Reykjavík


Reykjavík - 12.07.1913, Blaðsíða 3

Reykjavík - 12.07.1913, Blaðsíða 3
R E Y K J AV í K 113 SUNLIGHT SOAP Sunlight sápan er áreiöanlega hrein og ómenguð og engin önnur sápa getur jafnast viö hana til þess að hreinsa fat- naöinn, spara tímann og gjöra vinnuna við þvottinn auðveldari. Sunlight sápan er afkastamikil og sparar yður peninga. Ef þjer ekki eruð þegar farinn að nota Sunlight sápuna, þá byrjið að gjöra það nú þegar. 2750 JErönsk ^amtalsbök •) eftir Pál I*orl£;elssoti, er nýkomin lit. — Kostar Kr, Fæst hjá öllum bóksölum. . 3,00. ^ til um flagg á landi ekkert nema bréf frá dómsmálaráðherranum danska frá 2. Ág. 1854, en með því bréfl er öllum í konungsríkinu leyft að flagga með verzlunarflagginu í kaupstöðum og til sveita. t sama bréfi er verzlunarræðismönnum leyft að flagga með flaggi þess lands, sem þeir eru fyrir. Dönsk lög eru því ekki til fyrirstöðu sér- flaggi. Til sannindamerkis má geta þess, að útlendum einstakl- ingum, sem hér eru búsettir, er leyft eða liðið að flagga með flaggi sinnar þjóðar, og þurfa menn ekki annað til að sannfærast um það en að líta hér út um gluggana nú. Ég veit, að okkar röggsami lög- reglustjóri myndi ekki líða það, ef það kæmi i bága við lög. Hitt er óþarfi að minna á, að flaggað hefir verið átölulaust með bláhvíta fán- anum á húsum einstakra manna. — ísland er, að því er sérmálin snertir, framandi land gagnvart Danmörku. þá er næst spurningin urn það, hvort »ríkiseiningin« svokallaða geti orðið því til hindrunar, að við lögleiðum íslenzkan sérfána. En að ríkiseining sé milli Danmerkur og íslands, því get eg hvorki neit- að samkvæmt stöðu minni né langar til að neita. »Ríkiseiningunni« til sönnunar skal eg leyfa mér að vitna til eftirtaldra laga: Stjórnarskráin 1., 18. og 25. gr.; lög nr. 28, 7. Nóv. 1879, 4. gr.; lög nr. 14, 21. Sept. 1883; lög nr. 13, 22. Marz 1890, 52. gr.; lög nr. 31, 13. Des. 1895, 1. gr.; lög nr. 16, 3. Okt. 1903, 8. gr.; lög nr. 13, 20. Okt. 1905, 27. gr. En hvað liggur nú í orðinu »rikiseining«? Ekkert annað en það, að ísland og Dan- mörk standi saman gagnvart fram- andi löndum. Rikiseiningin er því ekki til fyrirstöðu heimaflaggi, sbr. 8. lið 3. gr. millilandanefndarinnar og upphaf 2. málsgr. nefndarálits á bls. XIV. í 3. gr. er »kaup fánínn ut á viða talinn meðal sammálanna, en i 2. mgr. XIV er sagt, að sammálin samkv. frumvarpinu séu og nú skoðuð sem sammál, en í því liggur að heimafáni sé ekki sammál, og þá getur hann ekki verið annað en »sérmál«. Enda þarf ekki annað en að benda til þýzka rikisins og Stóra-Bretlands og sérríkja hins fyrnefnda og sérlenda hins síðar- nefnda. — Þýzka ríkið hefir einn allsherjarfána, en hvert sérríki lief- ir sérstakan heimafána. Sama er um Bretland. Athugull maður, sem kemur til Edinborgar mun hafa séð flaggað þar með St. Andrew- krossinum og eg held að flestar nýlendur Breta, að minsta kosti hinar stærri, hafi sérstaka heima- fána. (Jón Ólafsson: Nei, nei, nei.) Jú, að minsta kosti Canada. Eg get sagt vini mínum, sem hristir höfuðið, að eg lieíi það úr enskri fræðibók og til frekari fullvissu hringdi eg upp breska konsúlinn hér og spurði hann um þetta, og sagði liann að eg mætti hafa það eftir sér. það er þannig ekkert til fyrirstöðu íslenzku sér- flaggi vegna danskra laga eða rikiseiningar. í íslenzkri löggjöf þekki eg ekki í svipinn önnur ákvæði um danskan fána en þessi: Lög nr. 31, 13. Des. 1895, sérstaklega 2. gr., sbr. augl. 16. Jan. 1893 og 20. Apr. 1893, og tilsk. 