Reykjavík


Reykjavík - 05.04.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 05.04.1913, Blaðsíða 1
1R fc\ a\> t k. XIV., 15 Laugardag 5. .Xpríl 1913 XIV., 15 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthöif A 41. Heima daglega kl. 4—5. StórvelÉ ógna Hontenegro. Kh., 4. Apríl 1913. Montenegro daufheyrist yið kröfu stórveldanna um að hætta umsát um Skutari. Stórveldafloti saman- kominn í Adríahafl í ógnunarskyni. * * * [í síðustu útlendum blöðum er sagt frá því að Tyrkir hafi beðið stórveldin að miðla málum, og að Svartfellingar hafi gert það að skilyrði fyrir því':að samið væri um frið, að Tyrkir gæfu upp Skutari. Hefir deilan um borgina að sjálfstöðu harðnað þangað til stór- veldin hafa sent flota að ógna Svart- fellingum. Sjálfsagt mun þessi aðíerð stórveldanna mælast illa fyrir]. „Ðularfnll fyrirbrig9i“. (Eftir J. Ó.) Á Miðkudagskvöldið sat ég í stólnum við skrifborð mitt, og sofnaði þar sitjandi. Mig dreymdi þá að til mín kom kona, léttlætisleg og á óákveðanlegum aldri. Eg bauð henni stól og spurði hana að heiti og erindi. Hún kvaðst heita Gróa og vera matselja „Lögréttu", en erindið væri að biðja mig að skrifa nokkrar línur, sem hún iæsi mér fyrir. Ég gerði það. Og rétt á eftir vaknaði ég; var þá konan horfin, en á borðinu lá miði með auglýsingu, þeirri er hér fer á eftir. Eg hafði skrifað ösjálfrátt, eins og nú er farið að tíðkast: Pirma-tilkynning. Hér með tilkynnist, að ég undir- skrifuð, sem lengi hefi rekið iðn mína undir ýmsum nöfnum, hefi nú sett á stofn hér í bænum verksmiðju undir nafninu Gróa. Bý ég þar til rógsögur um heima- stjórnarmenn. Aðal-útsala verksmið- junnar er fyrst um sinn í „Lögréttu". Virðingarfylst Gróa á Leiti. Ásgrímur Jónsson hefir haft sýningu á málverkum sínum í Vinaminni undan- famar vikur. Flest málverkin sem hann sýndi hefir almenningur ekki séð hjá honum fyrri, þau eru eftirtekjan af dvöl hans í Hornafirði síðastl. sumar. Ás- grímur hefir einu sinni valið sér verk- efni sitt og það er ísienzk náttúra eins og hann sér hana þegar hún er í sínu fegursta sumarskrauti. Vetrarmyndir Framtíðin. Nú birtir! Nú birtir um land og lá og lognþokan hverfur af tindum. Og framtíöin blasir við hrein og há í hrífandi f'ögrum myndum. Mín fósturjörð kœr! Þitt sonanna safn nú sækir fram til að hefja þitt nafn. Að sigra á sjó og landi ei samtaka lýð er vandi. Sem lútandi gestur á leigðri gnoð ei lengur vill Frónbúinn standa. Hann sjálfur vill ráða yfir súð og voð og siglingu milli landa. Og íslenzkur fáni’ á efstu skal stöng af íslending dreginn við frónskan söng, þá sýna erlendum svœðum vort sœkonungsblóð í æðum. málar hann víst mjög sjaldan, enda bera þær vetrarmyndir, er ég hefi séð eftir hann þess merki að honum lætur eigi eins vel að mála þær og sumar- myndirnar. En sumarmyndirnar málar hann af snild. Og það sem sérstaklega er snild hjá honum er hve vel honum tekst að ná hinum margbreyttu, fínu litbrigðum, sem sólar upprás og sólar- lag á sumrin hefir með sér hér á landi. Ásgrímur hefir margsinnis málað slíkt vel áður en aldrei jafn vel og í mynd er hann sýndi nú og hét „Kvöld í Horna- flrði“. í þeirri mynd hygg ég að Ás- grími hafi tekist bezt enn sem komið er hvað meðferð litanna snertir. Fiest hin nýju málverk er Ásgrímur sýndi í þetta sinn, voru úr Austur- Skaftafellssýslu, Hornafirði og Suður- sveit. Hér verður eigi getið um nema