Reykjavík


Reykjavík - 09.08.1913, Blaðsíða 4

Reykjavík - 09.08.1913, Blaðsíða 4
130 REYKJAVlK Bezta Hvítölið framleiöir ölg’eröin „Egill Skallagrímsson44. Talsími 300. Mestu birgðir af vélnm. og áhöldum til land- búnaöar og garöyrkju, af beztu tegund og hagkvæmustu gerðum. — Verðlistar sendir, ef skrifað er eftir þeim. C. Tli. Rom «fc Co., Köbenhavn B. Verzlmar- og ílólarMsiJ »Garðar« á Húsavík (áður hús Jóns Á. Jakobssonar) er til sölu nú strax. — Húsinu hefir verið haldið vel við, það liggur vel við verzlun og því fylgir mikil og góð lóð. — Góðir borgunarskilmálar, lágt verð. — Umboðsmaður St. Stephensen og málfl.m. Vald. Thorarensen á Akureyri gefa nánari upplýsingar og semja um sölu. — Akureyri 23. Júním. 1913. Stephán Stephensen. Umhverfis ísland. Hamri í Hainariirði. Oddur M. Bjarnason skrifar þaðan: Jeg er 74 ára að aldri, hefi í mörg ár þjáðst af magaveiki, slæmri meltingu og njrnaveiki, og reynt marga lækna árangurslaust. En eftir að jeg hefi notað 5 flöskur af hinum heimsfræga Kína-lifs-elixír, er jeg mikið betri. Jeg flyt verksmiðjueigandanum hjer með innilegt þakklæti mitt. I*j órssítrliolti. Sigríður Jónsdóttir, Þjórsárholti, sem nú hefir flutt sig til Reykjavíkur, skrifar: Eftir að jeg hafði frá barnæsku þjáðst af langvinnu hægða- leysi og andþrengslum, reyndi jeg að lokum hinn alkunna Kína-lífs-elixír, og varð jeg þá betri til heilsu, en jeg hafði nokkurntima áður verið á minni 60 ára löngu æfi. ReykjaTík. Guðbjörg Hansdóttir, Kárastíg 8, skrifar: Jeg hefi í tvö ár verið mjög lasin af brjóstveiki og taukaveiklun, en eftir að hafa notað 4 flöskur af Kina-lífs-elixír, líður mjer mikíð betur, og jeg vil þess vegna ekki án þessa góða bitters vera. TV jálssitöðum, IIúnavatnssýslii. Steingrímur Jónatansson skrif- ar: Jeg var í tvö ár mjög slæmur af illkynjaðri magaveiki, og gat mjer aldrei batnað til fulls; jeg reyndi þá nokkrar flöskur af hinum alkunna Kína-lífs-elixír, og batnaði þá æ betur og betur. Jeg vil nú ekki án hans vera, og gef öllum, sem þjást af líkum sjúkleika, það ráð, að reyna þennan ágæta bitter. Siml>a,lcoti, Eyrarbakka. Jóhanna Steinsdóttir skrifar: Jeg er 43 ára, og hefi í 14 ár þjáðst af nýrnatæringu og þar af leiðandi veiklun, en af öllum þeim læknislyfjum, sem jeg hefi notað, hefir ekkert styrkt mig og fjörgað eins vel, og hinn frægi Kina-lífs-elixír. Reykj a'vílc. Halldór Jónsson, Hlíðarhúsum, skrifar: í fimmtán ár hefi jeg notað hinn heimsfræga Kína-Hfs-elixir við lystarleysi og magakvefi, og mjer hefir ætíð fundist jeg verða að nýjum manni, er jeg hefi neytt elixírsins. Hinn eini ó STini Kína-lífs-elix£r* kosfar að eins 2 kr. flaskan, og fæst alstaðar á íslandi, en ósvik- inn er hann aö eins búinn til af Waldemar JPeter- sen, I-1''rederikshavn, Köbenhavn. brúkuð íslensk alls- konar borgar enginn betur an Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. J. Kjarval listmálari sýnir i Iðnskólan- um myndir, er hann hefir málað. — Það er auðsætt að hann hefir tekið stórmiklum framförum í listinni nú á síðasta ári og er því öll ástæða til að ætla að hann láti eigi þar við staðar numið. f Ólafur Arinbjarnarson verzlunar- stjóri Brydesverzlunar í Vestmannaeyjum andaðist snögglega 5. þ. m. Hann var kvæntur Sigríði dóttur Eyþórs Felixsonar kaupmanns og lifir hún mann sinn. Hraun-áburðurinn. Ekki er enn af- ráðið hvort úr því verði að verksmiðja sé sett á stofn til þess að vinna áburð úr hraunum hér — og þá helzt Hafnarfjarðar- hrauninu. Þeir útlendingar, sem vm þetta sýsla hafa nú beðið um ný sýnishorn tekin í mismunandi dýpt, Ekki er því enn von- laust um að eitthvað kunni úr þessu að verða með tímanum. Baðhúsið. Margir sem 1 baðhúsið koma, sakna þess að ekki skuli vera þar vog eins og tíðkast í baðhúsum erlendis til notkunar þeim, sem baða sig, þesskonar vogir eru fremur ódýrar og borga sig smámsaman því að hver sem vill vita þyngd sína verður ae gjalda fyrir það, vénjulega 5 aura. Hefir bærinn ekki ráð á að fyrir þessu sé hugsað bráðlega? Skógræktin. Hann kvartaði sáran yfir því í vor í „ísafold" skógræktarstjórinn hve mjög við nögl sér þingið hefði undan- farið skorið styrkinn til skógræktar hér á landi. Hann kvartaði, og það var von að hann gorði það. En kvein- stafir hans hafa víst ekki borizt til eyrna stjórnarinnar, því að jafnvel mestu