Reykjavík - 24.05.1913, Blaðsíða 1
1R fc j a v í h.
Langardag 34. Maí 1913
©II
Á i* ii i 33 i r í k s s o íi.
•H
u
■w
X
u
s
+s
X
H
0
%
1
a
'H
•N
a
•H
:
Fjölbreyttust!
ódýrust!
Tefnaðaryara
Fltínell hvít og inislit. — Léreft drifhvít og óbl., ftður-
lield og þríbreið. — Sængurdúkar, — Rekkjuvoðir, —
Tvistdúkar einbr. og tvíbreiðir, — Dagtreyjuefni margvís-
leg. — Kjólaefni hentug í svuntur, morgunkjóla og barna-
kjóla. — Svuntuefni úr ullu, litfögur og smágjör. — Kvenn-
slipsi fágæt að fegurð og gæðum. — Flauel úr silki, ull og
bómull, svört og af öðrum litum. — Klæði, — Dömuklæði,
— Enskt vaðmál, — Molskinn og Kastpilsatau.
Stiíf asirtz.
Sumar og vetrar Sjöl og frönsk sjöl. Treflar og Lang-
sjöl. — Vasaklútar hvítir og mislitir. — Axlabönd. — Tölur.
— Hringjur. — Hnappar. — Krækjur. — Krókapör. —
Skúfsilki. — Tvinni. — Garn. — Ullarbönd. — Fingur-
bjargir. — Skæri. — Nálar. — Lífstykki. — Regnkáp-
ur. — Regufataefni og
----- fjölda margt fleira. ———
Yfir höfuð eru hér á boðstólum allar þær vörur, sem
hvert heimili þarfnast, og með bezta verði sem unt er að fá.
A ðkomumenn!
Þegar þér komið til Reykjavíkur marg-borgar það sig á
verðinu, á gæðunum og á tímasparnaði að
koma fyrst inn til
Árna Eiríkssonar.
©
•H
u
+a
X
U
©
■M
X
3
ð
©
X
X
a
'H
u
•H
H
•H
H
«1
Austurstræti
íf«
XIV., 33
Ritstj.; Björn Pálsson
cand. jur.
Talsimi 215. Kirkjustræti 12.
Pósthólf A 41.
Heima daglega kl. 4—5.
Frá iitlöiidiiiii.
Pegar Svartfellingar afsöluðu
sér Skutari.
Svartfellingar voru lengi að bræða
það með sér, hvort láta skyldi Skut-
ari af hendi eða ekki. Skiftust þeir
mjög í tvo flokka. Síðasti ríkisráðs-
fundur um málið stóð yflr í tvo daga
og þá lét konungur ráðgjafana fara
frá sér og lét ekkert uppi um það
hvað hann ætlaði að gjöra. Næsta
dag kallaði hann þá fyrir sig og mælti
á þessa leið:
„Ég hefi háð harða baráttu við sjálf-
an mig. Ég hefi aldrei, öll þessi 50
ár, sem ég hefi setið að ríkjum, þolað
aðrar eins kvalir. Ég hefi ráðið það
af, að tæma hinn beizka bikar í botn.
Ég verð að láta undan og leyfa að
Skutari sé yfirgefin. Mig dreymdi í
æsku um að ná þeirri borg, Svartfell-
ingar voru löglegir erfingjar að henni,
og hefðum vér fengið hana, mundi
hagur vor haia blómgast framvegis".
Síðan lét konungurinn sendiherra
Breta í Cettigne vita, að hann afsal-
aði borginni í hendur stórveldanna.
En sendiherra Breta símaði þetta þeg-
ar til Sir Edward Grey. Var skeytið
síðan lesið upp á sendiherrafundi og
var samþykt þar, að hersveitir frá
stórvelda-flotanum í Adriahafi, skyldi
fara í laud og taka við borginni af
Svartfellingum.
