Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 27.07.1912, Qupperneq 4

Reykjavík - 27.07.1912, Qupperneq 4
120 REYKJAVÍK Hinn heimsfrægi eini ekta Kína-Lífs-Elixír frá Valdemar Pelersen, Kaupmannahöfn, fæst alstaðar á íslandi og kostar að eins 2 krónur flaskan. Varið yður á efttrlíkingum, gætið vel að hinu lögskráða vörumerki: Kin- verja með glas í hendi ásamt firmanafninu Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köbenhavn, og á flöskustútnum merkið í græuu lakki. Alþingi. Þar alt með kyrð og spekt þessa vikuna. Fundir stuttir og mest unnið í nefndum. Færzla þingtímans til sumarsins kom á stað nokkrum um- ræðum í neðri deild. Þeir Sig. Sig- urðsson ráðunautur og Einar Jónsson 1. þm. Rangvellinga lögðust mjög móti frv.; kváðu bændum það miklu óhentugri tíma til þingsetu. Tryggvi Bjarnason tók í sama strenginn. Pétur Jónsson var þar eigi á sama máli. Frv. samþ. í neðri deild á miðvikudag með 14 atkv. gegn 4, og sent efri deild. Hlutfallskosningar til nefnda gjörast nú sjaldgæíar á þinginu, ekki nema í einstaka máli. Þetta seinkar nokkuð störfum þingsins. Stjórnarskrárfrumvarpið. Bjarni Jónsson þm. Dalam. heflr tekið frumvarpið til flutnings og var það til 1. umr. í n. d. á fimtudaginn. B. J. frá Vogi talaði fyrir því, kvað kosti þess svo mikla, að galla þeirra, sem á því væri, gætti ekki, og væri sjálfsagt að samþykkja það á þessu þingi. Kvaðst hafa heyrt, að konungur hefði ekki haft nein aftök um að stað- festa frumv., heldur hefði hann sagt sig þurfa að setja sig inn í málið. Talaði hann langt mál nokkuð. Engir tóku fleiri til máls og var frv. vísað til 2. umr. og í það sett 7 manna nefnd. Var hún kosin hlutfallskosn- ingu. Þessir eru í nefndinni: L. H. Bjarnason, Guðl. Guðm., Jón Ól., Val- týr Guðm., Sk. Thor., Jón Jónss. sagnfr. og Kr. Jónsson. Formaður er Kr. J. en Guðl. skrifari. Lotterí. í neðri deild er komið fram frv. til laga um stofnun peninga-lotterís fyrir ísland. Flutningsmenn eru : L. H. B., Pétur Jónsson, Jón Ól. og Valtýr. Ráðh. íslands veitist heimild til að gefa fyrv. landshöfðingja Magnúsi Step- hensen, Sighvati Bjarnasyni bankastj. og Knud S. Philipsen í Kaupmannah. einkaleyfl til stofnunar íslenzks peninga- lotterís. Ætlast er til að leyfishafar greiði landssjóði gjald er nemi að minsta kosti 276,000 frönkum á ári. Þetta er mikið mál og merkilegt og verður væntanlega athugað af nefnd. Það er hvað eftir annað tekið fram í frv. og í fyrirsögn þess að lotteríið sé íslenzkt, þó eiga drættirnir að fara fram í Kaupmannahöfn og stjórn þess að sitja þar. í henni eiga að sitja 6 menn, 3 íslendingar og 3 Danir. Hvaða nauðsyn sé á, að skipa svo marga Dani í stjórn íslenzks peninga- lotterís er ekki ijóst. Seðlana má ekki selja í Danmörku, og ekki gert ráð fyrir að danska stjórnin eigi að hafa neina hönd í bagga um þetta lotterí. Gjaldið í landssjóð er vitaskuld álit- leg upphæð. Ungtyrkir útilokaðir. Símskeyti, Khöfn 27. júlí. AJimed el Muktar stórvezír í Tyrk- landi — JJngtyrkir iitilokaðir. — Megnir flolckadrœttir. Ljósaskifti. Guðmundur skáld Guðmundsson las upp kvæðaflokk sinn í Bárubúð á iaugardagskvöldið var. Áheyrendur tóku honum