Reykjavík

Issue

Reykjavík - 02.11.1912, Page 4

Reykjavík - 02.11.1912, Page 4
180 REYKJAVlK HipR —^ é »» DÉ- Kstural ^j) brggðgoft nœringargott endi ngargoft(<§^ Látnir landar vestan hafs. Látinn er 1 Portland í Oregon Hans Jónsson, austfirðingur, fæddur á Krossi í Mjóafirði, 76 ára gamall. í Winnipeg hafa dáið nýlega þessir landar: Prú Helga Bjarnason, kona Friðriks Bjarnason, fóstursonar séra Jóns Bjarna- sonar. Einar 8. Björgólfsson, sonur Björg- ólfs trésmíðameistara Brynjólfssonar frá Vopnafirði. Einar sál. var kornungur maður, tæplega tvítugur að aldri. Hann var mesti þjóðhagasmiður, svo sem hann átti ætt til, og hið mesta manns- efni í hvívetna. Hann hafði vakið mikia eftirtekt á sér meðal enskumæl- andi manna fyrir hagleik sinn. Þegar hann var drengur hlaut hann strax hæðstu verðlaun á iðnaðarsýningum í Winnipeg fyrir smíðisgripi sína. Frú Þorgerður Erlendsdóttir, kona Friðriks Johnson í Fort Bouge. Hún var dóttir Erlendar alþm. Gottskálks- sonar í Garði í Kelduhverfi. Loftur Þórðarson, ættaður úr Fljóts- hlíð, 22 ára gamall. Kominn vestur fyrir 2 árum. Látinh er að Gimli Benedikt Bjarna- son, 55 ára gamall. Fæddur á Skógi í Norðurárdal. Þann 21. Sept. þ. á. andaðist ekkjan Guðrún Ófeigsdóttir að heimili Bergs sonar síns við Framnes-pósthús. Guðrún sál. var fædd í Hafnarnesi í Hornafirði 8. Apríl 1850. Látin er í Árborg í Nýja íslandi Sesselja Jónsdóttir, 82 ára gömul. Ættuð af Austurlandi. Þann 11. Sept. þ. á. andaðist að Víðir, Man. Sesselja Daníelsdóttir, 79 ára að aldri. Ættuð úr Eyjafirði. Látinn er í Straumnesi við fslend- ingafijót Björn bóndi Jónsson, rúmt sjötugur að aldri. Hann var ættaður úr Borgarfirði eystra. Átti heima á Setbergi þegar hann flutti vestur 1877. Látin er að Svarfhóli í Geysis-bygð Guðbjörg Sturlaugsdóttir. Marconi missir annað augað. Marconi uppfundingamaður var á ferð í sumar á Ítalíu í bíl, og rakst þá á annan vagn. Meiddist hann á höfði og öðru auganu, en læknar héldu þó að hann mundi halda sjóninni. En nú nýlega varð að taka úr honum augað, því ella hefði hann orðið blindur á báðum. Talið er líklegt að hann geti haldið áfram tilraunum þeim sem hann stöðugt er að gjöra til að finna endurbætur á þráðlausri firðritun, en verður að hvíla sig nú um stund. Islenzkir hestar í Winnipeg. I sumar hafa íslenzkir hestar verið sendir til Winnipeg, að því er „Lögb.“ segir, og hafa flestir sem þangað komu lent í eign íslenzkra manna. Eru nú alls komnir þangað milli 20 og 30 hestar. Telur blaðið að vel geti svo farið, að markaður verði fyrir íslenzka hesta í Canada. Hestarnir litu vel út eftir ferðina, voru spikfeitir sumir. IVöln og nýjttngar. Austri og Vestri seldir. í einka- skeyti til manns hér í bænum er sagt, að strandferðabátarnir Austri og Vestri sé seldir. Liklega er 0st Asiatisk Kompagni kaupandinn. Botnía fer í dag til útlanda. Með hénni fara: Sígurður skáld Jóhannesson, lækn- arnir Pétur Thoroddsen og Konráð Kon- ráðsson, Ó. Ólafsen stórkaupm., Sighvatur Blöndahl stud. jur. Til Vestmanneyja fara: Sýslumaður Karl Einarsson og yfirdómslög- mennirnir Kristján Linnet og Sigurður Lýðsson. Austri kom úr strandferð á áæltunar- degi 31. f. m. Meðal farþega: Björn kaupm. Guðmundsson frá Þórshöfn, alkominn