Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 31.08.1912, Side 3

Reykjavík - 31.08.1912, Side 3
REYKJAVlK 139 Glaðlyndi og ánægja eru samfdra notkun Sunlight sápunnar. Eins og sóls- kinið lýsir upp og fjörgar náttúruna," eins gjörir Sunlight sápan bjart yfir erfiði dagsins. SUNLIGHT SÁPA Naut hann þá mjög við forsætisráðherra síns, Stamboloff, hins mesta ágætis- manns. Hann hafði líka komið Fer- dinand fursta þar til valda. Stamboloff var hinn mesti óvinur Rússa, og flæmdi þá og þeirra fylgifi3ka úr landi. Var það ekki að ófyrirsynju, því að þeir leituðust stöðugt við að myrða hann og Ferdinand fursta. Þegar stundir liðu fram, sá Ferdin- and fursti, að hann mundi aldrei geta setið öruggur að ríkjum nema að sætt- ast við Rússa. Stamboloff tók því fjarri, og versnaði þá á milli þeirra, og fór svo að lokum, að St.amboloff sagði af sér 1094. Árið eftir var hann myrtur. Ferdinand sætti nú færi og sættist við Rússa, og viðurkendu þeir landsstjórn hans. Ferdinand lét þá þó ekki ná meiri tökum á landinu en honum vel líkaði. Er stjórnkænsku hans hælt mjög. Þegar stjórnarbyltingin varð í Tyrk- landi fyrir 4 árum, ogUng-Tyrkir komu til valda, lýsti Ferdinand fursti yfir því, að Búlgaría væri frjálst og óháð land, og hann Zar eða konungur þess. Ferdinand konungur hefir getið sér mikilla vinsælda hjá Búlgörum, enda hafa stjórnarár hans verið mestu far- sældar og framfara ár fyrir landið. Iðnaður og verzlun hefir stórum auk- ist, og þjóðin er að verða efnaþjóð. Alþýðumentun hefir fleygt stórum fram. Herinn hefir verið aukinn og komið á hann góðu skipulagi; járnbrautir lagðar um landið þvert og endilangt, og hafnir gjörðar. Vegna þessa hefir Búlgaría nú einna mest að segja allra smáríkjanna á Balkanskaganum. ð/riður á galkanskaga. Frá Kaupmannahöfn var simað hing- að til blaðanna á miðvikudaginn: „ Stjórnleysi á Tyrklandi. Búlgarar, Serbar og Svartfellingar hervœðast". Þess var getið í síðasta blaði, að sendiherra Tyrkja í Montenegro væri farinn þaðan heim til sín og að Tyrkir og Svartfellingar hefðu átt smá-orustur á landamærunum. Sama var milli Tyrkja og Búlgara, þeir höfðu barist. Eftir skeytinu að dæma horfir nú til íulls fjandskapar milli Tyrkja ogkrist- inna þjóða á Balkanskaganum, því ekki mun standa á Grikkjum, ef færi er að vinna Tyrkjum mein. Búlgarar hafa verið mjög gjarnir til að hefja ófrið við Tyrki, en konungur þeirra og stjórn hamlað því. Hefir Ferdínand kon. ekki þótt Búlgarar færir um það enn, og sízt einir síns liðs. Þess vegna hefir hann reynt að koma á bandalagi með kristnu ríkjunum, að þau skuli sem einn mað- ur gegn Tyrkjum. Er útlit til þess eftir skeytinu að dæma, að slíkt banda- lag sé nú fastmælum bundið. Tyrkjastjórn hefir sjáanlega. mistek- ist, að skipa svo málum, að vel líkaði. Er ekki ólíklegt, að Ung-Tyrkir eigi einhvern þátt í stjórnleysinu, sem þar er nú í landi. Ávarp. Báðar deildir Alþingis sendu konungi samhljóða ávarp í þinglokin. Var það rætt íyrir luktum dyrum. Hafði verið samþykt í e. d. í einu hljóði en í n. d. með öllum greiddum atkvæðum gegn