Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 02.11.1912, Qupperneq 1

Reykjavík - 02.11.1912, Qupperneq 1
1R e$ ft \ a\> t k. XIII., 46 Laugardag 3. Nóvember 1913 XIII., 46 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12 Pósthölf A 41. Heima daglega kl. 4—5. jtý miðstöðvarhitun. Fyrir 38 árum kyntist ég í Ameríku nýrri miðstöðvarhitun. Hún er í því frábrugðin öðrum miðstöðvarhitunum, að hvorki er heitt vatn eða gufa leitt um húsið til upphitunar. Frá miðstöðvar-vél í kjallaranum er heitt loft leitt í víðum blikkpipum upp um gólf eða upp á milli þilja, og op haft á í hverju herbergi, Það er opna má til hálfs eða fulls eða loka. Þegar opinu er lokið upp, þá streymir heitt loft inn í herbergið. Loka má píp- unum að kveldi, og fela eldinn í elda- vélinni, svo að hann deyi ekki út á nóttinni. Þegar maður vaknar að morgni í köldu svefnherbergi, þá þarf ekki annað en opna pípuopið og fara aftur í rúmið. Eftir 3—4 mínútur getur maður svo klætt sig í hlýju herbergi. Þessi nýja hitun (Hot air heating) heflr ýmsa kosti fram yfir aðra mið- stöðvarhitun. Miðstöðvarvélin er mihlu ódýrari og eldiviðardrýgri. Það er vanda- laust að passa hana. Miklu vandaminna en aðrar miðstöðvarvélar. Yélin brennir öllum aigengum eidivið. Raka er hægt að fá í loftið. Enga ofna þarf inni í herberginu, ekkert sem tekur rúm af. Niður í kjallaranum liggur víð blikk- pípa að utan gegn um vegginn inn í hitarifuna. Dregur vélin þannig sífelt nýtt hreint loft í sig að utan, velgir það upp og spítir svo hreinu volgu lofti inn í herbergin. Og svo þarf auð- vitað að vera loftrás út úr hverju her- bergi við gólf niður. Fyrsti maður hér á landi, sem reyndi þessa hitunaraðferð, var hr. konsúll Pétur Ólafsson á Patreksfirði, og gerði hann það eftir mínum ráðum að leggja slíka hitun í íbúðarhús sitt. Reyndist hún svo vel, að þá er nýtt barnaskóla- hús var reist á Patreksfirði nokkrum árum síðar, þá var samskonar mið- stöðvarhitun sett í það. Þó að ég hafi hvatt ýmsa hér í Reykjavík til að setja svona hitun í hús sín, einkum þá er hafa bygt að nýju, þá hafa engir þorað að ráðast í þessa nýjung. Enda hefir ekki skort spekinga, sem hafa vitað það frá Danmörku að þessi hitun væri miklum vandkvæðum bundin. Ég hefi líka sjálfur séð í dönsku verkfræðis- blaði, að það olli miklum vandkvæð- um, að ekki mætti leggja pípurnar lárétt undir góifið, þeim yrði að halla töluvert upp á við. Þessi danska speki er þó ekki annað en helbér vitleysa. Ég hefi látið leggja svona hitun í hús, og séð hana víða lagða, og geta leiði- pípurnar vel legið alveg láréttar langan veg — svo langan sem þörf er á í nokkru húsi. Danir búa einnig til hitaloftsvélar. En þær eru bæði ómynd og líka dýr- ari heldur en amerísku vélarnar, frítt fluttar hingað. Nú í sumar hefir þessi hitun verið sett upp á tveim stöðum hér í bæn- am. Það er í Verzlunarskólahúsinu og önnur í húsi Jóns prófessors Krist- jánssonar. Eg vil sterklega ráða þeim sem reysa ný hús, að taka hitaloftsvélar í þau. En þá er réttast, hvort sem um steypuhús er að gera eða timburhús, að leggja pípur inní skilrúmin eða veggina, undir eins og smíðað er. Það verður á allan hátt hagkvæmara. Sé um gömul hús að ræða, verður auð- vitað að leggja pípurnar innan her- bergis, en margfalt minna fer fyrir þeim, heldur en ofnunum, og í her- bergishorni má vel hylja þær, svo lítið beri á. Vélarnar fást að mismunandi stærð, og fer það eftir innanrúmmáli hússins eða herbergjanna sem hita skal, og eftir