Reykjavík - 27.07.1912, Síða 3
REYKJAVlK
119
Glaðlyndi og ánægja eru
samfára notkun Sunlight
sápunnar. Eins og sóls-
kinið lýsir upp og fjörgar *
náttúruna,> eins gjörir jj
Sunlight sápan bjart yfir
erfiði | dagsins.
SUNLIGHT SÁPA
I
ornapsKi
Hannes Hafstein ráðberra í annað sinn.
Þau fóru fram á fimtudag og var
ólíkt minna um að vera en þau tvö
skifti áður, sem ráðherraskifti hafa
orðið hér á landi.
Kristján Jónsson ráðherra hafði til-
kynt þinginu á þriðjudaginn, að hann
hefði fengið iausn, en tekið að sér að
gegna embættinu þar til nýr ráðherra
yrði skipaður. Sama dag bað kon-
ungur Hannes Hafstein bankastjóra
að taka að sér ráðherraembættið, og
svaraði hann að hann gerði það. Kom
skipun hans á fimtudag. Áður en
tekið var til við dagskrána ávarpaði
hinn nýskipaði ráðherra deildirnar.
Ræða ráðherra.
Jeg hef í gærkveldi móttekið
svohljóðandi símskeyti frá h. h.
konunginum, sem svar upp á
þegnsamlega tillögu hjeðán:
»Jeg Udnœvner Dem til Islands
Minisler fra imorgen at regne.
Christian R«.
Þegar jeg, samkvæmt þessari
skipan, tek aftur sæti í þessum
stól, geri jeg það i fullu trausti
þess, að sá hugur hafi fylgt svari
meiri hluta þingsins við eftir-
grenslan fráfarandi ráðherra fyrir
skemstu, að hann að sjálfsögðu
vilji styðja hið sama, sem hann
veit og vissi, að er aðaláhugamál
mitt nú, þ. e.: reyna eftir megni
að vinna að þvi, er miðar til að
efla frið í landinu, ekki aðgerða-
leysisins og kyrstöðunnar frið,
heldur frið til þróunar og starfa.
Það eru ekki aðeins skóglendurn-
ar okkar, sem þurfa frið til þess
að gróðurinn verði ekki tómar
kræklur. Þjóðlífið þarfnast hans
vissulega ekki siður. Þjóðin hef-
ur ekki efni á þvi, að önnur hönd-
in rífi niður það, sem hin byggir.
Horfurnar eru að ýmsu leyti
iskyggilegar, ef ekki breytist von
bráðar til batnaðar. Fjárhags-
ástandið er því miður alt annað
en gott. Jeg á þar eigi aðeins við
Qárþörf og fjárþröng landsjóðsins,
þó að hún sje mjög brýn og
þarfnist bráðra bóta, heldur og
sjerstaklega við peninga- og láns-
trausts-ástand landsins yfirleitt.
Úr flárþröng landsjóðs má bæta,
að minsta kosti i bráðina, með
nýjum lögum um auknar tekjur
honum til handa, og jeg treysti
því, að þó að skiftar hafi verið
skoðanir um, hverjar leiðir til
þess sjeu heppilegastar, þá muni
takast að ná samkomulagi á þessu
þingi um eitthvað það, er bæti
úr bráðustu þörf, enda sjest það
þegar á framkomnum frumvörp-
um, að ýmsir háttvirtir þingmenn
hafa hug á því, að ráða fram úr
vandkvæðunum, og get jeg þess
með þakklæti.
En því að eins þolir þjóðin
auknar álögur, að hún geti neytt
krafta sinna og notað auðsupp-
sprettur sínar. Hvervetna blasa
við nýir möguleikar, arðvænar
leiðir til sjós og lands. En aflið
til að hagnýta þær er langt frá
því að vera nægilegt, þó að síst
sje fyrir það að synja, að tals-
verðu hefur verið á orkað síðari
árin. Peninga vantar, lánstraust
vantar, islensk verðbijef eru orð-
in óseljanleg á útlendum inark-
aði, og samhygð með menningar-
og framfara-viðleitni þjóðarinnar
sýnist þverrandi. Hvers vegna ?
Jeg er sannfærður um, að það er
ekki ofsagt, að ein af aðalástæð-
unum til þess sje stöðug sundr-
ung, deilur og flokkadrættir í
landinu inn á við, samfara ólokn-
um deilumálum út á við, sem
veikja öryggistilfinninguna og vekja
óhug, auk þess sem slíkt alveg
ómótmælanlega dregur úr menn-
ingarstarfi þjóðarinnar og þar
með heftir eitt aðalskilvrðið fyrir
þvi, að geta fengið nægt veltufje,
sem sje: menninguna, sem til
þess þarf, að kunna að hagnýta
sjer lánstraust rjettilega.
