Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 27.07.1912, Síða 1

Reykjavík - 27.07.1912, Síða 1
1R e v k \ a v t k. Laugardag 27. Júlí 1912 XIII.* 30 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsimi 34. Miðstræti 10. Heima daglega kl. 4—5. Bak við tjöldin. Áhorfendurnir sjá ætíð, hvað gerist á leiksviðinu. Hitt eru ekki nema ör- fáir útvaldir, auk sjálfra leikendanna, sem fá leyfi til að skygnast bak við tjöldin og sjá, hvað þar gerist. En á þessu leikur þó öllum langmest for- vitni. Það er eins með Alþingi eins og leikhúsið, að flestum er mest forvitni á að vita, hvað. þar gerist bak við tjöldin. Náttúrlega er það ekki ætlað áhorfendum að sjá eða heyra hvað þar gerist. Engu að síður fer aldrei hjá því, að sitthvað kvisist út á milli manna. En það versta er, að mann- anna börn eru svo lygin, ekki síður í íteykjavík en annarsstaðar, og því er aldrei að vita, hverju er að trúa og hverju ekki, af því sem út berst af því sem gerist bak við tjöldin. Ég skal nú taka til dæmis á Laug- ardaginn var, þegar „Reykjavík" kom út og skýrði frá því, þrír að menn í Sjálf- stæðisflokknum hefðu rekið sjö félaga sína frá sór úr flokknum. Gamlir Sjálfstæðismenn, sem ekki hafa verið vanir að lesa „Reykjavík" fyrri en núna upp á síðkastið, og vissu því ekki, hve varkár hún er með að fullyrða ekki annað en það, sem hún veit með vissu, trúðu þessu ekki fyrst og hóldu, að þetta ætti að vera fyndnisaga. En garnlir lesendur blaðsíns vissu þegar, að þetta mundi rétt vera, þó að þá sem aðra furðaði á því, hvernig örlít- ill minni hluti færi að því, að reka stóran meiri hluta úr lögum við sig. En svona var það nú samt. Björn Jóns- son þingmaður Barðstrendinga var kos- inn formaður flokksins á lögmætum fundi, og hafði því einn rétt til að kveðja flokksmenn til fundar. En þeir Bjarni, Skúli og Benedikt eru víkingar og fara ekki að lögum. Þeir tóku sér bessaleyfi til að boða sjálfum sér fund, án þess að hinir sjö-vissu af, og þar ályktuðu þeir, að reka hina sjö úr flokknum, og tilkyntu þeim það bréf- lega, að nú væru þeirreknir. Funda- bók flokksins, þá sem fundargerðir voru ritaðar í, hafði dr. Forni enn i varð- veizlu og hafði ekki skilað flokknum henni; en flokkurinn hafði ekki keypt nýja fundarbók á þessu þingi, en ætl- aði að nota þá gömlu. Yoru því gerðir fyrstu fundanna víst að eins ritaðar á laus blöð. Nú þegar þessi stórtíðindi fóru að gerast í flokknum, sneri inn löglega kosni formaður flokksins, Björn Jóns- son, sér til doktorsins til að fá hjá honum fundabókina. En doktor neit- aði því og lagði kollhúfur og kvaðst eigi vita, hverir væru í inum löglega flokki. Björn hafði sagt honum við það tækifæri nokkur vel valin vin- semdarorð um einlægni hans, ráð- vendni og drengskap, en doktor brosti að eins við því hæversklega, og sagði með inu mesta lítillæti, að þetta væri nú víst alt saman oflof um sig; studdi svo gest sinn með mestu virktum út fyrir dyrnar og læsti að sér. Næsta morgun varð doktor að mæta á skrif- stofu bæjarfógeta og var þar gert til- kall til fundabókarinnar. En doktor kvaðst hafa innlimað hana í Land- skjalasafnið og ætla sér að halda henni þar, unz hæstaréttardómur væri um það fallinn, hver væri löglegur eigandi bókarinnar. Hvað er nú orðið af Sjáifstæðis- flokknum? Hverjir eru þeir einu ekta og ósviknu Sjálfstæðismenn ? Það lítur svo út, að það hljóti að vera þeir sjö, þar sem þeir eru langsamlega meiri hluti og inn löglega kosni formaður er einn í þeirra tölu. Þessa virðist því verða að telja í Sjálfstœðisflokknum: Birnina þrjá, Jónsson, Kristjánsson og Þorláksson, Jens