Reykjavík - 09.08.1913, Blaðsíða 3
R E Y K J AV1 K
129
LIFEBUOY SOAP
(LIFEBUOY SAPAN)
Á hverjum degi, á hverju heimili, alstaðar má bjarga lífi manna með
þvi að notaþetta dásamlega og heilnæna sjerlyf. Það er bæði sápa
og hreinsunarlyf íim leið—styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en
kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Hún er jafngóð til andlits—og
handþvotta og til baða, til að lauga sjúklinga eins og til allra heimil-
isþvotta—yfir höfuð til þvotta og ræstinga í hverri mynd sem er.
Nafnið LJEVER á sapunni cr tryggin^ fyrir hreinleik hennar og kostum.
2718 _________ __________________________
Frönsk sauitalsbók
eftir JE*éil Porkelsson, er nýkomin út. -
Fæst hjá öllum hóksölum.
Kostar Kr. 8,00.
sannað, að vit mitt, dugnaður eða á-
ræði væri ekki eins dæmi, og að fleiri
hefðu þar og dáð til þess að gefa sig
við því vanþakkláta starfi hér á landi,
að gerast brautryðjendur. — Hér er
líka tækifæri fyrir hreppsfélagið, sýsl-
una eða „Héraðið“; yfir höfuð fyrir
alla, sem hefir orðið tíðrætt um kosta-
kaupin.
En fyrst allra býzt ég við að sjá
umsókn frá H. Þ., annaðhvort fyrir
eigin hönd eða safnaðarins,*) enda væri
þá mest trygging fyrir því, að þessi
ágæta bújörð yrði ekki flutt burt af
Austurlandi.
Yallanesi, 26. Júni 1913.
Magnús Bl. Jónsson.
friSur á Jalkau.
Khöfn 8. ágúst.
Balkanfriður undirskrifaður í
gær. Búlgarar saraþykkja allar
kröfur.
Samkvæmt fyrra símskeyti var
friðarfundurinn haldinn í Búkarest.
t
Guðlaugur Guðmundsson
bsejarfógeti á Akureyrí.
Hann andaðist á Þriðjudaginn var
eftir langa vanheilsu.
Hann lauk lögfræðisprófi við Kaup-
mannahafnarháskóla árið 1882 og var
sama ár settur sýslumaður í Dala-
sýslu. Gengdi hann því embætti um
hríð en varð svo prókúrator við lands-
yfirdóminn, þangað til hann árið 1891
fékk Skaftafellssýslu. Yarð hann þing-
maður Vestur-Skaftfellinga og sendu
þeir hann alls 9 sinnum á þing. Sýslu-
maður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfó-
geti á Akureyri varð hann 1904, og
gegndi þessu mjög umsvifamikla em-
bætti af miklum dugnaði.
Þingmaður Akureyrarbúa varð hann
1911.
Guðlaugur heitinn var ákafamaður
um það, er hann lét sig skifta, og var
mælsku-maður með afbrigðum.
Hann var kvæntur Ólavíu Maríu,
sænskri konu, og lifir hún mann sinn
ásamt Tfcbörnum, öllum uppkomnum.
íþróttamót
allmikið var háð hér 2. og 3. ágúst.
var það að kalla mátti eini dagamun-
ur, sem gerður var hér í bænum þá.
Vínningar:
Kapphlaup 800 stikur.
1. Sigurjón Pétursson... 2 mín. lö'/s sek.
2. Magnús Tómasson ... 2 — 19 —
2. Einar G. Waage .... 2 — 22 —
Kapphlaup 100 stikur:
1. Kristinn Pétursson...13 sek.
2. Guðm. Kr. Guðmundsson .... 13’/b —
3. Jón Halldórss. og Jón Þorsteinss., jafnir.
Spjótkast:
1. Magnús Tómasson........ 33,62 stik.
2. Carl Ryden.............28 —
3. Sigurjón Sigurðsson.... 26,30 —
4. Tryggvi Magnússon...... 23,65 —
Kapphlaup 1 600 stikur:
1. Magnús Tómasson ... 4 mín. 524/s sek.
2. Sigurjón Pétursson . . 4 — 55 —
3. Helgi Tómasson .... 5 — 6 —
Kapphlaup 10000 stikur:
1. Guðm. Jónsson ..... 38 mín. 19 sek.
2. Tómas Guðmundsson . . 45 —
Boðhlaup 4X100 stikur:
1. 2. flokkur..........1 mín. 1 sek.
