Reykjavík - 25.05.1912, Síða 4
84
REYKJAVIK
Þingmálafundur
Reykvíkinga
verður; haldinn mánudaginn S7. þ. m. (annan
hvítasunnudag) kl. 4 e. h. í Barnaskólaportinu.
Reykjavík 20. maí 1912.
Lárus H. Bjarnason. Jón Jónsson.
€ti gros prlser jra jl. Xirk, jfarhus, Danmark.
Grrundlagft 1903.
Skógrœktardagur.
Það er orðið siður víða um lönd,
að helga einn ákveðinn dág á ári
skógræktinni, og er sá siður ame-
rískur að uppruna. Þann dag vinna
víða allir, ungir og gamlir, háir og
lágir, að gróðursetning trjáa eða
fræsáningu, og heíir það orðið til
þess að fl57ta mjög fyrir skógrækt-
inni þar sem skógar voru annars
að líða undir lok. í mörgum ríkj-
um í Ameríku er skógræktardagur-
inn lögboðinn.
Ungmennafjelögin urðu fyrst til
þess, að koma á skógræktardegi
hjer á landi. Það gerðu þau í
fyrra á aldarafmæli Jóns Sigurðs-
sonar. Unnu þau þá að gróður-
setning trjáa við skíðabrautina í
Eskihlíð.
Þetta árið var skógræktardagur-
inn síðastl. timrtudag. Þá var á-
kveðið, að vinna að skógrækt á
Vífilstöðum, og skorað á bæjarbúa
að fjölmenna þangað. En ekki Urðu
þeir fleiri en 60, sem þangað fóru,
og voru það flest ungmennafjelagar,
kennaranámskeiðsmenn og skóg-
ræktarnemar. Skógræktarmennirnir
þrír, Einar, Guðmundur og Sumar-
liði sögðu fyrir verkum.
Gróðursettar voru alls 2600 plönt-
ur, og voru það tvær tegundir af
furu, rauðgreni, birki, reynir, læ-
virkjatrje og gulvíðir.
Þetta er góð byrjun. Vonandi
að skógræktardagurinn verði áður
en langt um líður almennur um
land allt.
V erzlunarír jettir.
Ilr. stórkaupm. Jakob Gunnlögsson í
Kaupmannahöfn skrifar Austra 1. þ. m. svo
um verzlunarhorfur:
Saltfiskur. Horfurnar eru mjög daufleg-
ar, sem stafar af hinum stórkostlega fisk-
afla, sem Norðmenn eru búnir að fá og enn
heldur áfram, og er yfir 30 milj. fiska meira
en á sama tíma í fyrra. Eins og stendur er
bezti jagtafiskur stór 65,00, (mál) smáfiskur
60,00, ýsa 50,00, keila 46,00, Wardsfiskur
50,00, bnakkakíldur stórfiskur 70,00. En
það eru líkur fyrir að fiskprísarnir eigi enn
eftir að lækka til muna, og Norðmenn eru
jafnvel farnir að bjóða fisk til Spánar, sem
þeir viija afhenda í sumar fyrir 48—50 kr.
skippundið.
Lýsi stendur enn lægra en áður og eftir-
spurn.er lítil. Ljóst þorskalýsi um 26,00,
dökkt 22,00 hver 105 kiló; hákarlalýsi ljóst
28,00, dökkt 24,00 hver 100 kíló. Meðala-
lýsi varla yfir 35 kr.
Prjónles. Birgðirnar hafa minnkað, svo
líkur eru fyrír að seljist nokkuð af hálf-
sokkum og sjóvetlingum, þegar líður fram
á sumarið. Aftur er ekki til neins að senda
alsokka, því að þeir eru óseijanlegir.
Vorull verður ekki sagt um að svo
stöddu; líkur fyrir að hún verði svipuð og
síðastl. ár, en þó varla lægri.
Hrogn eru lítt seljanleg nema fyrir afar-
lágt verð,
Selskinn góð dröfnótt, gallalaus 5,50 hvert.
Æðardúnn. Líkur fyrir svipað verð og
síðastl. ár.
Hátt laugjali
og atvinnu í allt sumar geta 5—6
stúlkur fengið á Seyðisfirði.
Semjið strax við
Sigurö Björnsson
Grettisgötu 38.