2. frá 2. Marz 1903, 11. gr. — Lögin frá 1895 taka að eins til hér skrásettra verzlunarskipa, stærri en 12 smálesta, og þekki eg engan löglesinn mann, sem dregur það í efa. Meira að segja gera þau ráð fyrir skipum hér á landi, sem ekki mega flagga með danska flagginu. Tilskipunin frá 1903 nær að orða- laginu til að eins til fiskiskipa utan landhelgi, og jafnvel að eins til 30 smálestaskipa. Danska tilskipunin frá 1748 er að eins lögleidd ís- lenzkum nerr/unarskipum til handa, enda hefir blahvíti fáninn verið notaður á bátum aðfinningarlaust. — En þó að framannefnd dönsk ákvæði væru talin gikl hér, og þá líklega helzt vegna tilsk. frá 24. Jan. 1838, þá yrði þeim ekki beitt hér, síst til refsingar eða ábyrgðar, og það þegar af þeirri ástæðu, að þau hafa ekki verið birt hér á landi, sbr. tilsk. 21. Des. 1831 og 2 hæstaréttardóma frá 1842. Það er þvi ugglaust, að vér liöf- um fulla heimild til þess að setja lög um sérfána á tandi. Og með slikum fána ætti að mega flagga á liöfnum og jafnvel innan íslenzkrar landhelgi, alténd á óskrásettum skipum. Annað mál er það, að eg býst við, að íslenzk skip yrðu að draga upp danska fánann, ef krafist væri af eftirlitsskipi Dana eða annara ríkja. Hinsvegar tel eg oss alveg ó- kteyft að lögleiða sérstakan siglinga- fána. Til þess þyrftum vér að fá viðurkenningu annara rikja fyrir sjálfræði voru, eða Surverænitet, enda tæplega heppilegt að ráðast í það meðan vér höfum ekki megn til að verja fána vorn og skip. Varnarlaus siglingafáni, þótt við- urkendur væri, gæti leitt til tjóns fyrir skipa- og vörueigendur. Auk þess sem tilraunir af vorri hendi til lögleiðingar slíks fána yrðu til þess að draga fánamálið niður í flokkaóþverran, líkt og ósamlyndið varð sambandsmálinu að falli 1908, og til þess vil eg ekki stuðla. En jafnvel þótt vér höfum ský- lausan og ómótmælanlegan rétt til þess að lögleiða íslenzkan sérfána, eins og eg hefi þegar sýnt fram á, þá er ekki þar með sagt að málið verði jafn auðsótt í framkvœmdinni. Það er ekki ómögulegt, að danska stjórnin taki sér rélt til íhlutunar um það mál, líkt og um lotterí- málið og flaggið á bátskelinni 12. f. m. o. fl. og mætti þá ef til vill óttast, að ístöðulítil íslenzk stjórn kiknaði i knjáliðunum, svo sem dæmi munu finnast til um svo- kallaða íslenzka stjórn. Samt hefi eg þá óbifanlegu trú, að vor góði, rétti málstaður sigri. Byggi eg hana annarsvegar á konunglegum orðum ættföður Glúksborgarættar- innar: »Fram í guðs nafni fyrir rétti og sæmd?« enda skil eg á likan veg einkunnarorð konungs vors Kristjáns X.: »Guð ininn, land mitt og sæmd mín«, legg: »land« út sem gjörvalt veldi kon- ungs. Og hinsvegar byggi eg það á spámannlegum orðum skáldsins: »Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, | eins hátt sem lágt má falla fyrir kraptinum þeim.« Þau orð eiga jafnt við smáþjóð sem stórþjóð. Gröngum því öruggir fram undir litnm lands vors, litum lieið- blámans og mjallarinnar. Nöfn <:><»• íiýjuiigar. ..BoSnía kom í eær og með henni fjöldi farþega. A meðal þeirra voru Geir Sæ- mundsson vígslubisknp og Vestur-fslending- arnir Jón Vopni ogJón Stefáns- s o n læknir við almenna spítalann i Winni- peg. Með Jóni Vopna eru sonur hans og dóttir. Syst.ir hans er einnig með í förinni. Þau hafa dválið fyrir austan og norðan nú um hríð og fara út með „Botníu“. Jón Vopni er talinn auðugastur allra íslendinga. Kvennafundurinn i Búda-Pest gekk um garð 20. f. m. Hann sóttu 2600 iull- trúar, svo varla er að búast við, að mikið hafi borið þar á einum íslending, Geta menn glaðst af því eða hrygst eftir því hvernig skapgerð þeirra er. Þorbergur Thorvaldsson Dr. P. h. frá Harward háskólanum kom hingað til bæjarins fyrir skömmu ásamt Sveini bróður sínum. Fóru þeir af „Vestu“ við Norður- land og héldu þaðan landveg í Borgarnes. Hr. Thorvaldsson er eínafræðmgur og