Reykjavík - 31.08.1912, Síða 4
140
REYKJAVIK
Odýr kol.
Nokkrir menn hafa myndað félagsskap með sér til að
komast að hagkvæmum Kolukaupum í haust og í
því skyni samið um kaup á heilum gufuskipsfarmi af kol-
um. Peir sem óska að njóta góðs af þessum félagsskap
eru beðnir að snúa sér sem fyrst til h/f P. J. Thorsteinson
& Co., sem hefir lofað að selja félagsmönnum kolin, og fá
þar allar nánari upplýsingar.
Samtakendur.
gV frá og með 15. ágúst 1912
er verðií á ölium tegunðum aj steinoliu
haekkað um 5 kr. pr. tunnu.
Hid danska ^teinolíuhlutaíélag,
íslands—deildl.
[—3 s.
Jarlers Antilcvariat.
Leverandor til Biblioteliet i Isafjord.
Stort Lager af brugte Boger. - Kataloger sendes gratis.
Udenbyes Ordre ekspederes med storste Omhu.
61. Xongevej 134. Xobenhavn V.
öíii o<»’ nýjung’ar.
Slys. Fyrra Laugardag (17. þessa mán.)
drukknaði Þorsteinn Jónsson, elzti
sonur Jóns Þorsteinssonar bðnda á Kala-
stöðum á Hvalfjarðarströnd. Hann fór einn
á bát, 8Íðari hluta dags, frá Hálsi í Kjós
og setlaði norður yfir fjörðinn að heimsækja
foreldra sína. Stormur var á norðan. Bát-
urinn fanst vestur undir Galt.arvík og var
stefníð brotið, en segl uppi. Er talið líkleg-
ast, að hann hafi lent á skeri nálægt Kata-
nesi, því dimt hafði verið orðið. Þorsteinn
heitinn var mesti efnis- og dugnaðarmaður.
Veðrið. Með höfuðdeginum brá til rign-
inga og hefur rignt stöðugt síðan.
Trúlofuð eru í Kaupmannahöfn Jón
Guðhrandsson verzlunarm. og Frida Ottesen
dóttir fyrv. verksmiðjueiganda S. Ottesen.
Oddur Hermannsson cand. jur. er
orðinn aðstoðarmaður í Stjórnarráðinu í stað
Magnúsar sýslumanns Guðmundssonar
Setudómarinn i gjaldkeramálinu, Magnús
sýslumaður Guðmundsson í Skagafirði, hefir
sótt um lausn frá því starfi sakir embættis-
anna.
Fró Spáni. Heim eru komnir aftur
þaðan þeir Geir stúdent Einarsson og Haukur
Jensen stud. art.
,,Ceres“ kom frá útlöndum þ. 26. þ. m.
og með henni Ólafur G. Eyjólfsson skóla-
stjóri, Bjarni Þorkelsson skipasmiður, Guðm.
Jónsson oand. theol. (ísaf.), Einar Jónsson
afgreiðslumaður (ísaf.), norskur verkfræð-
ingur að gera boð í höfnina, norskur stú-
dent og kona hans. Hann ætlar að nema
íslenzku hér við Háskólann. Mun honum
víst bregða í hrún, er hann fréttir, að ekki
er hægt að taka próf í þeírri grein á íslandi.
Ásigling. Eyrir nokkrum dögum sigldi
enskur botnvörpungur á fiskiskipið „Ragnar“
frá Patreksfirði, eign Péturs A. Olafssonar
konsúls. Skipverjar gátu borgið sér upp á
botnvörpunginn og fór hann með þá inn á
Patreksfjörð og hafa þar verið haldin próf
í málinu.
Silfurbrúðkaup áttu þau Árni banka-
ritai-i Jóhannsson og kona hans Anna Jóns-
dóttir á fimtudaginn. Veizla haldin á „Hótel
Reykjavík“.
Austurstræti er nú verið að endur-
bæta, borið ofan í það með þeirri aðferð, sem
kend er við McAdam. Hefir til þessa
verks verið fenginn vegbrjótur, gufubákn
mikið. Er ekki laust við, að talsverður
stórbæjahragur sé að því verkfæri.
Holrsesið um Lækinn er nú langt komið,
steypan komin suður á móts við Bókhlöðu-
stíg og farið að fylla oían á hana norður
frá. Þetta er sagt að muni kosta um 40
þús. krónur.