Ægte Splv, Herre- & Dameuhre pr. Stk. 7 Kr.
do. 10 Rubis med 2 Aars Garanti
9,50 Kr.
8 D0gns Herre-Ankeruhre, 5 Aars Garanti
16 Kr. (Butiksprisen paa dctte Uhr al-
mindeligvis 36 Kr.).
Kronometre-Uhre fra 18—40 Kr.
Elgin Uhrene i Nikkel, S0lv & Double med
Springkapsel. 10 Aars Garanti 12, 18
og 28 Kr.
14 Kurats Gulddameuhre fra 25 til 70 Kr.
Billige Metal-Uhre med Guldrand 2,85 Kr.
System Roskop 3,50.
Fikse Kouble (som Guld) med Springkap-
sel 6—8 Kr.
Nyhed! Lommeuhr med Vækker, alm. Storr-
else 14 Kr. Vækker meget stærkt.
Nöfn <»•>■ nýjungar.
Sopgar-guðsþjónusta fór fram í gær>
á greptrunardegi konungs, bæði í dóm-
kirkjunni og fríkirkjunni. Þórhallur bisk-
up hjelt ræðu í dómkirkjunni, en í fríkirkj-
unni fríkirkjupresturinn. Ekki komust nærri
allir inn sem vildu. Öllum búðum var lokað,
Sorgarathöfn hóskólans í tilefni at
konungslátinu fer fram á fæðingardegi hins
nýlátna konungs, 3. júní næstk.
Landskjálftatjónið.— Landssjóðs-
lán. Hinn 17. þ. m. átti sýslunetnd Rang-
árvallasýslu fund með sjer, til þess að ráðg-
ast um, hvað gera skyldi til þess að bæta
úr landskjálftatjóninu. 38 bæi taldi hún
að byggja þyrfti upp að nýju, ogsamþykkti
að sækja um 25,000 kr. lán til þess úr
Vækkeukre i Nikkel, forgylte og forkob-
rede Messingkasser med 1, 2 & 4 Klokk-
er fra 2 til 4,50.
Stureulire fra 12 til 150 Kr.
Barometre med Thermometre fra 6 til 12 Kr.
Kikkerter fra 1,50 til 30 Kr. pr. Stk.
Harmonikaer fra 6 til 14 Kr.
Zittere 8,50, Violiner fra 6 til 40 Kr.
Tegnebestik fra 2 til 8 Kr.
Elektriske Lommelamper fra 1 til 3 Kr.
Barbermaskiner fra 1,25 til 3,50
Et Parti Solinge Barberknive Pris 4 til 6
Kr. realiseres for 1,50 pr. Stk.
Jagt Doubletter fra 30 til 70 Kr. pr. Stk.
Postkort 100-150-250 til 10 Kr. pr. 100 Stk.
Cigarer 3,50. 4—4,75 pr. 100 Stk.
landssjóði gegn ábyrgð sýslunnar. Ráð-
herra samþykkti lánveitingu þessa 22. þ. m.
Botnvörpungur fórst nýlega við Skeið-
arársand. Skipverjar 13 og drukknuðu allir.
Skipið hjet „King Fisher“ og var frá Hull.'
Aldamótagarðurinn. Eyrir nokkrum
árum úthlutaði stjórn Aldamótagarðsins
nokkrum mönnum 100 ferfaðma reiti í garð-
inum til matjurtaræktunar, g«gn mjög lágri
ársleigu. í fyrravor og aftur í vor hefir
hún og mælt mörgum út jafn stóra bletti í
sama skyni. Eru þar nú komnir um 50 mat-
jurtagarðar, er þykja reynast vel. Nokkrir
blettir eru enn þá óleigðir, og geta þeir,
sem kynnu að vilja taka þá á leigu, snúið
sjer til Einars Helgasonar garðyrkjumanns.
Það er gaman fyrir þá sem enga lóð eiga,
að hafa garð þarna, og að því getur líka
verið mikill hagnaður, ef vel er á haldið
og görðunum er sómi sýndur.
IHokafli á Eskifirði, er Reykjavíkinni
símað þaðan i gær, 8—14 skippund daglega
á mótorbáta.