Áður Skutari var látin laus var að
því komið, að Austurríkismenn og í-
talir sendu her inn í landið til að kúga
Svartfellinga til hlýðni, og koma skipu-
lagi á stjórn í Albaníu. Nú er talin
öll hætta úti um, að nokkuð verði úr
herferðinni, og þurfi að friða landið,
þá muni stórveldin gjöra það í sam-
einingu.
Á sendiherrafufldinum í London er
nú rætt um það, hver verða skuli
forlög Albaníu. Vilja sum stórveldin,
að hún verði konungsríki, og einhver
prins úr Evrópu verði tekinn þar til
konungs, svo sem t. d. Vilhjálmur
næst elsti sonur Svíakonungs. Aðrir
eru á því, og það einkum Rússar, að
bezt sé að gera Albaníu að sjálstæðu
fylki, sem Tyrkjasoldán stjórni að
nafninu til. Eigi stórveldin svo að
skipa þar landstjóra um tiltekið árabil.
Frá kvenréttindakonum.
í enskum blöðum er nú sífelt rætt
um spellvirki af völdum kvenréttinda-
kvenna. Hafa þær kveikt í húsum
viða um land o. fl. o. fl. Nýlega gerðu
þær tilraun til að stórskemma oða
jafnvel eyðileggja St. Pálskirkjuna í
London. Höfðu þær komið þar fyrir
í kórnum sprengivél, er fanst áður en
hún sprakk.
í enska þinginu var borið fram
frumvarp um, að veita konum at-
kvæðisrétt á við karlmenn, samskonar
frv. og oft áður hefir verið borið þar
fram. Hefir þessu frv. jafnan verið
lofað að ganga til 2. umr., og meira
að segja með miklum atkvæðamun.
En í þetta sinn var það ekki gjört,
holdur var það felt frá 2. umr. með
47 atkv. meiri hluta. Er talið, að
bardaga-konurnar hafi með framferði
sínu snúið mörgum þingmönnum frá
því, að veita konum atkvæðisrétt. —
Ráðaneytið skiftist næstum því jafnt
með og móti frv. Við umræðurnar
lýstu þeir Asquith forsætisráðherra og
Grey utanríkisráðherra yfir því, að
þetta væri í fyrsta sinn, sem þeir
hefðu verið sinn á hvoru máli, þau
27 ár, sem þeir hefðu setið saman á
þingi.
Japan og Californía.
Svo fór sem spáð var, að frv. um
að banna Japansmönnum að eiga jarð-
ir í Californíu náði fram að ganga.
Er búist við að Japanar muni una
Þessu ákvæði illa, og telja brotna við
sig samninga, því samkvæmt samning
milli Bandarikjanna og Japan, eiga
Japanar að hafa jafnan rétt við Banda-
ríkjamenn, til að reka verzlun í Banda-
rikjunum, eiga og leigja hús og leigja
land til að setjast að á eða í verzlun-
arskyni. Halda Calforníumenn því
fram, að akuryrkjulönd sé hér ekki
talin með og því megi banna þeim
að eignast þau.
Morðingi Hrikkjakonuugs fyrir-
fer sér.
Skinas morðingi Grikkjakonungs
framdi sjálfsmorð í Saloníki með þeim
hætti, að hann henti sér út um glugga
í ráðhúsinu, þegar átti að leiða hann
fyrir dómara.
Liggnr við uppreisn.
Austur í Kína er nú hin harðasta
stjórnmáladeila út af lántökunni hjá
stórveldunum flmm (Bandaríkin vildu
engan þátt eiga í um lánið). Mót-
stöðumenn stjórnarinnar eiga aðal-
styrk sinn suður í landi og láta þeir
all-ófriðlega. Á þingi er og hin harð-
asta deila, og er talið, að meiri hluti
neðri deildar sé mótfallin því, að lánið
sé tekið. Yuan Shi-kai forseti hefir
látið það boð út ganga, að hann muni
bæla allan mótþróa gegn stjórninni
niður með harðri hendi.
