Reykjavík - 31.08.1912, Qupperneq 1
1R k í av t fc.
Laiijsrardag’ 31. Agúst 1913
XIII.* 33
Ritstj.: Björn Fálsson
cand. jur.
Talsími 34. Miðstræti 10.
Pósthólf A 41.
Heima daglega kl. 4—5.
Aukaþiugið.
Nú er það afstaðið þetta aukaþing
eftir sex vikna setu. Lausa-blaðsnep-
ill, sem út kom hér i bænum, hefir
kallað það „magra þingið“. Þetta er
þó eKki réttnefnt, ef litið er til þess
tvenns: að þetta var að eins aukaþing,
sem ekki var framlengt einn einasta
-dag (stóð að eins réttar sex vikur), og
að það var kallað saman á óhentugum
tíma, þar sem skipsferðum hagaði svo,
að eigi var auðið að lengja þing, nema
með miklum kostnaði og tímatöf, ef
þingmenn áttu að geta sætt skips-
ferðum heimleiðis. Só þessa gætt, þá
er það furðu-mikið að vöxtum til,
sera þingið afkastaði.
Beri maður þetta stutta aukaþing
■saman við ið afskaplega langa þing
1911, ið eina þing, sem Björn Jónsson
undirbjó málin til, þá mun það koma
í Ijós, að þetta þing hefir verið starf-
samara og afkastameira. Sé slept fjár-
Jögum, fjáraukalögum og landsreikn-
_inga-]ögum, þ. e. þeim lögum, sem
aukaþing hefir ekki til meðferðar, þá
kemur 1 ]jós, að stjórnin lagði 1911
ein 20 lagafrumvörp fyrir þingið, nær
öll undirbúin af öðrum en stjórninni.
Af þessum 20 lögum urðu þá ein 12
að lögum, 5 voru feld, en 3 óútrædd.
Og þó stóð þetta fræga sjálfstæðisþing
1911 heila 85 daga, en aukaþingið nú
scóð að eins 42 daga.
” Á báðum sjálfstæðisþingunum, 1909
og 1911, gekk mikill hluti þingtímans
*• það, að rífast um völdin, rífast um
persónur, um það, hver ætti að verða
..iðherra. Þetta þing, 1912, urðu og
ráðherraskifti; en það eyddi ekki einum
inasta degi frá störfum þingsins.
Meirihlutinn á þingi nú vissi hvað
hann vildi.
Nú á aukaþinginu lagði stjórnin
fyrir 15 lagafrumvörp, og hafði þó
undirbúið 16, því að kolaeinokunar-
frumvarpið var prentað til framlegg-
ingar, er stjómin hætti við að leggja
það fram.— Af þessum 15 frumvörp-
um voru 7 samþykt, 4 feld og 4 óút-
rædd sakir naumleika tímans.
Þá voru borin upp af þingmanna
shálfu 54 frumvörp, og voru 20 af
þeim samþykt, 15 feld og 19 óútrædd.
Auk þess voru á þessu aukaþingi
samþyktar 18 þingsályktanir, 7 feldar,
2 teknar aftur og 4 óútræddar. 4
fyrirspurnir voru bornar upp fyrir ráð-
herra og svaraði hann þeim.
Af stjórnarfrumvörpunum, sem sam-
þykt voru, var merkast frumvarpið um
ritsíma- og talsímakerfið. Af óútræddu
frumvörpunum var merkast frumvarp-
ið til siglingalaga.
Ilefði þingið verið sett 1. Júlí í
stað 15. Júlí, þá hefði verið auðvelt
að lúka nokkuð fleiri málum, því að
þá hefði mátt framlengja þingið nokkra
daga án þess að koma í bága við
skipaferðir.
En það sem mest og merkast ligg-
ur eftir þetta þing, verður vonandi
það sem minst ber á í þingtíðindun-
um; en það eru aðgerðir þess í sam-
bandsmálinu. Það verk var nær ein-
vörðungu unnið utan þings af 7 manna
nefnd. Árangur þess vonum vér að
sjáist, og hann góður, þegar fram á
veturinn fer að líða. Ráðherra vor
fer nú með þær málaleitanir til Hafnar
í næsta mánuði (Sept.).
Yerði árangur þeirra eins og vér fast-
lega ætlum og vonum og alt útlit er
nú fyrir, þá verður árangur þessa stutta
þings mikill og góður. Þá mun þess
verða minst í sögunni og það ekki kallað
„magurt".
Fiskveiðar
íslendinga og Norðmanna.
(Kafli úr þingræðu 1912).
