Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.03.1912, Blaðsíða 4

Reykjavík - 09.03.1912, Blaðsíða 4
4<) REYKJAVÍK Frá Indlandi. Öll blöð beimsins hafa verið full af krýningardýrðinni á Indlandi núna fyrir nýárið. Aldrei hefir auði og oflæti verið hampað hærra. Alt glóði þar af gulli og gim- steinum á tugum þúsunda. En úti í frá voru í þessu frjóasta landi heimsins 100 miljónir manna sem aldrei fá mettan kvið árið um kring. Brezkir fræðimenn sem bezt hafa kynt sjer hagi Indlands verða við það að kannast, aÖ' á Indlandi er það þriðji hver maður, sem ekki hefir af því að segja, frá vöggunni til grafar- innar, að vera saddur. Fleiri ganga svangir að sofa á Indlandi á hverju kveldi en alt mannfólkið í Bandafylkj- um. Allur þorri Hindúa lifir á akuryrkju, en víða er bóndabýlið ekki stærra en 5 dagsláttur. Búslóð bóndans öll, húsgögn og tæki, hverju nafni sem nefnast, fer á 7 krónur. Fimm manns í heimili og 14 krónur til framfærslu um mánuðinn þykir meðalafkoma, og víða er hún miklu lakari. Skrimtir með hrísgrjón fyrir 5 au ra á munn um sólarhringinn, en tíðum tekur fyr- ir það líka. Þá hrynur fólkið niður, og það svo að hleypur á miijónum. Þetta gerist enn á 20. öld eftir Krists burð, með alt gullið og gim- steiDana hjá höfðingjunum innlendu, og brezku heimsmenninguna að bak- hjarli. (Nýtt Kirkjublað). Glæpir í Ameríku. Alls konar glæpir og afbrot fara sí og æ í vöxt í Bandaríkjunum í Ameríku, hvað sem sambandsstjórnin gerir til þess að draga úr þvi, eða svo segist blöðunum í New York frá. 10 síðastliðin ár hafa 86,934 menn verið myrtir í Bandaríkjunum. Og á þessu sama 10 ára tímabili hafa að eins 1,149 morðingjar verið dæmdir til dauða. Árið 1909 voru framiu 8,103 morð, og 107 morðingjar voru það ár dæmd- ir til dauða. Árið 1910 voru 8,975 morð framin (872 morðum fleiri en árið áður), en 104 morðingjar dæmdir til dauða (4 íærri eu árið áður). New-York-búar stæra sig af þvi, að þar sje betri lögregla, heldur en nokk- ursstaðar annarstaðar í heimi, en þrátt fyrir það fjölgar morðum og alls kon- ar glæpum ár frá ári. Það stoðar ekki, þótt Ameríkumenn beiti strang- leika í því að reka útlenda glæpamenn af höndum sjer, og reyni að koma í veg fyrir innflutning slíkra manna. Þeir hafa meir en nóg af þeim sjálfir. Og í Ameríku er lífið ekki álitið mik- ils virði. Góður húsbóndi. Skóverksmiðju- eigandi eÍDn í Liancourt á Frakklandi, Pelafour að nafni, hefir hætt verzlun, og gefur nú verkafólki sínu verksmiðj- una með vjelum öllum og vörum. Gjöfin er meira en 3 miljóna króna virði. Nöfn og- nýjungar. Rœningjarnip. Leikfjelagið hefir nú sýnt þá í 4 kvöld, og hefir öll þau kvöld verið húsfyllir. Framhald dómsins um þá, er byrjaði í síðasta blaði, gat vissra orsaka vegna ekki komizt í þetta blað, en kemur í næsta blaði. i,Sterling(< kom hingað á mánudags- kvöldið og hafði raeðferðis póst og farþega úr „Ceres“, eins og ráð var fyrir gert. í gærkvöld tagði hann af stað til Breiðafjarð- ar, en ætlaði fyrst að skreppa til ísafjarðar Xlœðevæver €5eiing, Viborg, Danmark sender portofrit 10 Alen sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Chevi- ots Klæde til en flot Damekjole for kun 8 Kr. 85 0re, eller 5 Alen bredt sort, inkblaa, graanistret renulds Stof til en