Reykjavík - 01.03.1913, Page 2
34
REYKJAVIK
Ég hefi hitt marga af þessum sjúk-
lingum, einkum þá sem komu frá
Bandaríkjunum. Þegar þeir komu til
Berlínar virtust þeir vera dauðvona,
en fám vikum síðar var ekki hægt að
þekkja þá aftur. Litarhátturinn var
breyttur og þeir orðnir hraustlegir að
sjá, höfðu þyngst mikið og fengið góða
matarlyst? Þrautir horfnar og svefn-
leysið flúið. Einn af sjúklingum Dr.
Priedmanns sagði mér, að þegar hann
hefði komið til Berlínar, þá hefði hann
orðið ákaflega þreyttur af að fara upp
í herbergi sitt í lyftivél, en nú gæti
hann gengið alla stigana upp á 4. loft
án þess að mæðast.
Þegar Dr. Friedmann skýrði frá til-
raunum sínum á læknafundi í Berlín,
þá féllust margir helztu læknar Þýzka-
lands á það, er hann sagði. En þótt
enginn efaðist um, að Dr. Friedmann
hefði tekist tilraunir mjög vel, þá
fundu menn þó að því, að talsverð
bið hefir orðið á því, að læknar al-
ment gætu fengið meðal hans til
lækninga.
Það eru óskrifuð lög, að þegar önnur
eins uppfundning er gerð, og sú er
Dr. Friedmann hefir gjört, og sem
getur bjargað miijónum manna frá
bráðum bana, þá eigi að skýra frá því,
hvernig það sé, svo hægt sé að nota
það sem víðast.
Dr. Friedmann hefir haldið með-
alinu leyndu, af því að hann hélt, að
það gæti orðið því til spillis, að ó-
vanir menn fengju það í hendur, og
við það gæti komið óorð á það. Hann
var lengi hræddur um það, að óvinir
sínir mundi ná þessu „serum" frá
sér, og hann hafnaði jafnvel boði
prófessors Kirscherer, heilbrigðismáia-
stjóra Prússa um, að láta rannsaka
bað í Frankfurt hjá prófessor Ehrlich.
Það er samt sem áður búist við því,
að vísindamenn geti bráðlega fengið
að seðja forvitni sína um þetta efni.
Dr. A. Pirokowzki, skurðlæknir í Berlín
og félagi Dr. Friedmanns, er hann
gerði uppgötvun sína, hefir verið að
reyna að finna endurbætur á aðferð
Friedmanns. Hefir hann fundið nýtt
meðal er flýtir mjög fyrir því, að
berklaveikin læknist með meðali Dr.
Friedmanns.
í slíófatiiaðaryerzlim Jóns Mnssonar
Laugaveg 14
gerast þau beztu kaup, sem hægt er
að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel
á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a.
Frá ófriðnum.
Litlar fregnir eru enn að fá í út-
lendum blöðum af ófriðnum og alt ó-
glögt um hverju fram vindur þar á
skaganum.
Herforingjaráð Búlgara hefir gefið
út yfiriýsingu um það, hvernig ófrið-
urinn hafi gengið síðan vopnahiénu var
slitið. Meðal annars er sagt þar, að
allar fréttir sem koma frá Konstantin-
opel um að Tyrkjaher hafi unnið sigur
á Búlgörum, sé rakaiaus uppspuni, og
að þær fréttir séu eingöngu látnar
berast til þess að rugla hugmyndir
manna í Evrópu um ástandið.
Þetta segir herforingjaráðið að sé
mergurinn málsins :
4. Febrúar unnu Búlgarar á Tyrkjum
á Gallipoliskaga, og flýði Tyrkjaher inn
fyrir viggirðingar Bulairborgar. 8. s. m.
réðust Tyrkir á Búlgara liðugar 3 mílur
fyrir norðan Bulair, en þeir snerust svo
við, að Tyrkir hrukku fyrir, en Búlg-
arar ráku flóttann og brytjuðu niður
lið Tyrkja á allri leiðinni til borgar-
innar. Til marks um mannfallið segja
þeir, að þeir hafi jarðað 6 þúsundir
sem hafi fallið í fyrstu hríðinni, en
enn þá liggi mannabúkarnir eins og
hráviði alla leið til Bulair.
Margar atrennur hafa Tyrkir gjört
að því, að setja lið á land við Marmara-
hafið og Svartahafið, en hefir hver-
vetna orðið landtakan svo hörð, að
þeir hafa orðið frá að hverfa, og kall-
ast nú Búlgarar hafa vald á allri strand-
lengjunni norðanvert við Marmara-
hafið. Það sé haugalygi að Tyrkir
hafl reynt að koma her á land við
Rodosto, hvað þá hitt, að þeim hafi
tekist það.
