Reykjavík - 23.08.1913, Qupperneq 3
R E Y K J AV í K
137
LIFEBUOY SOAP
(LIFEBUOY SÁPAN)
bjargar lííi manna heima fyrir alveg
eins og björgunarbátar og björguq-
arhringir bjarga Iífi manna á sjó.
Á heimilinu, í verksmiðjunni, í
skólanum, á spítalanum, og í opin-
berum stofnunum munu menn
komast að raun um, að Lifebuoy
sápan stuðlar að fullkomnu hrein-
læti og að þvi að tryggja heilsuna ;
hún er undir eins bæði sápa og
sótthreinsunarlyf, styrkir heilsuna
og eykur hreinlæti, en kostar þó
ekki meira en vanaleg sápa.
NafoiA LEVER á sápunni er trygging
fyrir hreinleik hennar og kostum.
g717
Happdrætti
JFrönsk samtalsbók
Q eftir Fál Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 3,00.
Fæst hjá öllum bóksölum.
Allir muna hvernig vinir okkar Danir,
sem af stjórninni hafa verið útvaldir til þess,
að vera leiðtogar okkar á þjóð-lífs-brautinni,
og gæta þess, að við þar höldum okkur á
þénanlegum stöðum, en ekki förum neina
afvega, hvernig þeir „tóku í taumana“, þeg-
ar við gegn ráðum háttvirts minni hlutans,
ætluðum að fara að útvega landinu gnótt
Úár á okkur lítt kostnaðarsaman máta, með
því að stofna hið Philipsenska happdrætti.
Þeir höfðu að vísu ekki sjálfir fundið neitt
vænlegra ráð til þess sér að útlátalausu að
hjálpa „eyjunum sínum“, sem þeir svo kalla,
„bílöndunum“ Sct. Thomas, Sct. Croix og
Sct. Jean, en með því að útvega þessum
svörtu dýrlingum happdrætti, bílands- eða
kólóníal-happdrætti, þar sem millíónir aanskra
franka og svartir halanegrar í ofanálag, bíða
þeirra, sem gæfan er með. En öll fórnfýsi
á sér takmörk, og óþekku börnin geta ekki
ætlast til, að við þau sé dekrað eins og þau,
sem alt af eru þekk, og sem kæra sig koll-
ótt um hvenær þau eru seld.
Mér fin8t ekki vitund til þ e s s að segja.
Við höfum verið óþekkir og höfum veið-
skuldað flengingu. Hana höfum við fengið
og svo er útrætt um það mál — að sínni.
En annað þykir mér ver.
Mér líkar það bölvanlega, að við skulum
keppast við að hella okkar súrt innunnu
peningum í þetta einasta nýlendu-viðreisnar-
fyrirtæki þeirra nú í þrjú þúsund ár. Ekki
svo að skilja, að eg vilji ekki bæði okkar
kæru vinum Dönum alt hið bezta og iíka
dýrlingunum. En alt á sér takmörk. Og
mér finst, að hjálpsemi okkar sé komin yfir
þau takmörk, þegar við erum farnir að
kaupa seðla í hrönnum I þessu ótætis-
bílands-happdrætti þeirra. Auk þess skamm-
ast eg mín hálf-partinn fyrir það, að við,
sem Þjóðverjar kalla fremur greinda þjóð,
skulum láta þá — sem þeir telja ekki alveg
óheimska — ginna okkur eins og þursa til
að kaupa seðlana og styrkja fyrirtækið, þó
þeir séu búnir að meina okkur, að gera
slikt hið sama við sjálfa þá. En svo er nú
þvi samt varið. Við eigum alls ekki lítinn
þátt í hinu blómlega ásigkomulagi dýrling-
anna og hve vel þeir þrífast nú á siðustu
tímum. Því að millíóna-vonirnar seiða marga
til að fá sér miða, en auðvitað græðir ekki
mannsbarn. Þess vegna ættu allir að hætta
að kaupa þá.
Eg er nú reyndar hræddur um, að eg
haldi áfram að spila. En það er bara vegna
þess, að eg er viss um, að vinna millíónina
og hefi heitið á Tobbu, að kaupa eina
eyjuna fyrir hana og gefa henni.
Eg fæ kanske samt eitthvað til baka.
Ingimundur.
Kvikmyndir.