Þingmenn eru nú flestir farnir heim til
sín, þeir er heíma eiga utan hæjar. Hafa
farið með „Austra“, „Ingólfi" í Borgarnet
og snmir landveg. Valtýr Guðmundsson fór
til Englands með botnvörpung á fimtudag-
inn, með sama skipi fór Valtýr Stefánsson
stúdent.
Itflagni heítir nýtt blað, sem Bjöm Jóns-
son f. ráðherra er byrjaður að gefa út og
er ritstjóri að. Það er í sama broti og
Vísir var áður en hann stækkaði og „birtist
þá er brýnasta nauðsyn ber til og mælir
máli lands og lýðs ntan bæjar og innan“.
Eintakið kostar 5 aura.
„Austri“ fór í hringferð á mánudaginn.
Farþegar: Séra Björn Þorláksson, séra Einar
Jónsson, Gautlandabræðurnir Steingrímur
og Pétur, Stefán skólameistari Stefánsson,
Guðl. bæjarfógeti Guðmundsson, Geir bisk-
up Sæmundsson og frú, séra Halldór Bjam-
arson frá Prestbólum, Sigurður skáld Jó-
hannesson, H. Sohiötb og frú, læknisfrú
Olga .Ten9son, OJafur Thorlaoius, Stefán
bóndi í Möðrudal o. fl. o. fl.
Rangárbrúna á að vígja í dag. Það
gerir Hannes Hafstein ráðherra. Eóru ráð-
herrahjónin austur síðari hluta vikunnar.
Margir hafa farið héðan úr bænum, til þess
að vera við vígsluna og hafa víst hreþt
versta veður. A miðvikudag var alt pláss
pantað á Kolviðarhól yfir föstudagsnóttina.
„Fálkinn“ hefur handsamað enskan botn-
vörpung fyrir vestan, og fór með hann til
Patreksfjarðar.
Séra Rögnvaldur Pétursson, úni-
taraprestur, messaði i Eríkirkjunni á sunnu-
daginn var og þótti mælast vel. í ráði, að
aæðan verði gefin út innan skamms.
Sambandsflokkurinn. í stjórn hans
voru kosnir á fundi síðastl. sunnud. alþingis-
mennirnir: Aug. Flygenring, séra Jens Páls-
son, Jón Magnússon og Jón Óiafsson, en utan
alþingis: Guðm. Björnsson landlæknir, Sig.
Hjörleifsson ritstjóri og Þorst. Gíslason ritstj.
Heimastjórnarflokkurinn. í stjórn
hans voru kosnir nú i þinglokin: Aug.
Plygenring, Eggert Claessen, Guðm. Björns-
son, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Jón
Þorláksson, Þorsteinn Gíslason.
Einkasala á steinolíu.
Þess var getið til í síðasta blaði, að
einkasölu-heimildar frv. þeirra J. Ól.,
E. P. og B. J. frá Vogi, mundi ekki
ná fram að ganga. Þetta reyndist
ekki svo, þótt nærri lægi um eitt skeið,
enda breytingar gerðar á frv. í e. d.
sem lítt þykja til bóta.
Frv. var til I. umr. í e. d. á laug-
ardag kl. 5 síðd. og var samþ. að það
gengi til 2. umr. Bjuggust deildar-
menn við, að fundur yrði haldinn aft-
ur um kvöldið, en forseti ákvab næsta
fund kl. 103/* á mánudag. Var þá
útséð um það, að frv. næði fram að
ganga, því þinginu átti að slíta kl. IIV2
sama dag. Skoraði séra Jens Pálsson
og fleiri deildarmenn á forseta (Júl. H.)
