Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 17.08.1912, Blaðsíða 4

Reykjavík - 17.08.1912, Blaðsíða 4
132 REYKJAVIK ÚEFQRENEDE BRYGQERIERS SKATTEFRI ■Ní ■■- •? : . ! , . - >}'S. -. fri og með 15. ágúst 1912 er verðiB á öllum tegunðum a| steinoliu hakkað um 5 kr. pr. tunnu. Hid danska steiixolíii-lxluLtaíolag;, íslands— -3 s. Jarlers Antilcvariat. Leverandor til Biblioteket i Isafjord. Stort Lager af brugte Boger. - Kataloger sendes gratis. Udenbyes Ordre ekspederes med storste Omhu. 61. Xongevej 134. Xobenhavn V. Finnur Jónsson, prófessor, meiddi sig talsvert á fæti á ferðalagi vestur í Dölum. Hann kom ofan að með Ingólfi í vikunni og liggur hér. Botnía fór til Isafjarðar á fimtudag, með henni Pétur J. Thorsteinsson, stór- kaupm. og Guðm. skáld Gruðmundsson. Flóra kom norðan um á föstudagsmorg- un. Farþegar : Páll Stefánsson umboðssali, Morten Hansen skólastjóri, Metúsalem Stef- áns8on skólastj. frá Eiðum, Ben. Blöndal ráðunautur, Rögnvaldur kaupm. Snorrason og frú, Laufássystkin 3. Ráðunautaþing á að halda hér innan skamms, og eru því hingað komnir, eða að eins ókomnir, flestir búnaðarráðunautar þessa lands og búnaðai’skólastj órar, sömuleiðis margir búfræðingar. Norðfjarðarleeknishérað er nú loks auglýst laust; var gjört rétt eftir að Jón Oiafsson þingm. Suður-Múlasýslu hafði gjört fyrirspurn um það til stjórnarinnar, á Al- þingi, hverju þessi dráttur með að auglýsa héraðið væri að kenna. Núverandi ráðherra svaraði, að hann þekti ekki til um málið, þar sem hann hefði þá nýtekið við embætt- inu. Nú hefir hann kipt því í lag. Sterling kom á fimtudag og með henni fjöldi útlendra ferðamanna. Ennfremnr Hjalti Sigurðsson, verziunarmaður. « Xonsert hélt Jónas Pálsson söngfr. frá Winnipeg á laugardagskvöldið. Vér höfum heyrt dóma fróðra manna í þeirri grein um pianospil Jónasar. Láta sumir allvel yfir því, en aftur þótti öðrum ekki eins mikið til þeirra koma og þeir höfðu búist við. Sér- staklega taka *menn til, að ekki komist hann í samjöfnuð við Arthur Schatuck, sem hér kom fyrir 2 árum. Sjálfir kunnum vér ekki á þessu skil. Ekki fundarfært. A fimtudaginn varð ekki fundarfært í bæjarstjórninni, mættu að- eins 7 fulltrúar auk borgarstjóra. Látinn er Asgeir stórkaupmaður Ásgeirs- son frá ísafirði. Hann lézt i Kaupmanna- höfn daginn eftir að hann kom þangað. Hann mun hafa verið einhver ríkastur mað- ur á Vesturlandi, enda atorku- og dugnaðar- maður hinn mesti. Hann var etasráð að nafnbót. Glíma um íslandsbeltið kvað hafa verið háð á íþróttavellinum á fimtudagskvöldið. Sigurjón Pétursson kvað hafa orðið hlut- skarpastur. Hallgrímur var ekki í bænum. Tr. Gunnarsson horfinn. Tr. G. banka- stj. hafði ekki komið heim til sín í fyrri nótt og ekkert til hans spurst frá því síðdegis á fimtudag. Var farið að leita hans í gær og fanst hann ekki. En í gærkvöld spurðist til hans vestur á ísafirði. Hann og Þorvaldur læknir Jónsson höfðu verið að tefla kotru á fimtu- daginn, en áttu eftir að tefla meistarann þegar Botnía fór, sem Þorvaldur ætlaði með. Brá Tryggvi sér þá um borð með kotruna undir hendinni til að tefla meistarann Varð för hans með svo mikilli skyndingu, að hann gat ekki sagt til um