Reykjavík - 24.05.1913, Blaðsíða 3
REYKJAVlK
85
SUNLIGHT SOAP
Sunlight sápan er áreiöanlega
hrein og ómenguð og engin
önnur sápa getur jafnast við
hana til þess að hreinsa fat-
naðinn, spara tímann og gjöra
vinnuna við þvottinn auðveldari.
Sunlight sápan er afkastamikil
og sparar yður peninga. Ef þjer
ekki eruð þegar farinn að nota
Sunlight sápuna, þá byrjið að
gjöra það nú þegar.
2750
Hefir nú verið grenslast eftir hvernig
reyna megi vírinn. Kemur bráðum
leiðbeining frá Asgeiri Torfasyni um
það, og getur þá hver maður sjálfur
reynt með mjög einfaldri aðferð, hve
vel vírinn er galvaniseraður. Annars
mun rannsóknarstofan gefa þeim, sem
vilja láta reyna vír eða þakjárn og
fá vottorð um gæði þess, kost á
að fá það fyrir væga borgun.
Búfjárrœkt. Til hennar voru
þessar helztar fjárveitingar:
Nautgripafjelóg 18 hafa fengið
alls 3088 kr. styrk.
Sauðfjárkynbótabú 7 alls 1300 kr.
Hestakynbótafjelóg 2 samtals 400
kr.
Til hrútasýninga var varið 450 kr.
(á Austurlandi og í Eyjaljarðar- og
Þingeyjarsýslum).
Til girdinga fyrir kynbótagripi
589 kr. (Styrkurinn þriðjungur kostn-
afarvandaður og ódýr,
margar tegundir.
— Nýtt með hverri ferð. —
Mikill afsláttur.
miklar birgðir nýkomnar.
Bæjarins besta úrval.
Stnrla jónsson.
ingakensluna í Einarsnesi voru 7
nemendur. Eftirlitsnámsskeið sóttu
6, mjólkurskólann 7 og slátrunarnáms-
skeiðið 6. Fleiri telur Slátrunarfélag-
ið sér ekki fært að taka.
Búnaðarnámsskeið var haldið í
Hjarðarholti í Dölum, ágætlega sótt,
og styrkur veittur til bændanáms-
skeiða á Eiðum og Hólum, auk þess
sem starfsmenn félagsins aðstoðuðu
við bændanámsskeiðið á Hvanneyri.
Guðmundi kennara Hjaltasyni var
veittur 100 kr. styrkur til alþýðu-
fyrirlestra um búnaðarmál. í vetur
hélt félagið vel sótt námsskeið í
Þjórsártúni og í Vík í Mýrdal, veitti
aðstoð við námskeið bændaskólanna
og námskeið f Onundarfirði, sem Bún-
aðarsamband Vestfjarða gekst fyrir,
og styrkir námsskeið í Múlasýslum,
sem Búnaðarsamband Austurlands
helt, og á Grund f Eyjafirði.
Sturla jónsson.
Til eftirlitskenslunnar 551 kr.
Leiðbeiningarferðir Jóns H. Þor-
bergssonar. Hann var í haust sem
leið við hrútasýningar f Borgarfirði,
en ferðaðist svo í vetur um Gull-
bringu- Árness-, Rangárvalla- og V.
Skaftafellssýslur, skoðaði fé hjá
350 bændum og leiðbeindi í fjárvali,
hélt fyrirlestra á 45 stöðum, þar á
meðal við námsskeiðin í Þjórsártúni
og í Vfk, fyrir samtals 1332 áheyr*
endum. Næsta vetur mun hann enn
verða í þjónustu Búnaðarfélagsins
og verða þá fyrst við hrútasýningar
f haust, en fara sfðan leiðbeiningar-
ferð um Vestfirði, eftir ósk Búnaðar-
sambandsins þar, enda er það sá
eini partur af landinu, sem hann á
ófarið um.
Hústjórnarnámsskeið hafa í vetur
verið haldin í Eyjafjarðar- og Skaga-
fjarðarsýslum og 2 í Kjósarsýslu.
