Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 25.05.1912, Qupperneq 3

Reykjavík - 25.05.1912, Qupperneq 3
REYKJAVÍ K 83 SUNLIGHT-SAPAN gjö.rir erfiðið við þvottinn ljett og hugð- næmt. Hreinlæti og þrifnaður rikir á heimilinu, þegar Sunlight-sápan kemur til hjálpar. SUNLIGHT SÁPA sveitum hjer á landi, og svo mun verða enn um langan aldur, víðast hvar, enda þótt það sje í rauninni sama og að brenna töðunni. En hlutverk skóg- ræktarinnar verður meðal annars að breyta þessu. Og það getur hún, eigi hún sjer nokkra framtíð fyrir höndum. Kolin verða aldrei framtíðar eldsneyti vor íslendinga; þau eru ekki ótæm- andi í skauti náttúrunnar fremur en margt annað, og svipað má segja um móinn. Gert er ráð fyrir að kolaforði jarðarinnar verði þrotinn eftir 150— 200 ár. Má gera ráð fyrir eftir 1 mannsaldur að kolin verði það dýr, að ókleift verði almenningi að brenna þeim til nokkurra muna. En hvað verður þá framtiðar eldsneytið? Eng- um blöðum er um það að fletta, að þeirri spurningu svarar skógræktin. Til þess að koma í veg fyrir að eldi- viðarskortur berji að dyrum, þegar kolin eru þrotin, er ekki annað ráð vænna en tryggja sjer eldsneytið hið fyrsta. Mikið land liggur óyrkt, illa notað, eða jafnvel gagnslaust í tugum og hundruðum dagslátta kringum hvert einasta býli á landinu, sem ekki ein- ungis gæti framleitt nægilegan skóg til eldsneytis handa landsbúum, heldur efnivið í ýms nauðsynleg og óhjá- kvæmileg búsáhöld. Menn hljóta að komast í skilning um, fyr eða síðar, að skógræktin verður mjög þýðingar- mikil fyrir þjóðina í framtíðinni, og leggja beri við hana jafnmikla rækt og grasræktina. Húsaskjól og eldiviður eru líkam- legar þarfir manna, sem þeir geta á engan hátt án verið, þær ganga næst fæðunni. Þessar þarfir sækja menn næstum undantekningarlaust út í skóg- inn. Fáum þjóðum eru þarfir þessar tilfinnanlegri en einmitt íslendingum. Landið er hrjóstrugt, kalt og veðra- samt; er því þörf á góðum húsakynn- um og eldivið til að hita þau. Er því bráðnauðsynlegt að afla þess í fandinu sjálfu. Og skógræktin er ráð- ið til þess. Sumrin eru stutt, þótt sóiargangur sé iangur, og .vetur eru kaldir og langir. Vjer megum ekki við því að missa svo mikið ijós og sólarhita, sem fer til ónýtis með því að skina á ber og blásin holt og hæð- ir. Vjer verðum að læra að veiða ylgeislana á sumrin — ef svo mætti að orði kveða — og geyma þá til vetrarins, þegar kuldi og myrkur grúfir yfir, og njóta þeirra þá. Skógurinn er einmitt til þess gjörður að handsama sólargeislana. Trjen binda sólarhitann á sumrin með árshringunum, er þau vefja hvern utan yfir annan um leið og þau vaxa. Þegar trjen eru svo höggvin upp og geymd sem eldiviður til vetrarins, er sólarhitinn leystur úr viðjum á arni heimilisins til þess að verma og líkna. Skógurinn gjörir annað og meira en fullnægja líkamsþörfum manna. Hann eykur fegurð landsins, vekur fegurðartilfinninguna og kveikir kær- leika til landsins og gæða þess. Þvi kaldara og gróðursnauðara sem landið er, því heitar þarf að elska það, og þvU, kröftuglegar þarf tilhneigingin til að græða_-sár þess að þróast í brjóst- um manna.'l Með aukinni skógrækt er náttúran vakin til lífsins. Þar sem áður var dauði, verður líf. Landið verður fjölskrúðugra að jurta- og dýra- lífi en það var áður. Skógfuglar, sem byggja skógana í Noregi og Svíþjóð á sama breiddarstigi og