Reykjavík


Reykjavík - 23.08.1913, Side 4

Reykjavík - 23.08.1913, Side 4
138 REYKJAVlK Afgreiflslustofa tajargjalðteiais er á PV* Laufásveg Æ 5. ''WI Barnaskólinn. Peir, sem vilja fa kenslu í Barnaskóla Reykjavíkur fyrir börn yngri en 10 ára, verða að sækja skriflega um það fyrir 6. sept. næstkomandi. Ef sótt er um ókeypis kenslu, verður sérstaklega að geta þess í umsókninni. Fæðingardag og ár verður að tilgreina. Vegna rúmleysis í skólahúsinu er þess ekki að vænta; að yngri en 8^/2 árs börn fái inntöku í skólann. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá skólastj., borgarstj. og skólanefndarmönnum. — Umsóknir sendist borgarstjóra. Skólaneíndin. Dómur er genginn fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í máli því, erj Th. Krabhe höfðaði gegn bæjarstjórn og hafnarnefnd Reykjavíkur út af ómakslaunum sínum fyrir undirbúning útboðs hafnarsmíðinnar. Hafði Krabbe heimtað 3000 kr., en bæjarstjórnin vildi að eins greiða 1000 kr. Féll dómur 6 þá leið, að bærinn á að greiða honum hina umstefndu upphæð kr. 3000 og auk, þess 40 kr. í málskostnað. Málinu er skotið til yfirdóms. 3' Samsæti var ÞórðiGr uðjohnsen fyrrum verzlunarstjóra á Húsavík haldið nú í (vikunni Jaf [ættingjum (hans og ýmsum, og sifjaliði þeirra. Var samsætið á Hótel Reykjavík og sátu það hálft hundrað manna. Fór gildið hi8 bezta fram. Guðjohnsen hefir dvalið á Húsavík í sum- ar, en fer til Kaupmannahafnar í næsta mánuði. Þar er heimili hnns. IHeð ,,Botniu ' fóru margir utan. Meðal þeirra prófessoramir Heusler, Lorentzen og Russel og margir stúdentar. í tölu þeirra var Páll J. Ólafsson er fór til Vesturheims að leggja stund á tannlækningafræði. Er sú fræðigrein lengst á veg komin þar og námsmönnum ætluð 5 ár til námsins. Jóhannes Jósefsson glimumaður er um þessar mundir í Vesturheimi með liði sínu. Hann sýnir aldrei listir sínar og þeirra fyrir minna en 3000 kr. á mánuði. En oft líður svo tími, að þeir eru ekki neinsstaðar ráðnir. Séra SÍ0, Stefánsson er nú á góð- um batavegi. Héraðslæknisembsettið í Ðala- sýslu er laust. Umsóknarfrestur til 15. nóvember. Veglegasta einkamanns-hús í bæn- um verður að líkindum híð nýja íbúðarhús þeirra bræðra Sturlu og Priðriks Jónssonar. Það er þrílyft, alt úr steini og með kastala- sniði. EroS) fiskiflutningaskipið, er sökk á Mjóa- firði, er nú komið á flot fyrir tilstilli björg- unarskipsins „Geir“ og liggur á Seyðisfirði. Var fiskurinn seldur þar. Krupp-málin. Nokkrir hinna ákærðu hafa verið dæmdir sekir, en þó engir fyrir landráð. Dr. Nansen i Kina. Nansen er þar á farð nú í verzlunarerindum fyrir norskt íé- lag og ætlar að reyna að koma á föstu verzlunarsambandi um sumarmánuðina. — Hann tók land við ána Yenisei. Opinber rýning kvikmynda. Rýning (censur) hafa Norðmenn nýlega lögleitt um kvikmyndir. Hjá Svíum hefir hún verið um tima. Danir leika lausum hala að mestu. Úr ýmsnm áttnm. Neðanjarðar-göng milli Englands og Frabklands. Það eru um 40 ár síðan að farið var að íhuga hvort ekki væri tiltæki- legt að grafa neðanjarðar-göng til þess að koma Englandi í beint samband við meginland Evrópu, og varð sú niður- staðan, eftir allmiklar rannsóknir, að hætt var við að gera neitt í þessu efni, vegna þess að Englandi gæti á ófriðar- tímum staðið hætta af slíkum göngum. Nú eru þessar rannsóknir teknar upp aftur, en jafnframt hafa komið fram tvær aðrar uppástungur í þessu skyni, og