Reykjavík - 01.03.1913, Blaðsíða 4
36
REYKJAVÍK
Snðnr-Amerika og Mexiko.
í Mexiko heflr alt verið í uppnámi
árið 1912, stöðugir bardagar og blóðs-
úthellingar. Stjórnin (Madero forseti)
hefir borið hærra hlut frá borði, einkum
eftir að stjórnarherinn vann á Felix
Diaz, frænda Diazar er áður var forseti.
í Suður-Ameríku er Putumayo-
hneyxlið merkasta málið, sem þar hefir
komið fyrir á árinu. Sir Roger Case-
ment hafði verið sendur til að rannsaka
kjör innfæddra verkamanna í togleður-
héruðunum í Perú. Hann skýrði svo
frá að ótrúlegri grimd væri beitt við
þessa menn, og varð mikið umtal um
það mál um allan heim. Ýms riki
skoruðu á stjórnina í Peru að hlutast
til um málið, og lofaði hún að leið-
rétta þær misfellur er þar ættu sér stað.
t neðri deild enska þingsins var sett
nefnd til að rannsaka það hvort stjórn-
endur „Peruvian Amazon Company"
í London ættu nokkurn þátt í þessari
grimdarmeðferð á mönnunum. Þeirri
rannsókn var ekki lokið við áramótin.
(Framh.|.
£ggert Claessen,
yítrréttarmálafiiutuingsmaðar.
Pósthúsntr. 17. Talsíml ÍO.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
Aðalatvinnu eða aukatekjur
getur hver sem vill gjört sér úr því,
að selja vörur eftir hinni stóru verð-
skrá með myndum. Vörurnar hafa í
mörg ár verið þektar að öllu góðu á
íslandi, en þær eru aðallega : Sauma-
vélar, stofu-vekjarar og vasaúr, úr-
keðjur, brjóstnálar, albúm, hijóðfæri,
rakhnifar, og vélar, sápa, leðurvörur,
járnvörur, reiðhjól og hjólhlutar.
Hjólaverksmiðjan „Sport“,
Kaupmannahöfn B.,
Fnghaveplads 14. (lOahb
Sveinn Björnsson
yfirdómslögmaður.
er fluttur í Halnarstræti 8S,
Skrifstofutími 9—2 og 4—6.
Hittist venjulega sjálfur 11—12 og 4—5.
JOögtaE.
Öll ógreidd gjöld til bæjarsjóðs, svo sem aukaútsvör kvenna
og Lcarla, og skólagjöld, öll gjöid af eignum, svo sem vatns-
skatt, lóðargjöltl, innlagningarkostnað á vatni,
sótaragjöld, erföaíestug-jöld, holrsesag-jöld og
salernagjöld er verið að taka lðgtaki, og verður haldið áfram
næstu daga.
Petta tilkynnist öllum hlutaðcigendum.
%&œjargjalóRerinn.
Umhveríis ísland.
Hamri 1 Hatnarfirði. Oddur M. Bjarnason skrifar þaðan: Jeg er
74 ára að aldri, hefi í mörg ár þjáðst af magaveiki, slcemri meltingu og njrnaveiki,
og reynt marga lækna árangurslaust. En eftir að jeg hefi notað 5 floskur af hinum
heimsfræga Kína-lifs-elixir, er jeg mikið betri. Jeg flyt verksmiðjueigandanum hjer
með innilcgt þakklæti mitt.
I*jórísíirholti. Sigríður Jónsdóttir, Þjórsárholti, sem nú hefir flutt sig til
Reykjavíkur, skrifar: Eftir að jeg hafði frá barnæsku þjáðst af langvinnu hægða-
leysi og andþrengslum, reyndi jeg að lokum hinn alkunna Kína-lífs-elixír, og varð
jeg þá betri til heilsu, en jeg hafði nokkurntíma áður verið á minni 60 ára löngu æfi.
Reykja'vílc. Guðbjörg Hansdóttir, Kárastíg 8, skrifar: Jeg hefi í tvö ár
verið mjög lasin af brjóstveiki og taukaveiklun, en eftir að hafa notað 4 flöskur af
Kina-lífs-elixír, líður mjer mikíð betur, og jeg vil þess vegna ekki án þessa góða
bitters vera.
