Reykjavík - 05.04.1913, Blaðsíða 4
58
REYKJAVIK
Umhverfis ísland.
Hamri í Hatnarfirði. Oddur M. Bjarnason skrifar þaðan: Jeg er
74 ára að aldri, hefi í mörg ár þjáðst af magaveiki, slæmri meltingu og nýmaveiki,
og reynt marga lækna árangurslaust. En eftir að jeg hefi notað 5 fiöskur af hinum
heimsfræga Kína-lífs-elixír, er jeg mikið betri. Jeg flyt verksmiðjueigandanum bjer
með innilegt þakklæti mitt.
1*1 örsíirholti. Sigríður Jónsdóttir, Þjórsárholti, sem nú hefir flutt sig til
Reykjavíkur, skrifar: Eftir að jeg hafði frá barnæsku þjáðst af langvinnu hægða-
leysi og andþrengslum, reyndi jeg að lokum hinn alkunna Kína-lífs-elixir, og varð
jeg þá betri til heilsu, en jeg hafði nokkurntíma áður verið á minni 60 ára löngu æfi.
Reykjavík. Guðbjörg Hansdóttir, Kárastíg 8, skrifar: Jeg hefi í tvö ár
verið mjög lasin af brjóstveiki og taukaveiklun, en eftir að hafa notað 4 flöskur af
Kína-lífs-elixír, líður mjer mikíð betur, og jeg vil þess vegna ekki án þessa góða
bitters vera.
IN jiilwMtíiðum, Húnavatnssýishi. Steingrimur Jónatansson skrif-
ar: Jeg var í tvö ár mjög slæmur af illkynjaðri magaveiki, og gat mjer aldrei batnað
til fulls; jeg reyndi þá nokkrar flöskur af hinum alkunna Kína-lífs-elixír, og batnaði
þá æ betur og betur. Jeg vil nú ekki án hans vera, og gef öllum, sem þjást af
likum sjúkleika, það ráð, að reyna þennan ágæta bitter.
Simbakoti, Eyrarbakka. Jóhanna Steinsdóttir skrifar: Jeg er
43 ára, og hefi i 14 ár þjáðst af nýrnatæringu og þar af leiðandi veiklun, en af
öllum þeim læknislyfjum, sem jeg hefi notað, hefir ekkert styrkt mig og fjörgað eins
vel, og hinn frægi Kína-lífs-elixír.
Reykjavík. Halldór Jónsson, Hlíðarhúsum, skrifar: í fimmtán ár hefijeg
notað hinn heimsfræga Kina-lífs-elixír við lystarleysi og magakvefi, og mjer hefir ætíð
fundist jeg verða að nýjum manni, er jeg hefi neytt elixírsins.
Hinn eini ósvikni líína-lífs-elixír kostar aO
eins Í3 kr. flaskan, og fæst alstaðar á íslandi, en ósvik-
inn er hann að eins búinn til af Waldemar JPeter-
sen, F"red[erilisiiavn, Köbenhavn.
Reimleikar í Þistilfirði.
Miklar sögur fara af draugagangi í
Hvammi í Þistilfirði, og eftir bréfum
þaðan að norðan eru þau fyrirbrigði í
meira lagi dularfull.
í einu bréfinu er sagt frá drauga-
ganginum á þessa leið :
„------Þar (i Hvammi) var hent
steinum og ýmsu, brotin leirílát, svo
ekki var eftir nema einn diskur á
heimilinu. Söúið upp á matskeiðar og
teskeiðar niðri í lokuðum hirzlum, en
þó að menn reyni að snúa upp sams-
konar skeiöar, geta þeir það ekki, þær
brotna fyr. Hirzlur færast til þó að
enginn sé nálægt þeim, og þar fram
eftir götunum.
í Hvammi er 18 ára gömul stúlka,
uppalin þar. Þetta byrjaði á því að hún
fór að ganga í svefni. Hún sagði að
sig dreymdi stúlku, sem segði sér að
gera ýmislegt með sér. Það þótti henni
nún gera. Einn daginn vantaði ketil,
og þegar stúlkan var spurð hvort hún
vissi ekki hvar hann væri, þá mundi
hún eftir því að hún hefði hengt hann
upp í eldhús í svefni um nóttina. Draum-
konan sagði stúlkunni að hún mætti
engum segja hvað þær gerðu saman.