óvinir hennar munu eigi geta fundið henni til foráttu eyðslusemi í þessum efnum, minsta kosti ekki beina eyðslusemi. Svo er lítil og aumingja- leg fjárveiting sú, er hún vill að þingið skamti til eflingar skógræktinni á næsta fjárhagstimabili. Hún ætlast til að veittar séu 13,000 kr. árlega, og er gert ráð fyrir að af þessari upphæð séu greidd laun skóg- ræktarstjórans og skógvarða, og mun til þess fara tœpur helmingur allrar hinnar fyrirhuguðu fjárveitingar. Hér getur ekki verið nema um eitt af tvennu að ræða: vantraust á skóg- ræktarstjóranum eða vantraust á sjálfu skógræktarmálinu. Hinu, að stjórnin hafi eigi álitið landssjóð mega missa nokkrum þúsundum króna meira á ári til þessa, ef hún hefði álitið það nauð- synlegt og heppilegt — þarf ekki að gera ráð fyrir. En hafi hún það álit á því hvernig skógræktinni er hagað, að betra sé að vinna eigi að henni (en hvort hún getur haft nokkra ástæðu til slíks álits er mér ókunnugt um, en hygg að svo sé eigi) — er henni þá ekki betra að fá sér annan mann til að vinna að þessu þýðingarmikla verki, mann, er hún þykist mega treysta, heldur en að leggjast á það með undanförnum þing- um að gerast níðhöggur skógræktar- málsins á þann veg, sem nú er stofn- að til. Það virðist líka óneitanlega kostað nokkuð miklu til mannahalds við skógræktina þegar það er borið saman við það, sem skógnum sjáifum er ætlað. Ekki svo að skilja að ég álíti of miklu fé varið til að borga starfs- mönnum hans, en það álít ég, að betra sé að gera þá alls ekki út, heldur en að veita svo lítið fé til skógræktar- innar, að þeim verði lítill eða enginn starfi ætlaður. Að þingið veiti ár eftir ár jafn lítið til skógræktar og raun hefir orðið á, það er að kasta því á glæ sem veitt er, og það er að gera tilraun til þess að eyðileggja mál, sem ég er viss um að á miklu meira ítak í hjörtum vorum en mörg önnur fram- faramál vor, þótt þeim sé meiri gaumur gefinn og betur undir þau ýtt, vegna þess að meiri fjárgróðavon virðist í skjótu bragði vera þeim samfara. Það er sannarlega illa farið að þing og stjórn skuli ganga fyrir að kæla áhuga manna á þessu máli. Því eigi getur hjá því farið að áhugi margra dofni ef þingið sinnir því jafn lítið framvegis og það áður hefir gert. Og víst er það, að alveg er það ó- þarfi að vantreysta skógræktarmálinu, og óttast að hér geti eigi komizt upp skógar að gagni. Enda munu þeir fáir, sem bera þennan kvíðboga, og ég vona að enginn þingmanna verði í þeirra tölu. En um það þarf eigi að fjölyrða hve ómetanlegir skógarnir mundu verða landinu. „Glögt er gestsaugað“ segir máltækið, og ég tel mikinn vafa á því að Friðrik konungur YIH. hefði getað valið peningum sínum hér betri stað en er hann gaf þá til skógræktarinnar. Og það er í sannleika misþyrming á fósturjörðinni að hlúa eigi að minsta kosti af fremsta megni að leyfum þeim, sem þrátt fyrir hina hörmulegu með- ferð skóganna að fornu og nýju enn bera vott um hvað landið var og hvað það getur orðið. Þarf að rökræða þetta ? Þarf að benda á, að þó oss sé, ef til vill, enn um megn að færast veru- lega í fang að gróðursetja nýja skóga, þá er það oss þó að minsta kosti innan handar að láta þá þróast og vaxa, sem til eru. Að vér erum ekki þeir aum- ingjar að vér eigi höfum ráð á að vernda þá bletti, sem forsjónin sjálf hefir tekið ástfóstri, sjálf hefir friðað eftir mætti. ísland skógarlaust er eins og fagurt andlit, sem aldrei sézt á bros. ísland viði vaxið er fegurðin sjálf með skínandi bros á vanga. Kostakjör. 1400—2900 % gróði. Landeign mín í Vallanesi, með mann- virkjum, fæst keypt. Landið — eftir síðasta mati, 7300—14,600 kr. virði — fyrir 500 kr., byggingar fyrir sannvirði eða eftir mati byggingameistara, og önnur mannvirki fyrir sannvirði. — Tilboð eins og óskað er í grein hér í blaðinu. Vallanesi, ">/« 1913. Hagnús Bl. Jónsson. €ggerl Claessen, yflrréttarmálaflntningsmaðnr. Póathússtr. 17. Talsíml 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. er fluttur i Hafuarstrseti 22. Skrifstofntími 9—2 og 4—6. Hittist venjnlega sjálfur 11—12 ogr 4—5. Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. / Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Stmnefni: Verslun. Terzlun Jóns Zoéga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128, Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.