hana. Illkynjuð inflúenza gengur á Akur- eyri. Aflabrögð. Þilskipin nú flest komin og farin aftur í síðustu ferðina í ár. Um afla þeirra höfum vér hevrt þetta, í viðbót við það seln áður var sagt. Keflavíkin hefir fengið 26 þús., Björgvin 24, Ester 20, Milly 25, Hákon 17IA og Iho 15. Frá Alþingi. Stjórnarskrármálið. Það kemur víst flestum þingmönnum saman um, að gjöra ekkert í því máli á þessu þingi. Það sem skilur, er hvernig eigi að fóðra það. Meiri hl. nefndar (Guðl., Lárus, Jón Ól., Jón sagnfr.) vill að um málið sé gjörð þingsályktunartillaga svo hijóð- andi; „Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til breytinga á stjórn- arskrá landsins, svo' framarlega, sem þá verður ekki fengin vís von um góð- ar undirtektir af hendi Dana undir nýja samninga um sambandsmálið á grundvelli frumvarps millilandanefnd- arinnar frá 1908“. Tveir nefndarmanna (Valtýr og Kr. J.) viija afgreiða það með rökstuddri dagskrá svo hljóðandi: „Með því að horfur virðast vera á því, að bráðlega verði leitað nýrra samninga um sambandsmálið, er leiði til sambandssáttmála við Dani, og af slíkum sáttmála hljóti aftur að leiða stjórnarskrárbreytingu, álitur deildin, að heppilegast sé og kostnaðarminst fyrir þjóðina, að láta allar breytingar á stjórnarskránni biða, unz útséð er um, hvernig þessum samningum reiðir af, og tekur því fyrir næsta mál á dagskránni". Minsti hl. nefndarinnar (Skúli Thor.) vill aftur á móti láta samþykkja það óbreytt.____________ lyrirspurnin um áfenga drykki var til umræðu á þriðjudaginn og urðu um hana talsvert harðar umræður. Kom það upp, að rauðvínstunnur höfðu verið látnar, með leyfi ráðherra, í skip á höfninni og afhentar þaðan frönsk- um fiskiskipum. Þótti meiri hluta deildarmanna það lagabrot og var samþ. svo hljóðandi rökstudd dagskrá, með 12 atkv. gegn 10; „I því trausti að iandsstjórnin líði ekki átölulaust brot á áfengislöggjöf landsins, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Önnur fyrirspurn er á ferðinni frá Dr. Valtýr um Bjarna Jónss. viðskifta- ráðanaut. Því hann fáist við blaða- mensku og pólitiska starfsemi þvert ofan í erindisbréf, því hann dvelji mánuðum saman hér á landi, og um ferðakostnað hans. Lög afgreidd auk áður taiinna; Um að landssjóður kaupi Vestmann- eyjasímann fyrir alt að kr. 45,150. Samþ. iög um veiði í Drangey. Löggilding verzlunarstaðanna Gjög- ur við Reykjafjörð og Skálavík á Langanesi. Breyting á hafnarlögum. Um sölu eggja eftir þyngd. Og um stækkun verzlunarlóðarinn- ar í Norðfirði. Frumvörp feld, auk þeirra, sem annarstaðar er getið um í blaðinu : Fjárkláðafrv. felt með rökstuddri dagskrá. Til stjórnarinnar er vísað frv. um breyting á fátækralögunum. Tollur á síldarlýsi. Efri deildar frv. um þetta efni, samhljóða því sem liggur fyrir neðri deild kom til 1. um- ræðu i n. d. í gær. Vildu menn láta vísa því strax frá vegna þess, að það væri andstætt anda stjórnarskrárinnar að efri deild ætti frumkvæði að tekju eða gjaldalögum, ennfremur að því væri vísað frá af því að það bryti í bág við þingsköpin, að tvö samhljóða frv. lægu fyrir deildinni í einu. Töldu það ennfremur gagnstætt heilbrigðri skynsemi og prinsipum allra þingstjórna. Forseti