Island, mundu nema hjer land, ef skógarnir stækkuðu. Enda ekki ólíklegt, að fuglategundir þær hafi búið í skógunum hjer til forna, áður en þeir eyddust, en hafi svo horfið með þeim. „Fagur er dalur og fyllist skógi,“ segir skáldið. Það sjer í anda skógi vaxnar hlíðar og dali löngu áður en mönnum dettur í hug að auka skóg- inn, yrkja hann og verja. Þegar vorið er í nánd, vænta menn komu farfuglanna. Og eftirvæntingin getur orðið það sterk, að ómurinn af söng þeirra kveði við í eyrum manna, iöngu [áður en þeir koma og láta til sín heyra. Þetta eru fyigjur vorsins — vorboðinn sem allir unna. Og eins og það er áreiðanlegt, að fuglarnir koma syngjandi og kvakandi með vor- blænum að vetrinum liðnum, eins er það eigi ólíklegt, að þegar af ljettir þeim fimbulvetri, sem gengið hefir yfir skógana hjer á landi, komi vor, er hafi í för með sjer endurborinn skóggróður landsins í fegurri og fjöl- skrúðugri mynd en þeirri, sem nátt- úran ein — án hjálpar mannsins — hefði nokkurn- tíma getað skapað. Hver vill ekki greiða fyrir því vori? Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Haínarstræti 16 (á sama staö sem fyr). Skrifstofntími 9—2 og 4—6. Hittist venjulega sjálfnr 11—12 og 4—5. Aukaþmgið í sumar. Með konungsbrjefi, dags. 6. þ. m., er aukaþingið kvatt saman 15. júlí næstkomandi. Konungsbrjefið er undirritað af Kristjáni, sem nú er orðinn konungur, en hafði þá á hendi stjórnarstörfin i fjarveru föður síns. jjókafregn. Guðm. Davíðsson: Skógræktarrit. Gefið út af aambandi U. M. F. í. — Rejkjavík, ísafoldar- prentsmiðja MCMXII. J {Bók þessi er 64 [bls. í stóru átta blaða broti, og kostar innheft Jójaura. Jafnvel þótt hún sje ekki stærri en þetta, er hún þó efiaust ein með beztu og þörfustu bók- um, sem út hafa komið á þessu ári. Hún mun án efa stuðla [mjög að því, |að auka þekkingu manna á skógræktinni og gagn- semi hennar, og þar með að aukinni skóg- rækt í landinu. Bókinni er skift í fjóra kafla, auk inngangsins, en í honum er rakin saga skóganna [hjer á landi — hnignunar- saga þeirra frá landhámstíð til vorra daga. Eru þar tilfærð mörg dæmi úr fornum rit- um, er sanna, hvernig skógarnir hafa verið á landnámstíð, og hvernig þeir hafa smám- saman eyðst fyrir hugsunarleysi og handvömm landsmanna. — Sem oíurlítið s^nishorn bók- arinnar, valið af handahðfi, er niðurlag inn- gangsins prentað á öðrum stað hjer i blaðinu. — Eins og áður er sagt, er ritinu skift í fjóra kafla. 1 fyrsta kafla er: 1. Áhrif skógarins á [landið. 2. Ahrif skógarins á veðuráttuna. 3. Svarar kostnaði að rækta skóg? 4. Hver not eru að skógi? 5. Helxtu skógræktaráhöld. — í öðrum kafla er: 1. Ynging skógarins. 2. Skógarhögg. 3. Val á skógræktarlandi. 4. Trjátegund- ir, a. Barrviðir, b. Laufviðir. 5. Gróður- setning. 6. Fræsáning. 7. Græðireitur. Og í þriðja kaflanum: 1. Trjágarðar. 2. Gróðursetning stórra trjáa. 3. Skjólgarðar úr skógtrjám. 