að halda fund um kvöldið. Var ekki
við það komandi hjá forseta. Kvaðst
hann ekki skyldur til að halda fundi
nema þegar sér þóknaðist, hefði nú
haldið 3 fundi þann dag. Sleit svo
fundinum. Gramdist mörgum deildar-
manna, að forseti skyldi beita valdi
sínu svo. Þegar þetta spurðist um
bæinn, urðu bæjarmenn ekki síður
hryggir og reiðir, var á orði haft, að
stofna til borgarafundar. Ekki varð
þó úr því, enda skrifuðu margir efri-
deildarmenn forseta bréf á sunnudaginn
og skoruðu á hann að flytja mánu-
dagsfundinn fram, til kl. 9. Geröi
hann það, og var frv. samþ. í deild-
inni á tveim fundum á mánudags-
morgun. Breytingar voru á því gerð-
ar, felt úr að binda gildi laganna við
árslok 1913 og 3. gr. frv. látinhljóða svo:
Stjórninni er heimilt að fela ein-
stökum mönnum eða hlutafjelögum
innlendum að standa fyrir kaupum og
sölu á olíunni, og hún má einnig fram-
selja í þeirra hendur heimild sína og
einkarétt til olíuinnflutnings eftir lög-
um þessum, með þeim skilyrðum, er
hún telur hyggileg og nauðsynleg, þó
ekki lengur en 5 ár.
Þá var eftir að ræða frv. svo breytt
í n. d.; var skotið á fundi kl. 1®.
Reyndust nú þeir þingmenn .sumir.
sem með því voru áður, snúnir á móti
því, en þeir sem móti voru með því.
Lauk svo að frumv. var samþ. eins
og það kom frá e. d. með 13 atkv.
regn 9. Með því: E. P., E. J., Guðl.,
Jóh., Jón M., M. Ól., Ól. Br., P. J.,
Sig. Sig., St. St., T. B. Móti: Jón
sagnfr., B. Sv., Bj. Vogi, B. Kr., H. St.,
Kr. J., L. H. B., Sk. Th. og Yaltýr,
Jón Ól. og ráðh. greiddu ekki atkvæði
og voru taldir með meiri hlutanum.
Skriíiö eftir!!!
creme, alullar fermingar Caschemir 0,75—
1,00. — Príma grátt Kjóla-vergarn 0,50.
Röndótt Kjóla-vergarn 0,50-0,63.—Blátt,
haldgott. Kjóla-oheviot 0,70. — Eallegt og
vandað heima-ofið Kjólaklæði af öllum lit-
um 0,75. — Fallegt, röndótt vetrarkjólaefni
0,80. — Ekta blátt Kamgarns-cheviot 1,00.
Svörtogmisl. Kjólatau afýmsum tegundum
0.85—1,00—1,15—1,35.
2 álna breið Karlmannsfataefni 2,00—
2,35—3,00. — Níðsterkt drengjatau 1,00.
Skólafataefni grátt 1,35.—Ektablátt sterkt
drengja-cheviot l,15.-Hið alþektaórabelgja
cheviot, fínt 2,00 —stórgert 2,35 -bezt 2,65.
Ektablátt neðri-hluta cheviot 1,15. — Svart
fallegt klæði 2,00. — Ekta blátt Kamgarns-
sergesí alklæðnaði frá2,00.—Grá- og græn-
röndótt efni í hversdags niðurhluta 1,00—
1,15.—Þykk kápu- og frakkaefni 2,00—2,35
—2,75. — Kápu-plyds svart og allavega litt.
Okkar alþektu ektahláu józku „Jachtklub-
serger“, í karlmannsföt og kvenklæðnaði
3,15—4,00—5,00.—Ágæthestateppi4,00—
5,00. — Falleg ferðateppi 5,00—6,50. ■— Hlý
ullar-rúmteppi 3,50—4,00—5,00. Yörurnar
sendast burðargialdsfrítt. Hreinar prjóna-
tuskur eru teknar í skiftum fyrir vörur á 6*
aura kílóið. Ull er borguð með 1,00—1,50
hvert kíló.
iydsk Kjoleklædehus.
Kpbmagergade 46. Kpbenhavn K.
Tvö litil íbúðarhús
fást keypt. Afarlágt verð, ef samið er
strax. Grísli Porbjarnarson.
brúkuð lslcnsU, alls-
konar borgar enginn
betur en
Hel{ji Helgason
(hjá Zimsen)
Reykjavík.
Hvaða mótor er ódýrastur,
beztur og mest notaðnr
Gideon-mótorinn.
Einkasali
Thor E. Tuiinius & Co.
Kaupmannahöfn.
Símnefni: Yerzlnn.
Verzlun Jóns Zoiiga
selur ódýrast neftóbak, munntóbak,
reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl.
Talsími 128. Bankastræti 14.
Hvar á að kaupa
öl og vín?
En í Thomsens
M a g a s í n.
Prentsm. Gutenberg