Ég vil leyfa mér að vekja athygli
háttvirtrar þingdeildar á atriði, sem ég
býst við að ekki hafi allir deildarmenn
veitt eftirtekt.
Frændur vorir, Norðmenn, eru sjó-
menn miklir og fiskimenn. Þeir eru
á 3. milíón að tölu; en vér íslending-
ar erum ekki nema 85 þúsundir. Eftir
síðustu skýrslum beggja landanna(1910)
hafa Norðmenn veitt 150 milíónir
punda af fiski á ári; en vér íslending-
ar 50 milíónir.
Þar sem Norðmenn eru 2,224,000
að tölu, en vér að eins 85 þúsundir,
þá hefðu Norðmenn átt að veiða 1317
milíónir punda, í stað 150 milíóna, ef
þeir hefðu verið jafnsnjallir oss.
Að tiltöiu við fólksfjölda vorn erum
vér íslendingar óefað langmestir fiski-
menn allra þjóða í heiminum, svo að
þar komast engir nálægt nokkrum sam-
anburði við oss.
Hitt er alkunna, hversu vér stönd-
um nú með verkun fiskjarins. Mér er
það minnistætt, að þegar ég var ung-
lingur í skóla hér, á árunum 1863 til
1870, þá var eina blaðið, sem þá var
hér uppi, „Þjóðólíur", árlega að flytja
hugvekjur um fiskverkun og hvetja
oss til að læra af Norðmönnum í því
efni. Þá sendum vér menn til Björg-
vinar á fiskisýninguna, til að læra af
Norðmönnum. Það voru þeir Geir
Zoéga, Kristinn í Engey og Hafliði í
Svefneyjum.
Nú þurfa Norðmenn ekki að reyna
að keppa við oss á markaði. Vor
fiskur er svo miklu betur verkaður, að
hann selst ávalt betur en fiskur Norð-
manna. Þetta er árangurinn af upp-
eldi einnar kynslóðar. Þar hafa margir
lagt mikið og lofsvert starf í, bæði
fiskikaupmenn og útgerðarmenn; og
þó eigum vér þar einum manni fremur
öðrum mikið og affarasælt starf að
þakka. Það er Þorsteinn Guðmunds-
son fiskimatsmaður í Reykjavík. Það
sem landið á árvekni og samvizku-
semi þess manns að þakka, kunnum
vór ekki tölum að'telja, en þar má
sjálfsagt reikna í hundruðum þúsunda
króna á ári. Hálfs eyris verðmunur
á pundinu munar landið um fjórðung
milíónar króna á ári.
Eins og það er rétt að segja oss til
syndanna í því sem að er, eins er hitt
ekki síður rétt, að halda því á lofti,
sem er oss til verðskuldaðs þjóðar-
sóma.
Ég hefi fyrstur manna haldið því
fram hér á þingi, að sjávarútvegurinn
væri aðalatvinnuvegur þessa lands, sá
atvinnuvegur, sem bæri alla aðra at-
vinnuvegi vora á herðum sér sem að
eins hálfbjarga ómaga. Þá var þetta
talin goðgá af mér og in mesta fjar-
stæða. Nú heyri ég alla kannast við
þetta, og engan neita því.
J. Ól.
Ur norðurbygðum.
Vorið 1908 lagðilandi vor, Vilhjálmur
Stefánsson, ásamt öðrum manni, And-
erson að nafni, upp í könnunarferð um
norðurbygðir Ameríku. Tilætlun far-
arinnar var, að kynna sór háttu og
siðu Eskimóa, og safna menjum þaðan.
Þeir félagar höfðu lítið annað með-
ferðis en byssur og skotfæri, því að þeir
þóttust bezt mundu kynnast Skrælingj-
um ef þeir lifðu á þeirra vísu og með
þeim. Þeir ætluðu að vera þar norður
frá í 2 ár, en nú eru 4 ár liðin frá
því þeir fóru, enda má nú búast við
þeim úr þessu.
Bréf hafa komið frá þeim við og við
með hvalveiðaskipum frá Hercheley.
Prófessor James Mavor í Toronto í
Canada hefir fengið bréf frá Vilhjálmi
og birt þau nýlega í ensku blaði. Eitt
þeirra er á þessa leið:
„Við höfum á fjórum árum farið
fleiri mílur á sleða en nokkrir heim-
skautafarar aðrir, sem eigi hafa haft
annað matvæla en hér fæst norður frá.