hingað. Málshöfðun. Árni Árnason (frá Höfða- hólum) biður þess getið, að hann hafi gjört ráðstöfun til málshöfðunar gegn Jóni Ól- afssyni, alþm. fyrir ummæli hans um sig i 40. tbl. Reykjavíkur, er út kom 28. Sept. þ. á. Hýtt werzlunarfélag. Þeir stórkaup- mennirnir, F. Holme og Þórarinn Tulinius, hafa að sögn, myndað öflugt verzlunarfé- lag, er nær yfir allar verzlanir þeirra hér á andi og höfum vér heyrt, að verzlunarfé- lag þetta eigi að heita „Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir“. Framkvæmdastjóri fé- lagsins kvað Þórarinn Tulinius verða, en Otto kaupmaður bróðir hans yfirumsjónar- maður verzlananua hér á landi, og selur hann þá líklega félaginu verzlun sina á Ak- ureyri. (Austri). Fáskrúðsf. 24. Okt. Tíðin nú vætusöm og gæftailt fyrir smá- báta, en mótorar afla talsvert síðustu dag- ana. Tyrkir skjóta á varnarlausa borg. Floti Tyrkja í Svartahafinu er nú úti fyrir ströndum Búlgaríu. Hefir hann skotið á Vama og Burghas sem eru hvorutveggja víggirtar borgir. Ein- um tundurbát hafa þeir sökt fyrir Búlgörum. Siðan skutu þeir á borg sem heitir Kavarna og 28 enskum mílum fyrir norðan Vama. Skemdu þar hafnar- bryggjur og hús í bænum bæði eign einstakra manna og ríkisins. Þykir þetta ilt verk og gagnstætt því sem tíðkast í ófriði. Tyrkir reyndu að koma mönnum á land en hrukku und- an hermanna sveit sem í landi var. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fundur 17. okt. Samþ. að taka 12 þús. kr. lán til holræsa- gjörðar, og framkvæma verkið í vetur. Hol- ræsi á að leggja i þessar götur: Grundar- stíg, Bjargarstíg, Túngötu, Bræðraborgar- stíg, Vesturgötu, Laugaveg, Skólavörðustíg, Hverfisgötu, Klapparstíg og Vatnsstig. Reikningar gasstöðvarinnar úrskurðaðir (1910—1911). Fyrv. stöðvarstjóri hér Ratke hafði haft af stöðinni um 18000 kr. og vildi C. Francke fá nokkuð af því fé endurgold- ið af Reykjavíkurbæ, en ekki fekst það. K. Zimsen falið að endurskoða reikninga gas- stöðvarinn fyrir yfirstandandi ár. Nokkrum félögum veitt leyfi til að nota leikfimishús Barnaskólans. Eiríkur Briem próf. kosinn til að semja verðlagsskrá. Borgarstj. falið að mæta á sáttafundi út af máli er Th. Krabbe hefir höfðað gegn bæjarstj. út af borgun fyrir hafnarútboðið. Brunabótav.: Nr. 15 við Laugaveg kr. 3101,00. „ 9 „ Lindargötu „ 7244,00. „ 5 „ Grundarstíg „ 2251,00, 40 reisnina við þá, sem höfðu sýnt þeim mótþróa. Indverskur hermaður einn var þá af lifi tekinn ásamt mörgum öðrum. Það gerði enskur hershöfðingi. Hermaðurinn átti son, og tók indverskur þjóðhöfðingi hánn sjer í sonar siað. Hann var barnlaus, og skyldi hermannssonurinn erfa ríkið eftir hann. Þegar þjóðhöfðingi þessi dó tók uppeldissonur hans við ríkisstjórn. Þegar mörg ár voru liðin, vildi svo til, að þessi her- mannssonur kom til Englands til að vera við ríkisstjórnarhátíð drottningarinnar. Hann var þá orðinn vinveittur Englend- ingum. Hann tók sjer gistingu á gistihúsi einu í borginni. Þar bjó í þann sapia mund sonur hershöfðingjans, sem hafði látið hengja föður hans. Furstinn fjekk að vita að núbyggi i sama húsi einn af ætt þeirri er hann hafði svarið að hefna sin á. Hann einsetti sjer að neyta þessa færis. Dag nokkurn var honum boðið í veizlu i borginni. Hann