Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 23.11.1912, Síða 4

Reykjavík - 23.11.1912, Síða 4
192 REYKJAVlK DRIK DEFQRENEDE BRYQQERIERS SKATTEFRI KRONE PORTER JSanósBattSinn. Frá þessum degi tekur Landsbankinn fyrst um sinn forvexti af vixlum og vexti af lánum, öðrum en veð- deildarlánum. 6°/o p. a. auk framlengingargjalds. Reykjavík, 19. nóvember 1912. cSSanfiasfjórnin. Hinn heimsfrægi eini ekta Kína-Lífs-Elixír frá Valdemar Pelersen, Kaupmannahöfn, fæst alstaðar á íslandi og kostar að eins 2 kpónur flaskan. Varið yður á efttrlíkingum, gætið vel að hinu lögskráða vörumerki: Kin- verja með glas í hendi ásamt firmanafninu Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köhenhavn, og á flöskustútnum merkið 'jf' í græuu lakki. þessum degi tekur cSfslanósBanRi fyrst um sinn i forvexti af víxlum og vexti af lánum öðrum en fasteignaveðslánum með veðdeildarkjörum 6°l° p. a., auk framlengingargjalds. Reykjavík, 19. nóvbv. 1912. Stjórn íslandsbanka. Söngskemtun héldn þær frú Valborg Einarson og ungfrú Herdís Matthíasdóttir Sunnud. 17. þ. m. í Bárubúð. Heyrt hefi ég þær syngja betur báðar. Frú Valborg Einarson sleit textann of mjög í sundur — meir en nauðsyniegt var andardráttarins vegna. Svo held ég að frúin gjöri ekki rétt í því að syngja á sínu lægsta sviði. Það kom bezt fram í tvísöng þeirra. Þar hvarf lægri röddin of mjög, og auðfundið var að sú röddin lá ekki fyrir frúnni. Ég hygg að betur hefði farið, er þær hefðu skift um verkefni þar, — frúin sungið hærri röddina og ungfrú Herdís þá lægri. — Þó eru þær færari að dæma um það en ég. Of þung verkefni held ég að ungfrú Herdís hafi ætlað sér, þegar hún valdi Liszt’s Lorelei og Ariuna úr Barberen í Sevilla. Lorelei lá of hátt fyrir hana, og hæstu tónamir voru harðir og of aflatir“. Ekki ræður hún heldur við „Koloraturana" i hinu síðar nefnda. „Ein sit ég úti á steini" eftir Sigfús Einarsson syngur ungfrúin altaf ágæt- lega. Yfirleitt fanst mér vanta litbreyt- ingar í söngskrána, engin lög voru þar sem gátu hrest áheyrendur og hrundið burtu mókinu. Ef fleiri grasa hefði kent í söngskránni, hefði ég ekki farið að skrifa um sönginn. Þet.ta eru að eins bendíngar um það sem laga mætti, og ég vona, að eitthvað af þeim verði tekið til greina næst þegar frú Valborg og ungfrú Herdís halda söngskemtun, sem vonandi verður áður langt um líður. L'homme au gant. Heimastjórnar-frumvarpið írska. Það hefir orðið mikill hvellur út af því í blöðum stjórrarandstæðinga á Englandi að stjórnin varð undir í at- kvæðagreiðslu einni um heimastjórnar- frumv. írska. Blöðin munu þó gjöra miklu meira úr ósigri þessum, en hann er í raun og veru. Það var verið að ræða um hvernig skipa ætti fjármálum landanna eftir að írland hefði fengið heimastjórn, og var það ákveðið í frv. stjórnarinnar að enska þingið mætti veita landssjóði írlands hvaða upphæð sem vera skyldi. Einn af stjórnarandstæðingum kom með þá viðaukatillögu að ekki mætti veita nema 2V* miijón sterlingspunda á ári til írlands, auk þeirra skatta sem þaðan hefðu runnið í rikissjóð. Kvaðst sá maður, sem tillögu þessa bar fram, koma með hana til þess að gjaldendur á Englandi yrðu ekki látnir borga fé til iandssjóðs þess lands, sem þeir engu gætu ráðið um, hvernig væri stjórnað. Sagðist hann ekki vilja gefa stjórninni óbundnar hendur hve mikið mætti veita írum. Það gæti svo farið að þeir 42 írskir þingmenn, sem ætlað væri sæti í enska þinginu, eftir að frv. þetta væri orðið að lögum, gætu kúgað þann flokk sem að völdum sæti til að veita sér ótakmarkað fé. Þessa breytingartillögu fengu svo stjórnarandstæðingar samþykta með 22 atkv. mun. Margir stjórnarsinnar voru fjarverandi, því ekki var búizt við að til atkvæða yrði gengið. Má t. d. geta þess, að ekki voru við nema 2 af ráðgjöfunum þegar atkvæði voru greidd. Þegar forseti hafði lýst yfir, hvernig atkvæðin hefðu fallið, ætluðu aftur- haldsmenn af göflum að ganga . af fögnuði, og er Asquith forsætisráðherra kom inn í salinn rétt á eftir, æptu þeir að honum og sögðu honum að leggja niður völdin. Hann bara brosti að þeim, og sagði að þetta gerði ekkert til. Það má telja áreiðanlegt að þessi smá-ósigur hafi engin áhrif á forlög írumvarpsins, heldur muni það verða að lögum svo sem stjórnin heflr lofað. Nöín