Reykjavík


Reykjavík - 04.01.1913, Síða 3

Reykjavík - 04.01.1913, Síða 3
REYKJAVÍK 3 I SUNLIGHT-SAPAN gjörir erfiðið við þvottinn ljett og hugð- næmt. Hreinlæti og þrifnaður rikir á heimilinu, þegar Sunlight-sápan kemur til hjálpar. SUNLIGHT SÁPA ) ) ' A11 i i* verða að eignast ~ VIKTORÍU os>- ^ HUG OG HEIM. ^ Bókav. Sigí. KymuiidsKonar, Lækjargötu íí. ^ £ýsing á Wilson. Ýms hlöb lýsa hinum nýkjörna for- seta Bandaríkjanna, en enga styttri og greinilegri en þessa heflr borið fyrir oss: Hann er 56 ára að aldri, á indæla konu og þrjár fríðar dætur, frumvaxta og ógiftar, og likjast allar föður sínum meira en móður. Hann heitir Thomas fyrra nafni, en var kallaður Tumi fram eftir öilu. Hann brúkar ekkert tóbak. Neytir víns í hófl og whisky með sódavatni, þegar hann er þreyttur. Súrmjólk er hans uppáhalds drykkur. Hann er nálega blindur á hægra auganu, af slysi er hann varð fyrir í æsku. Hann heldur sjónargleri fyrir því auganu, þegar hann les. Hann heldur mest upp á „golf“ af öllum leikjum, og gengur mikið. Hann drekkur aldrei ískalt vatn. Sefur frá 9 til 12 stundir á sólar- hring. Þykir gott að fara í bifreiðum, en sofnar oft í þeim vagnferðum. Hann kann vel hraðritun, og skrifar oft með ritvél. Hann er 5 fet og 10 þml. á hæð, 177 pund á þyngd. Hann getur hlaupið gilda hálfa mílu í sprettinum án þess að mæðast. Lagði fyrir nokkur þúsund af kaupi sínu meðan hann stjórnaði Princeton- háskóla, en á engar aðrar eignir. Álítur að talan 13 sé heillatala. í nafni hans eru 13 staflr, og varð 13. skólastjóri við Princeton, eftir 13 ára kenslu við skólann. Þykir gaman að fara í ieikhús, og heílr mesta skemtun af gamanleikjum og söngvum. Tekst bezt að tala upp úr sér. Hann heflr gríðarstór eyru og víðan munn, með stórum skögultönnum, en sumar eru skemdar. Brúkar alla tíð gleraugu. Var, allgóður íþróttamaður fyr meir, einkum á knattleiki. [,,Lögberg“]. Nöfn og- nýjuiiffar. Sterling fór til útlanda á fimtudags- nóttina var. Parþegar: Jón Björnsson kaupmaður, Hallgrímur Benediktsson um- boðssali, Th. Krabbe verkfræðingur og kona hans. Til Vestmannaeyja fór Gunnar Egils- son verksmiðjustjóri o. fl. Látin er 28. f. ni. frú Karen kona Georgs læknis Georgssonar á Páskrúðsfirði. Hún var dóttir Friðriks Wathne kaupmanns á Seyðisfirði. Trúlofun. TJngfrú Hrefna Jóhannes- dóttir og Árni Helgason stud. med. Innbrot. Tvö innbrot hafa verið framin hér þessa viku. Var enn gerð tilraun til að stela úr pósthúsiuu, rúða tekin úr og farið inn í póststofuna. En sú för varð ekki til fjár, því ekkert fémætt lá þar frammi. I annan stað var brotist inn i vörugeymslu- hús Garðars Gíslasonar og þaðan stolið vör- um, svo sem kaffisekkjum o. fl. Aflabrögð. Margir botnvörpungaeig- endur hér létu skip sín fara að fiska i salt í Desembermánuði, vegna þess að sala á ís- fiski til Englands hafði ekki gengið vel þá undanfarið, en saltfiskur hinsvegar i háu verði. Sum skipin hafa þó fiskað í ís svo sem t. d. Baldur (Kolb. Þorsteinsson). Hann er nýlega kominn frá Englandi og hafði selt afla sinn fyrir 800 sterlingspund. Landakotsspitali. Breytt er þar um lieimsóknartíma. Hann er nú frá kl. 11—1 alla daga. Islendingur kosinn á þing. Við kosningu til ríkisþingsins í Minnesota í Bandarikjnnum 5. Nóv. síðastl. var landi vor Gunnar B. Björnsson kosinn þingmaður og það meira að segja gagnsóknarlaust. Gunnar er ritstjóri að vikublaði í bænum Minneota og er blað hans talið vera eitt- hvert bezta blað, sem út kemur í smábæj- um þess ríkis. Hann fylgir republikana- flokknum að málum. Síldartunnuverksmiðju eru nokkrir menn að koma upp á Oddeyri. Þykir ljóst að mikill hagnaður geti orðið á því, og