Reykjavík

Issue

Reykjavík - 17.08.1912, Page 3

Reykjavík - 17.08.1912, Page 3
REYKJAVÍK 131 XREGT gengur fljóðum verk að vinna, segir málshátturinn, en þegar Sunlightsápan kemur til hjálpar við þvottinn, pá vinnst þeim verkið fliótt. Ohreinindi hverfa fyrir Sunlight sápunni eins og döggin fyrir hinni upprennandi sóí. SUNLIGHT SÁPA særði þó Redmond lítið eitt á gagn- auganu. Kvöld eitt átti að halda fund í stærsta leikhúsi borgarinnar og As- quith að tala þar. Kvöldinu áður var leikið í húsinu, og sat þá kona í einni stúkunni. í leikslokin sáu menn, að hún helti úr flösku í tjöldin kring um stúkuna, og kveikti síðan í þeim, þau fuðruðu upp. Það var snarræði nokkurra ungra manna í leikhúsinu að þakka, að ekki kviknaði í því til fulls. Þetta var kvenréttinda kona, sem ætlaði að brenna húsið, svo ekki yrði hald- inn þar fundurinn kvöldið eftir. Það er mælt að leynilögreglumenn haldi stöðugt vörð kring um bústaði ráðherranna, því að kvenréttinda konur eru sérstaklega sólgnar í að brjóta rúðurnar hjá þeim. Látnir raenn. 17. Júlí síðastl. andaðist stærðfræð- ingurinn Henri Poincaré, frændi for- sætisráðherrans í Frakklandi, sem nú er. Ilann var stjörnufræðingur og heimspekingur, og er að honum mikil eftirsjón. Hann mátti enn heita á bezta aldri, 58 ára gamall. Nýlega er og látinn Latham, flug- maður nafnkunnur. Olympínjararnir. Ólympíufararnir komu hingað í vik- unni. Með „Botníu" komu þeir Axel Kristjánsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Kári Arngrímsson, Magnús Tómasson og Sigurjón Pétursson, en Hallgrímur Benediktsson og Jón Halldórsson komu með „Vestu“. Halldór Hansen varð eftir í Khöfn vegna veikinda. Þess heflr áður verið getið hér í blaðinu, að þeir glímdu á Stadion 7. júlí. Var þar þá fát.t áhorfenda, en glíman féll mönnum svo vel í geð að afráðið var að þeir glímdu aftur, og fór sú glíma fram 15. júlí, og var þar kept um bikar þann er landar í Danmörku höfðu gefið. í þetta skifti voru áhorfendur um 20,000, og var glímumönnunum tekið með miklum fögnuði. Hallgrímur vann bikarinn. 17. júlí fóru þeir til Málmhauga og vora þar í 3 daga. Voru boðnir þangað til að glíma á iþróttamóti er þar var haldið. Þrenn verðlaun voru þar fyrir íslenzka glimu. Vann Hallgrímur 1., Sigurjón 2. og Guðm. Kr. Guðmunds- son 3. verðlaun. Svíum hefir fallið íslenzka glíman mjög vei í geð, og hafa mikinn hug á að læra hana. Strákarnir í Málmhaugum voru farnir að glíma hver við annan þar á göt- unum. — í Málmhaugum vann Sigur- jón 2. verðlaun í grísk rómv. glímu, og átti þar þó við sér þyngri menn. Pess hefir áður verið getið hér í alaðinu að sundurþykkja kom upp milli Dana og íslendinga á Ólympíu- mótinu. Síðan hafa Danir ekki gjört það endaslept að reyna að beita ísl. ójöfnuði. Danski sendiherrann í Stokk- hólmi kærði glímumennina og einkum Sigurjón fyrir utanríkisráðherranum danska. Sakarefnið var einkum það, að þeir hefðu neitað að þeir væru danskir. Sigurjón svaraði með því að kæra Frits Hansen, foringja Dana í Ólympíuleikunum, fyrir utanríkisráð- herranum fyrir rangindi og ójöfnuð. Danir sendu langflesta menn í leikinn, en hafa eigi unnið sigra að sama skapi. Ein 1. verðlaun fengu þeir, og eitthvað af 2. og 3. verðlaunum. Glímumennirnir glímdu hér á íþrótta- vellinum á mánudagskvöldið, og var þeim fagnað