Aðflutningsbanns-lagabrot. Aðfara-
nótt 23. þ. m. tóku næturverðirnir mann,
er var að flytja á land vínföng og vindla
fyrir Nielsen þann er stendur fyrir hinu
svokallaða „Klúbbhúsi11 hjer niðri í bænum.
Hafði maðurinn verið sendur með tóma brúsa
í pokum til brytans á „Ceres“, og sagt að
koma með aðra 3 brúsa fulla í staðinn, og
það hafði maðurinn gert, vitandi vel, að það
var áfengi, sem í brúsunum var. Sökudólg-
arnir hafa nú játað brot sitt, en hegning
er en» þá óákveðin.
Laust prestakall. Desjarmýri íNorður-
Múlaprófastsdæmi (Bakkagerði, Njarðvíkur og
Húsavíkur-sóknir). Heimatekja 262 kr. Veit-
ist frá fardögum 1912. Umsóknarfestur til
1. júlí.
Carl Groth, einn danski leikarinn, sem
var með Boeson í fyrra, er nú hingað kom-
inn með einn kvenmann með sjer, og ætla
þau að sýna hjer einhverja smáleika i nokk-
ur kvöld. í fyrsta skifti á annan í hvítasunnu.
Kaupendur Beykja-
víkur, sera* skift hafa um hú-
stað, eru vinsamlega heðnir að
tilkynna það afgreiðslunni,
Skólastræti 3.
€ggert Claessen,
yfirréttarmálaflutnin gsmaður.
Fósthússtr. 17. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
fást hjá
Jes Zimsen.
Peningar fundnir. Afgr. visar á
finnanda.
Kartöflur
ágætar fást stöðugt hjá
]es Zimsen.
ar sem hljóðfæri er til, þurfa
líka Alþ57ðusönglögin hans Sig-
fúsar Einarssonar að vera til.
Fást hjá öllum bóksölum, kosta
kr. 1,25.
Munið að kaupa Bændaförina
1910; kostar kr. 1,50.
Fæst hjá bóksölum.
Bókaverzlnn Sigf. Eymundssonar.
Terzlun Jóns Zocga
selur ódýrast neftóbak, munntóbak,
reyktóbak, vindia, cigarettur o. m. fl.
Talsími Í28. Bankastræti 14.
Hvar á að kaupa
öl og vín?
En í Thomsens
M a g a s í n.
Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson.
Prentsm. Gutenberg.
NvhPfl Nyeste Patent Ægskærer, paa et Sekund et kogt Æg i 9 glatte Skiver, pr.
" 1 Stk. 1,25. (Butikspris 2,50). Et storre Parti Skeer og Gafler med de be-
kendte 2 Taarne (Garantistempel), udbydes til den hidtil ukendte billige Pris, Spiseskeer
pr. Dusin 6,50, Gafler pr. Dusin 6,50, Teskeer pr. Dusin 3,59.
Fodt0j.
Nyeste Mode for Sæsonen i Herre- og DamestOvler, fineste Kvalitet med
Laktaa, alle Nr. i Herre pr. Par 7,75, Dame 6,75. Gummiliæle, alle Nr. pr.
Par 0,15.
Cykledæk med 15 Maaneders Garantijpr. Stk. 6,00. Slanger pr. Stk. 2,50.
Klædevarer. Pr0v engang et Stk. aí mine borpmte, næsten uopslidelige Stoffer i
gennemvævede Klædevarer, leveres i alle mulige Farver, (ogsaa i Cheviot) c. 3l/aX172
Meter = (c. 5X91/! Alen). Prisen er kun Q,£»0 pr. Stk.
Alt ekspederes som sædvanlig i Rækkefolge som Ordrene indgaar, altid med lst.
Damper mod Efterkrav -J- Porto; men med'Ret til Ombytning eller Pengene tilbage,
hvis det ikke fuldtud tilfredsstiller Koberne.
Ærb
c7l. cJlarfíus, IÐantnarfí.
ND Ved forudbetalning pr. Brev, Anvisníng eller Chech pr. danske Bankei
11 D. 50/, £abat.
Annoncen gentages ikke.
Nokkrir verkamenn
óskast til
Síldíir- olíu-fabrikku Siglufjarðar
frá júlí til október—nóvember.
Nánari upplýsingar gefur stöðvarstjórinn á Siglufirði.
E. Vanger.