar-kostum, er hún hefir beitt við Suður-Jóta alla tíð síðan þeir komust á hennar vald, undan Dönum. í annan stað herma blöð, að kon- ungur hafi lagt fyrir keisara og stjórn hans ráðagerð nokkra, er nú sje mikið rædd í blöðum beggja landa og ýmsir merkismenn fylgja í báðum löndum, og er tilnefndur meðal annara dr. Georg Brandes. Segir svo, að ef hún nái fram að ganga, þá muni stórveldunum koma betur saman á eftir, en samkomulag þeirra á milli sje hin mesta nauðsyn, og samtök til þess að sporna við því, að hinn óteljandi mannmúgur Austur- landa vaði yfir hinn menntaða heim. Ef Indland geugur undan Bretlandi, og ef Japan og Kína taka höndum sam- an, temja her sinn við vopnaburð að útlendum sið og taka tii að leggja undir sig lönd, þá eru forlög Norður- álfunnar vís, nema stórveldin hverfi öll að einu máli. Þjóðverjar eru sagðir vera komnir á þá skoðun, að þeim sje áríðandi, að gera Dani sjer Yinveitta. Dönum hefir jafnan sviðið sárt að missa Suður- Jótland, og sá harmur fyrnist þeim ekki, þó að sú kynsióð hverfi, sem þá var roskin, er iandið gekk undan þeim. Þýzka stjórnin heflr beitt bæði brögð- um og ofríki til þess að gera landið þýzkt, en Jótinn er harður og seigur og heldur tryggð við ættjörð sína og feðratungu með aðdáanlegu þoli. Því er Dönum kalt í þeli til Þýzkalands og þann kala vilja þeir þar í iandi uppræta. Danir standa vel að vígi, þó fámennir sjeu; þeir ráða yfir sund- unum til Eystrasalts, og þeira fylgja frændur þeirra, Svíar og Novðmenn; og enn er það, sem mestu munar, að Danakonungar eru venzlaðir hinum ríkustu þjóðhöfðingjum, sem nú eru uppi, og segja sumir, að þaðan stafi að miklu leyti það, að Þýzkaland er svo mjög einangrað á síðari árum. Danir hafa oftar en einu sinni viijað fá Þjóðverjum eyjar sínar i Vestindium, en því hafa Ameríkumenn staðið fast í mót. Tillaga Friðriks konungs, er hann bar upp fyrir keisaranum, er sú, að Danir láti Vestindia-eyjar sínar af hendi við Bandamenn, og fái í staðinn hjá þeim eyjar nokkrar í Kyrrahafi, er Þjóðverjar eignist síðan af Dönum fyrir Suður-Jótland. í annan stað er það ráðgert, að Danir láti Grænland af hendi við Canada eða brezka ríkið, gegn landskikum í Afríku, er Þjóðverjar fái svo í ofanálag fyiir Sljesvík. Þessu kvað vera vel tekið á Þýzka- landi. Sagt er að það sje mest undir Bandamönnum komið, hvort þessi fyrir- ætlan nái fram að ganga. En þeim telst vera að því mikill hagur, að eign- ast eyjar þarna, einkum St. Thomas, með því að þar er höfn góð og hið bezta skipalægi; sú höfn verður mikið notuð þegar Panama-skurðurinn er fullgerður, og kemur Bandamönnum vel 1 hald til herskipalægis. Kvcnnablaðið hefir nú ekki komíð út síðan um nýár, og væri fróðlegt að vita, hvort það er tilætlun kvenfólksins, að láta það hætta að koma út, því að þar af mætti marka áhuga kvenþjóðarinnar á kvenrjett- indaraáiinu. Til þessa hefir blaðið komið út á kostnað einnar konu, sem efalaust hefir tapað stórfje 4 útgáfunni, því að fjóldinn af þeim konum, sem kaupa það, eru ekki áhuga- meiri að styðja það, en svo, að þær borga ekki blaðið, og kæra sig kollóttar, þótt út- gefandinn, sem er ekkja, og þarf allra sinna muna með til að mennta börn sín, sem nú eru á háskólanum, tapi á útgáfunni á hverju ári meira og minna. Það er ekki nema sjálfsagt, að