vel af áhorfendum. Sama kvöld var þeim haldið samsæti í Iðnó. Guðm. landlæknir Björnsson og Axel Tulinius töluðu fyrir glímumönnunum og Sigurjón og Hallgrímur töluðu af þeirra hendi. Ólympíufararnir láta hið bezta af för sinni. Viðtökur þær er þeir fengu hjá Svíum segja þeir að hafi verið ágætar. Þeir hafa séð margt og lært margt í íþróttum í förinni, sem eflaust verður íslenzku íþróttalífi til gagns og framfara. járnbrant austur. Frá því hefir áður verið sagt hér i blaðinu, að verið væri að rannsaka brautarleið austur í sýslu, og að komið hefði verið til Þingvalla. í vikunni kom Þórarinn verkfræð- ingur Kristjánsson að austan, og átti „Reykjavik“ þá tal við hann. Frá Þingvöllum kvaðst hann hafa hugsað sér að brautin lægi yfir Hrafnagjá hjá Gjábakka, en þaðan í suðaustur fyrir endann á Miðfelli og svo beina leið í Klifið hjá Soginu, væri Kliflð bið mesta happ og mikill sparn- aðarauki. Síðan liggur leiðin með Soginu, en náJægt Sogsbrúnni beygir hún í austur fyrir sunnan Norðurkot og Öndverðarnes og yfir Hvítá rétt fyrir ofan ferjustaðinn. Lengia kvað innlendar og útlendar. B Æ KUR =-------------------- - Pappír og Ritföng. — Watermans-sjálfblekunga. Þetta kaupa allir í BóKaverzlun §igfnsar Eyinnnduonar Lækjargötu ð. hann ekki verða rannsakað í sumar, nema hvað hann hefði lauslega litið eftir hvar hentast mundi brúarstæði yfir Þjórsá, væri það líklega skamt fyrir ofan þar sem brúin er nú. Hvað um kostnaðinn ? Það er ekki hægt að segja neitt um hann enn, hann reiknast síðar. Á leiðinni frá Þingvöllum og austur er ekki um neina sérlega erfiðleika að tefla. Yerst upp Mosfellsheiðina? Já. Eg fer aftur í dag eða á morg- un til að vita, hvort eg get ekki fund- ið betri leið upp úr Mosfellssveitinni, en þá sem eg hefi skoðað. Mætti ekki leggja brautina austur Hellisheiði? Nei. Það verður ekki gjört vegna Kambanna. Hrakningar. Hermann Stoll, Svisslendingurinn, sem hér hefir ferðast undanfarin sum- ur, kom með Ingólfi á mánudaginn frá Borgarnesi. Þegar kuldakastið skall á um daginn, var H. Stoll staddur norð- vestan undir Eiríksjökli einn síns liðs og langt frá mannabygðum. Gerði kafaldsbyl þar uppi á fjöllunum, en Stoll hélt samt fyrst í stað áfram aust- ur með Langjökli norðanverðum, en varð innan skamms að snúa við og leita bygða, því veðrið hélt áfram og haglaust var orðið með öllu fyrir hesta. Tók hann stefnuna til Húsafells og varð svo að halda ferðinni áfram í 65 klukkust. Mestalla leiðina varð hann að ganga og teyma hestana og fór ófærðin vaxandi eftir því sem lengra leið. Fór hann yfir þvert Hall- mundarhraun og var það torfært og hættulegt, er snjór lá í öllum sprung- um. Matarlaus var hann mestan þenn- an tíma. Loks komst hann til Húsa- fells og var þá nær dauða en lífi. Var hann kalinn mjög á báðum fótum. Fékk hann góða aðhlynningu á Húsa- felli og lá þar í nokkra daga. Læknir var sóttur niður í Borgarnes. Hr. Stoll liggur nú hér í bænum, en von er um, að hann verði jafngóður af kalinu. Tóbaksiðnaður. D. Thomsen konsúll hefir sent al- þingi erindi þess efnis, að hann hafi leitað samninga við 2 öflugustu tó- baksgerðarmenn í Khöfn, E. Nobel og Chr. Augustinus, og séu þeir fúsir á, að koma hér upp tóbaksverksmiðju fyrir alt að x/s milj. kr., er veiti 50 manns stöðuga atvinnu. Vilja þeir fá 20 ára einkarétt