hagur fyrír þá sem síldveiðar stunda þar nyrðra að geta fengið tunnur þar við hend- ina. Anton Jónsson er forgöngumaður þessa verks. Björn M. Olsen prófessor er orðmn heiðursfélagi konunglega vísindafélagsins í Gautaborg. ilýr bankastjóri. Von er á nýjum bankasjóra i lslands banka í stað Hannesar Hafsteins ráðherra. Það er danskur maður og hefir verið starfsmaður I'rivatbankans í Höfn. Júlíus Júliniusson, sem gat sér hér almannalof meðan hann var skipstjóri á Austra, er nú orðinn skipstjóri á Mjölnir. Gasið. Megnar kvartanir eru yfir þvt í bænum hve illa hafi logað á gasljósum siðastliðinn hálfan mánuð eða svo. Er kent um slæmu gasi. Ljósin ákaflega dauf, sum- staðar ekki betri en Saltvíkurtýrur. Mælt að ekki sé til neins að kæra því ekki fáist leiðrétting nein. Skyldu þeir sem réðu úrslitum um það, að gas var tekið hér til ljósa vera altaf jafn ánægðir með það? Bragi seldi afla sinn í Englandi í fyrra- dag fyiir 860 sterlingspund. Björgunarskipið Geir kom að vestan með hinn strandaða botnvörpung og gerir við hann hér. Lóðargjöld. Sveinn Björnsson yfir- dómslögmaður hefir flntt þá tillögu í bæjar- stjórninni, að fá breytt lóðargjöldum bæjar- ins þannig, að gjaldið miðist framvegis við verð lóðarinnar. Bæjarstjórnin hefir sett nefnd í málið. Vonandi fær það góð- ar viðtökur, því hér er um það að tefla að fá breytt ósanngjörnum lögum. Á gamlárskvöld var hér mikið um dýrðir eins og venjulega er nú orðið. Veðrið hið ákjósanlegasta. Undir kl. 12 var mikið mannstreymi á götunum, einkum Lækjar- götu, því lúðrafélagið „Harpa“ lék á lúðra upp við mantaskólann. Púðurkerlingum var skotið óspart, en minna var um flugelda hehlur en í fyrra. Brenna engin. Nýjárssundið ‘við bæjarbryggjuna reyndu 4 menn í þetta sinn. Erlingur Páls- son (sundkennara) varð fljótastur nú eins og i fyrra. Hann synti 50 stikurnar á sek. Hinir sem syntu voru: Sigurður Magnússon . . 444/n sek. Sigurjón Sigurðsson . . 47 — Guðm. Kr. Guðmundsson . 494/5 — í fyrra vann Erlingur sundið á SVI^'sok. Vinni hann næsta ár fær hann bikarinn til fullrar eignar. Bjarni alþm. Jónsson frá Vogi afhenti sigurvegaranum bikarinn og hélt ræðu um leið. Islenzk gestrisni. [í vestan blöðunum hefir í haust'og vet- ur staðið ýmislegt miður góðgjarnlegt um íslendinga hér heima, einkum um það hvern- ig löndum að vestan sé tekið hér þegar þeir koma hingað skemtiferðir. Margir hafa þó orðið til að svara þessu og taka svari okkar. Einn þeirra er herra Sigfús Ander- son málari, sem hér kom i sumar. Hann ritar í Heimskringlu á þessa leið]: í „Heimskringlu" 10. okt. stendur grein um íslenzka gestrisni, er mig langar til að gjöra fáeinar athuga- semdir við. Það vill svo vel til, að ég er einn af þeim, er var á ferð um ísland í sumar sem leið. Hefi alt aðra sögu að segja af íslenzkri gestrisni, heldur en stendur í „Hkr.“-greininni. Greinin byrjar með óskaplegum fagurgala um, hvað íslenzk gestrisni hafl verið inndæl og skemtileg á dög- um Sigurðar Breiðfjörðs, þá hafi allur matur og alls konar þægindi fengist fyrir alls ekki neitt. Og :tf því nú að nokkur breyting er á það komin, og á ýmsum stöðum er hafin greiðasala í landinu, þá finst greinarhöfundi sjálf- sagt, að hella alls konar ónotum út yflr Austur-íslendinga í tilefni af því, hvernig þeir taki á móti Vestur-íslend- ingum, er heim komu síðastliðið sum- ar. Auðvitað þykist hann hafa sögu- burð ýmsra þeirra, er heim fóru, til að byggja grein sína á. Við skulum nú fyrir augnablik íhuga allar þessar óskaplegu getsakir, er hann leggur til grundvallar í grein sinni. Sá fyrsti segist hafa verið á ferð á Austurlandi með konu sína, og þurft að fá fylgd eina aagleið, og