Auk þess var 250 kr. styrkur veitt-
ur hússtjórnardeild kvennaskólans í
Reykjavík til sumarnámsskeiðs, eftir
ályktun Búnaðarþings, með því skil-
yrði, að sveitastúlkur hafi forgangs-
rétt að vetrarnámsskeiðunum. Næsta
vetur er í ráði að hússtjórnarkensla
verði f Þingeyjarsýslum, hvort sem
vfðar verður.
Dömuklæði
og
Alklæði,
miklar og fjölbreyttar
birgðir.
Námsskeiðin, sem félagið kostar,
voru vel sótt árið sem leið. Garð-
yrkjunemendur f Gróðrarstöðinni voru
14. Höfðu sótt nál. 40. Við plæg-
Hvergi eins ódýrt.
Síuría clónsson.
Frönsk samtalsbók
eftir J?ál Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 8,00.
Fæst hjá öllura bóksölum.
Utanfararstyrkur var veittur þessi:
Alfred Kristensen, bónda í Einars-
nesi, til að kynna sér jarðyrkjuverk-
færio. fl., i5okr., Jóhanni Fr. Krist-
jánssyni, til húsgerðarnáms í Noregi,
200 kr., Gísla Guðmundssyni, til að
Iæra að gera líffræðilegar mjólkur-
rannsóknir, 200 kr. — Búnaðarritið
á bráðum von á ritgerð frá honum
um skyrið okkar, sem vonandi verð-
ur til að auka álit þess, — Karli Sig-
valdasyni, til búnaðarháskólanáms,
200 kr., Páli Skúlasyni smið, til að
búa sig undir srnfðakenslu á Hólum,
200 kr., Jóni Guðmundssyni frá Þor-
finnsstöðum, til sauðfjárræktarnáms á
Bretlandi, 150 kr., — hann fór Hka,
án styrks frá félaginu, til Roquefort
á Frakklandi til að kynna sér osta-
gerðina þar, — Jóni Ólafssyni, til að
sækja sauðfjársýningar á Bretlandi,
IOOkr., og 2 rjómabústýrum.Margréti
Júníusdóttir og Margréti Lafranzdótt-
ir, 150 kr. hvorri. Auk þessa var
veittur utanfararstyrkur af vöxtum
Liebes-gjafar: Birni Jónssyni, til verk-
legs búnaðarnáms á Bretlandi, 150 kr.,
Guðmundi Jónssyni, til verklegs bún-
aðarnáms í Svfþjóð, 150 kr., og Ingi-
mundi Jónssyni, 250 kr., til að kynn-
ast áveitufyrirtækjum í því skyni, að
hann gæti tekið að sér umsjón með
áveitunni á Miklavatnsmýri.
Búnaðarmálafundur sá, sem ráð-
gerður var á búnaðarþingi 1911,
var haldinn f sumar sem leið, vel
sóttur og hepnaðist vel, Búnaðar-
ritið hefir flutt mönnum 2 af fyrir-
lestrum þeim, sem þar voru haldnir.
Kostnaður félagsins við þann fund
(ferðastyrkur o. fl.) varð tæpar 400
kr.
Jarðyrkjubókina, sem búnaðar-
félagið hefir ákveðið að styrkja til
að út komi, verður nú byrjað að
prenta. Er 1. heftið búið til prent-
unar, og verður reynt að hafa það til-
búið áður en kensla byrjar f bænda-
skólunum f haust. Hefir síðast stað-
ið á að fá myndamótin. Sigurður
Kristjánsson bóksali gefur bókina út
með styrk frá félaginu.
Búnaðarsambóndin. Eins og kunn-
ugt er, var f fyrra stofnað Búnaðar-
samband Kjalarnessþings. Sýslunefnd
Snæfellsnesssýslu hefir f vetur sam-
þykt, að stofna búnaðarsamband f
félagi við Dalasýslu. Ekki er enn
frétt um undirtektir sýslunefndarinn-
ar f Dalasýslu undir það mál, en bú-
ist er við þeim góðum. Verði það,
má heita, að alt landið sé komið f
búnaðarsambönd, en þó nokkuð á
annan veg en búnaðarþingið 1911
lagði til. Það ætlaðist til, að sam-
böndin yrðu 4, en með þessu móti
verða þau 7. Það er sök sér. Hitt
er meira um vert, að engar sveitir
verði alveg utan við þá félagsstarf-
semi.