En er stúlkan samt sagði frá því, þá
hætti hana að dreyma konuna, en þá
byrjaði draugagangurinn, og hélzt í
hálfan mánuð, eða þangað til stúlkan
fór út á Þórshöfn, þá var hún farin að
fá yfirlið. Þennan tíma gerðu margir
sér ferð í Hvamm, til að komast fyrir
hvernig á draugaganginum stæði, en
urðu einskis vísari. Þeir fóru einu
sinni 8 úr Þórshöfn, læknirinn, Snæ-
bjöm Amljótsson verzl.stjóri og fleiri.
Hjörtur hreppstj. á Álandi var þar í
5 daga, og fór þaðan jafnfróður og aðrir.
Það var klipt hálsnet, sem hann átti,
í þrjár lengjur jafnbreiðar inni í bað-
stofunni þar sem hann og aðrir sátuK.
í heilsuhælisdeild Reykjavíkur
verður haldinn Mánudaginn 7. Apríl
næstkomandi, bl. 9 síðd. í Bárubúð
(uppi).
D a g s k r á :
Samkv. 12. gr. deildar-samþyktarinnar.
Sæm. Bjamhéðinsson.
. Eimskipafélag íslands.
Eimskipafélagsstofnuninni hefir verið
tekið með miklum fögnuði víðsvegar
um land, og eins hér í bænum. Menn
eru nú farnir að skrifa sig fyrir hlut-
um, og hefir safnast talsvert mikið, að
því er til hefir spurst. Einkum er orð
gert á þvi að undirtektirnar séu mjög
almennar, að efnalitlu mennirnir skrifi
sig ekki síður fyrir hlutum en þeir
efnaðri.
TVöfn og- nýjungfar.
Látin er hér í bænum aðfaranótt
miðvikudags frú Ragnheiður Thoraren-
sen, ekkja Skúla læknis Thorarensen
á Móeiðarhvoli.
Málaferli allmikil standa nú yfir
út af brottför hr. Sigurðar Hjörleifs-
sonar frá ísafold. Hefir Sigurður stefnt
Ólafi Björnssyni ritstjóra fyrir samn-
ingsrof. — Og fleiri mönnum kvað
hann hafa stefnt.
„Flora“ lagði af stað frá Bergen á
fimtudaginn 3. þ. m.
Kvæðið. Vér viljum benda á hið
prýðis-fallega kvæði Hannesar S. Blön-
dals, sem birt er á öðrum stað hér í
blaðinu. Hannes segist ekkert hafa
orkt um stund, en eimskipamálið og
járnbrautarmálið losuðu um tungutakið.
Æfintýri á göngnfor hefir nú verið
leikið 11 sinnum í vetur og jafnan
fult hús. Verður leikið út þennan
mánuð, en þá er leikárið á enda.
Aflabrogð. Heldur er að lifna yfir
fiskiveiðunum. Botnvörpungarnir hafa
komið inn hlaðnir, undanfarna daga,
30—50 þús. á skip. Eggert Ólafsson
með yfir 20 þús. og Skallagrímur með
um 40 þús. — báðir eftir skamma úti-
vist. Ingólfur Arnarson með um 45—
50 þús. Bragi kóm í gær með 45 —
50 þús.
Yfirsetukvennapróf. Tólf stúlkur
hafa lokið prófi við yfirsetukvenna-
skólann, og er það fyrsta próf við
þann skóla. Ein fékk ágætis-einkunn,
Petra Guðmundsdót.tir úr ísafj.sýslu.
Botnvörpungar sektaðir. Fálkinn
hefir nýlega tekið tvo enska botnvörp-
unga að veiðum í landhelgi, og fór
með þá til Vestmannaeyja. Þar voru
þeir sektaðir og afli og veiðarfæri gerð
upptæk.
Zrésmiðafélag Rvikur
boðar alla trésmiði borgarinnar á fund,
sem haldinn verður í I ð n ó (salnum
uppi) Sunnudaginn 6. ApríJ kl. 4V2 e. m.
Rætt verður mikilsvarðandi málefni,
sem varðar alla trésmiði.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
Étali á lsH
óskast.