með dynjandi lófakiappi, kvöddu hann með lófaklappi og köll- uðu fram aftur. Kvæðin ijómandi vel gerð, bæði að efni og búningi. Ef nokkuð mætti að kvæðunum finna, væri það helzt það, að Þorgeir, Ljós- vetninga Goði sér undir feldinum ó- eðlilega skýrt sögu landsins fram á þennan dag. Guðmundur les eigi eins vel upp og hann yrkir, honum liggur of lágt rómur. Nefndir Alþingis. í efri deild: Sauðárkróksnefnd: Jósef, E. Br., Stgr. J. Læknahéraðanefnd: Guðjón, séra Jens og Þórarinn. í neðri deild: Veitinganefnd: Jón Magn., Matth. Ól., Sig. Sig. Skipanefnd: L. H. B., Tryggi Bj., Matth. 01., Jóh. Jóh., Stef. Stef. Eyf. Ráðherranefnd (eftirlaun): L. H. B., Jón Magn., Tryggvi Bj., Sig. Sig., H. Briem. Samþyktalaganefnd: Ól. Briem, Guðl. Guðm., Pétur J., Sig. Sig., Stefán Eyf. Sú nefnk hefir líka frv. til 1. um mótak og ófriðun á sel. Strandvarnarnefnd: L. H. B., Guðl. Guðm., Jóh. Jóh. Strandferðanefnd: Guðl., Jón Ól., Ó Br., Halld. St., Jéh. Jóh. Kjötmarkanefnd: St.St. Eyf., Pétur J., Sig. Sig. Hafnarfjarðarnefd: B. Kr., V. G., Jón Jónss., Matth. ól. og Tryggvi. Læknaskipunarnefnd: Halld. St., Benedikt, Jón 01. Styrktarsj. barnakennara: L. H. B., J. Magn., Valtýr. Sakamálshöfdun. Síðastliðinn laugardag úrskurðaði stjórnarráðið að sakamál skyldi höfða gegn Halldóri bankagjaldkera Jónssyni, fyrir brot gegn 13. kap. hegningarlag- anna. Hinn reglulegi dómari, Jón bæjarf. Magnússon, hefir úrskurðað að hann víki sæti, þar sem hann hafi verið endurskoðunarmaður bankans á því tímabili er málsatvikin gerðust. Rannsóknardómarinn Magnús Guð- mundsson er skipaður setudómari. Nýja atkvæðagreiðslu um bannmálið vilja þeir fá Guðjón Guðl., Stef. Stef. 5. kgkj. og Þórarinn Jónsson. Hafa þeir borið upp um það þingsálykt.tillögu í efri deild, er hljóðar svo : Alþingi ályktar að skora á stjórnar- ráðið, að láta fara fram leynilega at- kvæðagreiðslu allra Alþingiskjósenda á landinu um það, hvort nema skuli úr gildi lög nr. 44, 30. Júlí 1909, um aðflutnings'bann á áfengi. Atkvæða- greiðsla þessi fari fram í sveitum á næstu hausthreppskilaþingum, en í kaupstöðum 1. vetrardag næstkomandi. Höínin. 6/7 Corella, Klaus Paulsen, enskur botnvörp- ungur 142,— tn. — Pamela, J. W. Austin, enskur botnv., 83,83 tn. s/7 Jamaica, Thorbjörn Vik, norskt kola- skip til P. J. Thorst. & Co. 407,53 tn. — Silvian, Dry ver, hollenskur botnv., 99,48 tn. — Anna, Dryver, hollenskur botnv., 99,15 tn. °l7 Victoria, Louise, Meyer, þýzkt skemtisk., 8126,79 tn. — Ocean Queen, Brooklesby, enskur botnv., 110,03 tn. — Vanadis, H. J. Johanson, sænskt kola- skip til Frederiksen, 528,89 tn. — Vilhelmina, Dryver, hollenskur botnv., 99,15 tn. “/7 Indian Empire, A. Byron, enskur botnv., 113,— tn. ,2/7 Alken, M. Knudsen, norskt síldveiðask., 23,— tn. ,6/7 Garibaldi, Leif Eriksen, norskt kolaskip, 442,— tn. — Kong Helge, Chr. Olsen, danskt póst- skip, 533,06 tn. — Aalestmd, Vikse, norskt kolaskip, 248,98 tn. — Douro, Svan, danskt póstskip, 484,97 tn. — Sterling, E. Nielsen, danskt póstskip, 635,43 tn. — Mjölnir, E. Olsen, danskt kolaskip til P. J. Thorst. & Co., 329,14 tn. ,6/7 Botnia, Aasberg, danskt póstsk., 811,99 