Fóðurforðabúrsmálið. Um það hef-
ir Búnaðarritið flutt hverja greinina
af annari eftir Torfa í Ólafsdal, eggj-
andi menn til framkvæmda. Og Guð-
mundur landlæknir Björnsson hefir
nú f vetur með snjöllu erindi reynt
að vekja menn til athygli á voðan-
um, sem yfir vofir, ef ekkert er að
Reykjavik Teater.
Fritz Boesens Teaterselskab
opförer
Lördag den 24. Mai
Den mystiske Arv“
af Emma Gad.
Söndag den 2B. Mai
„En ForbryderM
Skuespil i 3 Akter af Svend Lange
°g
„Alle mulige RollerSí
Vaudeville i 1 Akt.
gert. Og er félagið að sjálfsögðu
þeim báðum þakklátt fyrir áhuga
þeirra. En af verklegum framkvæmd-
um er ekki, svo kunnugt sé, annað
að segja en það, að Bæjarhreppur
hefir komið upp hjá sér myndar-
legu skýli, steinsteyptu, yfir korn-
forðann. Skýrsla er komin til Búnað-
arfélagsins um forðabúrið þar, og mun
hún koma í Búnaðarritinu. — Góðs
viti er það, að sýslunefnd Eyjafjarð-
arsýslu hefir tekið kornforðabúrs-
málið til meðferðar. Byrji ein sýsl-
an, fer varla hjá þvf, að fleiri komi
með.
Fjelagatal. Þess var getið á árs-
fundi í fyrra, áð vonast væri til, að
félagatalið fylti þúsundið á þvf ári.
Það varð. Félagið fékk árið sem
leið fleiri nýja félaga en nokkurt ár
áður: 115. Voru það 90 einstakir
menn og 25 félög. í félaginu eru
nú 140 félög, þar af 134 búnaðar-
félög. Þó eru enn utan félagsins
líklega nál. 40 búnaðarfélög. Það,
sem af er þessu ári, eru komnir 70
nýir félagar.' Þar af eru 17 úr ein-
um hreppi, Gnúpverjahreppi. Þar á
Búnaðarfélagið nú eins marga fé-
laga og bæir eru í hreppnum. í öðr-
um hreppi í Árnessýslu, Hrunamanna-
hreppi, hafa á þessu ári bætst við
10 félagar. Svona þyrfti að vera
víðar.
Kjósa skyldi 2 fulltrúa, 1 varafuil-
trúa, 2 yfirskoðunarmenn og 2 úr-
skurðarmenn, til 4 ára, f stað þeirra,
er kosnir voru á aðalfundi 1909 og
kjörtfmi þeirra var því nú liðinn.
Þeir voru:
Fulltrúar: Guðmundur Helgason
búnaðarfélagsforseti, Eggert Briem
bóndi.
Varafulltrúi: Halldór Vilhjálmsson
skólastjóri.
Yfirskoðunarmenn: Björn Bjarnar-
son hreppstjóri, Magnús Einarsson
dýralæknir.
Urskurðarmenn: Júlíus Havsteen
amtmaður, Kristján Jónsson háyfir-
dómari.
Voru þeir allir endurkosnir.
Jón H. Þorbergsson fjáræktarmað-
ur flutti erindi um sauðtjárrækt á
Suðurlandi. Það mun koma út f
Búnaðaritinu.
Þá var lesið ávarp til fundarins
frá utanfundarmanni, Birni bónda
Jónassyni á Hámundarstöðum f
Vopnafirði, um „þörf á ræktuðu
landi".
Þá urðu nokkrar umræður, því
nær eingöngu út af erindi Jóns H.
Þorbergssonar (mælendur B. B. f
Grafarh. og Jón H. Þorb.), en engin
ályktun gerð.