Reykjavík


Reykjavík - 12.07.1913, Blaðsíða 2

Reykjavík - 12.07.1913, Blaðsíða 2
112 REYKJAVIK Islenzkur söDpvari. Hann hélt burt að heiman fyrir þremur árum, félaus og syngjandi. Hann gekk fram fyrir tigna menn og höfðingja listarinnar, og bað sér hljóðs. Þeir hlustuðu á hann, og á svipstundu hafði hann unnið allan þann sigur, sem náttúru- sönggæddum byrjanda er auðið að vinna. Honum var samstundis boðin kensla hjá einhverjum helzta söngkennara Dana og skömmu síðar ókeypis vist á Sönglistarskól- anum. Þetta eru dómar um íslenzk náttúruhljóð. Ummæli helztu dóm- bærra manna hér um söngrödd Eggerts Stefánssonar áður en hann byrjaði að læra — fyrir hálfu þriðja ári: Mér er gleði að pví að mæla fram með hr. Eggert Stefánssyni. Hann heflr fagran tenór og syngur söngnæmt og hreint. Eg mæli eindregið með því að hr. E. S. hlotnist þann styrk, sem hann á fyllilega skilið. Jóhanne Krarup-Hansen Kammersangerindi. Óperusöngkona við kgl. leikhúsið. Eftir að ég hefl heyrt hr. Eggert Stef- ánsson syngja, mundi mér vera það á- nægja að syngja ókeypis fyrst um sinn með hinum sönggædda unga manni. Pauline Fallesen. söngkennari. Hr. Eggert Stefánsson hefir sungið fyrir mig, og ég get tjáð mig um, að hann er gæddur sérstaklega fögrum og skýrmótuðum tenórhljóðum, sem geta áreiðanlega með þroskun aflað honum fagurra framtíðar sem óperusöngvara. Otto Höj söngkennari. Um hr. Eggert Stefánsson. sem hefir sungið fyrir mig, get ég sagt, að hann er gæddur ekki lítilli söngrödd, háum og hljómfögrum tenór. Með því hann syngur þar að auki söngnæmt og hreint, virðast hér vera skilyrði fyrir hendi. Það er samfæring mín að með góðri tilsögn muni hann geta náð miklum ár- angri á sviði söngsins . . . Valdimar Lincke kennari við hinn kgl. danska Sönglistarskóla. Islendingurinn, hr. Eggert Stefánsson, heflr sungið fyrir mig og mér virðist hann vera gæddur miklum, sterkum og einkar hljómfögrum tenór, sem á tví- mælalaust skilið að njóta svo góðrar þroskunar sem kostur er á . . . Peter Jerndorff kgl. leikari. Ég hefi heyrt hr. Eggert Stefánsson syngja . . . Frábrugðinn hljómblær er yfir hans sterku og heilbrigðu hljóðum; hann hefir næmt eyra og sú smekkvísi, sem kemur i ljós í framburðinum, ber vott um góða söngmentun og listnæman skilning. Hér eru öll skilyrði fyrir listasöng í orðsins bestu merkingu . . . Vilhelm Rosenborg söngkennari. Landi minn hr. Eggert Slefánsson hefir sungið fyrir mig, og það er sannfæring mín, að hann eigi mikla framtíð fyrir sér sem söngvari, því hann er ekki að eins gæddur fögrum og hljómmiklum tenór, heldur er auk þess mjög söng- nærnur . . . Sv. Sveinbjörnsson tónskáld. Loks segir einka-kennari hans í fyrra: Hr. Eggert Stefánsson hefir sungið hjá mér — að nokkru lej’ti prívat og að nokkru leyti á h. kgl. Sönglistarskóla — í c. 1 ár, og eg get sagt, að hann starfar jafnan með mikilli elju og brennandi áhuga. Þegar þar við bætist hans góða rödd og háns góðu söngnæmis hæfileik- ar, þá mun árangurinn vafalaust verða góður. Paul Bang kennari við h. kgl. Sönglistarskóla. Flest af þessum ummælum (öll nema síðasta) eru frá sama árinu sem Eggert Stefánsson kom til Kaupmannahafnar. Síðan hefir hann eingöngu stund- að söngnám, i hálft þriðja ár, og auk þess notið framburðar-fræðslu beztu kennara hér í þeirrri grein, Peter Jerndorffs, kgl. leikara. Og þennan tíma hefir margt gerst til framfara í söng hans, eins og vita má. Hvort sem hann syngur svo að rúðurnar skjálfa, eins og eitt blað hér komst að orði um hann á dögunum, eða hann bregður sér i kólóratúr-söng — söng í dillandi tónbrigðum. Eggert Stefánsson er á leiðinni heim til að syngja fyrir landa sína — og hverfa síðan aftur að námi. Eg sendi þessar línur á undan honum, svo að menn skuli átta sig þess fyr á gestinum. Fredensborg á Sjálandi, vorið 1913. Guðmundur Kamban. fá orð um vitana. Þakkir á þing og stjórn síðari árin skilið fyrir afskifti sín af vitamáiunum, því að ekki væri sanngjarnt að heimta miklu stærri stig, en stigin hafa verið í þeim málum, eftir ástæðum. En jafn leiðinlegt er það hins vegar, að sumir af vitunum eru eklci eins hagcm- lega settir eins og æskilegt hefði verið, skal ég nefna nokkur dæmi. Ég skal þá byrja á vitanum á Siglu- nesi. í staðinn fyrir að vitinn hefði átt að standa úti á Siglunestá, þá hefir hann verið settur alveg upp við fjall. Af því orsakast það, að lítil not eru að honum fyrir innsiglinguna á Siglu- fjörð. Og í annan stað, þegar skar- bylur er eða þoka á hálendi, þá sézt hann heldur ekki, þótt bjart sé niður við sjóinn. Einnig dýrari umsjón á vitanum þar sem hann er heldur en að hann stæði niðri hjá bygðinni. Ég hefi það eftir mjög merkum manni að norðan, að vitinn sé þar kallaður „Sauðaviti".1) Næst er þá vitinn á Öndverðarnesi, sem að visu er ekki stór, en gæti þó gert tvöfalt gagn við það sem hann gerir nú, ef hann stæði svo sem 150 föðmum vestar; gæti þá lýst jafnt austur sem vestur; en nú skyggir smá-stallur á berginu á hann, svo að hann sézt alls ekki, ef komið er grunt sunnan með Jöklinum. Þá er Reykjanesvitinn nýi. Með hapn er farið 2200 fet heint upp í landið, og settur þar á hátt fell, „Bæjarfell". Svo þegar búið er að koma honum þar upp fyrir 90 þús. kr. eða meira, kemur það í ljós, að fjall er í veginum, svo að hann sézt ekki af skipaleiðinni austan, og endirinn varð sá, að settur var í viðbót annar lítill viti á „Skarfasetur", einmitt þar sem þessi dýri viti hefði átt að st.anda, og hefði hann þá kostað minna, svo að numið hefði stórlé hefði hann verið settur á réttan stað. Til hvers var *) Sumir kalla hann „Smalavita11. verið að eyða fé í að sprengja niður gamla vitann ? Ég hefi hvergi séð það gert við England, þó viti hafi verið færður til. Af því að Reykjanesvitinn stendur alt of hátt (og þó bak við fjall) kemur ekki sjaldan fyrir, að maður fer þar fram hjá án þess að sjá hann, þótt nesið sjáist. Vitinn er þá uppi í þokunni. Nú sé ég að landsstjórnin gerir ráð fyrir vita á Ingólfshöfða. Vér skip- stjórarnir höfum beðið um vita á Meðallandstanga. Viti á Ingólfshöfða er ekki nærri eins nauðsynlegur og á Meðallandstanganum, af því að allir, sem koma frá útlöndum, og fara vestur með landi, setja sina stefnu til Vest- mannaeyja, og liggur þá leiðin ekki langt frá Meðallandstanganum, enda hefir mörgum orðið hált á því. Aftur þau skip, er að austurlandinu sigla, setja sína stefnu langt fyrir austan Ingólfshöfða. — Ég vona að háttvirtir þingmenn athugi þetta. Að öðru leyti vísa ég til bréfs frá skip- stjóranum á björgunarskipinu „Geir“, er vér sendum með beiðninni um vit- ann, og gaf það glöggva skýrslu um strönd á þessum stað síðustu árin. Þess skal getið, að ég hefi ráðfært mig um þetta við alla íslenzka skip- stjóra og einnig fjölda af útlendum, og allir verið á eitt sáttir : Vita á Meðallandstanga. Júli 1913. Bjalti Jónsson. Ræða próf. Lárusar H. Hjarnason { fánamálinu. Pegar spurning rís um það, hvort reyna eigi að löggilda íslenzkan sérfána, þá krefst sú spurning úr- lausnar þriggja eða fjögra annara spurninga: 1. Hvort íslendingar óski þess al- ment, að íslenzkur fáni blakti yíir höfði þeim. 2. Hvort sú ósk sé eðlileg og réttmæt. 