fáein þeirra, en um þau öll í heild sinni er óhætt að segja að þau stóðu eigi að baki hinum eldri málverkum hans. Fjórar myndir sýndi hann af sama landslaginu i Suðursveit, sína með hvorum iitblæ. Landslag auðkenna eigi að eins línur þess heldur líka lit- blærinn sem yfir því er í hvert skifti. Og af því litblærinn breytist svo oft og mjög þá geta myndir af sama lands- laginu orðið ólíkari en margur tekur eftir. En> til þess að sjá muninn þarf næmt auga og það hefir Ásgrímur sýnt með myndum þessum að hann hefir, og málara-listfengi sína hefir hann iíka sýnt í því, hve eðlilegum litum hann nær í myndum þessum. Því svo ólíkar sem myndirnar eru, eru þær allar eðli- legar. Af öðrum myndum hans úr Hornafirði vil ég nefna: „Stóru lág“, „Höfn í Hornafirði". Flestar landslagsmyndir sínar málar Ásgrimur með vatnslitum. Mun betur vera hægt að ná fínum litbrigðum með þeim en með olíulitum. í myndinni „Meðalfell í Hornafirði" ljefir Ásgrímur nú augsýnilega verið að reyna hvað honum í því efni tækist með olíulit- um. Hefir hann víða náð vel litbreyt- ingum, og litaskraut er mikið í mynd- inni, en ekki verða litirnir eins mjúkir og þeir væru málaðir með vatnslitum, og myndin varla eins eðlileg. Nokkrar myndir sýndi Ásgrímur að Og senn yfir landið vort svífa fer, á samfeldum brautum úr stáli, sá menningar kostur, sem knúinn er af krafti frá eimi’ og báli. Þó grœnlenzkur ár vor heiðbláu höf þá hylji, ei verður oss opin gröf, því samband slíkt miUi' sveita þá sulti í gnœgð mun breyta. Svo bjart verður yfir landi og lá að Ijóminn frá sagnanna d'ógum hann bliknar, og verður að víkja frá fyr’ vorsól og bættum högum. „í nafnivors Ouðs, og allir sem eitt!a það er orðtak, sem getur sigur veitt. Það veri’ í orði og verlú oss vörn og framtíðarmerki. H. S. B. þessu sinni, sem hann áður hefir sýnt. Var gaman að fá að sjá þær enn þá einu sinni, svo sem Lómagnúp, haust- myndina af Skeiðunum og Þjórsá. Sérstaklega þótti mér vænt um að sjá hina síðastnefndu. Að ná með litum öllu því sólskini sem yfir þeirri mynd er, er ekkert meðalmannsverk. Tvær mannamyndir sýndi hann og nú, aðra af frú Stefaníu Stefánsdóttir, hinum af Birni heitnum Jónssyni ráð- herra. Báðar eru myndírnar prýðis- góðar, en betri hafa þó verið sumar fyrri andlitsmyndir Ásgríms, enda eru báðar myndirnar málaðar eftir minni og ljósmyndum. Að endingu vil ég geta einnar myndar er Ásgr: sýndi nú, og máluð ér fyrir 8 árum. Það er „Bíldudalur". Samanburður á þeirri mynd og hinum nýju myndum hans sýnir bezt hvílík- um feikna breytingum list Ásgr. hefir tekið á þessum fáu árum. Er þetta eigi sagt til að rýra þessa mynd. Hún er að mörgu leyti prýðilega gerð, en það er eins og listamaðurinn hafi ekki enn þá verið búinn að ná þeim tökum á listinni sem honum eru eðlilegust. Það er leitt til þess að vita að landið skuli ekki eiga neitt listasafn, sem hægt væri að safna á fegurstu myndum Ásgr. Þó slíkt safn eigi yrði til annars, þá yrði það þó til þess, að okkur mundi þykja vænna um landið okkar eftir að hafa séð alla þá fegurð úr náttúru þess er Ásgr. getur sýnt í litum og línum. Og þegar slíkt safn einhvern tíma verður stofnsett, þá mun það sannast, að kapp verður lagt á að ná myndum Ásgríms þangað, úr dreifingunni sem þær þá rnáske verða komnar á. L. Fréttabréf úr Geithellnahreppi. Nú sem stendur gjörist fátt með þjóð vorri er tíðindum sætir, og