Fyrir löngu segjast Búlgarar hafa
ráðið það að hopa frá stöðu þeirri er
þeir höfðu tekið sér hið næsta Tchat-
aldja-virkjunum, það eigi ekkert skylt
við undanhald.
Um suðurför Scotts.
Nú eru komnar greinílegar fréttir
um það, hvernig að hafi borið hið
hörmulega slys, er Scott lézt " ásamt
4 félögum sínum á leið frá suður-
heimskautinu í fyrra um og eftir miðj-
an Marz.
Þegar Terra Nova var farin til Nýja
Sjálands í fyrra fóru 2 þeirra, sem
eftir voru skildir suður á leið til að
vita hvoit þeir mættu ekki Scott og
félögum hans, en þeirrá var von að
sunnan um 10. Marz. Þessir menn
komu til One Ton forðabúrsins 3. marz,
en sneru þaðan heim aftur 10. marz
og höfðu hrept verstu veður, en skamt
frá One Ton forðabúrunum lét Scott lífið
í lok mánaðarins. Leitarmenn komust
heim við illan leik og var síðan ekkert
aðgert um suðurferðina að vetrinum.
Þegar vora tók þar syðra var enn
gerður út leiðangur að leita að Scott,
og farið í tveim flokkum. Yar lagt á
stað í lok októbermánaðar. Flokkarnir
komu til One Ton forðabúrsins og
voru þar nægar vistir. Síðan var
haldið suður á bóginn og ieið þá ekki
á löngu áður en annar floKkurinn sá
hvar tjald Scotts stóð. í tjaldinu fundu
leitarmenn lík Scotts og tveggja félaga
hans, Dr. E. Wilsons og Bowers.
Þar fundust og dagbækur þeirra og
hermdu þær frá atburðum á þessa leið:
Evans lézt fyrstur þeirra félaga.
Hann dó 17. febrúar, hafði meiðst áður
og fengið heilahristing.
Oates höfuðsmaður lézt næst. Hann
hafði kalið á höndum og fótum og þolað
miklar kvalir. 16. Marz þóttust fé-
lagar hans vita, að hann mundi ekki
eiga mikið eftir ólifað. Þá skrifar Scott:
„Hann var hraustur maður. Hann
svaf um nóttina og vonaði, að hann
mundi ekki vakna aftur, en hann
vaknaði um morguninn. Þá var stór
hríðarbylur. Oates sagði þá: „Eg ætla
að skreppa út, það getur verið, að eg
verði úti stundarkorn“. Hann fór út
í hriðina og við höfum ekki séð hann
síðan. Við vissum, að Oates gokk út
í opinn dauðann. Við reyndum að
telja honum hughvarf. En vissum þó
um leið, að þetta verk var samboðið
hraustum dreng og enskum sæmdar-
manni “.
Þegar Oates kapteinn var látinn,
héldu þeir félagar 3 norður á bóginn
og hröðuðu ferðinni sem mest máttu
þeir en fengu stöðug óveður og urðu
loks að setjast að 21. Marz á 79. stigi
s. b. Þeir áttu þá eftir 11 mílur að
One Ton forðabúrinu. Hriðarbylur var
stöðugt í 9 daga.
Það þóttust leitarmenn sjá, að Scott
hefði dáið síðastur þeirra. Hann skrif-
aði í dagbók sína á hverjum degi og
4 dögum áður en hann dó, eða 25.
Marz skrifaði hann í hana eftirfarandi
Ávarp til almennings.
Slys þetta er ekki að kenna illum
útbúnaði, heldur því hve vér höfum
verið fádæma óheppnir í öllum þeim
hættum, sem við lögðum út í.
1. Eg misti hestana í Marz 1911
og varð því að leggja seinna á stað en
eg ætlaði og hafa minna meðferðis.
2. Á suðurleið tafði veðrið ferð
vora, einkum mikill stormur á 83 br. st.
3. Lausamjöllin á jöklunum tafði
oss og.
Við sigruðumst á þessum erfiðleik-
um, en það tók á vistaforðanum.
Vistir, klæði og forðabúr reyndust á-
gætlega. Flokkur vor mundi hafa
komist aftur til baka til Beardmore
jökulsins'með meir en nóg matvæli,
ef sá maðurinn hefði ekki brugðist,
sem við sízt hugðum. Edgar Evans
var talinn hraustastur maður í ferð-
inni og í góðu veðri er jökullinn ekki
vandfarinn. En á leiðinni til baka
fengum við engan heilann góðviðrisdag,
auk þess höfðum við sjukann félaga
og það jók mikið á áhyggjur vorar.