Það er sannfæring mín, að eitt
af því allra fyrsta, sem gera þ^rf
til þess að ráða bót á þessum
meinföngum, sje það, að fá sem
fyrst viðunanlegan endi á deilu-
máli voru við bræðraþjóð vora,
Dani, um samband landanna, sem
B Æ KUR
innlendar og útlendar,
inoa. /
Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga.
Þetta kaupa allir í
Bókaverzlun Sigfúsar Eymnnd»sonar
Lækjargötu
svo lengi hefur dregið hugann frá
öðrum opinberum málum, og á
síðustu árum því miður orðið að
eldsneyti í innanlandssundrung og
baráttu; þess vegna virðist mjer
þetta þing ekki mega líða svo, að
ekki sje eitthvað að hafst í þá átt-
ina, að taka aftur upp samninga
um sambansmálið. En skilyrðið
fyrir þvi, að þeir samningar geti
orðið upp teknir með von um
góðan árangur, er það, að vjer
sameinum kraftana allir, er ekki
viljum skilnað eða skilnaðarígildi,
svo að vjer getum haft nýja trygg-
ing fyrir því, að málið fari ekki
í mola i höndum vorum. Slíka
trygging þarf eigi aðeins gagnvart
meðsemjendum vorum, Dönum,
sem ella mundu ófúsir til nýrra
tilboða, heldur sjerstaklega vegna
sjáltra vor, svo að vjer eigum
það ekki á hættu, að sigla mál-
inu til nýs skipbrots eftir á, er
viðunanlegu samkomulagi væri
náð; þvi þá væri ver farið en
heima setið. — Þess vegna gleð-
ur það mig mjög, að svo margir
háttyirtir þingmenn af báðum
aðalstjórnmálaflokkum landsins
og utan ílokka hafa lýst þvi yfir
fyrir skemstu, að þeir, í þeim til-
gangi að tryggja framgang nýrra
samninga milli íslands og Dan-
merkur um samband landanna,
vilji ganga í föst samtök um að
vinna að því, að leiða sambands-
málið sem fyrst til sæmilegra
lykta, eftir atvikum með þeim
breytingum á frumvarpinu 1908,
sem ætla megi að verði til þess,
að sameina sem mestan þorra
þjóðarinnar um málið, og jafn-
framt megi vænta samkomulags
um við Danmörk.
Jeg treysti því, að þessi sam-
tök komist á og nái tilgangi sin-
um, að tryggja framgang þess
máls, sem er eitt höfuðskilyrðið
fyrir þvi, að tryggja friðinn inn
á við, sem aftur er skilyrði fyrir
heilbrigðum vexti, hagsæld og
sjálfstæðri menning þessa lands.
Nöín o*»' nýjungar.
Jóhann skáld Sigurjónsson hefir
dvalið heimu hjá sér norðanlands i sumar.
Hans er von hingað til bæjarins i dag með
Ingólfi.
Bœjarbrunar. Nýlega eru brunnir 2
bæir austur á héraði, Bót og Húsey í Hró-
arstungu. í Húsey brann inni lík er þar
stóð uppi.
Grosser KurfQrst, skemtiskipið þýzka,
lá hór á höíninni 2!/« dag i þessari viku.
Farþegar 330. Koma þeirra, eins og vant
er, mikill tekjuauki fyrir landsíma, pósthús
o. fl.
Umferð um Hafnarstrceti. Dauflegt
hefir verið að ganga um Hafnarstræti austan-
vert, síðan Thomsen hætti verzlun þar. En
meðan Þjóðverjarnir voru hér, var það eins
og í gamla daga. í dag er það aftur í eyði
og tómt.
Dáinn er hér í bænum aðfaranótt mið-
vikudags Helgi úrsmiður Hannesson, Skaft-
fellingur að ætt. Hann varð bráðkvaddur.
Þorleifur Jónsson alþm. hefir verið
lasiun síðustu daga og ekki sótt þingíundi.
Jón Ólafsson alþm. var kosinn i skatta-
málanefndina í neðri deild i gær í stað Hann-
esar Hafsteins.
Baldur fór til Englands 24. þ. m. og með
honum Gunnar Egilsson og frú snöggva ferð
til útlanda.