Njálissitöðiim, 1 lúiiiivutnssýslu. Steingrímur Jónatanssou skrif-
ar: Jeg var í tvö ár mjög slæmur af illkynjaðri magaveiki, og gat mjer aldrei batnað
tii fulls; jeg reyndi þá nokkrar flöskur af hinum alkunna Kína-lífs-elixír, og batnaði
þá æ betur og betur. Jeg vil nú ekki án hans vera, og gef öllum, sem þjást af
líkum sjúkleika, það ráð, að reyna þennan ágæta bitter.
Siinbalioti, Eýrarbakka. Jóhanna Steinsdóttir skrifar: Jeg er
43 ára, og hefi í 14 ár þjáðst af nýrnatæringu og þar af leiðandi veiklun, en af
öllum þeim læknislyfjum, sem jeg hefi notað, hefir ekkert styrkt mig og fjðrgað eins
vel, og hinn frægi Kína-lífs-elixír.
Beykjavík. Halldór Jónsson, Hlíðarhúsum, skrifar: í fimmtán ár hefijeg
notað hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír við lystarleysi og magakvefi, og mjer hefir ætíð
fundist jeg verða að nýjum manni, er jeg hefi neytt elixírsins.
Hinn eini ósvikni Ivíriíx-líísi-elixíi- kostar aö
eins 2 kr. ilatskan, og fæst alstaðar á íslandi, en ösvik-
inn er hann aö eins búinn til af Waldemar I*eter-
sen, i*etlei*iltwli:rvn, Köbenhavn.
Skrifiö eílir sýnishornum
af góðum, sterkum, dönskum fataefn-
um. —|Drengjafataefnum — Húðsterk-
um drengja-Cheviots-Buxnaefnum. —
Svörtum klæðum —■ Utanyfirfataefnnm
— Heimaofnum kjóladúkum — Fínum,
svörtum og mislitum kjóladúkum —
Tvistljereftum — Bómullardúkum (Dow-
las og Piquet) — Lakaljereftum —
Sængurdúkum — Skyrtu- og treyju-
dúkum — Drengja-ullardúkum og Kjóla
i ljereftum. Ábyrgist að alt sje nðeins
( besta tegund með Iágu verði.
| Utsölumenn, og þeir, er safna vöru-
pöntunum, sem kaupa fyrir minst ioo
kr., fá afslátt.
Jt/dske Kjoleklœdehus
KSbmagergade 46. Köbenhavn K.
Stððin áj yísknesi
i jtíjéafiríi
með húsum og öðru tilheyrandi er til
sölu til burtflutnings. Stöðinni fylgir
mikið af stólpum og timbri, er nota
mætti í hús, bryggjur eða annað, múr-
steinn, bárujárn, grindur, brautarteinar,
járn o. fl., og er það alt til sölu með
lágu verði, annaðhvort í einu lagi eða
í minni hlutum hjá stöðvarstjóranum,
er verður staddur á Asknesi mánuðina
Marz, Apríl og Mai [7 s., h. b.].
Hvaða mótor er ódýrastur, bestur
og mest notaður?
Gideon-mótorinn.
Einkasali
Thor E. Tulinius & Co.
Kaupmannahöfn.
Símnefni: Verslun.
lerzlnn Jóns Zoöga
selur ódýraat neftóbak, munntóbakf
reyktóbak, windla, cigarettur o. m. fl.
Talsími 128. Bankastræti 14.
Hvar á að kaupa
öl og vín ?
En í Thomsens
M a g a s í n.
Prentsm. Gutenberg.
16
»í guðs bænum loflð þér mér að fara, mér er ómögu-
legt að vera inni i salnum«, svaraði hún.
»Þá lofið þér mér þó að fylgja yður«, sagði hann.
Hún ansaði því engu, og þögnina tók hann vitaskuld
sem samþykki. Hann skrapp óðara inn eftir hattinum sín-
um og yfirfrakkanum, og var að vörmu spori aftur kominn
út á götu til hennar.