til innflutnings og til- búnings á tóbaki á íslandi, gegn því að greiða landssjóði 3 kr. af hverju kíló af öllu tóbaki og vindlum. Lofa þeir að vinna að eins góðar tóbaksteg- undir og selja þær með innkaupsverði að viðbættu landssjóðstillaginu og starfs- kostnaði. — Landssjóður á kost á að kaupa verksmiðjurnar hvenær sem hann vill með kostnaðarverði. Augustinus hefir nú sent son sinn hingaÖ með Sterling til samninga um málið. O H/F Sápuhúsið o Austurstræti 17, mai'gar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. Ovenju ó d ý r a r. Nöfn o*»" nýjungar. Steinolia hsekkar ■ verði. Síðari hluta vikunnar hækkaði steinolíufélagið verð á olíu hjá sér um 5 kr. á fati. í Kaup- mannahöfn kvað verðhækkunin hafa numið 12 kT. á fati. Hækkandi skipaleigu er kent um að einhverju leyti. Úr bréfi úr Þingeyjarsýslu 8. ág. „ — — Nú hafa verið hér bleytuhríðar í viku. Fé fundist fent heim undir bæjum í íteykjahverfi, og ekki hægt að eiga við slátt fyrir fónn á túnum. — Reykjaheiði og Tungu- heiði ófærar fyrir snjó, verður að fara kring- um Tjörnes. — —“ Guðmund Diðriksson. sem drukn- aði í vor (31. maí) af vélarbát vestur undir Mýrum, rak að landi í Knararnesi 10. þ. m. Var komið með hann hingað suður á laug- ardaginn var, og var líkið iítið skaddað. Jarðarförin fer fram næstk. þriðjudag (20. þ. m.). Mistur hefir verið óvenjumikið í lofti í sumar, einkum síðari hluta vikunnar. Það er haft fyrir satt, að það stafi frá eldgosum í Alaska; hafa menn veitt þessu eftirtekt í fleiri löndum. Sklpaferðir. B o t n í a kom á laugar- daginn var og fullskipað hvert farþegarúm. Mest voru það útlendir ferðamenn, þar á meðal Mrs. Disney Leith. Olympíufarar 5, Bjarni Sæmundsson, skólakennari, Oddur Gíslason, yfirdómslögm. og kona Jians, Bogi Th. Molsteð, magister, Halldór (Jakobsson) Gunnlögsson. Frá Vestmannaeyjum: land- ritari úr eftirlitsför og Jóhann Jósefsson. Vesta kom síðar það sama kvöld, Með henni Axel Tulinius, yfirdómslögm., 2 Ólpm- píufarar o. fl. Skagafjarðarsýsla er veitt frá 1. September Magnúsi Guðmundssyni, cand. juris. Magnús flutti sig búferlum norður með Vestu á þriðjudaginn, en kemur aftur um miðjan Seftember að dæma í gjaldkera- málinu. Á mótorbát til islands. Kapt. Trolle er nýlega farinn frá Gautaborg við þriðja mann og ætlar að halda til Reykjavíkur. í bátnum er Hexamótor. Þorwaldur lœknir Pálsson, sérfræð- ingur í magasjúkdómum, er heim kominn með Sterling. Látinn er fyrir skömmu Björn bóndi Ás- mundsson á Svarfhól í Borgarfirði, faðir Guðmundar sýslumanns, Jóhanns hreppstjóra á Akranesi og Jóns kaupmanns i Borgar- nesi. Vestur-islendingar ailmargir eru staddir hér i bænum um þossar mundir. Hafa ferðast um átthagana fyrir norðan og vestan í sumar og eru nú komnir á leið heim. Alt eru það Winnipeg-búar. Arin- björn Bárdal útfararstjóri, kona hans og déttir, Jón Thorsteinson reiðhjólasali, séra Rögnvaldur Pétursson, kona hans og mág- kona, Sigfús Anderson, málari. Landar taka próf. Nýkomið Lög- berg segir að um 20 landar hafi lokið undir- búningsprófi við háskólann í Manitoba. Þar hefir einn skarað fram úr öllum öðrum, sam- löndum og annara þjóða mönnum. Hann heitir J. S. Jóhannsson, sonur Eggerts Jó- hannessonar, er eitt sinn var ritstjóri Heims- kringlu.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.