solid og imuk Ilerre- dragft for kun 13 Kr. 85 0re. Ingen Risiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. Uld köbes 65 0re pr. Pd. Strikkede Klude 25 0re pr. Pd. með fjölda farþega, sem höfðu ætlað sjer vestur með BCeres“. Snjóflóð fjell úr Bjólfsfjalli á Seyðisfirði sunnudaginn 3. þ. m., tók vörugeymsluhús, sem verzlunin „Framtíðin“ átti og fjirhús- kofa. Kindur nokki ar fórust og eitthvað af vörum, en manntjón varð ekkert. Lótinn er nýlega síra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson prestur að Melstað. Hann var fæddur að Melgraseyri 20. febr. 1866, sonur sira Eyjólfs Jónssonar, er síðar var prestur að Árnesi, (dáinn 1909), og konu hans, El- ínar E. Björnsdóttur, en bróðir síra Böðvars í Árnesi, Jóns gullsmiðs á ísafirði og þeirra systkina. Síra Eyjólfur sál. var kvæntur Þóreyju, dóttur Bjfirna frá Reykhólum, og lifir hún mann sinn ásamt 10 börnum þeirra. Tímarit kaupfjelaga og aamvinnu- fjelaga, V. árs III. hefti, er nýútkomið, og hefir það margt gott að flytja að vanda. Fremst er grein um ull og ullarverkun eftir Sigurð Jónsson, og er tekin upp i hana skýrsla hr. Sigurg. Einarssonar til stjórnar- ráðsins, sem áður hefir birzt hjer i blaðinu. Greinin endar á leiðbeiningum um notkun Og meðferð ullar, sem ætlazt er til að geti komið aðgagni,meðanekki er öðru betra tilað dreifa. — Þá er ágrip af verðiagsskrá Kaup- fjelags Þingeyinga 1911. — Þvi næst er hugvekja sem heitir „Fjárþröng og fram- leiðsla“ eftir „n.“-(-„n.“, og er nokkuð af henni tekið hjer upp í blaðið á öðrum stað. — þá er skýrsla frá Kaupfjelagi Þingeyinga 1910. — Samtal við Yesturheimsmann eftir Einar Sigfússon. — Verzlun og atvinnu- fjelagsskapur ‘1911 eftir S. J. — Stundvisi og skilsemi eftir sama. — Frá útlöndum, frjettir af kaupfjelögum og samvinnufjelags- skap ýmsra þjóða o. fl. Skautakapphlaup verður á Melunum á morgun kl. 2. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Aukafnndur 23. febrúar. Samþykkt, að leigja P. J. Thorsteinsson & Co. Eiðsgranda til fiskverkunar um næstu 20 ár gegn 350 kr. árgjaldi. Fnndnr 7. marz. 1. Byggingarnefndar-gerðir frá 2. þ. m. lesnar upp og samþykktar. Þar með sam- þykktur uppdráttur að slökkvitólabúsi, sem á að standa á horni Ránargötu og Frara- nesvegar og telst Brekkugata 2. Húsið á að verða fimmhyrnt, mesta Iengd 10,65 m , breidd 7,50 m. — Björn Jónsson, fyrv. ráðherra, hafði sótt um að mega reisa sjer íbúðarhús sunnantil á erfðafestutúni sínu við Tjörnina, næst fyrir norðan Laufástún, og að húsið stæði neðarlega á túninu, hjer um bil 13 m. fyrir ofan framlenging Fríkirkjuvegar, og víldi fyrst fá hússtæðinu breytt í byggingar- lóð. Byggingarnefndin gat ekki veitt þetta leyfi, með því að það kom í bága við sam- þykkt bæjarstjórnarinnar á fundi 4. febr. 1909, og lagði því til, að leitað væri sam- ninga um kaup á neðri hluta túnsins eða túninu öllu. — Hin tilvitnaða bæjarstjórnar- samþykt frá 4. febr. 1909 hljóðar svo: „Byggingarnefndin leggurtil að bæjarstjórnin ákveði, að svæði við suðurenda Tjarnar- innar skuli haldast óbyggt innan þessara takmarka: Að sunnan fyrirhugaða hring- brautin, að austan fyrirhuguð framlenging Frakkastígs og gata hjer um bil 70 álnir fyrir neðan Laufásveg; að vestan fyrirhuguð gata suður frá Skothúsgötu, hjer um bil 80 álnir frá Tjörninni; að norðan Skothúsgata og fyrirhuguð gata frá Laufásvegi að Tjörn- inni fyrir sunnan hið nýbyggða hús Jóns Þórarinssonar." — — Bæjarstjómin vísaði þessari beiðni Bj. .Tónssonar til sjerstakrar nefndar, og kaus í þá nefnd Jón Þorláks- son, Knud Zimsen og Kl. Jónsson.