tn. — Hercules, R. M. Fall, enskur botnvörp- ungur, 95,— tn. — Eros, -H. Andersen, norskt kolaskip, 263,17 tn. — Flora, Fagstad, norskt póstsk., 494,86 tn. Bæjargjaldkerinn biður fyrir svo- hljóðandi leiðréttingu: í síðustu „Rvík“ stendur, að tillaga hafi komið um að stryka út 10,000 kr. af aukaútsvörum bæjarins frá síðustu árum, og að þetta sé um ’/« af árs- tekjum bæjarins. Þetta er að nokkru mis- hermi og villandi. í fyrsta lagi: Upphæðin var tæp 9 þús., en ekki 10 þús. í öðru lagi: Gjöldin voru frá 6 árum, þó mest væri frá 1910 og 1911, eða nær 3 þús. frá hvoru því ári. í þriðja lagi: Aukaútsvör voru í Rvík 1910 rúm 94 þús. og 1911 rúm 100 þús. kr., og þó eru aukaútsvörin vitanlega ekki helmingur af árstekjum bæjarsjóðsins þessi ár. Liftingar j Winnipeg, meðal landa, er stöðugt að fækka, að því er segir í „Heims- kringlu“ nýkominni. Þar hafa ekki gengið í hjónaband nema 6 íslendingar árið 1911 og 2 það sem af er þessu ári. Ekki er það þó því að kenna, að hörgull sé á konuefn- um. Eftir því sem blaðið segir, eru 1500 gjafvaxta konur íslenzkar í Winnipeg. Tefld skák með þráðlausri firðritun. Uppfynding Marconis hefir tekið svo miklum framförum síðustu árin, að skipin — einkum á Atlantshafinu — eru svo að segja sífelt að spjalla saman á leið sinni. Nýlega kom það fyrir, að tveir taflmenn tefldu hvor við annan, meðan annar þeirra var á ferð vestur til Ameríku, en hinn 4 leið til Englands með öðru skipi. Þeir sátu hvor við sitt eigið taflborð og tilkyntu hvor öðrum leiki sína með loftskeytum. Og þó eru til menn, sem vilja ekki trúa á krafta- verk. Ef menn geta gert slíkt og hér er sagt, hvað getur Guð ekki gert? [„Norðurljösið11]. — Já, er það ekki von að maðurinn segi það. Hlaupárið er ekki liðið. Það eru fornhelg réttindi kvenna að mega eiga upptökin hlaupárið. Yoru beint sett lög um það forðum daga. Svo gerir lög- gjafarþing Skota árið 1288, rétt á eftir að við eignumst Jónsbók. Segir svo i hinum skozku lögum nefnt ár: „Svo eru lög í landi voru að á hverju því ári sem kunnugt er um að er hlaupár, má sérhver kona, ung og gömul, voldug og vesæl, vera þesB frjáls og fullrétta að biðja sér hvers þess manns er hugur hennar girnist“. Aftur eru engin lög fyrir því að þetta nái bara til hlaupársdagsins. f„N. Kbl.“]. 3arria$kóliriri í Bergstaðastræti 3 hefst i. sept. n. k. Skólinn verður fyrir börn yngri en IO ára, þó aðeins þau, er kunna að stafa. Námsgreinar: lestur, skrift og reikningur. Kenslustundir 15 á viku. Kenslugjald 3,00 kr. um mánuðinn fyrir barnið; borgist fyrir- fram. Umsóknum um skólann tekur á móti ekkjufrú Hólmfríður Þorláks- dóttir, Bergstaðastræti 3. Rvík 23. júlí 1912. Brynleifur Tobíasson. Litið hús til sölu með góðum borgunar- skilmálum. Semjið sem fyrst við Jóhann P, Guðmundsson, Vatnsstíg 10 B. A gentur. En i Kpbenhavn godt indarbejdet Agentur- forretning 0nsker at repræsentere et Is- landsk Firma for K0b og og Salg af Varer. Billet mrk. 1690 modt. Nordisk Annonce Bureau, K0benhavn. Hvaða mótor er ódýrastur, beztur og mest notadur Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Yerzlun. Verzluu Jóns ÍEoéga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.