kvenfólkið fái jafnrjetti við karl- mennina, en viðkunnanlegra væri, að það sýndi í verkinu, að það vildi eitthvað ofur- lítið í sölurnar leggja, til þess að ná rjett- indum sinum og vernda þau, þegar þeim væri náð. Kvenrjettindavinur. Úr ýmsum áttum. Konur á kjörfnndi. í LosAngelos í Ameríku hafa konur nýlega fengið kosningarjett, og áttu þær að nota hann í fyrsta skifti við kosningarnar í vetur. Frá þeim kosningum eru meðal annars sagðar þessar tvær smásögur: Þegar Karólína Severance, 92 ára að aldri, hafði lagt seðilinn sinn i kass- ann og kom út úr kjörherberginu, mælti hún: „Þessum degi hefi jeg verið að bíða eftir í 70 ár!“ — Annari konu gekk illa að komast inn, því að troðningur var mikill. Hún hafði hlaupið frá innanhússtörfum sín- um og var í eldhússfötunum. Hún gerði margar atrennur til þess að komast inn, og þegar henni var sagt, að hún yrðí að biða unz röðin kærni að henni, þá svaraði hún: „Jeg á brauð í ofninum, sem jeg býst við að brenni, og mjer er miklu annara um það, heldur en um póiitísku flokkana, hverju nafni sem þeir nefnast". Og svo hljóp hún af stað heimleiðis. Hungnrsueyð á Rússlandi. Ríkið hefir nú veitt 120 miljónir rúbla til þess að bæta úr hallærinu í sumum fylkjum Rússlands. Hungursneyð hefir verið þar meiri í vetur, heldur en menn vita dæmi til áður. Blaðið „Novoje Vrjemja" (nýi tíminn), sem annars er ekki vant að gera mikið úr því sem miður fer á Rússlandi, hvorki að því er snertir hagi þjóðarinnar nje stjórnar- ástandið, segir uú ýmsar hryllilegar sögur af hungursnsyðinni. Hjer um bii 20 miljónir manna eru nær dauða en lífi af huhgri. Skepn- um öilum er fyrir löngu slátrað; og þær upp jetnar, og skyrbjúgur og aðrir hallæris-sjúkdómar hjálpa tii að leggja fólkið í gröfina. Blöðin mega sem minnst tala um neyðina, þvi að stjórnar- völdin álíta það hættulegt. Uppskeran' var með rýrara móii. Bændur fengu í haust 40 miijón hektó- lítrum (1 hektólítri er sama sem 103 pottar) minna af korni, heldur en þeir eru vanir að fá, og þó voru 20 milj. hektólítra fluttar úr landi burt. Þjóðin hefði þurft á öllu korninu að lialda, sjálfri sjer tíl viðurværis, en skattar og álögur eru mikiar þar i landi, og ailir urðu nauðugir viijugir að selja töluverðan hluta af uppskerunni, til þess að geta greitt skatttana., Það hefir talizt svo til, að árin 1909 og 1910 hafi hver rússneskur maður haft 350 til 380 kíló af korni, en í ár hafa þeir haft að meðaltali 260 kíló á mann. Á Þýzkalandi er talið, að hver maður fari til jafnaðar með 470 kíló af korni á ári hverju. Verksmiðjulýðurinn kvartar líka. Síðan árið 1900 hafa verkalaun hækkað um 20 af hundraði, en verð á mat og fatnaði hefir hækkað um 40 af hundraði. Þeir komast þess vegna miklu ver af nú en áður, þótt þeir hafi hærri laun. Nýjasta kraftavorkið er það talið, að lögð hefir verið járnbraut yflr sjó- inn, frá Florida út í Key-West eyjarnar. Brautin er 35 mílur enskar á lengd, og hvílir hún á 47 kórallsrifjum, en milli þeirra eru langar bogabiýr. Það er víðast grunnt milii rifjanna, en sumstaðar er þó 7 faðma dýpi. Það hefir kostað mikla fyrirhöfn að byggja braut þessa, en Ameríkumönnum datt nú þetta einu sinni í hug, og þá var sjálfsagt að gera það. Og nú er brautar- gerðinni lokið.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.