Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 12.10.1912, Side 1

Reykjavík - 12.10.1912, Side 1
1R e$ k í a \> t k. XIII., 43 Laugardag 13. Október 1013 XIII., 43 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Jón Jóqssoq frá Múla al þingismaður. Kl. 9l/2 á Laugardagskvöldið 5. þ. m. andaðist 1. þingmaður Sunnmýlinga, Jón Jónsson frá Múla, að heimili sínu á Seyðisfirði. Jón var íæddur 23. Apríl 1855 að Grænavatni í Mývatnssveit. Faðir hans var Jón Hinriksson, gáfumaður og skáld, er enn lifir á Helluvaði hjá syni sín- um Sigurgeiri og verður 83 ái'a gam- all 24. þ. m. Jón Hinriksson var í 7. lið frá Hrólfi sterka, en sú ætt er rakin til Guðmundar ríka að Möðru- völlum. Móðir Jóns frá Múla var fyrsta kona föður hans, Friðrika Helgadóttir frá Skútustöðum. Jón í Múla óx fyrst upp með föður sínum, og eigi var hann „til menta settur“, sem kallað er; en faðir hans er inn fróðasti og smekkvísasti maður, og svo óx hann upp í því héraði þessa lands, þar sem alþýðumentun er bezt og námfýsi meiri en nokkursstaðar annarsstaðar hér á landi, enda hafa í þeim átthögum vaxið upp fleiri sjálf- mentaðir gáfumenn á 19. öldinni, heldur en 1 öllum hinum héruðum landsins til samans. Einhvern tíma fyrir nokk- uð mörgum árum sagði ég í blaðgrein (mig minnir í „Skuld"), að á Jökuldal væri bezt fjárkyn í þessu landi, en í Þingeyjarsýslu bezt mannkyn. Þó að þetta væri sagt i hálfgerðu gamni, þá fylgdi því þó full aivara, og vel hefði mátt bæta við: einkanlega kring um Mývatn. Ekki veit jeg, hvert ár Jón byrjaði búskap. Ég kyntist honum fyrst 1886. Það vor kom hann fyrsta sinn á þing (það ár var aukaþing háð), og hafði Jón verið kosinn þingmaður. Þá var hann fyrir fám árum kvæntur og far- inn að búa á Arnarvatni. Og af því að Jón er ekki fágætt nafn, einkum ef maður er Jónsson, en fleiri voru Jónar Jónssyniráþingi.þávarhannþegar nefnd- ur Jón frá Arnarvatni; en síðan flutti hann búferlum að Reykjum og þaðan að Múla, og var þá nefndur Jón frá Múla eða Jón í Múla, og hélzt það kenningarnafn við hann til dauðadags, enka nefndi hann sig svo sjálfur, og ættu niðjar hans að bera það ætlar- nafn, því að það mun jafnan til sæmd- ar talið, að vera kominn frá Jóni í Múla. Mér hefir’ á fáa menn orðið star- sýnna í fyrstu sjón en Jón í Múla, þegar við hittumst á þingi, og á enn færri menn jafn-vel litist. Ekki var það fyrir það, að Jón væri sérstaklega það sem kallað er fríður maður. En 14. okt. 20. okt. 1 14 okt. 5íðasta vika útsöluririar J hjá Árna Eiríkssyni, Austurstræti 6. Þessa seinustu viku haust-útsölunnar verða, auk full- komins Titsölu-afsláttar, öllum sem koma og kaupa fvrir eina krónu eða meira veitt óvanaleg kosta- líjör, sem hjer í hæ eru alveg óþekt áður. G jöriö svo vel aö lfta í gluggana í Aust- urstræti G. Þar verður þetta nánar útskýrt fyrir yður. Nýkomnar margar vörutegundir með »Ceres« og »Douro« og eru þær allar á útsölunni. Lítið í gluspa í Austurstræti 6. 20. okt. það var svipurinn allur, svo gáfulegur og einarðlegur, glaðlegur og góðmann- legur. Auk þess var maðurinn inn karlmannlegasti, hár og herðibreiður og að öllu vel vaxinn; hárið svart, andlitið skarpleitt og með djúpum dráttum og bjó í því bæði þrek og alvara. Jón var þegar frá byrjun þing- mennsku sinnar vel máli farinn og hugsunin einkar skýr Og Ijós. Fáum mönnum hefi ég vitað þingmenskuna láta jafn-vel þegar í byrjun, og var hann þó ungur þá, að eins 31 árs.. Það var því ekki að undra þó að mér gætist vel að manninum og drægist að honum. Jón var þegar í byrjun þingmensku sinnar víðlesnari og fróð- ari um landsmál, en við mátti búast af svo ungum manni. Einn af þeim kostum, sem ég tók nemma eftir hjá Jóni, var sá, hve óvenju hreinskilinn hunn var, hver sem í hlut átti. Hann leit sjálfstætt á málin, og hann gat sagt vinum sín- um einarðlega og hreinskilnislega, hvað honum þótti að í skoðunum þeirra og fari, og þó sagt það á þann hátt, að enginn skynsamur maður, sem þekkti hann, gat stygst við. Miklu fremur fékk maður meiri mætur á honum fyrir bragðið. Hann var þingmaður Norður-Þing- eyjarsýslu þessi ár, 1886, 87, 89, og 91. Við vorum sinn í hvorri deild, ég í efri, en hann í neðri, alt um það áttum við flestum þingmöunum meiri samvinnu, einkum árið 1889 — miðl- unarárið. Við vorum báðir heitir