2. 1. — ...............1 — 2*/*—
Ennfremur þreyttu drengir 60 stikna hlaup.
Kringlukast:
1. Sigurjón Pétursson ...... 30,88 stik.
2. ólafur Sveinsson....... 23,93 —
3. Egill Guttormsson...... 23,69 —
4. Benedikt G. Waage.......19,82 —
Kúluvarp;
1. Sigurjón Pétursson.......9,53 stik.
2. Guðm. Kr. Guðmundsson . . . 9,37 —
3. Niljóníus Ólafsson.......8,42 —
Stangarstökk:
Benedikt G. Waage,
Ólafur Sveinsson og
Tryggvi Magnússon......2,6 stik.,
allir jafnir.
Pegurðarglíma:
1. Bjarni Bjarnason.
2. Magnús Tómasson.
Knattspark:
Fótboltafélagið Pram og
Fótboltafélag Reykjavíkur,
2 hjá hvoru.
Til samanburðar skulu settir hér
nokkrir fyrstu vinningar frá V.
Ólympisku leikjunum, sem haldnir
voru í Stokkhólmi sumarið 1912.
100 stiku hlaup:
Gaig (Bandaríkjam.).........104/b sek.
800 stiku hlaup:
Meredith (Bandar.m.) . . I mín. 61*/n sek.
1500 stiku hlaup:
Jackson (England) .... 3 mín. 568/io sek.
10000 stiku hlaup:
Kolehmainen (Pinni) . . 31 mín. 20 4/s sek.
Kringlukast:
Taipale (finskur)...........45,21 stik.
Spj ótkast:
Lemming (sænskur).......... 60,64 stik.
Kúluvarp:
Mc. Donald..................15,34 stik
Eins og eðlilegt er hafa íþróttamenn
vorir ekki enn nærri við þessum ú r-
v a 1 s sigurvegurum. íþróttir hór
aðeins fárra ára og auk þess bornar
uppi af fáum — altof fáum — áhuga-
miklum mönnum. Æskulýðurinn, sem
nú er að renna upp, má ekki og á
ekki að fara varhluta þess líkamsupp-
eldis, sem sú kynslóð, er nú smám-
saman líður undir lok ekki varð að-
njótandi. Þá þarf eigi að efa að minni
verður munurinn á íþróttavinningum
þeirra og sigurvegaranna út í heimi,
eins og vér heldnr ekki efum að með
meiri þátttöku og meiri æfingum muni
þeir, sem nú temja sér íþróttir hæg-
lega, fara fram úr — fyrst sjálfum
sér, síðan hinum.
Skyp. Gísli Guðmundsson gerla-
fræðingur hefir ritað ekki ófróðlegan
smápésa um íslenzkt og útlent skyr.
Skyrgerð hér er jafngömul landinu,
eins og sögurnar bera vott um, og
hefir aldrei lagst niður.
Einnig í ýmsum öðrum löndum í
Norðurálfunni tiðkast skyrgerð, og telur
Gísli svipaðast íslenzka skyrinu eins-
konar súrost, sem írar og Frakkar
búa til. En frægast er búlgarska
skyrið. Það heitir Yoghurt.
Eins og kunnugt er hefir hinn frægi
vísindamaður, Rússinn MetschniJcoff,
talið skyrið búlgarska (og svipað skyr)
mjög heilnæmt og hjálpa mönnum til
langlífis.
Gísli hefir rannsakað íslenzka skyrið
og komist að þeirri niðurstöðu að heil-
næmi hinna íslenzku mjólkursúrgerla
sé fullkomlega á við heilnæmi hinna
búlgörsku. Bæði séu íslenzku gerl-
arnir náskyldari þeim búlgörsku og
svo þrífist þeir bezt í eðlilegum líkams-
hita, en búlgörsku gerlarnir ef hitinn
fer nokkuð fram úr 37°. Auk þess
kveðst Gísli hafa reynslu fyrir sér um
góð áhrif þessara gerla á meltinguna,
því að menn, sem hann hefir látið fá
búlgarska og íslenzka súrmjólk til
reynslu við magalasleik, hafi flestum
batnað að mun. Sama hefir hann
eftir Stgr. lækni Matthíassyni. — Um
skyr sem verzlunarvöru farast Gísla
þannig orð:
„Það ei sízt að vita, nema skyr geti
orðið verzlunarvara.