Menn skyldu ekki láta sig furða á því þótt Steinunn
ryki út að næturþeli, án þess að hirða vitund um hvernig
væri úti, eða hvernig væri að fara, og biði ekki eftir vagni
eða öðru flutningstæki. Því vagnar voru ekki til í bænum,
og burðarstólinn lokaða, sem brúkaður var á þeim tímum
til að flytja konur á dansleiki, þegar ilt var umferðar, eink-
um þegar blautt var, hefði önnur eins stúlka og Steinunn
ekki íarið i fyrir nokkurn mun, þó hún hefði verið nógu
tigin til þess. Hverju hafði hún líka að kvíða? Hún hafði
sjalið til að hlífa sér við kuldanum, og hann við hlið sér.
Víst er það að hún hafði hugann við annað en veginn,
sem þau fóru, þvi hann lá ekki heimleiðis vestur yfir Landa-
kotstúnið, heldur fóru þau suður stiginn með tjörninni íslagðri.
Tjðrninni, sem hún svo oft, þegar hún var barn, haíði rent
sér á sleðanum sinum út á ofan af bröttu brekkunni við
stigmn, eða leikið sér á skautum á glerhálu svellinu.
Það var kyrt veður úti. Tunglið var ekki á loftinu, en
fáar sáust stjörnur. Loftið var drungalegt og fremur soralegt,
eins og von væri veðraskifta. Það var alveg hljótt, nema
hvað stundum gó hundur i fjarska eða vældi máfa niður
við sjó, en þvi veittu þau enga eftirtekt. Stundum brá fyrir
breiðum svörtum skugga upp yfir þeim, það voru hrafnar
sem stygðust upp undan þeim, en þau tóku ekkert eftir þvi.
Þau vissu ekki af neinu í þennan heim nema því, sem hann
17
var að hvísla að henni hugfanginni með arminn vaíinn utan
um hana. Hann var að hvísla um hagi sina syðra, þar sem
beikiskógabreiður prýða græna strönd, og skip með drifhvít-
um seglum skríða hjá svo hundruðum skiftir. Glögt stóð
henni fyrir hugskotssjónum húsið hans hvíta i sólskininu,
þegar hann var að útmála það fyrir henni. Vafningsviður,
humall og rósir veQa sig upp með gættum og gluggum. en i
dyrum stendur kona með hýra brá; hún skilur að það á
hún sjálf að vera, húsfreyja skipstjóra, og þekkja skipið hans
þegar hann á því láni að fagna að halda aftur heimleiðis
með góðan farm. »Viltu sætta þig við þessi lífskjör ?« Honum
var ekki svarað öðru en því, sem hann gat giskað á, af því
að hún hallaði höfði sínu í trúnaði upp að öxl hans.
í því bili hvart alt í einu nætursortinn fyrir glampandi
birtu. Hún reisti höfuðið frá öxl hans, og bæði sneru þau
sér við. Skipstjóri starði með undrun á þessa kynlegu sýn,
sem hann hafði aldrei fyrri séð. Upp á háum víðum himin-
boganum blossuðu norðurljósin titrandi logum, og iðuðu
i blikandi bogum ýmist í norðri, austri eða vestri. í þeim
kvikuðu allir regnbogans litir, og myndbreytingarnar á ljósa-
ganginum voru svo tíðar og hverfular að langt yfir gekk
alt mannlegt imyndunaraíl. Smátt og smátt breiddust þau
út um gjörvalt himinhvolfið, svo að það varð alt eitt ljóm-
andi geislahvolf, sem hvolfdist yfir þögul fjöllin, sjóinn og
bæinn. Aðdáanlegri mynd brá þá í hug hans út af allri þeirri
ljósadýrð.
Hann stóð orðlaus lengi, frá sér numinn af að sjá hvað
norðurljósin voru falleg.
»Og ég á að taka þig úr þessari dýrð, Steinunna, varð
honum loks að orði, þegar hann leit í eldlegu augnaráði
hennar fögnuðinn og stærilætið af norðurljósunum.