Kvikmyndahúsin eru orðin aðal-
skemtistaðir manna víða um lönd. Leik-
húsin standa hálf-tóm og leikararnir
— hinir eiginlegu leikarar —, sem
fyrst með mikilli fyrirlitning litu niður
á þessa nýju stéttarbræður sína, rífast
nú um að verða sjálflr kvikmynda-
leikarar. Það ætlaði fyrir nokkrum
árum, að líða yflr hina leikara-dýrkandi
Dani, þegar eitt af þessum goðum
þeirra — 'Karl Mantzíus — fór að að-
stoða í kvikmyndaleik. Nú er sægur
af þeim búinn að leita sér fjár og
frama í þessari grein, og öllum þykir
sjálfsagt. Því að nú eru sumir jafn-
vel farnir að halda því fram, að kvik-
myndir hafi meira listagildi, heldur en
venjulegar leikritasýningar. Þær geta
sýnt viðburðina miklu ítarlegar en
hægt er að sýna þá á leiksviðinu, og
góðir leikarar segja oft mest með svip-
brigðum. En hvað sem þessu líður,
þá er það víst, að almenningur er að
verða fýknari og fýknari í þessa skemtun.
Enda er hún bæði ódýr og farið að
vanda til hennar mjög mikið oft og
einatt. Því að samkepnin er orðin
mikil. Fyrir 6—7 árum "'var hún
enn lítil. En nú rísa alstaðar upp
kvikmyndafólög og engu er til sparað
að gera myndirnar sem bezt úr garði.
Leikurunum er sumum goldnar tugir
þúsunda króna í mánaðarlaun. Meira
að segja sumum börnum, sem dugleg
eru í listinni, mundi ekki detta í hug
að líta við launum þeim, sem hér eru
boðin æzta manni landsins.
í síðustu „Reykjavík“ var getið um
tvær kvikmyndir, er miklu var til
kostað. En þetta er svo að segja, að
verða daglegt brauð. Við hðfum oft
átt kost á, að sjá hér myndir, sem
afar-dýrt hefir verið að búa til. Heilar
sveitir manna taka þátt í sýningunum,
byggja verður hús, kaupa húsgögn,
kosta til. ferðalaga o. fi., svo varla er
nú sú mynd búin til, að ekki sé hún
dýru verði keypt. Mest er sókst eftir
eiginlegum leik-sýningum. En einnig
landslagsmyndir eru sýndar og einnig
hingað hafa komið menn, til að taka
hér kvikmyndir af landinu. Yæri oss
efalaust hjálp í þvi, til þess að vekja
athygli annara þjóða. á landinu, og fá
hingað ferðamenn, ef myndirnar væru
vel teknar og af fögrum og einkenni-
legum stöðum hér. En ef dæma má
af myndum þeim af landinu, sem hér
hafa verið sýndar, þá er fjarri því að
svo sé. Auðséð að myndatökumenn-
irnir hafa að eins ferðast með strönd-
um fram og tekið það af handahófi,
sem þá bar fyrir augun, og ekki alt
af sætt hentugu veðurlagi. Það var
nýlega sýnd hér landslagsmynd frá
Kaliforníu. Svo var nú að vegna lit-
skrauts og fegurðar landslagsins, og
svo af því, að myndir láta það, sem
myndin er af, venjulega sýnast fegurra
en það er í raun og veru, þá var
kvikmynd þessi óvenju fögur. Fagrir
vellir, friðsæl vötn og skuggsælir
skógar skiftust á og liðu fljótt fram
hjá auganu. En lengst dvaldi mynd-
tökumaðurinn hjá litlum læk, sem
fossaði í dálítillri klettaþröng. Og
þessi kafli á myndinni var líka
næsta fagur, og sennilega hefir hon-
um, ofþreyttum á skógardýrðinni, þótt
hann fegurstur. Og þannig er ég viss
um að myndir héðan af landi, af foss-
um og gjám, gljúfrum og hengiflugnm,
mundi verða tilkomumiklar mjög, ef
þær væri vel teknar og litskrýddar að
auki. Yonandi að við eigum eftir að
sjá þess konar myndir og vita þær
sýndar annarsstaðar.
Það sem auk hinnar miklu aðsóknar
að kvikmyndasýningunum gerir að
það borgar sig að kosta svo miklu fé
til þess að búa til myndirnar, er það,
að taka má stórt upplag af hverri
mynd og leigja hana út til sýningar
víðsvegar um heim. Leigan er auð-
vitað mjög • mismunandi, og hæzt
meðan myndirnar eru nýjar. Sumar
eru leigðar svo hau verði, að ókleyft
er kvikmyndafólögunum hér að sýna
þær. Svo mun sennilega verða um
hina frægu kvikmynd „Quo Vadis“,
sem leikin hefir verið með afarmiklum
tilkostnaði af ítölskum leikurum, og
stæld er eftir hinni heimsfrægu skáld-
sögu með því nafni.
Ef myndir þessar geta geymst. ó-
skemdar verða þær seinni tíma mönn-
um ómetanlegur fróðleiks-fjársjóður
um líf vorra daga og vorrar aldar
menn. Eða hvað mundum vér ekki
vilja gefa til að sjá forfeður vora lif-
andi fyrir augum vorum, þó á mynd
væri ? Enda eru nú víða á söfnum
geymdar kvikmyndir, og þær teknar
með það fyrir augum að geyma þær
seinni kynslóðum.
