Reykjavík

Issue

Reykjavík - 23.11.1912, Page 2

Reykjavík - 23.11.1912, Page 2
190 REYKJAVIK 9,1x1 gólfs^-rógur am 'Verzlnnarskólann. Verzlunarskóli íslands heflr nú staðið á 8. ár og á þeim tima vaxið úr litl- um vísi upp í stofnun, sem heflr unnið sér álit og traust landsmanna, svo að tæpast munu dæmi til um annan skóla hér á landi á jafnstuttum tíma. Þetta sýnir sivaxandi aðsókn skólans úr öllum héruðum landsins ár frá ári. Hingað. til hefir enginn orðið til að lasta skólann eða lýta í neinu, fyrri en „Jngólfur" nú í haust. Hefði skólinn eða stjórn hans átt þau ámæli skilið, sem „Ingólfur“ ber nú á hann, þá er undarlegt að blaðið skuli hafa þagað um það í 7 ár. En orsakir eru til alls. Skólinn er hafð- úr hér að yfirvarpi til þess að svala geði sínu á formanni skólanefndar- innar, þ. e. mér. Svo stóð á, að einn af tímakennurum við skólann, hr. Páll Svein8son, sem annars er góður kenn- ari, stökk upp á nef sér í haust að ástæðulausu, eða af misskilningi sjálfs sín, og afsalaði sér kenslu við skólann. Bróðir hans, Gisli, tók upp þykbjuna fyrir hann og ritaði hann um það mál í „Ingólfi“ undir merkinu „H“. Síðan hefir hann aftur lagt á stað í „Ing- ólfi 19. þ. m., og læzt vera að finna að stjórn Verzlunarskólans, en er í rauninni að eins að svala geði sínu á mér. Ég get þessa, til þess að menn geti vitað, af hve hreinum rótum þessar „Jngólfs“-greinar eru runnar. Ég skal nú minnast á og hrekja lið fyrir lið nokkur helztu ósannindi greinarinnar, þau er máli skifta. Fyrst skal þess getið, þótt á litlu standi, að það er ranghermt, að skól- inn hafi fyrst verið „settur á laggirn- ar fyrir forgöngu fárra manna úr kaupmannastétt hér í bæ, víst einna helzt kaupm. B. H. Bjarnasons“. Það var á fundi í Vejzlunarmannafélaginu (ekki Kaupmannafélaginu) að stungið var upp á, að reyna að koma aftur á kvöldskóla fyrir verzlunarpilta, líkt og reynt hafði verið eitthvað þrisvar sinnum áður, en jafnan dáið út aftur eftir eitthvað 1 eða 2—3 ár í hvert sinn. Eg lagði þá á móti tillögunni eins og hún var og sýndi fram á, að íullreynt væri, að slíkt kenslukák þrifist ekki, enda kæmi sárfáum að notum. Menu ættu að hugsa um að stofna sæmilega fullkominn Verzlun- arskóla fyrir alt landið og ættu sið- ferðislega heimting á því, að slíkur skóli væri styrktur af almannafé; á þetta féllust fundarmenn. Hr. Biynj- ólfur Bjarnason lagði þar ekkert vit- urlegt orð til mála, sem ekki var heldur við að búast af honum. Nefnd var sett í málið og átti hr. L. Kaaber sérstaklega góðan þátt í undirbúningi málsins. Eftir tillögu þessarar nefnd- ar var næsta vetur haldinn sameigin- legur fundur í Verzlunarfélaginu og Kaupmannafélaginu og samþyktar til- lögur, er nefnd beggja félaganna hafði samið. Bankastjóri E. S. Schou, kon- súll D. Thomsen og bankastjóri Sig- hvatur Bjarnason áttu ásamt herra Kaaber ágætan þátt í því, að mál þetta komst frá öndverðu í gott horf, og unnum við að málinu í bezta samkomulagi. Hr. Schou vildi ekki fyrir annríkis sakir taka kosningu í skólastjórnarnefnd, enda langaði víst engan til þess að vera