Pálsson, Jósep Björns- son, Ólaf Briem og Þorleif Jónsson. í Skilnaðarflokknum eru þeir þrír: Benedikt, Bjarni og Skúli. Þá eru lausamenn svokallaðir; þeir eru níu : Jóhannes bæjarfógeti, Stefán skólameistari, séra Magnús Andrésson, Jón Jónatansson (allir frá öndverðu millilandafrumvarps-menn), Valtýr, Sig. Sigurðsson, Sig. Stefánsson, Kristján Jónsson og Sigurður Eggerz. Sjö af þessum að minsta kosti eru stuðnings- menn Hannesar Hafsteins til ráðherra- dæmis. í Heimastjörnarflokkuum eru 21 þingmaður, sem allir styðja Hannes Hafstein. Fjóra af sjálfstæðismönn- um að minsta kosti mun og mega telja stuðningsmenn hans. Samkomulagið í sambandsmálinu styðja allir heimastjórnarmenn (21), að minsta kosti 6 af Zawsamönnum, og víst að minsta kosti 6 af sjálfstæðis- mönnum. Þetta er talið eftir því sem ég get komist næst, og heflr þá sam- komulagið („bræðings“-stefnan) að minsta kosti fylgi 33 þingmanna, og ekki ósennilegt, að þeir reynist 1—2 fleiri. • Jón í Múla er væntanlegur á þing 4. Ágúst. ‘J. Ól. Daginn og veginn. Klerkar og yflrsetukonur. Það er undarlegt, hvað vel launaðir embættismenn eru oft nízkir á hvern eyri af almannafé hlnda a 1 þ ý ð u- fólki — venjulega því nízkari, sem þeir eru hærra launaðir sjálflr. Ég hefi komið hérna ofan á bæjar- stjórnarfund þegar um hefir verið að ræða laun kennaranna við barnaskól- ann. Þeir munu vera verst launaðir af tímakennurum við alla skóla hér í Reykjavík; satt að segja smánarlaun að bjóða nokkurri manneskju, sem f æ r er um að vera kennari, lægra en eina krónu um klukkutímann. En ég hefl heyrt hálaunaðasta manninn þar leggja harðast á móti að barnakenn- ararnir fengju sæmilega borgun fyrir starf sitt. Á Miðvikudaginn varð mér reikað ofan á þing. Þar var í efri deid verið að ræða um laun ljósmæðra. Þar var prestur að tala og lagði mikið út af því, að sextíu krónur væru full-há árs- laun handa yfirsetukonum. Égheyrði á umræðunum, að landlæknir mundi vera á sama máli; og með því að yfirsetukonurnar munu fá lítilsháttar aukaþóknun fyrir verk sín og, ég held, heila krónu á dag í dagpeninga meðan þær eru að heiman að hjálpa konum, þá skal ég nú í rauninni ekk- ert um segja nema mennirnir hafi rétt fyrir sér, sem segja þessi sextíu króna laun full-háa borgun. Að minstakosti veit ég að sýslunefndunum, sem eiga að greiða launin, muni þykja þetta nóg. En röksemdaleiðslan, sem prest- urinn hafði fyrir máli sínu, þótti mér einkennileg og að vissu leyti rétt merkileg. Hann hélt því fram, að í umdæmi yfirsetukonu, sem hefði þessi laun, fæddust að meðaltali fimm börn á ári; og eftir skýrslum tepti hver fæðing yfirsetukonuna að meðaltali fjóra daga. Þetta yrðu tuttugu dagar á ári, og þá væri það auðsætt, að sex- tíu krónur væri full-há laun. Ég er því miður ekki byskup, og byskupinn ekki heima sem stendur, svo að ég get ekki vitað, hve oft þessi klerkur messar um árið. Ég veit að sumir klerkar hér á landi messa ekki nema fimm, sex eða sjö sinnum. En mér er sagt, að þessi klerkur messi nokkuð oftar, enda er aðal-kirkja hans í fjölmennum kaupstað. Ekki kváðu þó messurnar vera ýkja-margar og venjulega ákaflega fáment við þær. Setjum nú svo, að hann messaði tuttugu og fimm til þrjátíu sinnum á ári, og að það væri fjögra, flmm stunda verk fyrir hann að semja hverja ræðu (ef hann notar þá ekki gamlar ræður sínar af og til). Svo skulum við ætla á, að hann verði að skíra jafn-mörg börn á ári, eins og yfirsetukonan tekur á móti; en sjálfsagt er skírnin vanda- minna og fljótunnara verk heldur en starf yfirsetukonunnar. Setjum svo að hann þurfl að jarðsyngja jafn-marga eins og