Fg hefi annarsstaðar sagt frá því, að
við lentum í ákaflega torfærum ís og
fékk Evans heilahristing. Hann dó,
en við stóðum eftir lamaðir, og auk
þoss var áliðið sumars.
En það sem hér er talið er þó ekk-
ert hjá því, seni beið okkar á ísslétt-
unni. Eg held því fram, að undir-
búningurinn undir heimferðina hafi verið
nægur, en engum gat komið til hugar
að kuldinn yrði svo mikill á þessum
tíma árs,_ sem raun varð á, og leið
óslétt. A 85. til 86. br.st. var 20 til
30 stiga undir 0 punkti á Farenh.
Á íssléttunni, 10,000 fetum lægra, var
frostið stöðugt 30 stig að degi en 47
að nóttunni og vindurinn alt af í fangið
á daginn. Kuldann og mótviðrið bar
brátt að höndum og ófarir okkar eru
sannarlega því að kenna, að vond veður
skullu á oss, en ég veit enga senni-
lega ástæðu fyrir þeim.
Eg held að engir menn hafi nokk-
urn tima lifað annan eins mánuð og
við höfum lifað, og við mundum hafa
komist af þrátt fyrir veðrið, ef ekki
hefði veikst annar til af félögum okkar,
Oates kapteinn, og skortur orðið á
eldsneyti í forðabúrunum, sem óg veit
ekki hvernig á stendur, og loks, ef
ekki hefði skollið á oss bylur, þegar
við áttum eftir 11 mílur að forðabúr-
inu, þar sem vonuðumst til að fá vistir
þangað til við næðum heim. Ógæfan
getur varla leikið menn grárra en hún
lék okkur með þessu síðasta óhappi.
Þegar við áttum 11 mílur eftir að
One Ton forðabúrinu, þá áttum við
ekki eftir eldsneyti ’nema til einnar
máltíðar og vistir til tveggja daga. í
4 daga höfum við ekki getað farið úr
tjaldinu. Hríðin bylur um okkur. Vér
erum orðnir máttfarnir og veitist erfitt,
að skrifa, en ekki iðrast ég eftir, að hafa
farið för þessa, því nú hefir verið sýnt,
að Englendingar geta eins og áður
þolað þrautir og veitt hvorir öðrum
hjálp og gengið hugrakkir í dauðann.
Við lögðum mikið í hættu, við vitum
það vel. Við höfum verið óheppnir
og því þurfum við ekki að kvarta,
heldur beygjum okkur undir vilja for-
sjónarinnar en sýna þó dug til síðustu
stundar.
Vér höfum fúsir lagt lifið í sölurnar
fyrir afrek þetta, sem er landi voru
til sóma, og því skýt ég því til landa
vorra, að þeir sjái um þá, sem við
áttum að annast.
Ef ég hefði komist lífs af, þá hefði
ég getað skýrt frá hugprýði, hreysti
og þrautseigju félaga minna, svo að
allir Englendingar mundu hafa komist
við af þvi.
Þessar ófullkomnu frásagnir og lík
okkar verða að segja sögu okkar, en
jafn ríkt land og okkar mun vafalaust,
vafalaust sjá þeim sæmilega farborða,
sem við áttum fyrir að sjá.
R. Scott, 25. Marz 1912.
Nöfn og nýjungfjir.
Leikhúsið. Þar á nú bráðum að syná
gamlan kunningja. Æfintýri á gönguför.
Munu menn þar kannast við Kranz birki-
dómara og Skrifta-Hans. (Kr. Þorgrxmsson
konsúll og Árna Eiriksson). Ágætir söng-
menn hafa og verið fengnir til að leika
stúdentana.
Vesta. Hennar kvað vera von hingað
einhvern daginn. Geir hefir tekist að gjöra
svo við hana að talið er vist að hún geti
orðið Ceres samfiota til útlanda. í fyrradag
var haldið uppboð á skemdum vörum úr
Vestu á fsafirði, en óskemdu vörurnar tekur
Ceres.
&gg
nýkomin til
c3es SEimsen.
Boesens leikflokkurinn. Hans er
von hingað aftur í ár í Mai byrjun.