Bændur ættu að reyna að flytja það
i kaupstaði til sölu og vita hvernig
tekst. Skyrið mætti flytja í líkum
umbúðum og smjör, t. d. þjappa því
niður í kvartil og hafa smjörpappír
utan með. Bezt er þá að gera skyrið
úr soðinni undanrennu eða sauðamjólk
og láta það standa ósíað minst 3 sólar-
hringa. Yitanlega getur þetta ekki
lánast nema skyrið sé vel síað og mjög
vandað. En mór væri ljúft að láta af
hendi kyngóða gerla í skyrþétta handa
þeim, er kynnu að vilja ríða á vaðið.
Gott skyr mundi eflaust vera útgengi-
leg vara hér í Reykjavík og öðrum
kaupstöðum, og þótt það seldist tregt
í byrjun, mundi það eflaust smám
saman ryðja sór til rúms. Mönnum
mundi skiljast, fyr eða síðar, hve við-
sjárvert er að leggja niður þá arfgengu
venju vorra hraustu forfeðra, að neyta
skyrs og súrmjólkur í ríkum mæli.“
Bríel í Bddapest. Þegar Chap-
man-Kat kvenréttindakonan heimsfræga
setti kvennafundinn í Búda-Pest gat
hún þess, að ýmsir fulltrúar hefðu
sótt þangað langar leiðir og vota vegu,
en sérstaklega fyndist henni ástæða
til að minnast eins fulltrúans sem sé
fulltrúans frá íslandi, sem einn væri
styrktur af stjórn landsins til ferðar-
innar. Eins og allir vissu lægi ísland
norðarlega mjög á hnettinum og þar
byggi fámenn og fátæk þjóð, enda
hefðu þeir orðið að ganga svo nærri
sér, að þeir hefðu orðið að fella niður
eina póstferð til þess að sjá fulltrúan-
um sæmilega farborða.
Nöfn og' riýjung-jir.
Gunnlaugur Claasson læknir, sezt
að hér í bænum nú í haust. Hann hefir
lagt stund á lækningar með aðíerð þeirri,
sem Röngten fann og við hann er kend
og svo á barnasjúkdóma. Hann hefir átt
kost á að vera aðstoðarmaður á lækninga-
stofu (klinik) Dr. Fischers, er fyrstur notaði
Röngtensgeislalækningar í Danmörku og
manna mest hefir við þær fengist þar. Þessi
lækningaaðferð er nú notuð og talin ómiss-
andi við mjög marga sjúkdóma og krefst
töluverðar æfingar til að kunna að beita
henni vel. En þá æfing hefir Gunnlaugur
nú fengið, en eftir að vita hvort hann fær
tækifæri til að láta hana koma hér að liði.
Fyrirboði þess, sem erívændum: bjór-
vistir þrotnar á hótel Reykjavík. Góðs viti
segja sumir, ills viti kvarta aðrir.
Eimskipafélagið. BQutafé safnað hér
á landi er nú orðið kr. 262,230 en von er
á eiehverju meiru. Efst á blaði er auðvit-
að Reykjavík en næst kemur Suðurmúla-
sýsla.
Prentvilla var það auðvitað, þar sem í
blaðinu á undan var sagt út af áskriftum
vesturíslendinganna: Gefi þeir manna
heilastir. Átti eins og sambandið bar með
sér að standa: S k r i f i o. s. frv.
Eros ítalskt fiskflutningsskip til Péturs
J. Thorsteinsson sökk á Mjóafirði í fyrra-
dag. Tveir menn druknuðu en hinir kom-
ust með naumindum af.
Orsök slyssins var sú að gufuketillinn
sprakk.
*) Hann er annars fríkirkjumaður.