Tolllaga-frnmvarpið
í Congressinu, sem kent er við
Underwood, hefir nú verið samþykt í
neðri deildinni og verið gerðar á því
nokkrar breytingar, þó stendur enn ó-
haggað það atriði, sem mestu máli
skiftir fyrir oss, að enginn tollur skuli
lagður á ull. Búist er við því, að
Republikurnar neyti allra bragða, til
að hindra það, að frv. nái fram að
ganga í efri deildinni. Það er nú orðið
eina þingdeildin í heimi, þar sem ekki
er hægt, að skera niður umræður.
Canadastjórn og Poulsen.
Canadastjórn hefir nýlega gjört sam-
ning við félag eitt á Englandi um, að
koma upp loftskeyta-sambandi milli
Canada og Bretlands. Brezka félagið
hefir keypt leyfi til, að nota firðritunar-
aðferð Poulsens hins danska. Rann-
sóknarnefnd sú, er neðri deild enska
þingsins skipaði í haust, til að rann-
saka ýmislegt viðvíkjandi samningun-
um við Marconí-félagið hefir nú að
mestu lokið störfum sínum, og mun
blað vort síðar skýra frá árangri þeirr-
ar rannsóknar.
XIV., 33
OC Drekkið
Egilsmjöð og Maltextrakt frá
iiiiilendu.
ölgerðinni
„yigli Skaltagrimssyni“.
Ölið mælir með sér sjálfl.
Sími 390.
Brlemi símskeyti.
Kaupmannahöfn 23. maí.
Ríkisþingið kvatt til fundar 12.
júní. Líkiegt að ráðaneytið segi
af sér.
Frá Báan-ófriðmi.
Nú er öllum vopnaviðskiftum hætt
suður á Balkanskaga, og tekið að semja
um frið á ný, og hafa ríkin sent full-
trúa sína til Lundúna. Er mælt að
Búlgarastjórn hafi gefið sendiherra sín-
um í Lundúnum umboð til að skrifa
undir bráðabirgða friðarsamning 14.
þessa mán.
Grikkir og Búlgarar berjast.
Laugardaginn fyrir Hvítasunnu lenti
Grikkjum og Búlgörum saman hjá bæ
þeim sem Leftera heitir. Grikkir höfðu
betri vígi og féllu af þeim 14 manns
og 32 særðust, en af Búlgörum fóllu
og særðust meira en 300 manns.
Hvorirtveggja hafa síðan beðið afsök-
unar, og hafa komið sér saman um
að setja nefnd er tiltaki á hvaða svæði
hvorir um sig 3kuli vera. Búlgarar
hafa sent mann til Aþenuborgar til
að semja um landamæri milli Grikk-
lands og Búlgaríu.
87,000 fallnir og særðir.
Samkvæmt síðustu skýrslu stjórnar-
innar i Sofia, þá hafa Búlgarar mist
meira en 30 þús. manna í ófriði þess-
um, en liðugar 50 þúsundir hafa særst.
Áður en Svartfellingar afsöluðu sér
Skútarí höfðu Austurríkismenn dregið
her saman suður í landi og voru þess
albúnir, að ráðast inn í Albaníu.
Höfðu þeir lýst yfir því, að Bosnía og
Herzegovina væru undir herlögum, en
þar búa einkum Slavar. En er Svart-
fellingar létu undan fóru Austurríkis-
menn að dreifa liðinu.
Alþjóðafundur um sjólög,
sá ellefti í röðinni stendur yfir í Kaup-
mannahöfn þessa dagana. Voru þar
saman komnir sjóréttarfræðingar frá
flest-öllum löndum.
Svona á það að vera!
Verkmannablaðið er byrjað að koma
út. Hlutverk þess mun vera að stvðja
sanngjarnar kröfur verkamanna og verk-
mannafélaga.
Blaðið er prentað i prentsmiðju D.
Ostlunds, og er það sú eina prentsmiðja
hcr f þæ, sem ekki hefir gengið að kröl-
um Prentarafélagsins.
En hvað gerir það til?
Pað er auðvitað ráðið til þess að afla
blaðinu fylgis verkmannastéttarinnar í
landinu, sem það þarfnast svo mjög.
Verkmaður.