------ Sarrþykkt, var að kæra Helga Hannesson úr- smið fyrir að hafa breytt húsi sínu, Banka- stræti 12, í leyfisleysi; sömul. stjórn íþrótta- sambandsins fyrir að hafa byggt skála á íþróttavellinum í leyfisieysi. 2. Fasteignanefndar-gerðir lesnar upp. Borgarstjóri hafði tilkynnt, að hann hefði fengið símskeyti frá Dowue i Lundúnum um að leigja Elliðaárnar næsta sumar fyrir 400 sterlingspund. Nefndin lagði til, að boðinu yrði tekið, og samþykkti bæjarstjórnin það. — Emil Strand leigð lóð um næstu 6 mán- uði austan við lóð þá, er sláturhús Jóns Þórðarsonar stendur á, gegn 20 kr. eftir- gjaldi. — Beiðni Vilhjálms Bjarnasonar um að breyta í byggingarlóð 400 ferálnum af erfðafestulandi Rauðarár. frestað enn vegna vantandi uppdrátta. 3. Brunamálanefndar-mál. Lægsta til- boð, er komið hafði í bygging slökkvitóla- hússins í Yesturbænum, er kr. 3175,00. Bæjarverkfræðingurinn álítur, að húsið muni ekki kosta meira en kr. 3000,00, ef bærinn sjálfur byggir það, og var því samþykkt, að fela bæjarverkfræðingnum að sjá um bygg- ing hússins — Nefndin áleit heppilegt, að slökkviliðsstjórinn yrði látinn búa á slökkvi- stöðinni (í Tjarnargötu) og lagði til, að bæjar- stjórnin leigði honum þar 3 herbergi ásamt eldhúsi til íbúðar og ákvæði leiguna. Sam- þykkt, að hann fengi þar íbúð fyrir 25 kr. á mánuði. 4. Fjárhagsnefndar-mál. Nefndin hafði fengið tilboð frá Landsbankanum og íalands- banka um lán að upphæð kr. 62000,00, er bærinn þarf að taka á þessu ári, samkvæmt fjárhagsáætluninni. Bauð Landsbankinn að lána fjeð gegn víxlum, með bankans venju- legu vöxtum, sem nú eru 51/4,°/o, og íslands- banki sömuleiðis, hvort heldur bærinn vildi gegn víxli eða sem reikningslán, en viðskifta- gjald reikningslánsins er 9/s°/o hvert missiri. Nefndin lagði tíl, að tekið yrði tilboði fs- landsbanka um að fá fjeð sem reikningslán, og að borgarstjóra yrði falið að undirskrifa skuldabrjefið í umboði hæjarstjórnarinnar, að fengnu leyfi stjórnarráðsins til lántök- unnar. Tillagan var samþykt. 5. Kosnir i hafnarnefnd: Klemenz Jónsson, Jón Þorláksson, Tryggvi Gunnarsson, Ásgeir Sigurðsson, Jón Ólafsson, skijjstjóri. 6. Kosning 6 innanbæjarmanna í lands* dóm frestað til næsta fundar. 7 Tilkynnt brjef stjórnarráðsins um stað- festing reglugerðar um mjólkursölu. 8. Tilkynnt samþykki stjórnarráðsins til að kaupa Baðhúsið. Samþykkt að kjósa nefnd til að taka móti Baðhúsinu og i nefnd- ina kosnir: Kristján Þorgrímsson, Knud Zimsen, Sveinn Björnsson. 9. Brunabótavirðingar lágu engar fyrir. 10 Lántaka til hafnargerðarinnar. Til- lögur hafnarnefndar frá fundi 5 marz sam- þyktar. 11. Tillaga frá L. H. Bjarnasyni: „Bæjar- stjórnin skorar að gefnu tilefni á borgar- stjóra, að gæta þess framvegis, að kjörskrá til alþingis verði lögð fram á lögákveðnum tíma.“ Tillaga frá Sveini Björnssyni: „Með því að borgarstjóri hefir lýst yfir því, að hann muni framvegis sjá um undirbúning kjör- skrár í tæka tíð, tekur bæjarstjórnin fyrir næsta mál á dagskrá.