sendi þá yfirráðgjafann í sinn stað, en var sjálfur heima i gistihúsins, klæddi sig í föt ráðherrans og Ijezt vera hann. Um miðnætti laumaðist hann inn i herbergi þess manns, sem hann ætlaði að hefna sin á, og beið hans í skoti við rúmið. En í stað þess að sá maður kæmi inn i herbergið, sem hann leitaði að, kom þjófur inn. Furstinn þekkti þá ekki að og rak hníf í bakið á þjófnum. Þjófurinn hljóp út úr herberginu með svarta perlufesti í hendinni. Furstinn hjelt enn að hann væri föðurmorðingi sinn og veitti honum eftir- för út í ganginn og myrti hann þar. Furstinn vildi gjarnan að menn skyldu halda, að þjótn- aðurinn væri orsök morðsins og dró þvi bandið með perl- unum úr hendi hins dauða manns, og flýtí sjer svo inn í bergi sitt. Hvernig þykir yður sagan?« Það var sem eldur brynni úr augum furstans og pipan Skrifið eftip!!! Prima gráu kjólavergarni 0,50. — Röndóttu kjólavergarni 0,50—0,63. — Ekta bláu níðsterku kjóla-cheviot 0,70. — Góðu, fallegu, heitnaofnu kjólaklæði tneð allskonar litum. 0,75 — Röndóttum, fallegum vetrarkjólum 0,80. — Ekta bláu kamgarns-cheviot 1,00. — Svört- um og mislitum kjólaefnum af öllum litum 0,85—1,00—1,15—1,35. 2 áln. breifl góð karlmannsfata- efni 2,00—2,35—3,00. — Sterkt drengja- fataefni 1,00—1,13. — Níðsterkt tau í skólaföt, grátt 1,35. — Ekta blátt sterkt drengja-cheviot 1,15. Okkar alþekta níðsterka ofurhuga-cheviot fínt 2,00 — gróft 2,35 — prima 2,65. — Níðsterkt ofuihugatau til slits 2,65. — Ekta blátt þykt pilsa-cheviot 1,15. — Fallegt, gott, svart klæði 2,00. — Ekta blátt kam- garns-serges til fata frá 2,00. — Grá og grænröndótt efni í hversdagspils 1,00 —1,15. — Þykk kápu- og frakka-efni 2,00—2,35—2,75. — Svart kápuplyss og allavega litt. Okkar alkunna „Jydsk Jagtklub-serges" í karlmanns- og kven- föt 3,15—4,00—5,00. — Góð hestateppi 4,00—5,00. Falleg ferðateppi 5,00— 6,50. — Hlý ullarteppi 3,50—4,00—5,00. í skiftum fyfir vötur eru teknir hreinir prjónauir ullarklútar d 60 aur. kílóið, og ull d 1,00 til 1,70 kílóið. Jydsk Kjoleklœdehus, Köbmagergade 46, Köbenhavn K. Gull-skúfhólkar vandaðastir og ódýrastir hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmið, Laugaveg 8. Biblíufyrirlestur í Betel, sunnudag 3. Nóv. kl. flt/z síðd. Efni: Kristur og lögmálið. Frjálslyndi og þræl- dómur. Hvað afnam Kristur og hvað er enn í gildi? Ekki undir lögmálinu, heldur undir náð- inni. Allir velkomnir. O . I. Olsen. €ggcrt Claessen, y fl r ré ttarmálaflntn in gsm aftnr. Pósthússtr. 17. Talsími 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. yftvinnuskrijstofa fslands útvegar körlum og konum atvinnu, og útgerðarmönnum, bændum og búendum vinnukraft. — Ómissandi milliliður sem allir ættu að nota. Skrásetningargjald 2 krónur. Skrifstofutími kl. 5—7 síðd. — Grettisgötu 38. Sisr- Biörnsson. _____________________ [—ah. bl. Sveinn Björnsson yflrdómslögmaður. er fluttnr i Hafnarstræti 8S. Skrifstofntími 9—2 og 4—6. Hittist venjulega sjálfur 11—12 og 4—5. Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Verzlun Jóns Zoega selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Taisimi 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg. /

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.