í þeirri nefnd, nema hr. Brynjólf Bjarnason, sem gekk á milli manria og bað þá að kjósa sig, og var það eftir honum látið. Þegar hr. Kaaber fór alfarinn héðan af landi um tíma, var cand. phil. Karl Nikulásson kosinn í hans stað í nefndina. Og er hr. Thomsen flutti sig búferlum héðan, var konsúfi Jes Zimsen kosinn í hans stað í nefndina. Alveg ósatt er það, að Verzlunar- félagið hafi engan styrk veitt skólan- um nema 1. árið. Stjórn Kaupmannafélagsins og stjórn Verzlunarmannafél. hafa áttkostáhverju ári að kjósa nýja skólanefnd. Að þær hafa ekki gert það, kemur sjálfsagt af því, að þær hafa verið ánægðar með stjórn skólans. Um áramótin 1906— 07 var munnlega farið fram á það við landsstjórnina, að hún kysi menn í skólanefnd. En hún fann ekki ástæðu til þess þá og ekki heldur ári síðar, er það var endurnýjað. Má vera að hún hafi álitið réttara, að Alþingi kæmi fram rueð þessa tillögu sem skilyrði við fjárveitinguna. Rétt er að geta þess, að skólanefndin fiefir á hVerju ári sent landsstjórninni skýrslu um skólann, og á hverju þingi hefir skýrsl- unni verið útbýtt meðal allra þing- manna. Það eru þannig hæfulaus og upp- spunnin ósannindi, að „landssjóður hafi orðið að blæða án þess að lands- stjórnin fengi að hafa nokkur afskifti af öllu þessu“. Enginn þingmaður hefir lagt á móti fjárveitingu til skól- ans. Og þess má þakksamlega minn- ast, að núverandi, riisljóri „Ingólfs" hefir jafnan, síðan hann kom á þing, stutt þessa fjárveitingu. Það er enginn, sem óskar þess frem- ur heldur en skólanefndin, að lands- stjórnin takist á hendur yfirstjórn skól- ans eftir ákvæði Alþingis. Með því ætti skólanum að vera fjárhagslega trygð framtið sín. „Ingólfs“höfundurinn segir, að „ef skólinn væri undir yfirráðum lands- stjórnarinnar, þá myndi það naumast ast látið haldast uppi, að einn af kenn- urum skólans eða 'í skólastjórninni, færi að gefa út kenslubækur handa skólanum, sem allra dómi, er vit hafa á, væri annað hvort meinvitlausar eða að að öðru leyti óhæfar". Það er nú svo! Það er ég einn, sem hefi gefið út kenslubækur handa skólanum. Og þar vill svo meiplega til fyrir höfundinn að landsstjórnin hcfir veitt fé til útgáfu allra þessara bóka. Til fyrstu tveggja bókanna veitti Hannes Hafstein styrk, og er mér kunnugt um, að hann lagði bækurnar áður undir álit skynbærra manna. Til 3. bókarinnar (Móðurmálsbókarinnar) veitti þáverandi ráðherra Björn Jónsson mér styrkinn, og hefði ég ekki sótt um hann, ef hahn hefði ekki sjálfur lokið mjög miklu lofsorði á bókina í sam- tali við mig og hvatt mig til‘að sækja um styrkinn. Og það býst ég við að allir skynbærir menn játi, að Björn Jónsson hafi margfalt meira vit á að dæma um þá bók, heldur en höfundur „Ingólfs“greinarinnar. Sem dæmi upp á ráðdeildarleysi skólastjórnarinnar, segir höfundurinn þetta: „Nefna má, að við skólann hefir verið kend vélritun. En svo er J. Ól. fyrir að þakka, þá hafa þar ætíð verið helmingi færri vélar til notkunar, en þurft hefði, ef vel hefði verið. Hefir af þessu leitt, að helmingi lengri tíma — helmingi fleiri „tíma“ — hefir