Aðkomumenn. Einar skáld Benedikts-
son roeð fjölskyldu, frú I. Newmann, Biörg-
vin Vigfússon og Halldór Júlíusson sýslu-
menn, Lárus Tómasson bóksali og Jón Sch.
Stefánsson frá Seyðisfirði, Henrik Erlends-
son læknir.
Sigurjón Markússon, settur sýslum.
í Snæfellsnessýslu, var hér á ferð. Hann
sezt að sem málflutningsmaður í Stykkis-
hólmi i haust.
Gregersen frímerkjakaupmaður biður
þess getið, að hann hafi farið með Ask norður
á Akureyri og komi hingað aftur 13. ágúst.
Þórarinn Tulinius kom með Ask til
Austurlandsins um daginn. Pór landveg
norður til Akureyrar.
Björn Jónsson. fyrv. ráðherra, hefir
ekki komið á þing þessa viku sökum veik-
inda.
t*urkur kom loks í 2 daga og var hans
mikil þörf hér sunnanlands.
Yfirdómslögmenn. Stjórnarráðið hefir
nýlega veitt lögfræðingunum Olafi Lárussyni
og Birni Pálssyni leyfi til málfærslustarfa við
yfirréttinn.
Templar, „hið tæringarsjúka bindindis-
blað“, er ekki dauður enn. Hann hefir
fengið snert af r a b i e s nú við byrjun
Hundadaganna.
Rússneskur konsúll. Olafur Þ. John-
son hefir nýlega verið skipaður rússneskur
varakonsúll hér á landi.
Engan toll á síldaroliu. Heyrsthefir
að tollanefndin liafi komið sér saman um að
leggja til, að frumvarp um útflutn.gjald af
síldaroliu verði felt.
Uppgrip af síld era nú fyrir norðan
land. I gær var áætlað að komin væru á
land í Eyjafirði og Siglufirði um 26000 „mál“
af saltaðri síld, þar af 16000 mál á Siglu-
firði. Auk þess er mikið selt verksmiðjun-
um. T. d. um aflann er sagt, að botnvörp-
ungarnir Skallagrímur og Snorri goði hafi
í einu kasti fengið 2200 t.unnur af síld til
samans, Skallagrímur 1200 tunnur, en Snorri
1000. Þeir eru báðir útbúnir með amerisk-
um herpinótum.
Landar i Ameriku tveir hafa nýskeð
lokið prófi í Chicago. Oliver S. Olson (Olaf-
ur Sigurgeirsson Olafssonar) hefir tekið próf
í læknisfræði. Sjálfur er hann fæddur á
Borðeyri, en faðir hans bjó lengi á Kross-
um i Staðarsveit. Hann fór ungur vestur.
Hinn er Sigurjón Jónsson frá fiáreksstöð-
um, bróðir Einars P. Jónssonar hér i bæ.
Sigurjón hafði áður útskrifast af únítara-
prestaskólauum í Meadville. Nú hefir hann
tekið gráðu við Cbicagoháskóla og nefnist
Bachelor of Philosophy. Hann for vestur
fyrir eitthvað 7 árum.
Los á klerkum. Eitthvað sex prestar
kirkjufélagsins vestra hafa nú hætt1 prests-
skap meðal íslendinga eða eru í þann veg-
inn að hætta honum, eftir því sem skrifað
er að vestan. Sumir gerast prestar fyrir
söfnuðum annara þjóða. Þessir prestar eru
nefndir: Runólfur Ejeldsted, Hans Thor-
grímsen, Pétur Hjálmsson, Hjörtur Leó, Carl
Olson og Sigurður Christophersson. Það
fylgdi með, að ekki væru þeir að hætta trú-
arinnar vegna. Þeir eru allir fylgjendur
gömlu stefnunnar, sem kunnugt er.
Prestar fara westur. Með Ceres 1.
n. m. fara til Vesturheims tveir guðfræðis-
kandídatar, Ásmundur Guðmundsson og
Magnús Jónsson og gerast prestar íslenzkra
safnaða þar. Ásmundur tekur við söfnuðum
þeim i Saskatchewanfylki. sem Jakob Lárus-
son hefir þjónað síðast liðin þrjú ár. Jakobs
er von heim í vetur komandi. Magnús verð-
ur prestur Garðasafnaðar í Norður-Dakota.
Söfnuðir þessir eru ekki í kirkjufélaginu.
o H/F Sápuhúsið o
Austurstræti 17,
margar tegundir
rússneskar cigarettur
nýkomnar.
Óvenju ó d ý r a r.
t