3. Hvort oss sé fært, að löghelga liti vora sem fána, og sé það fært, þá að hve miklu leyti. I’riðju spurningunni mætti skifta í tvent: 1. hvort oss sé heimilt að nota íslenzkan fána, og 2. hvort oss myndi lánast það, þótt lög- heimilað væri. Pessum spurningum ætla ég nú að leitast við að svara. Viðvikjandi fyrstu spurningunni þarf ekki að fara í grafgötur um svarið. Ég hygg, að það þurfi ekki nein heilabrot eða vangavelt- ur til þess að færa mönnum heim sanninn um það, að sá sé vilji ís- lendinga. Pjóðin hefir fyrir all- löngu valið landi sínu liti, bláa og hvíta litinn, og konungur hefir staðfest það kjör fyrir tæpuin 10 árum með skjaldarmerkinu: hvít- um val í bláum feldi. Stúdentar og ungmennafélög liafa tekið ást- fóstri við þessa liti með eldmóði æsltunnar, og kónur staðfest þá með veifugjöfinni 1. þ. m., sem alþingi vantaði því miður þrek til að nota. Öll þjóðin hefir svarist undir þessa liti, heitast og almenn- ast, þegar hún hefir fundið blóðið renna sér til skyldunnar, skyldunn- ar við sjálfa sig, svo sem á aldar- afmæli vors bezta manns, Jóns Sig- urðssonar, og nú seinast 12. f. m., þegar erlend flónska brendi bláa og hvita litinn inn í 'bein og merg þjóðarinnar. Þangað til hafði blá- hvíti dúkurinn blaktað fyrir and- vara, sem líkja má við »blæ, er bylgjum slær á rein«. Nú þenur hann veður, »sem brýst fram sem stormur, svo hriktir í grein«, í gömlu feysknu fauskunum. Pað er orðinn almennur þjóðarvilji, að lögleiða íslenzkan fána. En er nú þessi fánahreyfing eðli- leg og réttmæt? Þeirri spurningu vildi ég mega svara með tveimur öðrum spurningum. Er eðlilegt, að hugsa, tala og rita á móður- máli sinu? Er eðlilegt, að unna þvi landi, sem geymir samtímis beztu minningar manns og björt- ustu vonir? Sé þetta eðlilegt og réttmætt, þá er fánahreyfingin eðli- leg og réttmæt. Sérstakur fáni er lifsmark sérstaks þjóðernis. Þá kem ég að þriðju spurning- unni: Er oss íslendingum fært að löghelga liti vora sem fána? Og sé það fært, þá að hve miklu leyti? Urlausn þeirrar spurningar velt- ur aðallega á því, hvort og að hve miklu leyti dönsk flagglög ná hing- að. Hér að lútandi dönsk ákvæði eru þessi: Bann 17. Febr. 1741 gegn því, að skip einstaklinga sigli undir klofnu flaggi. Tilskipun 2. Júlí 1748 § 6 sbr. § 9 um að öll verzlunarskip hafi danska verzlunarflaggið. Flota- ooooooooooooooo ö rt i f p i í_ ö 0 Ö 0 0 0 0 Q alls konar er lang-ódýrastur í q o Skóverzlun Jóns Stefánssonar o 0 Laugaveg 14. ö ö Vatnsstígvél (hnéhá) ö ö seljast á lír. 16,75. $ 0 0 ^ Allar viðgerðir fljótt og vel gerðar. ^ ooooooooooooooo reglugerð 8. Jan. 1752 § 818 um að verzlunarskip hafi ekki klofið flagg og sjóliðsforingjar gæti þess, að verzlunarskip noti ekki óheim- ilt flagg, og svo loks tilskipun 7. Des. 1776 um að verzlunarskip megi hvergi nota annað flagg en verzlunarflaggið. — Um öll þessi dönsku lög er það að segja, að þau hafa aldrei verið lögleidd sér- staklega hérálandi; þau hafa held- ur aldrei verið birt hér og eru því ekki sýó//gild hér, enda hefir eng- inn neitað því mér vitanlega, hvorki í ræðu né riti, að ísland hafi frá upphafi verið sérstakt, sjálfstætt löggjafarumdæmi, en af því einu út af fyrir sig leiðir það, að dönsk lög geta ekki verið sjálfgild hér á landi. — Lög þau, sem ég nú hefi nefnt, taka auk þess að eins til skipa á sjó, og að eins til »uer?/~ unarskipa«, á dönsku máli »Kof- fardiskibe« eða )jHandelsskibe«, eða til vöruflutningaskipa og mannflutn- ingaskipa, sbr. 1. gr. tilsk. 25. Júní 1869 um mæling skipa. Hins vegar ná þau ekki til fiskiskipa, skemti- skipa eða líkra skipa, hvorki op- inna né undir þiljum. Og það er öldungis víst, að ekkert þessara á- kvæða nær til flaggs á þurru landi, enda eru engin dönsk lagaákvæði

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.