fæðast og kannske þjónusta eina kerlingu á ári að meðaltali. Eftir þessum reikningi ætti ekki að vera torvelt að flnna, hvað hæflleg laun væru handa presti fyrir vinnu hans, metið á svipaðan hátt eins og starf yfirsetukonunnar. Við þetta þarf þó sjálfsagt að bæta fermingum; þó eru þær nú reyndar borgaðar presti sér á parti, alveg eins og skírnartollar og líksöngseyrir. Hvernig væri annars að endurskoða prestlaunalögin á þessum grundvelli? Ja, ég slæ þessu svona fram mér vitrari mönum til athugunar. Ég hugsa það kynni ef til vill að fá ein- hvern byr á þessum tímum, þegar allir tala um að spara — spara — spara! Löggæzla við síldveiðar. Herra Guðmundur Guðlaugsson, sem einatt hefir verið aðstoðarmaður lög- reglustjóra á Siglufirði við eftirlit með síldveiðimönnum, og reynst þar dug- legur maður, hefir boðið stjórnarráðinu að gera út á sinn kostnað gufuskip, til að líta eftir síldveiðiskipum útlend- XIII., 30 um, sem eru að síldveiðum í land- helgi. Hann ætlast ekki til að hafa lögregluvald til að taka skipin og teyma þau inn á Siglufjörð, enda eru þau öll neydd til að koma þar inn, með því að þau hafa alla útgerð sína og afgreiðslu þar og verða að hleypa inn í hvert sinn, er þau hafa veitt, til að leggja upp síldina til verkunar og sölt- unar. En hann býðst til að útvega sannanir fyrir brotunum, móti því að fá tiltekinn hluta af sektarfé þeirra skipa, er dæmd verða eftir tilvísun hans og sönnunum. Þetta sýnist næsta álitlegt tilboð, þar sem landsjóður þarf engum eyri til að kosta öðru en tilteknum hluta af upphæð þeirra sekta, sem uppljóstr- armaðurinn aflar landsjóði. Margir ætluðu nú, að Stjórnarráðið mundi þiggja þetta fegins hendi. En — þar kom dálítið stryk í reikninginn. Stjórnarráðið kvað sig skorta laga- heimild til að veita uppljóstrarmanni nokkurn hluta af sektum. Svo var málið lagt fyrir þing, en þó ekki í frumvarpsformi, heldur sem þings- ályktunartillaga, að skora á stjórnina að gera eitthvað til að efla eftirlitið með síldveiðum í landhelgi. Og nú sefur málið í nefnd; en norski bróðir flskar væntanlega daglega í landhelgi þessa daga. Skipið, sem Guðmundur átti kost á, liggur tilbúið til taks hér á höfninni, ef þinginu skyldi þóknast að gera eitthvað við þessa málaleitun. Auðvitað væru sérstök lög eina lög- fulla heildin fyrir stjórnina til þessa samnings; en ef þingið samþykti til- löguna sem þingsályktunartillögu að því viðbættu, að þingdeildirnar hétu því á næsta þingi að gefa stjórninni heimild með lögum til þessara ráð- stöfunar, þá væri það sjálfsagt ábyrgð- arlaust fyrir ráðherra að taka boðinu. Heiðrímardropinn á höfninni. Ég reit litla grein undir þessari fyrirsögn í „Reykjavík" fyrir nokkru, og benti á, að í leyfl stjórnarráðsins væru geymdar hér í koladalli á höfn- inni birgðir af kúníakki. Þær eru af- hentar þaðan ótollaðar frönskum flski- skútum, er þær óska þess. Þetta er bert brot á bannlögunum — og fleiri lögum. Það er líka brot á þeim einkarétti til að verzla með áfenga drykki, sem vínsalar hér hafa og hafa borgað dýrum dómum. Ég spurðist fyrir um heimild stjórnarráðsins til að gefa slíka undan- þágu; en ekkert svar hefir fengist úr þeirri átt.1) Nú er kominn nýr ráðherra, og má nú ekki vænta af honum, að hajm annaðhvort réttlæti þetta, eða geri kúníakkið upptækt ? Er það til of mikils mælst af rétt- vísi hans og röggsemi ? 7. Ól. ‘) Eina svarið, sem kom, var frá fröusk- um manni, sem bar það af sér, að vínföngin væru geymd í frönsku koladöllunum. Það er rétt. Það er í norskum kola- dalli, sem geymt er. *

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.