Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.09.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 14.09.1912, Blaðsíða 1
k\av t fc. XIII., 37 Laugardag 14. September 1913 XIII., 37 Ritstj.: Björn I ^álwson cand. jur. Talsími 34. Miðstræti 10. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Erlend símskeyti. Khöfn, 10. Sept. 1912. Ófriður á Balkanskaga! Ófriðarhorfur milli Búlgara og Tyrkja aukast daglega. Mannskaðaveður í Kína. Óveður hefir geisað í Kína og orðið 50,000 nianns að bana. Loftskeyti miili New York og Kristjanín. Marconi-loftskeytasamband milli New York og Kristjaníu hefir verið ákveðið með samningum. Krá útlöxidum. Panamaskurðnrinn. Lögin um Panamaskurðinn og sigl- ingar um hann hafa náð fram að ganga í sambandsþinginu í Washing- ton, og Taft forseti hefir skrifað undir þau. Lítilsháttar breytingar voru á þeim gjörðar frá því sem áður hefir verið sagt af þeim hér í blaðinu. En óbreytt var það látið vera, sem aðrar þjóðir, og þó einkum Englendingar, ömuðust mest við, að strandferðaskip amerísk skyldu eiga fría siglingu um skurðinn. Bretar teija að með þessu séu samningar rofnir við sig, og svo er að sjá sem Taft forseti hafi ekki haft góða samvizku af að undirskrifa lögin, því hann sendi sambandsþinginu um leið langan boðskap, og réði því til að samþykkja yfiriýsingu um það, að með Panama-lögunum væru engir þjóðasamningar rofnir. Samningur sá' sem Bretum þykir rofinn er nefndur Hay-Pauncefote samningurinn, og þó einkum 3. grein hans. Þar segir: „Skurðurinn á að vera frjáls og opinn verzlunarskipum eða herskipum allra þjóða, sem þess- ara reglna gæta, og með algjörlega sömu kjörum, svo að engan mun skal gjöra á neinni þeirra þjóða, borgurum eða þegnum hennar, um siglinga-afgjöld eðð annað". Finst Bretum, sem von er, að það geti ekki talizt sem sigl- ingar um skurðinn séu með „algjör- lega sömu kjörum" fyrir allar þjóðir, ef nokkur skip einnar þjóðar eru undanþegin skurðtollinum. Meðan frumvarpið var á ferðinni gegn um sambandsþingið, mótmælti sendiherra Breta í Washington að það yrði gjört að lögum. Þegar frv. er nú orðið að lögum ætla þeir að krefj- ast þess, að málið sé lagt í gjörðar- dóm í Haag. Svo er að sjá á útlendum blöðum, sem megn gremja sé um alt Bretland yfir þessum aðförum Bandaríkjamanna. Merkustu blöð annara þjóða, þýzk og írakknesk, styðja mál þeirra, og mörg □ □ ®rðsenóittg. Haustútsalan í Austurstræti 6. Hjermeð tilkynni jeg öllum mínum háttvirtu viðskiptavinum og öllum heiðruðum almenningi, að: föstuðaginn þann 13. September byrjaði mín árlega Haust-út sala með ajslxtti og verðlzkknn á öllum vörnm. Hið einróma álit, sem verzlun mín hefur fengið, og stöðugt vax- andi aðsókn síðan jeg byrjaði, vona jeg sje yður næg trygging fyrir því, að lijor sje ekki urn neitt eða humbug að ræða. Með alúðarfyllsta þakklæti fyrir undanfarin viðskipti, og í því trausti, að jeg fái þá ánægju að sjá sem flesta af yður, núna næstu dagana, kveð jeg yður maé miRiííi viréingu Arni Eir/ksson. © P beztu blöðin í Bandaríkjunum sjálfum eru á sama máli. Taft forseti þykir ekki hafa vaxið af þessu máli, og talið að hann komizt frá því með lítilli sæmd ef hann synjar um að mál þetta verði lagt í gjörðardóm. Marokko. Frakkar eiga erfitt með að friða landið, má heita að það logi alt í upp- reist, nema rétt meðfram ströndinni og kringum þær borgir, sem þeir hafa öflugt setulið í. Svo sem kunnugt er, eiga Spán- verjar nokkrar borgir í Marokko og landspildu; sitja Frakkar og Spánverjar nú á ráðstefnu um hvernig þeir eigi að skipa málum sínum í Marokko. Hefir komið stanz á samningana út af því, hvort borga eigi að nýju toll af vörum, sem fluttar eru inn í lönd Frakka frá spánsku borgunum, og þar hafa verið tollaðar. Kína. Þar horfir nú betur og friðvænlegar fyrir tramtíð lýðveldisins en nokkru sinni fyr. Eins og getið hefir verið áður, lá við sjálft um eitt skeið, að ríkið mundi klofna, vegna óviidar og metnaðar, sem er milli Suður-Kína og Norður-Kína. Forsetinn Yuan Shih- Kai er norðanmaður og Dr. Sun Yat- sen sunnanmaður, en þeir tveir menn hafa mest og bezt unnið að því að koma lýðveldinu á. Það hafa við og við gosið upp sögur um að þeir vildu hvorn annan feigan. Nú hefir Dr. Sun Yat-sen heimsótt forsetann í Peking, og fengið mestu fagnaðar-viðtökur. Keppast norðanmenn um að sýna hon- um allan sóma. Dr. Sun hefir haldið ræður í tveim pólitískum félögum í Peking. Hvetur hann menn til að hætta flokkadráttum og snúa sér einhuga að því að koma á öflugri stjórn um alt ríkið. Hann segir, að hann hafi álitið Yuan bezt fallinn allra manna til að verða for- seta lýðveldisins. Hann hvetur menn og til að auka framleiðslu í landinu, og bendir mönnum sérstaklega á að byggja járnbrautir. Nýjar reglur. Verzlunar-ráðaneytið enska hefir sett nýjar reglur um hvernig farþegaskip skuli vera útbúin að björgunartækjum. Eru reglur þessar til orðnar vegna Titanic-slyssins mikla í vor. Öll farþegaskip í utanlands-siglingu eiga héðan í frá að hafa svo marga björgunarbáta, að þeir rúmi alla sem á skipinu eru. Ennfremur eru settar nákvæmar reglur um, hvernig bátarnii eigi að vera, og hvar þeim skuli fyrir komið. Práðlaus skeyti milli Noregs og New-York. Stjórnin í Noregi hefir gjört sanming við „Marconi’s Wireless Telegraph Co. (Ltd.)“, um að reistar verði skeyta- stöðvar í Noregi, og skamt frá New- York, til þess að koma á frétta- og viðskifta- skeyta-sambandi milli Ame- ríku og Norðurlanda. Tekjurnar eiga að skiftast jafnt milli félagsins og ríkissjóðs Noregs. Félagið fær IV2 miljón króna fyrir að byggja stöðina í Noregi. Er þó ekki þar með talið land undir stöðina eða húsabyggingar. Félagið á auk þess að fá 10 af hndr. af brutto tekjum stöðvarinnar. Þegar stöðvarnar eru komnar upp, á að senda öll skeyti frá Noregi (Norður- löndum) til Bandaríkjanna og Canada þráðlaust, nema sérstaklega sé tekið fram að þau skuli senda með sæsíma. Samningurinn gildir um 25 ár. Bónorðs- spil ný-útkomin (2. útg.) fást í forstoju lanðsbókasajnsins.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.