miðl- unarmenn. Svo skildu leiðir okkar að sinni við það ég fór til Ameríku 1890. Haustið 1892 bauð hann sig aftur fram til kosninga i Norður-Þingeyja- sýslu sem miðlunarmaður, en Bene- dikt Sveinsson bauð sig fram á móti Jóni og miðluninni og varð yfirsterkari. Jón brá þá við og vestur í Eyja- fjarðarsýslu, en þar var kjördagur 3 dögum eða 4 síðar en í Norður-Þing- eyjarsýslu. Þar bauð Jón sig fram, en með því að kjósendur voru þar miðl- uninni andvígir, varð hann að heita þeim því að fylgja ekki miðlunarstefn- unni. Þetta hafa sumir láð Jóni, og töldu svo sem hann hefði „horfið frá“ miðlunarstefnunni. Þetta var þó reynd- ar eigi, því að Jón taldi jafnan þá stefnu rétta, og vildi síðar, að reynt væri að taka hana upp á ný. Vottur þess var „Nýja Öldin“, sem hann var einn af aðal-útgefendunum að (1897— ’9&j. Jón skýrði svo sjálfur fram- komu sína í Eyjafirði, að hann hefði séð, að miðlunarstefnan mundi eigi fylgjendur fá á þessu kjörtímabili, og því hefði sér verið meinfangalítið að láta hana liggja milli hluta í það sinn. Hins vegar hefði sér fundist, að hann geta nnnið nokkurt gagn á þingi, og það hefði komið sér til að leita kosn- inga. Hann var kosinn þingmaður Eyfirðinga 1892, og sat sem fulltrúi þeirra á þingunum 1893—’99, endur- kosinn ’98. En eftir þingið 1899 var þing rofið, og bauð hann sig þá hvergi fram til kosningar sakir annríkis við önnur störf. En 1904 var hann kos- inn þingmaður Seyðisfjarðar-kaupstaðar og sat á þingunum 1905 og 1907. 1908 bauð hann sig fram í Suður- Múlasýslu, og var kosinn þar með flestum atkvæðum þeirra fjögra er í kjöri voru. Svo var þing rofið vorið 1911, og bauð hann sig þá enn fram í Suður-Múlasýslu, og var kosinn þar með enn fleiri atkvæðum en áður, og voru þó 5 í kjöri. Átti hann því sæti á þingi 1912. Kona Jóns, sem enn lifir hann, var Valgerður Jónsdóttir, dóttir Jóns gull- smiðs á Grænavatni (síðar á Lundar- brekku) sonar Jóns prests Þorsteins- sonar í Reykjarhlíð; en móðir hennar var fyrri kona Jóns, en systir Kristjáns amtmanns Kristjánssonar. Af 8 börnum þeirra Jóns í Múla og frú Valgerðar lifa 4: Frú Solveig, bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði, kona Jóns Stefáns- sonar, fyrrum pöntunarstj.; Friðrikka og Hólmfríður, báðar ógiftar heima; Árni, cand. phil., er og heima sem stend- ur, en fer í haust til Englands til að venjast þar störfum á verzlunarskrif- stofu. Þá er kaupfélagsstefnan hófst í Þing- eyjarsýslu, gaf Jón sig að henni með miklum áhuga. Skömmu eftir að hann gerðist fyrst þingmaður, fór hann að fást við kaupskapar-umboðsstörf fyrir Jón heit. Vídalín og Zöllner. Árið 1899 fluttist hann búferlum til Seyðis- fjarðar, til þess að greiða úr óreiðu þeirri sem á var orðin pöntunarfélagi Fljótsdælinga. Þá er þeir Vídalín og Zöllner slitu félagsskap 1901, varð Jón fulltrúi Zöllners hér á landi að miklu leyti (Jón Jakobsson að nokkru léyti). En er Jón Jakobsson varð landsbóka- vörður, og varð að láta af umboðsstörf- um, varð Jón í Múla einka-umboðs- maður Zöllners hér. Til Akureyrar flutti hann sig vorið 1905, en hingað til Reykjavíkur 1908, og bjó hér þar til í fyrra sumar að hann flutti sig aftur til Seyðisfjarðar. — Það var mikið verk sem Jón vann sem kaupskapar- umboðsmaður. Löndum vorum hættir oft við að vilja sökkva sér í skuldir, en reynast misjafnlega skilsamir. Áf þessu hafa sérstaklega kaupfélög á Austurlandi sopið seyði. Það lá í eðli stöðu Jóns, að hann varð oft að koma fram með alvöru og festu. En svo voru menn farnir að þekkja hreinskilni hans og drengskap, að hann varð einkar- vel látinn og vel metinn af þeim sem hann varð að eiga skifti við. Ég hefi hér að framan stuttlega drepið á þingmensku hæfileika Jóns og þingmannskosti. Eins og vita mátti fóru þessir kostir sífelt vaxandi með aldrinum. Það er sannmæli sem „ísa- fold“ segir um hann 9. þ. m., að „hann var bezt máli farinn allra stétt- arbræðra sinna, og með brennandi á- huga á þeim málum, er snertu hag og heill héraðsins og landsins". Blaðið segir einnig, að hann hafi verið „fram- gjarnastur þeirra flestra eða allra“. Þetta má misskilja, því að Jón var fjarstæður því, að trana sér fram. En hitt var satt, að hann var ódeigur til framgöngu og framsögu, þegar flokkur

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.