skaut því til deildarinnar, hvort ræða skyldi frv. og var hún á því. Eftir harðar umræður var samþ. að frv. gengi til 2. umræðu með 11 atkv. gegn 10. Verðtollsfrv. felt. Verðtollsfrv. var á ferðinni í neðri deild í vikunni og var afgreitt til efri deildar með 16 atkv. Þegar þangað kom var það lagt við trogið og skorið niður, því nær umræðulaust, með rökstuddri dagskrá svo hljóðandi: „Með þvi að deildin getur ekki fall- ist á frumvarp þetta án stórvægilegra breytinga, er eigi ynnist tími til á því að gera, svo áliðið sem orðið er þing- tímans, þá tekur hún fyrir næsta mál á dagskránni". Samningur við Norðmenn. Svo hljóðandi tillaga til þingsályktunar sam- þykt um það mál í n. d.: „Neðri deild Alþingis ályktar að lýsa því yfir, að hún muni ekki vera ófús á fyrir sitt leyti að fella úr gildi lög nr. 27, 11. júlí 1911, ef í móti kæmi í Noregi afnám tolls á íslenzku salt- kjöti og álitleg lækkun á tolli á inn- fluttum íslenzkum hestum". Farmgjaldið samþykt við 2. umræðu í neðri deild í dag. Þingmannafrumvörp þessi hafa komið frá þyí síðast: Frv. um toll á kolum, 2 kr. af hverri smálest. Flm. Sig. Eggerz, Einar J., Jósef. Frv. um verðlag og Frv. um Stimpilgjald. (Bæði frá milli- þinganefndinni 1907). Flm. Bjarni frá Vogi. Frv. um breytingar á lög. um sölu þjóð- jarða. Um forkaupsrétt landssjóðs að seld- um þjóðjörðum. Flm. St. St. Éyf. Frv. um sölu á prestsetrinu Presthólum. Stjórninni veitist heimild til að selja Prest- hóla Halldóri próf. Bjarnarsyni. Flm. Ben. Sv. Frv. um vatnsveitu í löggiltum verzlun- arstöðum. Hreppstj. er heimilt með samþ. sýslunefndar og stjórnarráðs að koma á vatnsveitum í verzl.stöðum. Flm. H. Hafst., St. St. Eyf. Frv. til viðauka við bannlögin. Stjórn- arráðinu sé heimilt að flytja mn vínföng til „tíðkanlegrar móttökuviðhafnar“. Flm. Guðl., Jóh. Jóh. (Fallið i n. d.). Frv. um viðauka við bann gegn botn- vörpuveiðum. Uppljóstrarmaður, hafi hann eigi landhelgisgæzlu á hendi, fái '/to hluta sekta og andvirðis upptækra muna. Flm. Jens, Stgr., . g. Fl., Sig. Egg. Frv. um borgarstjóra í Rvík. Hann sé kosinn af öllum kosningabærum mönnum með leynileg. kosningum. Flm. Ben. Sv. (Þáð felt í n. d.). Frv. um læknishérað. ísafjarðarhérað skiftist í 2 liéruð, Hólshérað (Bolungarvík) og ísafjarðarhérað. FJm. Sk. Thor. Frv. um afnám VII. kafla í to. 3.—11. 1836 um einkarétt háskólans í Khöfn til að selja almanök hér á landi. Flm. Ben. Sv., Bj. frá Vogi. (Vísað til stjórnarinnar). Frv. um breyt. á rithöfundalögunum. Flm. Bj. frá Vogi. Frv. um breyting á 1. um fiskiveiðar á opnum skipum (lendingarsjóðsgjald). Flm. Sig. Stef. * Frv. um nýnefni. Leyfisbréf þurfi til að taka upp ný nöfn manna og býla. Flm. Guðl., St. St. Eyf. Frv. um breyt. á fátækral. Framfærslu- sveit kosti spítalavist þurfalings alt að 200 kr., landsj. það sem fram yfir er. Hertoergi til leigu á Spítalastíg 5, nú þegar. — Uppl. í Gutenberg. Hvada mótor er ódýrastur, beztur og mest notadur *> Gideon-mótorinn, Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verzlun. Verzlun Jóns Zoega selur ódýrast neftóbak, munntóbakf reyktóbak, windla, cigarettur o. m. fl- Talsíini 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.