Við höfum fundið stóra bgyð Eskimóa á
þeimstöðum.sem eru kallaðar „óbygðir"
á landabréfi því, sem stjórnin hefir
gefið út. Á Viktoríulandi (ey fyrir
norðan Ameríku) höfum við fundið
meir en þúsund Eskimóa, og frétt um
fleiri, sem aldrei hafa séð hvítan mann,
byssu eða eldspýtu. Við höfum búið
hjá þessu fólki í fimm mánuði, höfum
lært mál þeirra og gefið gaum að sið-
um þeirra.
Það má í frásögur færa, að við fund-
um menn í suðvestur-Viktoríulandi,
sem eru einkennilega ólíkir Eskimóum
í útliti, meir að segja líkari Norður-
landabúum en Skrælingjum. Þeir tala
Eskiinóamál og að menningu standa
þeir ekki hærra. Þó fann eg eitt eða
tvö orð í máli þeirra, sem ekki er ó-
sennilegt að sé norræn að uppruna.
Eg sá um 17 af 40 af þeim ætt-
flokk, sem líkastur er Evrópumönnum
að útliti; þeir hafa allir ljóst skegg og
augabrúnir. Þó sjást líka meðal annara
ættflokka stöku menn, ljósir á brá.
Mér er nær að halda, að einn eða
fleiri menn, er voru í Franklíns-leið-
angrinum, hafi lifað í nokkur ár meðal
Eskimóa í Viktoríulandi. Byggi eg
það á sögusögnum, sem eg hefi heyrt
þar.
Þótt svo hafi verið, er ekki hægt
að byggja á því neinar skýringar um
útlit og vaxtarlag þessara manna. Álíti
menn, að þessi breyting í útliti hafi
byrjað fyrir tæpri öld og eigi rót sina
að rekja til giftingar hvítra manna og
XIII., 33
Eskimóakvenna, þá gæti breytingi*
ekki hafa gjörzt á svo stuttum tíma,
j jafnvel þótt hvítu mennirnir hefðu skift
mörgum hundruðum. Svo sýnist mer,
að sé uppruni þessa Ijóshærða kyns.í
Viktoríulandi af hvítu .blóði, þá er sá
sögu atburður, er skýri það, hvarf ís-
lenzku landnámsbygðarinnar um 1400;
og mun hér um 3000 manns að ræða.
í öðru bréfi segir Vihjálmur frá
ýmsu um hjónaband Eskimóa, einkum
þeirra, sem búa vestar á ströndinni.
Lítlir helgisiðir eru hafðir þegar gift
er. Samþykki foreldra þarf til fyrst
og fremst og síðan brúðurinnar. Ef
einhver þessara vill ekki ]já samþykki
sitt til hjónabandsins, er það útrætt
mál. Flest hjónabönd virðast vera að
eins um stundarsakir. Ef þau standa
meir en ár, þá eru allar líkur til, að
það sé til frambúðar, því að hjónaskiln-
aður er fátíður eftir að það hefir staðið
svo lengi, nema þegar konurnar fara
frá mönnum sínum (oftast með sam-
þykki þeirra) og gerast konur hvítra
manna. Það er fátítt, að konur séu
lánaðar, nema þeir sem eiga tvær eða
Vilhjálmnr Stefánsson.
fleiri, sem þó er afar sjaldgæft nú orðið.
Enn þá tíðkast það, að menn hafi skifti
á konum, en það gera ekki nema vild-
ustu vinir.
Ekki er mér ljóst, segir Vilhjálmur,
hvernig karlar og konur skifta verkum
með sér. Þau róa bæði til fiskjar
og veiða dýr. Þegar lítið er að gera,
elda konur matinn og sauma föt, en
sé í einhverju að snúast, gera karl-
menn það lika. Vilhjálmur kveðst
aldrei hafa. orðið var við, að hjónum
kæmi illa saman.
Frá eynni Herchel skrifar Vilhjálmur
skömmu eftir að hann kom norður,
og lýsir háttum Eskimóa þar í kring,
Hann segir, að þeir lækni sjúkdóma
þar með tvennu móti, annað hvort méð
því að taka mönnum blóð eða með
særingum. Þegar þeir láta taka sér
blóð, er gerður eins eða tveggja þuml-
unga skurður í hörundið yfir þeim stað,
sem þeir halda, að veikin sé. Þetta gerir
annaðhvort sjúklingurinn sjálfur eða
einhver annar viðstaddur. Læknar,
svokallaðir, lækna menn með því, að
þyljá yfir þeim þulur eða hoppa og
dansa í kringum hinn veika mann og
með handayfirleggingum. Hvorki sjúk-