þurft til kenslunnar, og var þessu hagað svo til þess, að veita ákveðnum kennara (sem annars er ekkert út á að setjá) ríflegri atvinnu". — Hér er öllu því logið, sem máli skiftir. Auðvitað væri bezt að hafa jafnmargar ritvélar og nemendur, En það mundi kosta skól- ann yfir 6000—7000 kr.; en það fé á skólinn ekki til. Þegar byrjað var að kenna vélritun, voru keyptar tvær ritvélar, önnur stangavél (Smith Premi- er) en hin hjólvél (Hammond), til þess að kenna nemendum að nota ritvélar, hverjar sem eru, sem gerðar eru með öðruhvoru þessu lagi. Yoru svo hafðir fjórir nemendur saman í tíma, og hver þeirra æfður í hálftíma, 2 á hvora vél. En þegar nemendum fjölgaði stórum í efsta bekk, var ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að fjölga tímum að mun, eða kaupa tvær nýjar vélar. Einmitt ég (J. Ól.) hélt því fram, að keyptar yrðu tvær nýjar vélar, þó að taka þyrfti lán lil þess. En ég fékk því eigi framgengt, mest fyrir ákafa mótspyrnu hr. Brynjólfs Bjarnasonar, sem ávalt ber barlóms-trumbuna, nema þegar hann er að selja skólanum Kit- sons-lampa. Því varð að taka hitt ráðið, að fjölga tímum. Og til að sýna, að það hafi ekki verið gert til að auðga vélritunarkennarann, skal þess getið, að eigi var auðið að komast af með færri en tíu tíma, í stað sex áður. Af þessum fjórum tímum, sem við var bætt, gaf vélritunarkennarinn skólanum helming. ö I sMíatnaflarrerzlnn Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. Það er satt, að skólinn þyifti að bæta við sig 2 eða 4 vélum. Og satt að segja hafa tímarnir verið of fáir, til þess að allir nemendurnir geti fengið svo mikla æfingu og kunnáttu, sem æskilegast væri, og hefði tíma- fjöldinn illa endst, ef skólinn hefði ekki haft svo ágætan kennara sem hann hefir. Ef skólinn hefði peninga til að kaupa vélar fyrir, mundi það borga sig. En það er eins um skólann sem aðra fátæklinga, að þeir verða oft að una við að þeim verði sitt hvað dýrara, en þeim sem efni hafa nóg. Svona lítur nú sannleikurinn út i þessu efni, þegar hann er rétt sagður, þ. e. þver- öfugt við sögusögn „Ingólfs". Rugl höfundarins um forstöðumenn Skúla-afmælis er Yerzlunarakólanum alveg óviðkomandi. Höfundurinn ætl- ast auðsjáanlega til að lesendur hugsi, að ég hafi verið í þeirri nefnd; en það var ég ekki. En þó að einn mað- ur úr stjórn Verslunarskólans væri í henni, þá á höfr eftir að sanna, að það hafi verið hans vilji, að verja samskotunum til að st.yrkja Verzlun- arskólanemendur til náms utanlands. Einn maður fær ekki ávalt sínum vilja fram komið í nefnd. Auk þess er ejcki farið enn í dag (31/n) að fast- ákveða neitt um þetta. Hittveitég, að undir eins og ég heyrði, að hugsað væri um samskot við þetta tækifæri, reyndi ég að hafa áhrif á 2—3 menn í þá átt, að samskotum þessum yrði varið til að efla byggingarsjóð Verzl- unarskólans; en það varð árangurs- laust. Það var vel gert verk af skóla- stjóra og nemendum að stofna „bygg- ingarsjóð Skúla Magnússonar fógeta“ til að styðja skólahúsbyggingu fyrir Verzlunarskólann; sá sjóður nentur nú 266 krónum. En álitamál getur