er önnur sú að nota eimlestar- ferju, en hin að byggja brú. Talið er að eimlestar-ferjan muni kosta 36milj., göngin 145 milj., en brúin um 400 milj. króna. rmhvcrfls jörðina á 35 dögnm. Svo er ferðaáætlun J. Mears, sem blaðið „Evening Sun“ gerir út. Það eru ekki mörg ár síðan að það þótti rösklega gert að fara það á 80 dögum. Jack Johnson, hnefaleikamaðurinn svarti, sem gekk ,að eiga hvita konu af góðum ættum, var fundinn sekur um hvítt mansal, en flýði frá Chicago til Canada áleiðis til Frakklands. Báðu yfirvöldin í Chicago lögregluna í Canada að hand- sama bófann, og senda sór. Lög- reglan hafði fljótt upp á Johnson, sem gekk þar um göturnar eins og ekkert hefði í skorizt. Enda var honum það óhætt, því í Canada eru engin lög fyrir því að taka höndum ferðamann, sem enga viðdvöl hefir. Svo þegar Johnson sýndi þeim farseðilinn báðu þeir hann heilan fara. Trúmálahugleiöingar Jóns prófessors Helgasonar. í smágrein, er mig minnir að stæði í Légréttu og rituð var um þær mund- ir, sem trúmálahugl. J. H. voru á ferðinni, klykti séra Matth. Jochums- son út með þeim spádómi — eftir að hafa lokið lofsorði á hinar einörðu kenningar prófessorsins — að þess yrði skamt að bíba að hann „fengi á baukinn" fyrir þær. Þessi spá hefir ekki ræzt nema að litlu leyti, og alls ekki á íslandi. Kirkjuþing var háð og „þeir gömlu“ létu Jón í friði, blöðin biðu með út- breidda armana og allir bjuggust við að sjá á hverri stundu hvernig Jón yrði „baukaður". En úr því varð samt ekkert. Almenningur hefir því fylstu ástæðu til að ætla að klerkar vorir og kennimenn séu að mestu samdóma Jóni, og fallist á skýringar hans á kristindómnum, biblíunni og öðru, sem hann skrifaði um. Grein- arnar voru slíks eðlis, að ef andlegrar stéttar menn einhverjir hér á landi hefðu álitið prófessorinn fara með villu- lærdóma — og ekki hefði það vakíð undrun vora þó að einllverjir hefðu verið þeirrar skoðunar — þá var það skylda þeirra að mótmæla kenningum hans og vara menn við þeim. Að minsta kosti lá það nærri þeim mönn- um að gera það, sem leggja aðalá- herzluna á ákveðna trúarskoðun (og þá auðvitað skoðun sjálfra þeirra) sem lykilinn að hliðum himnaríkis. Þeir menn hafa hlotið að veita því eftirtekt að, litið frá þeirra sjónarmiði, var við því hætt, að einhver yrði valt- ari en áður í trúnni á nauðsyn slíkra trúarskoðunar, og að þörf var á að veita þeim nokkurn stuðning. En þó prófessor Jóni hafi ekki verið andmælt hér eða hallmælt, þá hefir hann ekki alveg komist hjá árásum út af greinum sínum. Fyjrir vestan haf á gamla guðfræðin sér talsmann þar sem er séra Björn B. Jónsson, og hefir hann — sem ekki var nema rétt og sjálfsagt frá hans sjónarmiði séð — lagt all-óþyrmilega til prófessors Jóns og vitnar hann meðal annars til hins þekta guðfræðings dr. Valtýrs Guð- mundssonar. Tekur séra Magnús Jóns- son svari prófessorsins í siðasta heft- inu af „Breiðablik" og er nokkuð ó- væginn í garð séra Björns. En látum þá berjast. Hér er friður og sam- komulag og eining hjartnanna meðal hirðanna, er gæta hinnar sofandi hjarð- ar á haglendi hinnar einu réttu evan- gelisk-lútersku þjóðkirkjutrúar. Lög frá Alþingí. Um stofnun Landhelgissjóðs íslands. 