Íækna-Jiing.
Alþjóðaþing lækna, 17. í röðinni,
var haldið í Lundúnum snemma í
þessum mánuði. Yoru komnir saman
menn úr þeirri stétt frá all-flestum
löndum, og sóttu fundinn meir en
7000 manns. Ýmsir merkir læknis-
fræðingar héldu þar fyrirlestra. Meðal
annars var haldinn þar fyrirlestur um
tennur Forn-Egypta. og báru þær mjög
af tennum vorra tíma manna. Þeir
sem rannsakað höfðu þetta höfðu haft
435 tennur til athugunar og voru þær
allar um 3000 ára gamlar. Er þakk-
að viðurværi Egypta hve góðar tenn-
urnar voru. Um augnlækningar var
einn fyrirlesturinn og taldi Sir Criehett
X-geislana einhvern mesta ávinning
síðari tíma á því sviði.
Fundurinn var samþykkur því að
kvikskurður (vivisection) á dýrum væri
nauðsynlegur í þarfir vísindanna. En
um það hefir lengi staðið allhörð deila
á Englandi, og eru til félög gegn honum.
Nöfn og nýjungar.
Hr. kaupm. Jóh. Jóhannesson mun
nú vera von heim hingað aftur með „Ceres“.
Hann hefir farið viða um lönd, til Canada.
Bandaríkjanna, Englands, Hollands, Þjzka,
lands, og ef til vill Frakklands. Hefir skemt
sér vel og séð margt. Með honum er bróðir
hans Sigurður læknir Júl. Jóhannesson,
M. D.
Sólstunga. Sá sjúkdómur er ekki tið-
ur hér, og ekki hefir að minsta kosti frézt,
að neinn hér í bæ hafi fengið hann i sumar-
En ekki alls fyrir löngu veiktist af henni
unglingsdrengur héðan, er var fyrir austan,
í Holtunum, því að hitar miklir gengu þi.
Var hann allþungt haldinn um vikutíma en
er nú albata.
Samsæti allveglegt var þeim haldið
á sunnudagskvöldið, prófessorunum Heusler
og Lorentzen. Þátt í samsætinu tók einnig
Russel prófessor. Hann er jarðfræðingur
og hefir komið hér áður til rannsókna.
Þykir honum hér gott að vera og ekki sízf
gaman fyrir visindamann í sinni grein. Var
mælt fyrir minnum og mælti Guðm. Hann-
esson fyrir Lorentzen, Björn Olsen fyrir
Heusler en Jón Olafsson fyrir' Dr. Russel.
Svöruðu þeir allir og Heusler prófessor á
góðri íslenzku. Svo góðri, að hann kallaði
Ólsen alt af Björn Magnússon, til þess að
forðast dönsku-slettu. Svaraði Dr. Russel
á ensku, en lauk þó máli sínu á íslenzku
með orðunum: „ísland er bezta
landið, sem sólin skín á?
Prófessor Lorentzen gat þess í ræðu sinni
í samsætinu, að víða væru í Ameríku fisk-
þurkunarhús, þar sem rafmagn væri notað
til hitunai. Betur væri að við senn yrðum
færir um, að hagnjta okkur eitthvað hina
ómetanlegu fjársjóði fossa vorra í stað þess
að láta þá eyða jötun-kröftum sínum til ó-
nýtis og fara alla í hendur erlendra manna.
Eggeri Stefánsson söngmaður syngur
að líkindum um næstu helgi. Verða á söng-
skránni bæði islenzk lög og útlend. Hann
er gæddur mjög fagurri söngrödd. Hann
er við nám á Sönglistar-skólanum í Kaup-
mannahöln og fer þangað I haust.
Gunnar Gunnarsson rithöiundur fór
á „Hólar“ austur á land með frú sinni.
Sýslumannsembættið í Eyjafjarð-
arsýslu er auglýst laust og er umsóknar-
frestur til 15. nóvenber. Talið líklegt, að
margir sækji.
Spæjara-sveinarnir dönsku fóru heim
til sín með „Botniu“. Létu þeir vel yfir
för sinni, en nokkuð voru þeir eftir sig, er
þeir komu, og kusu heldur að hvilast, en
að taka þátt í danskleik, sem til hafði verið
stofnað. Áður en þeir fóru um borð fylktu
þeir sér á Austurvelli, og mælti fyrirliði
þeirra nokkur kveðjuorð til manna hér og
sérstaklega Thomsens, sem verið hefir aðal-
leiðtogi og hjálparmaður þeirra hér. Svar-
aði Thomsen og þakkaði þeim fyrir komuna,
og síðan sungu sveinarnir „Eldgamla
ísafold“, og mátti heyra hvað þeir fóru
með, en illa skilja — sem von var.
Trúlofuð erui Sigurjón Pétursson í-
þróttamaður og ungfrú Sigríður Ásbjöms-
dóttir.