því er verðið mismunandi. Mér skal vera ánægja að gefa mönn- um skýrslu um þessar hitunarvélar, því ég álít það mesta þarfaverk að fá sem flesta til að taka upp þessa hit- unaraðferð, sem er sú lang þægileg- asta og jafnframt langódýrasta sem ég þekki. Jafnvel í mjög smá íbúðarhús mun borga sig að setja þessar hitun- arvélar, en dálítið kjallararúm þarf fyrir vélina. J. Ó. — ■— < — — Nýr atvinnuYegur. Mikil framfaratíð er það sem við lifum á. Öllu fleygir áfram. Atvinnuvegunum fjölgar. Maður er nefndur Sámur, og kali- aður kyndari. Því var lýst hér, hversu hann gerði sér að atvinnu útgáfu saur- blaðs, er nefndist MSvipan“. Síðan á hann var minst síðast hér í blaðinu, hefir blaðsneypa sú ekki komið út. Er mælt að allar prentsmiðjur bæ- jarins muni vera svo heiðvirðar, að engin fáist til að prenta hana. En Sámur er ekki af baki dottinn. Hann hefir fundið sér upp nýjan atvinnuveg til að geta lifað eins og ná-lús á líki „Svipunnar". Þetta gerir hann á þann hátt, að hann fær einhvern óhlutvandan mann til að skrifa skammir eða atvinnuróg um einhvern. Svo klórar hann sjálfur upp greinina, sýnir hana þeim sem skammirnar eru um, og spyr, hvað hann vilji borga sér fyrir að láta greinina ehki koma út í „Svipunni". Sé nokkur svo hjartveikur og ein- faldur að láta hræða sig til að kaupa sig undan skömmum, þá hefir Sámur matað sinn krók. Hann lifir þá jafnt á því, að láta „Svipuna“ ekki koma út eins og að láta hana koma út. Ef Sámur skyldi dirfast að mót- mæla þessu, þá skal verða leyst betur niður um hann í næsta blaði. J. Ó. Grikkir leggja farbann á. Grikkir hafa tilkynt stórveldunum að þeir hafi bannað siglingar til vest- urstrandar Tyrklands. Um Balkan-bálið. Menn munu alment ekki hafa gjört sér í hugarlund hvílík feikna styrjöld er hafin á Balkanskaganum. Liðsafn- aður Balkanríkjanna er miklu meiri en var við Sebastopol þegar sú borg féll, eða við Sedan. Styrjaldir Napoleons mikla voru ekkert líkar þessari. Bardagareyknum lyftir við og við, og sjáum vér þá að Tyrkir eíga í vök að verjast gegn fjórum þjóðum. Glöggvar fréttir fást þó ekki, því fréttariturum blaðanna er bannað að fylgjast með hernum, og skeytin sem send eru, skoða landstjórnirnar áður, svo ekkert frétt- ist annað en það sem þeim þykir gott. Skeyti til blaðsins segir, að Serbar hafi tekið Uskub, sem er suður í Tyrkja- löndum, óg er mikilsverð stöð við járn- braut. Búlgarar hafa tekið Mustapha Pasha, vigi gott i norður og vestur frá Adrianopel, og sitja nú um þá borg, en hún er talin lykill að höfuðborg- inni sjálfri. Er mælt að míkil líkindi séu til að Búlgurum takist að ná borg- inni á sitt vald. Her þeirra hefir sýnt vasklega framgöngu og tekið margar borgir, en farið sæmilega með lands- fólkið. Tyrkir eiga ekki hægt um vik, af því þeir hafa lið sitt dreift út um lönd sín í Asíu. Þeim ríður því á að draga tímann, svo þeir geti safnað því saman. Velta því að líkindum úrslit ó- friðarins á því, hvort Tyrkir fá haldið Adrianopel svo lengi. Grikkir hafa sótt norður um Meluna- skarð, og orðið sigursælir í viðureign sinni við Týrki, og sumstaðar á þeim stöðum, sem þeir fóru mest halloka fyrir Tyrkjum í siðasta ófriði þeirra á milli. Þeir hafa tekið borgina Elassona, sem stendur við rætur Olympusar- fjallsins, og sett lið á hæðarnar í kring um hana. Mælt er að Tyrkir hafi boðið Grikkjum að láta þá fá Krítey ef þeir vildu sitja hjá, en ekki nálægt því komandi. Svartfellingar hafa svo að segja sífelt haft sigur, bæði norður og suður í