það I "- .................. g=l Verzlun Guðrúnar J ónasson A-ðalstrœti H. Bezt, fjölbreyttast og ódýrast 8ÆLGÆTI og ÁVEXTIR í bænum. Alls þrifnaðar gætt við afgreiðsluna. I ' ..........J verið, hvort eigi hefði verið eins heppi- legt að gefa þetta fé beint í þann byggingarsjóð, sem skólinn átti áður, en sá sjóður nemur nú 1136 kr., því að báðum verður þeim varið til ins sama, ef þeir ná nokkru sinni þeirri upphæð, ‘að auðið verði að byggja skólanum hús. En enginn sómi er það verzlunarstétt vorri, hve fáir verða til að styrkja þennan sjóð. Loks er höfundurinn að ílytja Leitis-Gróu-sögur um Schou banka- stjóra, skólastjórann, mig og einhvern háskólaprófessor í lögum. Fyrst er þess getið, að einn eða annar af „kaupmensku-höfðingjum“ bæjarins hafa gefið nokkrar krónur til verðlauna nemendum, sem af öðrum hafi borið, og sagt, að það hafi numið mjög litlu. Satt er það, að nokkrir kaupmenn hafi gefið verðlaun einu sinni eða tvisvar hver; en að eins tveir menn hafa gefið þessi verðlaun á hverju ári, síðan skólinn byrjaði; það eru þeir Schou bankastjóri og D. Thom- sen konsúll. í vor, sem leið, kom engin gjöf frá Schou bankastjóra, enda var hann ekki hér á landi um vor- prófs-leytið. Að Schou hafi afsagt að halda áfram verðlaunagjöfum til skól- ans, veit ég ekki til að nein hæfa sé í; ég hygg helzt að hann hafi ekki verið um það spurður. Ekki veit ég heldur, hvað til er i því, að setja þetta í sambandi við slúðursögu, sem barst til eyrna íslands-banka í fyrra, höfð eftir einum nemanda, þess efnis, að skólastjóri hefði átt að segja pitlum í kenslutíma, að íslandsbanki keypti hlutabréf sjálfs síns, og tæki þau að handveði fyrir lánum, og að þetta væri lagabrot og hverjum seðlabanka ó- leyfilegt. Eg grenslaðist eftir þessu, og skólastjóri neitaði, að hafa sagt þetta, og pilturinn, sem þetta var eft- ir haft, taldi þetta rangt haft eftir sér. Skólastjóri mun hafa sagt, að ef banki kegpti sin eigin hlutabréf, þá væri það rangt eða ólöglegt. Og það er rétt að nota tækifærið til þess að geta þess, að íslandsbanki hefir aldrei keypt hlutabréf sjálfs síns, nema að eins útvegað þau í umboði öðrum, sem vildu kaupa þau. En hitt er satt, að hann hefir tekið hlutabréf sín að aukaveði (collateral) fyrir lánum. En það gera bankar um víðan heim, þar á meðal þjóðbankinn danski. Auðvitað er þá miðað við kauphallar- verð hlutabréfanna, eins og gert er um öll verðbréf, sem hafa kauphall- arverð. Svo segir höfundurinn, að einn lagakennari háskólans hafi átt að láta í Jjósi, að þetta væri óleyfilegt. Það er víst nógur tíminn að trúa þessari sögu, þegar einhver af prófess- orunum hefir einurð til að meðganga haria. Að ég hafi „flutt líkar kenn- ingar“, er tilhæfulaus uppspuni. En hitt er satt, að ég hafi sagt það um seðlabanka alment, þá er gefa út inn- leysanlega seðla, að ef þeir leystu .ekki inn seðla sína eins og áskilið væri, þá mætti taka þá undir gjald- þrotameðferð. Þetta stend ég við; enda veit þetta hvert „barn í Jögum“. (Niðurl. næst.) Jón Ólafsson.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.