Stór útflutningsverzlun í Danmörku
vill komast í samband við reglulega
duglegan umboðsmann, sem liklegt pyk-
ir að geti útvegað firmanu, sem hefir
margar nýjungar og sérvörur að bjóða
nokkra viðskiftavini. Ef menn senda 2
kr. er strax sent ágætt sýnishornasafn,
þar sem eru 10 nýjungar ýmiskonar,
sem allir vilja kaupa. Menn geta unnið
sér inn 15—20 kr. á dag — von um föst
laun ef til vill.
A. ,P. Jacobsen fi Co.,
Exportforretning
Aarhus (Danmarlc).
Aðalatvinnu eða aukatekjur
getur hver sem vill gjört sér úr því,
að selja vörur eftir hinni stóru verð-
skrá með myndum. Vörurnar hafa í
mörg ár verið þektar að öllu góðu á
íslandi, en þær eru aðallega: Sauma-
vélar, stofu-vekjarar og vasaúr, úr-
keðjur, brjóstnálar, albúm, hljóðfæri,
rakhnífar, og vélar, sápa, leðurvörur,
járnvörur, reiðhjól og hjólhlutar.
Hjólaverksmiðjan „Sport“,
Kaupmannahöfn B.,
Enghaveplads 14. [lOahb
Stöðin á yiskncsi
i jtijóafirði
með húsum óg öðru tilheyrandi er til
sölu til burtflutnings. Stöðinni fylgir
mikið af stólpum og timbri, er nota
mætti í hús, bryggjur eða annað, múr-
steinn, bárujárn, grindur, brautarteinar,
járn o. fl., og er það alt-til sölu með
lágu verði, annaðhvort í einu lagi eða
í minni hlutum hjá stöðvarstjóranum,
er verður staddur á Asknesi mánuðina
Marz, Apríl og Maí [7*.,h.b.
Hvaða mótor er ódýrastur, bestur
og mest notaður?
Gideon-mótorinn.
Einkasali
Thor E. Tulinius & Co.
Kaupmannahöfn.
Símnefni: Verslun.
Yerzlun .Jóns Zoéga
selur ödýrast neftóbak, munntóbak,
reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl.
Talsími 128. Bankastræti 14.
Hvar á að kaupa
öl og vín ?
En í Thomsens
M a g a s í n.
Prentsm. Gutenberg.
28
og betur um það eítir því sem árin liðu, að dóttir hans væri
vel gefin og lánsöm í hjónabandinu. Hann var heldur ekki
leyndur því að Steinunn þætti vitur kona og nýt, og að hún
hefði ekki síður en maður hennar borið með ró og geðþrótt
hverja mótlætisraun, sem að höndum bar. Kolbeinn þóttist
því af dóttur sinni og neri saman lófum þegar hann hugsaði
til hennar, af ánægju yfir því, að hún þyrfti ekki að standa
á baki danskinum.
Hann hafði heldur ekki verið aðgjörðalaus þessi árin,
heldur reynt að fylgjast með tímanum og fullnægja kröfum
hans. Bæinn með moldarveggjunum og torfþakinu lét hann
ríta og bygði aftur í staðinn stórt og laglegt timburhús, og
var fagurt útsýni úr gluggunum yfir höfnina og grendina.
Þar næst fór hann að slétta tún og leggja veg, og í hverju
verki, sem til framfara horfði, var hann með. Hann var
lengi alþingismaður, en hætti þingmensku á endanum, þegar
hann fann að hann tók að eldast, og þóttist hafa nóg með
að annast sín eigin efni. Sagði hann að það væri því sjálf-
sagðara fyrir sig að hætta, sem heiðri ættarinnar væri vel
haldið uppi með því að séra Kolbeiun Jónsson ætti sæti á
þingi og fylgdi eindregið því merki, sem hann sjálfur hafði
veitt fylgi sitt.
Fyrir þá sök bar fundum þeirra Ivolbeinanna saman
annaðhvort ár, þegar séra Kolbeinn kom til þings. Kona
hans, Guðbjörg, sem vér könnumst við, fór æfinlega suður
með manni sínum og bjuggu þau i hinu nýja húsi Kolbeins
gamla, sem var rúmgott eins og hjarta eigandans. — Og þá
voru nú stjórnmálin rædd ósvikið eins og fyrrum.
Þegar hér var komið sögunni, urðu alt í einu horfur á
því, að takast mundi að sljákka hið látlausa stjórnmálaþras
og landsréttinda-ágreining, og að eftirleiðis yrði kyrt um þau