hefir notið styrks af Harwards háskólanum til framhaldsnáms i Evrópu í þessari visinda- grein. Hann tekur að komandi hausti við kenslu á háskólanum. Ritstjórinn er nú aftur hress orðinn eftir byltu þá, sem hann hlaut i vikunni, er leið. Látinn er Guðm. Ámundason. bróðir Olafs Amundasonar kaupmanns. Hann var orðinn hrumur mjög. Á Vífilsstaðaheelinu eru sem stend- ur 76 sjúklingar. Rúm mun vera fyrir 80 mest. Af þessum 76 hafa langflestir komið nú í vor. Þeir sem á hælinu voru í vetur eru margir farnir heim til sín heilbrigðir eða á batavegi. Nokkrir hafa dáið. Trúlofun: Einar Indriðason bankarit- ari og ungfrú K atrín Norðmann. Norðurljósahljóð. í „Naturen11 (norskt tímarit náttúruvísindalegs efnis) er grein, þar sem tynd eru saman ýms ummæli, göm- ul og ný, um að heyrist í norður- (og suð- ur)-)jÓ8um. Fullyrða það margir merkir menn, og er einn þeirra heimskautafarinn Hróaldur Amundason. Þýzkt hafskip úr járni, stórt og mikið, sökk í vor utarlega á höfninni í Hafnarfirði þannig að siglutrén þrjú náðu ekki alllítið upp fyrir yfirborð sjávarins. Var öðrum skipum hætta búin af þessu og í ráði að sprengja skipið i sundur með sprengiefni. Krafðist björgunarskipið „Geir“ 6000 kr. fyrir vikið. Þótti mönnum dýrt, og var „Adelaide" (svo hét skipið) síðan seld á upp- boði ásamt eitthvað 3000 smálestum af kol- um, sem í henni voru, og keypti J. Reykdal, bóndi á Setbergi við Hafnar- fjörð, alt saman (eða öllu fremur „vonina“ í því) fyrir — 16 0 k r. En sá böggull fylgdi skammrifi, að væri hann ekki búinn að koma skipinu burt snemma í þessum mánuði var hann skyldugur að sprengja það í loft — eða sjó — upp þegar í stað og á sjálfs síns kostnað. En Reykdal er maður bæði ötull og framsýnn, og á meðan öldungarnir hafn- firzku hristu skallann og töluðu um það sín á milli, hve óvitur og framhleypinn æsku- lýðurinn væri nú á dögum, fór hann inn í Reykjavík, fékk stóreflis fleyti-kassa leigða hjá hafnar-Kirk, þrælsterkan vír í dráttar- brautinni og þrjá botnvörpunga. Fór síðan með alt suður í Fjörð, setti kassana um fjöru sinn hvoru megin við skipið til að lyfta því, er flæddi, vír undir kjölinn bæði að aftan og framan, hafði sinn botnvörp- unginn á hverja hlið til að draga „Adelai- de“ upp og á flot og loks hinn þriðja til að „stíma“ með hana burt. Og nú liggur „Adelaide11 upp í fjörunni í Hafnarfirði og sólin skínandi björt er farin að þurka kolin. En enn bjartara skin þó ásjóna Reykdals sjálfs, þar sem hann stendur þar hjá og tal- ar við einhvern öldunginn, sem nú er hætt- ur að hrista kollinn, heldur mælir með spekingssvip: „Já — var það kanske ekki þetta, sem ég sagði frá upphafi!“ Látin er í Slésvík ekkjufrú L o u i s e Pesehke, dóttir N. Siemsen, er hér var kaupmaður. Hún var systir Franz Siemsen fyrv. sýslumanns og Carélínu Jónassen amt- mannsekkju. Bifrciðin nýja heldur nú uppi ferðum ýmist til Þingvalla eða austur yfir fjall. Vilh. Finsen loftskeytamaður kemur hingað alkominn í ágúst. Látinn hér í bænum ep elzti sonur Ás- geirs Sigurðssonar konsúls, Asgeir að nafni. Mannvænlegasti piltur. Veiðistöð, ætlaða botnvörpungum, er nú í hyggju að búa til inni í Fossvogi. Hefir enskt félag myndast í því skyni og keypt þar mikið land. Á nú mjög bráðlega að byrja þar á hafskipabryggjugerð og setja vita og sjómerki til að gera greiða innsigl- inguna á Skerjafjörð. Ætlast er til, að nota landsvæðið Reykja- víkurmegin við voginn og verður bryggjan undan bökkunum kippkorn austan og inn- an við Nauthól. í Grundarfirði hefir annað enskt félag einnig í ráði að búa til veiðistöð fyrir botnvörpunga. Óvist þó enn, hvað úr því verður.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.