og nýjnngar. BJörn Jónsson ritstjóri, fyrv. ráðh. liggur mjög veikur, hefir fengið heilablóð- fall og legið rænulaus síðastl. sólarhring. Fjáphagsáœtlun bæjarins verður til umræðu í bæjarstjórninni á mánudag kl. 5 síðdegis. Stcpling kom frá útlöndum á mánudags- morgun. Farþegar: Magnús Th. S. Blön- dahl, Kristján Torfason, frá Flateyri, Guð- mundur Böðvarsson, H. Debell og frú, (xuðm. Kamban. Frá Vestmannaeyjum: Gunnar ólafsson, Ágúst Gíslason. Viðskiftapáðanautupinn. Bjarni Jóns- son viðskiftaráðanautur kom Jheim með Ceres um daginn og dveiur hér um stund. Þýzkur konsúll stendur til að verði sendur hingað, Þjóðverji. Hjúskapup. Jóliann skáld Sigurjóns- son kvæntist snemma í þessum mánuði frú Ingeborg Thiemann, danskri konu. Ný Ijóðabók er út komin eftir Sígurð Sigurðsson skáld. Hennar er getið á öðr- um stað hér í blaðinu. Dómkipkjuopganistastapfið er veitt Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. Saltfiskup stendur hátt á Englandi, 17 sterlingspund tonnið af stórfiski upp úr salti. Slys. Á miðvikudaginn var séra Jens Pálsson í Görðum að legga á stað heim til sín úr Hafnarfirði. Hestur hans var ókyr þegar hann var að komast á bak og rauk á stað, en séra Jens náði ekki taumhaldinu og féll af baki, braut þrjú rif og viðbeins- brotnaði. Var borinn inn í hús Aug. Flyg- enrings kaupmanns og liggur þar. Kpíumálin. Herra Árni Pálsson sagn- fræðingur hélt Alþýðufyrirlestur um hin miklu málaferli er risu út af bréfi þvi, er séra Jón í Hítarnesi sendi Danadrottningu og hér rak á land aftur og barst í hendur Kristjáni Miilier amtmanni. Var svo að segja allur klerkdómur sunnan og vostan lands flæktur í þeim um eitt skeið. í bréf- inu hafði séra Jón sótt um brauð og ætlaði að ganga fram hjá amtmanni með umsókn- ina. Nafnið fengu þau af því, að í stefnu einni var nafn amtmanns misritað Krían í stað Kristján. Fyrírlesturinn var hinn á- heyrilegasti, enda fór þar saman mælska og þekking á efninu. Aflabpögð. Þessir botnvörpungar hafa selt afla sinn í Englandi: Snorri Sturluson á 360 sterlingspund, Skúli fógeti á 500 stpd., Jón forseti fyrir 440 stpd. og Apríl fyrir 464 stpd. Bragi fór út í vikunni með farm. Skrifið eftir!!! Prima gráu kjólavergarní 0,50. — Röndóttu kjóiavergarni 0,50—0,63. — Ekta bláu níðsterku kjóla-cheviot 0,70. — Góðu, fallegu, heimaofnu kjólaklæði með allskonar litum. 0,75 — Röndóttum, fallegum vetrarkjólum 0,80. — Ekta bláu kamgarns-cheviot 1,00. — Svört- um og mislitum kjólaefnum af öllum litum 0,85—1,00—1,15—1,35. 2 áln. breio góð karlmannsfata- efni 2,00—2,35—3,00. — Sterkt drengja- fataefni 1,00—1,13. — Níðsterkt tau í skólaföt, grátt 1,35. — Ekta blátt sterkt drengja-cheviot 1,15. Okkar alþekta níðsterka ofurhuga-cheviot fínt 2,00 — gróft 2,35 — prima 2,65. — Níðsterkt ofurhugatau til slits 2,65. — Ekta blátt þykt pilsa-cheviot 1,15. — Fallegt, gott, svart klæði 2,00. — Ekta blátt kam- garns-serges til fata frá 2,00. — Grá og grænrondótt efni í hversdagspils 1,00 —1,15. — Þykk kápu- og frakka-efni 2,00—2,35—2,75- — Svart kápuplyss og allavega litt. Okkar alkunna „Jydsk Jagtklub-serges" í karlmanns- og kven- föt 3,15—4,00—5,00. — Góð hestateppi 4,00—5,00. Falleg íerðateppi 5,00— 6,50. —Hlý ullarteppi 3,50—4,00—5,00. í skiftum fyrir vötur eru iektiir hreinir þrjónaðir ullarklúiar d 60 aur. kílóið, og ull á 1,00 til 1,70 kílóið. Jydsk Kjoleklædehus, Köbmagergade 46, Köbenhavn K. framfarafélagsfunður verður lialdinn í Bárubúð (uppi) Sunnudaginn 24. Nóv. kl. 8 siðd. Umræðuefrn: Steinolíumálið. Tr. Grunn-Jrsson. Vindlar eru ávalt ódýrastir í verzluninni Laugaveg 19 (Tals. 339), en þó er geflnn af þeim sérstakur afsláttur frá þessum degi til jóla. Hér með er stranglega bönnuð öll umferð um Kirkjusands-landið ytra. Hver sem þessu banni eigi hlýðir, verður tafarlaust kærður fyrir undirrituðum af umsjónar- manni landsins, og mun ég leita réttar míns samkv. lögum. Rvík, 22. Nóv. 1912. Th. rr 11 orsteinsson. II. Hinriksen, Aarlms kaupir allar Mmerkja-tegundir íslenzkar. t6 s- jptiy Yerðskrá scnd ókeypis. "Tpg Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Verzlun Jóns Zoéga sclur ódýrast neftóbak, munntóbak, peyktóbak, windla, cigapettup o. m. fl. Talsími 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.