hefði það kostað 25 kr. Það fyrsta að athuga við þessa sögu er, hvaða sannleiksgildi hún hefir, þar sem engin nöfn eru til- greind. Auðvitað ber sagan sjálf með sér ósannindi að hálfu leyti, því hafi söguberinn fengið eins dags fylgd á- leiðis, þá hefir það hlotið að kosta fylgdarmann tvo daga, annan daginn til fylgdar en hinn til baka heimleiðis. Greinarhöfundur segir: „þegar þess er gætt, að maðurinn hafði að eins einn hest og misti að eins einn dag frá verki, verður fjárníðslan ber“. Hér talar greinarhöf. alt af um einn dag í staðinn fyrir tvo. Sami höfðingi kvaðst hafa þurft að borga 75 aura fyrir einn kaffibolla með brauði, á sömu stöðvum. Það þarf ekki að íhuga þessa sögu aeitt, af því hún er af sama tægi og hin fyrri, og þar af leiðandi alger- lega ómerk. Að þessu loknu bregður greinarhöf. sér til Suðurlands, og brúkar þar sömu aðferðina — segir, að allii', sem þar hafi ferðast, hafi sömu sögu að segja; þeir hafi þurft að borga langtum hærra verð, en sanngjarnt hafi verið; sér- staklega bendir hann á Kárastaði. Ég læt þess hér með getið, að ég kom á Kárastaði og þáði þar góðgjörðir, og varð ekki var við neina ósanngirni, heldur þvert á móti það gagnstæða. Greinarhöf. segir, að allir Vestur- íslendingar, ásamt útlendingum, er ferðuðust um Suðurland síðastl. sumar, hafi orðið að sæta ránsverði á öllum greiða. Og alla þessa lastmælgi hefir greinarhöf. frá ónefndum mönnum ; enda er hér auðséð að hann sjálfan er farið að voma upp af sínu eigin verki. Hann finnur auðsjáanlega sárt til þess, að hér þurfi eitthvað, og það meira en lítið, til að sanna alt hér á undan áminst slúður um íslenzka ógestrisni. Og að lokum finnur hann ráðið, sem er það, að skapa sér einn sannorðan mann, og láta hann vera frá Winnipeg. Á öllum hinum, og öllu því sem þeir segja, tekur hann eigi lengur mark ; það er bara þessi eini, sem hann veit að er sannorður, og þá bezt að íórn- færa honum fyrir alla hina — og farast honum þannig orð : „Oss hefir tjáð sannorður maður hér úr borg, er gist hafði á „Hótel Reykjavík" og hafi þurft að borga 8 kr. um sólarhring. Aftur hafl hann gist á „Hótel Akureyri" við Eyjafjörð,, og ekki þurft að borga þar nema einar 4 kr. um sólarhring". Þetta dæmi virðist mér bæði heimsku- legt og illgjarnt, þvi hefði þessurn herra þótt of mikið að borga 8 kr. á dag, því fór þá ekki mannskepnan á einhverja ódýrari staði, t. d. „Hótei ísland" fyrir 5 kr., eða „Skjaldbreið“ fyrir 4 kr., eða á einhvern annan st.að, er hann hefði getað fengið einhverju slett í sig fyrir 2 kr. á dag ? Eða er það nokkuð til að sanna, að „Hótel Reykjavik" hafi verið ósanngjarnt í 8 kr. kosti, þó að hinn áminsti gæti farið mörg hundruð mílur norður í land og fengið þar næturgreiða fyrir 4 kr. ? Þetta alt sýnir og sannar ekkert, annað en það, að maður sá, er grein þessa hefir í „Hkr.“ skrifað, ' er fáránlegur slúðurberi. Eitt af hans óskammfeilnu ósannindum er það, að allir þeir, er heim til íslands fóru í vor og síðastl. sumar, hafi haft hér að framan áminsta sögu að segja. — Ég skal láta þess hér með getið, að enn sem komið er hefi óg undirritaður ekki á „Hkr.“- skrifstofu komið. Og svo skora ég á ómenni þetta, að koma fram í birtuna I og sanna, að hann hafi heyrt mig bera nokkuð af þeim óhróðri, er hann ber upp á Austur-íslendinga. Ég gat þess í byrjun þessara fáu lína, að ég hefði alt aði'a sögu að segja frá ferð minni um ísland, en stendur í áminstri grein í Hkr. Ég skal nú með fáum oiðum minnast á ferð mína og samferðamanns mins, herra Jóns Thorsteinssonar hér úr borg. Við byrjuðum landferð okkar í Stykk- 4

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.