1. gr. Af sektarfé fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi skal stofna sjóð, er nefnist Landhelgissjóður íslands. — 2. gr. í sjóð þennan renna 2/3 sektar- fjár fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi að meðtöldum 2/s oetto andvirðis fyrir upptækan afla og veiðarfæri eftir að lög þessi öðlast gildi. — 3. gr. Til sjóðsins leggur og landssjóður 5000 krónur á ári, er telst með árstekjum hans. — 4. gr. Sjóðnum skal á sínum tíma varið til eflingar landhelgisvörn- um íslands fyrir ólöglegum veiðum, og ákveður löggjafarvaldið, hve nær hann tekur til f starfa og hve miklu af fé hans skal til þessara varna varið. — 5. gr. Til þsss tíma, sem ákveð- inn er í 4. gr., má ekki skerða sjóð- inn, og skulu allir vextirnir af stofn- fé hans leggjast við höfuðstólinn. — 6. gr. Landsstjórnin hefir á hendi stjórn sjóðsins, og skal hún ávaxta fé hans í Landsbankanum. Reikningur hans skal árlega birtur í Stjórnartíðindun- um. — 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1914. Lög um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi. 1. gr. Heimilt er sýslunefndum að gera samþyktir fyrir einn lirepp eða fleiri um eftirlit úr landi með fiski- veiðum í landhelgi. — — 4. gr. Nú er samþykt gerð, eins og fyrir er mælt, og send stjórnarráðinu til staðfestingar. Virðist þá stjórnarráðinu hún koma í bág við grundvallarreglur laga eða rétt manna, er samþyktin endursend án staðfestingar. Fylgja henni þá synj- unarástæður stjórnarráðsins. Að öðr- um kosti staðfestir stjórnarráðið sam- þyktina, skipar fyrir um birting hennar og ákveður, hvenær* 'hún öðlist gildi. Gildir hún upp frá því fyrir alla þá, er á því svæði búa, sem hún nær yfir. Samþykt, er stjórnarráðið hefir stað- fest, má eigi breyta á annan hátt en þann, er hún var stofnuð. — 5. gr. í samþykt skal ávalt vera ákvæði um, hvernig eftirlitinu úr landi skuli stjórn- að og yfir hvert svæði það skuli taka. Þar er og heimilt að ákveða, að greiða skuli yfir vertíð hverja alt að tveggja króna gjald af hverjum hlut á opnum skipum og mótorbátum á því svæði, er samþykt nær yfir, til að standast kostnað af eftirlitinu. — 6. gr. Gjald það, er ræðir um í 5. gr. greiðist af óskiftum afla, og skal formaðurinn annast um greiðslu þess. — Að öðru leyti skulu í samþyktinni settar reglur um innheimtu gjaldsins og reiknings- skil, og má taka það lögtaki á þann hátt, sem segir í lögum 16. des. 1885 um lögtak og fjárnám, án undanfarins dóms eða sáttar. Heilræði. í samfleytt 30 ár hefi jeg þjáðst af kyala- fullum magasjúkdómi, sem virtist ólæknandi. Á þessum tíma hefi jeg leitað ekki færri en 6 lækna, og notað lengi meðul frá hverjum þeirra um sig, en öll reyndust þau árang- urslaus. Jeg fór þá að nota Waldemar Petersens ágæta bitter, Kína-Lifs-Eliksirinn og er jeg hafði eytt úr 2 flöskum, varð jeg þegar var við nokkurn bata, og þegar jeg hafði eytt úr 8 flöskum, var heilsa mín orðin það góð, að jeg gat neytt algengrar fæðu, án þess það sakaði. Og nú ber það að eins örsjaldan við, að jeg finni til sjúk- dómsins, og fái jeg mjer þá einn skammt af bitternum, þá er lasleikinn horfinn þegar næsta dag. Jeg vil þess vegna ráðleggja öllum, er þjást af samskonar sjúkdómi, að nota þennan bitter, og munu þeir aldrei iðrast þess. Yeðramóti, Skagafirði, 20. marz 1911. BJSrn Jónsson, hreppstjóri og d.brm. Yerzluii Jóns Zocga selur ódýrast neftóbak, munntóbak| reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128, Bankastræti 14. Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiöjan Gulenberg.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.