4. Skógfjendur. —■ Fjórði kaflinn” er um skógræktardaga. — Eins og sjest á efnisyfirliti þessu, er það margt sem menu geta af ritinu lært. Allir ættu að fá sjer það, og ekki einungis lesa það, held- ur 1 æ r a það og færa sjer í nyt fróðleik þann, sem það hefir að geyma. Danskur letkarajlokkur er væntanlegur hingar til Reykja- víkur 10. eða 11. júni næstk. Það er hr. Fritz Boesen, sá hinn sami sem var hjer í fyrrasumar, og hefir hann nú 8 menn með sjer eins og þá, en flest eru það nýir menn. Boesen kom með llokk sinn upp til SeyðisQarðar, og ætlaði að leika þar og á Akureyri og ísafirði á leið sinni kringum landið. Á Seyðisfirði varð þó lítið um leika, með því að Boe- sen meiddi sig eitthvað á leiðinni upp, og gat því ekki aðstaðið, en aðalhlutverkin hvíla á honum. — Hjer í Rvík ætlar Boesen að leika nokkur kvöld, og eru tvö leikrit fastákveðin: »Jeppe paa Bjærget« eftir Ludvig Holberg, sem allir kannast við, og »Förste Violin«, þriggja þátta gamanleikur eftir Gustav J. Wied og Jens Petersen. Til tals heíir og komið, að hann leiki hjer »En FolkelQende« (Þjóð- níðinginn) eftir Henrik Ibsen — ef hann getur fengið Árna Eiríksson til að leika Aslaksen prentara. En óráðið er það enn þá. Boeseil fer hjeðan aftur 21. júní, og verður því viðstaðan miklu skemmri en í fyrra. ? hprhpríti með eldhúsi> búri U og geymslu til leigu á skemtilegum stað. Afgr. vísar á. Fundargerð. Samkvæmt ákvörðun Kaupmanna- ráðsins og stjórnar Kaupmannafjelags Reykjavíkur, hafði öllum*) kaupmönnum og útgerðarmönnum verið boðað á fund í Bárubúð sunnudaginn 19. maí 1912, kl. 4 síðd. til þess að ræða og taka ályktun um kolaeinokunar-frumvarp milliþinganefndarinnar. Fundur þessi var settur á tilteknum stað og degi, af formanni Kaupmanna- fjelagsins Ásgeiri konsúl Sigurðssyni, en fundarstjóri var kosinn Brynjólfur H. Bjarnason og fundarskriíari Karl Nikulásson. Frummælandi var Þórður Bjarnason verzlunarstjóri, næstur hon- um tók til máls Thor kaupmaður Jensen; mæltu þeir báðir eindregið gegn frumvarpinu, bæði í heild sinni og lið fýrir lið, þá talaði fundarstjóri nokkur orð frá sæti sínu í sama anda og hinir. Thor Jensen lagði því næst frarn til samþykktar svohljóðandi tillögu : „Fundurinn mótmælir eindregið „einokunar-frumvörpum fjármála- „nefndar þeirrar, er skipuð var af „Alþingi 1911, og telur frumvörp „nefndarinnar um einokun á kolum ,,og steinolíu hina mestu skaðsemd „fyrir sóma og efnalega hagsæld „landsins, með því hvorttveggja „hlyti í senn að hafa þá miklu ó- „kosti í för með sjer, að útiloka „kosti frjálsrar verzlunar-samkeppni, „að því er þessar vörur snertir, og „draga tilfinnanlega úr arðsvon aðal- „atvinnuvega landsins. Fundurinn „skorar á Alþingi og stjórn landsins „að standa á verði gegn hvers konar „einokun, og gæta þess, að ekkert „haft verði lagt á frjálsa verzlun „eða atvinnuvegi landsins". Næstur tók til máls Ásgeir konsúll Sigurðsson, var hann frumvarpinu hlynntur, en lýsti jafnframt yfir því, að á því væru ýmsir gallar. Honum var andmælt í fyllsta máta af Thor Jensen. Enn töluðu : Þórður Bjarna- son, Jes Zimsen, Thor Jensen og fundarstjóri. Jes Zimsen bar fram þessa viðauka- tillögu við tillögu Thor Jensens: „Mótmælin afgreiðist af Kaup- „mannaráðinu, sem úrslit almenns „kaupmanna- og útgerðarmanna „fundar". Tillaga Thor Jensens var samþykkt í einu hljóði. Yiðaukatillaga Jes Zimsens var felld með 7 atkv. gegn 4. (Fjöldinn allur fundarmanna greiddi þar ekki atkv.). Þá bar Thor Jensen upp svohljóð- andi tillögu : „Fundurinn heimilar fundarstjóra „að síma fundarályktun þessa til „Ritzaus Bureau“. Yar sú tillaga samþ. í einu hljóði. Fleira var ekki gert. Fundi slitið. B. H. Bjarnason. Karl Nikulásson. *) Jafnvel þótt þannig sje koœizt að orði, voru víst ekki allir kaupmenn boðaðir á fund þennan. Ritstj.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.