því síður héðan úr hreppi; helzt mun manni verða til að grípa til, að minn- ast eitthvað tíðarfars og veðráttu, því ærið er misjafnt um tíðarfar og veðr- áttu í hinum ýmsu bygðarlögum lands vors, en í öllu falli er það einmitt það, sem mestu skiftir fyrir bændur og búa* lið, og mætti kalla hyrningarstein og undirstöðu undir allri velgengni eða ekki velgengni sérhvers sveitarfélags og þjóðarinnar allrar í heild sinni. Sem stendur hefir, og er nú, þessum „hyrn- ingarstein* þannig farið, að síðan á jólaföstu og til þessa dags, hefir tíðar- farið verið að kalla óslitin umhleyp- ingstíð; stöðugir blotar með hrein- rigningarskvettum á milli, svo jörð hefir af og til verið auð dag og dag í bili, þó hafa komið af til talsverð frostarensli, einkum á jólaíöstunni, 10 til 11° R., og svo nokkrum sinnum talsverður snjór, sem þó ekki hefir legið lengi. Sökum hrakviðra og um- hleypinga hefir verið all-erfitt að hirða skepnur svo vel hafi verið þrátt fyrir það þó útihús séu nú orðin allgóð, og sumstaðar ágæt (járnþök). Annars hafa fjárhöld verið allgóð og fátt drepist hingað til, að eins hefir bráðafárið gjört þó nokkuð vart við sig, einkum í eystri hluta hreppsins, og hefir það lagt að velli fénað, jafnt bólusettan sem óbólusettan, en eigi má samt telja mikil brögð að bráðafárusla í ár, enda er nú vonandi, að mestu fyrir það tekið. Heybirgðir manna munu yfirleitt vera í heldur góðu lagi. í öllu falli enn þá, eða svo segja skoð- unarmennirnir, sem einmitt þessa dag- ana oru að yfirheyra okkur bændur í búskaparfræðum okkar, og þá aðllega í fyrsta og síðasta boðorðinu: „Nægi- legt fóður, — fram úr?“ En það boð- orð heimta þeir að við kunnum reip- rennandi, og hegðum oss þar eftir. — Það er nú reyndar svo, að „hægra er að kenna heilræðin en halda þau“, einkum þar sem margt er á fóðrum og byggja verður þó talsvert á úti- gangi með. Fiskvart varð lítillega við Bjúpavog með Góukomu og eins við skokallaða Styrmishöfn (klettaskora fyrir opnu hafi í Þvottárlandi), en nýttist ekki nema fáa daga vegna gæftaleysis. — í Lóni (A-Skaftafellssýslu) varð og um sama leyti fiskvart vel. Um pólitík er nú hér lítið fengist, sem stendur, sérstaklega síðan árang- urinn af utanför ráðherra til samnings- umleitana varð mönnum kunnur. — Aðallega held eg, að menn alment kjósi helzt, að þing og þjóð hvíli sig nú um stund, og hætti algjörlega fyrst uin sinn að vera nauða í Dönum um þessi ríkisréttindi etc., sem þeim er svona nauðailla við, að veita landi voru eða réttara sagt ganga inn á. Mönn um skilst, að við getum ofurvel kom ist allra okkar innanlundsferða á fram farabrautinni með stjórnarskrána okkar, og þurfum í raun og veru alls ekkert til þeirra að sækja það er að fram- kvæmdum lýtur innanlands, en á þeim er mesta þörfin, og þá að sjálfsögðu í fyrstu röð, að hlynna að og bæta landbúnað vorn eftir því sem mögu- legt væri, þar er þó sú hellan, sem alt, eða sem mest ætti á að byggjast. Ekki mnn enn fullráðið um hverjir munu bjóða sig fram til þingmensku hér í hið auða þingmannssæti í S.- Múlasýslu. En aðallega mun að eins um tvo menn að ræða, er hver í sínu lagi muni líklegastir til að ná atkvæð- um, nefnilega þá herra, sýslumann G. Eggerz og Svein umboðsm. Ólafsson í Firði. Að vísu hefir á fleiri verið minst, en alt er þetta óákveðið enn, og bíður síns tíma.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.