Aflabrögð og útgerðir. Meðfram
öllu suðvesturlandshorninu hefir mátt heita
mokfiski nú umdanfarið. Eggert , lafsson
kom riýloga með 20,000 eftir 3 daga frá
Selvogsgrunni og Skúli fógeti með 25,000
eftir 4 daga. Þilskipin eru öll eða vel flest
kom:n út, en efasamt hvort að gæftir eru
fyrir suðurlandi. Prakkneskir botnvörp-
ungar eru nú að koma og er mælt að mik-
ið verði um þá I ár. Helgi kaupmaður
Zoi'ga á von á 3 botnvörpungum er eiga að
stunda veiðar hér við land. Heyrst hefir og
að ensk fiskifélög muni drjúgum senda skip
sín til veiða hér við land og leggja hér upp
afla sinn.
Fiskisala. Baldur hefir nýlega selt afla
sinn í Englandi fyrir 300 sterlingspund en
Apríl fyrir 250.
Hólmap í Reyðarfirði voru veittir 26.
f. m. séra Árna Jónssyni á Skútustöðum.
Þeim er fæst atkvæði hafði fengið allra
umsækjenda við pi-estskosninguna. Þessi
veiting mun yfirleitt mælast mjög hrapal-
lega fyrir því að síðan lög nr. 28 16. Bóv.
1907 gengu í gildi, hefi jafnan verið fylgt
þeirri reglu, að veita þeim umsækjenda
brauð, er flest atkvæði hefir fengið, enda
virðist það vera samkvæmt anda þeirra laga,
því að svo er fyrir mælt í 17. gr. þeirra:
......Hafi enginn náð þeim atkvæða-
fjölda (meiri hluta greiddra atkvæða)
eða séu verulegir gallar á kosningunni,
er stjórnin ekki beiniínis bundin við
atkvæðagreiðsluna og leitar hún þá til-
lögu biskups, hverjum umsækjenda kall-
ið sé veitt.
Veitingarvaldið hefir afsakað sig með því
að við borð lægi að fylgismenn hvers þeirra
þriggja er flest atkvæði fengu mundu hall-
ast að fríkirkiu ef einn yrðí þeirra tekinn
fram yfir annan. En hver trúir nú því, að
þeir verði hagspakari í þjóðkirkjunni ef sá
á að verða hirðirinn er einir 6 vildu við
hlíta. Líklega fara þá allir í fríkirkjuna
nema þeir.
Þingmenskuframboð. í Gullbringu-
og Kjósarsýslu hafa þeir boðið sig fram
Björn Bjarnason bóndi í Grafarholti og séra
Kristinn Daníelsson á Útskálum.
Hafnargerðin. Ekki komu hafnarverk-
fræðingarnir með Ceres eins og við var bú-
ist, en von á öðrum þeirra með Sterling.
Þórarinn Kristjánsson er umboÖBmaður
Monbergs hér þangað til þeir koma. Verk-
færaskipið hafði lagt á stað frá Kaupmanna-
höfn á laugardaginn var.
Ceres kom frá útlöndum 25. f. m.. Far-
þegar: Hallgrímur Benediktsson umboðs-
sali, verkfræðinearnir Krabbe og Zimsen og
konur þeirra. Helgi Zoeega kaupmaður o. fl.
VestfirðingakwöSd var haldið á Hotel
Reykjavík á laugardaginn var með miklum
fagnaði. Próf. Agúst Bjarnason talaði fyrir
minni fjórðungsins.
Brynjólfur Þorláksson heldur sam-
söng á morgun. Ef til vill er hver dagur-
inn síðastur að fá að hlusta á hann leika á
hljóðfæri hér á landi.
Ritstjórn ísafoldar. Um þessa helgi
lætur herra Sigurður Hjörleifsson af ritstjórn
ísafoldar.
Hraunáburður. Rannsóknum á hraun-
inu héðan sem herra Todsen fór með i vetur
er nú lokið, og talið líklegt að stofnaðar
verði verksmiðjur þær sem i ráði var að
reisa.
ý Húsfreyja Margrét Sveinbjarnar-
dóttir, fædd 1833, andaðist hér í fyrra
dag. Hún var nú gift Ólafi járnsmið
Þórðarsyni; en fyrri maður hennar
var Þorvarður Olafsson á Kalastöðum,
merkismaður og gáfumaður. Með hon-
um átti hún Þorvarð prentsmiðjustjóra
og bæjarfulltrúa og þrjá sonu aðra
og tvær dætur, er upp komust. Nú
liflr að eins Þorvarður og 1 systir hans.
Sjálf var Margrét af góðu bergi brotin
(ætt Þórðar háyfirdómara Sveinbjarnar-
sonar) og var vel gefin kona.
fæst ætíð hjá
c7es SEimsen.