þremur. Unðirteklir Dana. Kafli úr ritstjórnargrein í „Riget“ 11. þ. m. Það er málgagn dönsku stjórnarinnar. Þýðingin er Lögréttu : »— — — Danmörk skal því taka hinni íslenzku viðleitni til þess að knýta á ný hinn slitna samningaþráð með opinni og útréttri hönd, og í þeirri höns skal liggja tilboð Danmerk- ur, eins og það var fram sett í nefnd- aruppkastinu frá 1908 til sameigin- legrar löggjafar um sambandið milli íslands og Danmerkur. Þetta tilboð hefur hvervetna um heim fengið hina mestu viðurkenningu sem einstaict og fagurt dæmi um þá virðingu, sem frá hálfu stærri þjóðar eigi að sýnast þjóð- legri sjálfstæðisþrá annarar minni, jafn- vel þótt þær rikislega séu ein heild. Danmörk og hin danska þjóð hafa ekki séð eftir þessu tilboði og geta framveigis hreinskilnislega sagt: Ekki minna, en ekki heldur í verulegum atriðum meira! Menn vita enn ekki, í hverri mynd eða á hverjum grundvelli hin íslenzka viðleitni til upptöku samninganna verð- ur bygð ; en heppilegt væri það efa- laust, ef islenzka þjóðin sýndi þau hyggindi að halda sér í öllu verulegu þar, sem hinir kosnu fulltrúar hennar stóðu í samningum dansk-íslenzku nefndarinnar —-------- ---— BÆKUR ==-------------------- innlendar og útlendar. — Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir í KSókaverzlun Sijffúsar Eymiindssonar Lækjargötu 8. ) ) ) JPingvísur. Farmgjaldið mitt fer á stað fagurlega á þessum dögum; andskotann ég eitt sinn bað, að það mætti verða að lögum. Þarna er hann að mala þingmaðurinn Dala; þarna er hann að þrefa, þyættinginn að vefa, andstygðar leiðindi er öll sú slefa. Svar þingm. Dala : Mörgum tungum malar hann Marðarskapi svalar hann, meðan endist lif og iungu með Ijótan blett á hverri tungu. í hans kjafti er aldrei lúi, altaf bullar Siggi búi, glymurmhátt og gellur þannin, að glamrað er fyrir Flóamanninn. Hér var alt með öðrum svip fyr ári um þetta leyti. En altaf má fá annað skip og annað föruneyti. o H/F'Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. Ovenju ó d ý r a r. Sunnmýlingur steig í stól, stráð var ræðan salti, sendiherrann sundur mól, svo hann varð að gjalti. Hálfur í þingsalnum oftast ég er, ef út af því bregður, þá fer nú ver. Hálfan í fanginu Hafstein mig ber, en hálfan Lalli i skottinu á sér. Gullnámarnir í Miðdal og Pormóðsdal. Einhver hreyfing virðist vera að koma á þaðmál nú uppá síðkastið. Lög- reglustjórinn í Hafnarfirði, Magnús sýslumaður Jónsson, hefir Dýlega mælt út 12 námateiga handa mönnum sem eru í „Námafélagi ísiands". ' Mæling- arnar framkvæmdi Jón ísleifsson verk- fræðingur, og mun það vera í fyrsta sinni sem námateigur er útmældur hér á landi samkvæmt námalögunum. Hver teigur er 100,000 □ metrar að flatar- máli, og getur sá er beiðist útmæl- ingar ráðið því, þegar málmurinn liggur í æð, hvert hlutfall er milli lengdar og breiddar ; þó má hann ekki vera mjórri en 100 metrar. Mælt #r að 104 beiðnir séu komnar til sýslumannsins í Hafnarfirði, um út- mælingu á námateigum. Er það meira en landrými er til í Þormóðsdal. Þetta helvízkt hap])drætt,i, Haagensen og Vog-Bjarni ætla' að