landi. Og er mælt að þeir séu seztir um Skutari. Tyrkir hafa ekki reynst eins harðir í horn að taka og búizt var við, hafa þó mikið lið, 700,000 menn að sögn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Tyrkir eru manna þrautseigastir þegar í nauðir rekur. Það bætist ofan á raunir Tyrkja, að þeir þora ekki að draga alt lið sitt heim úr löndum sínum í Asíu, vegna þess að Rússar muni þá slá eign sinni á ýmsar landspildur, sem þeim hefir lengi leikið hugur á. Ef Rússar gjörðu það væri friðnum í Evrópu hætt, því að hin stórveldin mundu ekki horfa á það aðgjörðalaus, að Rússar færðu út kvíarn- ar. Reyndar eru dæmin fyrir í gagn- stæða átt, þar sem Austurriki sló eign sinni á Bosniu og Herzegovinu án þess stórveldin gjörðu nokkuð að. Abdul Hamid fluttur. Abdul Hamid fyrrum Tyrkjasoldán hefir verið í varðhaldi í Saloniki, en hefir nú verið fluttur til Konstantín- opel. Vildu sumir láta flytja hann yfir til Asíu. leikjél. Reykjavikar. sunnudaginn 3. Nóv., kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. t Jón Jónsson frá Melshúsum. Þriðji Jón Jónsson, sem látinn er nú á skömmum tíma, og allir merkir menn. Jón frá Melshúsum lézt 24. þ. m. að heimili sínu, 54 ára gamall (fæddur 8. Ágúst 1858). Jón var sonur Jóns bónda Sigurðssonar í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, Sigurðssonar í Seli í Grímsnesi, Jónssonar smiðs í Geldinga- holti, Jónssonar frá Gýgjarhóli, Giss- urarsonar Oddssonar. En Elín kona Jóns smiðs var Sigurðardóttir Jóns- sonar á Stóra-Núpi, Magnússonar í BræðratuDgu Sigurðssonar og seinni konu hans Þórdísar Jónsdóttur biskups á Hólum Vigfússonar. Kona Jóns á Stóra-Núpi var Bergljót dóttir Guð- mundar Jónssonar og konu hans Guð- ríðar Magnúsdóttur sýslumanns Þor- steinssonar, Magnússonar sýslumanns og klausturhaldara í Skaftafellssýslu. Jón var 11 ára þegar faðir hans dó og ólst síðan upp hjá móðurbróður sínum Ólafi heitnum í Mýrarhúsum. Jón sál. var með fyrstu mönnum sem námu stýrimannafræði hér hjá Markúsi Bjarnasyni skipstjóra, og varð fyístur skipstjóri á þilskipi er Seltirningar áttu. Var hann ötull til sjósókna á yngri árum og fiskinn. Vel var hann að sér í stýrimannafræði. Er sú saga sögð um hann, að eitt sinn á síðari árum er hann var á ferð milli landa með póstskipinu, þá hafði hann með sér sjókort og reiknaði út hvað skipinu miðaði eftir „logginu“. Dag einn í heiðskýru veðri hafði stýrimaður orð á því við farþega, svo Jón heyrði, að eftir klukkutíma mundu menn sjá ís- land. Jón tók fram í og sagði, að ekki tryði hann því. Land mundu menn ekki sjá fyr en að minsta kosti eftir 3 klukkutíma, og það varð. Hann reisti bú í Melshúsum árið 1890, þá kvæntur Guðrúnu Brynjólfs- dóttur frá Meðalfellskoti í Kjós, sem dáin er fyrir nokkrum árum. Var heimili þeirra hið mesta fyrirmyndar- og rausnar-heimili. Þau hjón áttu eitt barn, sem dó í æsku, en ólu upp börn. Jón sál. hafði mörg trúnaðarstörf á hendi fyrir ýms félög, svo sem t. d. þilskipaábyrgðarfélagið, útgerðarm.fél. o. fl. En einkum var honum þó um það hugað að efla sína sveit. Var hann forgöngumaður ýmsra fyrirtækja á Nesinu. Hréppstjórnaroddviti var hann um mörg ár og sýslunefndar- maður. Fiskgeymslu- og fiskþvottahús lét hann gjöra hjá sér prýðilega útbúin. Jón var fjörmaður mikill, gáfumað- ur og ráðagóður, og tryggur í lund. Pantið yður J'ólag'jafir, því þá fáið þér þær fyrir hálfvirði. — Finnið Einar Björnsson á Laugaveg 64, á morgun.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.