“ Tillaga Sv. Bj. felld. Tillaga L. H. B„ samþykkt. Jarðarför Jensínu sál. Eyvinds- dóttur, sem dó á Landakotsspítalan- um 4. þ. m., fer fram frá fríkirkjunni i Reykjavík þann 14. marz næstkom- andi kl. 12 á hádegi. Þetta tilkynnist vinum okkar og vandamönnum. Rvík. 9. marz 1912. Kristín Jensdóttir, Eyvindur Eyvindsson. é- 1 skófatnaðaryerzlnn Jöns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt, er að fá i bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. Járnsteypufjelag Reykjavíkur heldur aðalfnnd í húsi K. F. U. M. mánnd. 18. niarz kl. 8. e. h. Reikningar framlagðir, rædd fjelags- mál, kosnir 3 menn í stjórn fjelagsins og 2 endurskoðunarmenn. Tr. Gnnnarsson. IleilræOi. I samfleytt 30 ár hefí jeg þjáðst af kvala- fullum magasjúkdómi, sem virtist ólæknaudi. Á þessum tíma hefi jeg leitað ekki færri en 6 lækna, og notað lengi meðul frá hverjum þetrra um sig, en öll reyndust þau árang- urslaus. Jeg fór þá að nota Waldemar Petersens ágæta bitter, Kina-Lífs-Eliksírinn, og er jeg hafði eytt úr 2 flöskum, varð jeg þegar var við nokkurn bata, og þegar jeg hafði eytt úr 8 flöskum, var heilsa mín otðin það góð, að jeg gat neytt algengrar fæðu, án þess það sakaði. Og nú ber það að einB örsjaldan víð, að jeg finni til sjúk- dómsins, og fái jeg mjer þá einn skammt af bitternum, þá er lasleikinn horfinn þegar næsta dag. Jeg vil þess vegna ráðleggja öllum, er þjást af samskonar sjúkdómi, að nota þennan bitter, og munu þeir aldrei iðrast þess. Veðramóti, Skagafirði, 20. marz 1911. Björn Jónsson, hreppstjóri og d.br.m. FrainfarafjclagiA heldur fund í Iðnaðarmannahúsinu (uppi á lofti) sunnud. 10. marz kl. 6 e. h. Formaðurinn segir sögu. } (f3Reypís og án 6urd~ argjalésRröfu sendist vor stóra verðskrá nr. 24 með 3000 myndum af eldhúsgögnnm. verkfærnm, stálvörum, vopnum, hljóðfæruin, leður- vörnm, nrkeðjum, hrjóstnálum, silfur- vörnm, pípnm m. m. Aö panta með pósti er hægasta leiðin til að fá vörur sínar Lftið yfir verðskrána, og ef þjer finnið nokkuð, sem þjer þarfn- ist, þá skrifið það á pöntunarkortið, sem fylgir í verðskránni. Sjeuð þjer ánægðir með vörurnar, þá haldið þjer þeim, en geðjist yður þær ekki, þá búið þjer vel um þær og sendið oss þær til baka. Skrifið eftir verðskránni og hún J verður undir eins 3end yður ókeypis. ínportaren A/S. Kebenhavn K. A Hwepfisgötu 27 er tekið við alls konar saum. St«jfa með fopstofuinngangi er til leigu nú þegar. Upplýsingar í afgreiðsln „Reykjavíkuv“._______ Silfupnsela fundin. Vitjist til Jarð- þrúðar Bjarnadóttur, Þingholtsstræti 3. Budda með gullhping i týudist á leið- inni frá Bernhöfts bakaríi til nr. 16 á Skólavörðustíg. Finnandi skili á afgr. „Reykjavíkur“ gegn fundarlaunnni._ Vindlar og Vindling;ar í beistir og ódýrastir hjá Jóni Zoi;g:i, Bankastræti 14. Þar sem hljóðfæri er til, þurfa líka Alþýðusönglögin hans Sig- fúsar Einarssonar að vera til. Fást hjá öllum bóksölum, kosta kr. 1,25. Munið að kaupa Bændaförina 1910; kostar kr. 1,50. Fæst hjá bóksölum. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. livar a að kaupa öl og vín? En í Thomsens Magasín. Rit-atj. og abyrtrðarm.: Stefán Runolfsson. Prentsm. Gutenberg. i

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.