drepa Alþingi — ilt er að vera skrifari. Nú er hún að renna npp nýja öldin, nú má ekki drekka fyrir þeim sem hafa völdin; Alþingi er að skifta sér af Klúbbunum á kvöldin, vill kynna sér hvað gjörist þar á bak við tjöldin. Efri deild er ærið frjó, altaf er hún að bera; engan Lárus á hún þó og Ari norður á Ströndum dó. Sjáiði piltar ! Svona eiga kýr að vera. Mér finst það vera grátlegt, góði vin, ef gömlu trúnni’ á sjálfstæðið vér töpum, og ljót sú speki’ ef okkar íslenzkt kyn skal eiga’ að lifa’ á danskri náð og snöpum. Allar mínar syndir erfitt væri að kanua, Alfaðir breyttu öllu fljótt! Á uppkastið ég trúi sem hið eina rétta og sanna; ó, hvað ég er sæll bæði dag og nótt! Æfinlega í ætið fús ör að skaka strokkinn ; Einar skríður eins og lús yfir á valdaflokkinn. Hann galar um sparnaðinn guðslangan daginn, það guðspjall var klerksins, er bæta á fjárhaginn. Það þjóðráð hans helzt var til heilla og nytja um hækkun á þingkaupi tillögu að flytja. Samning og bræðing í byrjun að skamma, svo bráðnar sem „Isafold“ þjóðhetjan ramma. Já, talaðu hjartnæmt um trú þína á Kristi, þú tuttugu- og- fimm- ára- þinghumbugisti. Silf urfesti með viðfestum tveggja króna minnis- pening tapaðist á Hafnarfjarðarvegi inn að Arnarnesi. Skilist í Sápuhúsið gegn uijög góðum fundarlaunuiu. Kindargarnir. Fyrir nokkrum árum var byrjað að flytja kindargarnir út sem verzlunarvöru og hafa siðan verið útfluttar, og andvirði þeirra numið nokkrum þúsundum króna'árlega,. En garn- irnar hafa ekki reynst vel og eftirspurnin hefir farið minkandi, sem líklega er að kenna verkuninni á görnunum, og kannske með- fram af því, að dilkagarnir, sem eru minna virði, hafa verið látnar saman við garnir af fullorðnu fé, en ætti að hafa hverja tegund- ina út af fyrir sig. Eftir að búið er að taka garnirnar úr kindinni, verður að hreinsa þær og strjúka gorið úr þeim, láta þær síðan í kalt vatn, sem þær standi í til næsta dags, hreinsa þá alt slím úr þeim, helzt í volgu vatni, og hella volgu vatni í þær með tregt, og láta það renna gegn um garnirnar til þess að ná slíminu sem bezt úr þeim. Að því búnu á að leggja þær í ílát með söltu vatni í, og láta garnirnar liggja í því 1—2 stundir, salta þær síðan vandlega niður í tunnur. Það er áriðandi að fara varlega með garnirnar og láta þær ekki verða fyrir neinum áföllum eða höggum, svo þær ekki hruflist né merjist, og má aldrei kasta þeim frá sér á jörðina né fleygja þeim í ilát, nema vatn sé í þvi o. 8. frv. Ofanritaðar leiðbeiningar, sem að vísu eru ófullkomnari en ég gjarnan hefði óskað, geta þó, ef til viil. gert nokkurt gagn og kannske komið því til leiðar, að markaðurinn fyrir islenzkar kindargarnir fari heldur batnandi, svo á þann hátt komi nokkrir peningar inn í landið, sem annars færu að forgörðum. Bið ég yður því, herra ritstjóri, að prenta ofangreindar leiðbeiningar í heiðruðu blaði yðar, svo snemma að lesendur blaðsins geti séð þær áður en fjártakan byrjar í haast. Vixðingarfylst. Jakob Gunnlögsson. Kaupmannahöfn, 15. Ágústm. 1912.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.