Reykjavík - 27.09.1913, Qupperneq 2
156
REYKJAVÍ K
rtferzlun
Síuríu c7ónssonar
er ftutt af JEaugavegi 1
á JŒaugaveg 11.
járnbrantarraálií.
(Út af áliti minni hl. í n. d.).
Enn hefi ég eigi séð annað af áliti
minni hl. í járnbrautarmálinu í n. d.
en það, er bl. „Reykjavík" flytur 13.
þ. m. Þar segir: „Björn Kristjánsson
. . . hefir samið ítarlegt álit, þar sem
hann rökstyður þá tilllögu “, að járn-
brautarmálsfrumvörpin og fjárveiting
til framhalds-rannsóknar og undirbún-
ings á málinu, verði feld.
Síðan tekur blaðið upp, orðrétt, að
því er virðist, hinar helztu ástæður
B. Kr. í 3 atriðum. En sé það hin
helztu rök minni hl., þá mætti eins
vel segja um barn, sem lætur í Ijósi
óvilja sinn á því, er það skilur ekki að
sé sér og öðrum fyrir beztu, að það
rökstyðji álit sitt.
Hvað er járnbraut? Það er sam-
gangnafæri á landi, sem nota má alla
tíma árs, nótt sem dag, í votu sem
þurru, og sem sparar tíma og fyrirhöfn
til ferða og flutninga; er í þessu efni
öllum enn nothæfum samgangnatækj-
um fremra. Allar samgangnabætur
eru gerðar til að bæta efnahag þjóð-
anna, efla framleiðsluna. B. Kr. vill
láta efnahaginn batna, framleiðsluna
aukast áður en íarið er að hugsa íyrir
meðulunum til þess, þ. e. a. s. á landi.
En hví þá ekki eins á sjó? Hann vill
láta „nota sjóleiðina út í œsar“. Þarf
ekki til þess skip og hafnir ? Og kosta
þau þægindi ekkert? Ef fé þarf til
þess, hví þá ekki að bíða með það
þangað til framleiðslan er orðin nógu
mikil og fjárhagurinn öflugur? Hverjar
eru yztu æsar sjóleiðarinnar á suður-
strönd landsins ? Og hvernig er unt
að nota sjóleiðina þar án fjár, svo þörf
héraðanna sé fullnægt? Hví hefir B.
Kr. ekki ávalt heimtað sömu skiiyrði
uppfylt („vaxandi efni og aukið veltu-
fé“), áður en hann hefir greitt atkvæði
með fjárveitingum til vegabóta, brúa,
hafna, skipaferða, loftskeytastöðva o. s.
frv. ? Eða hefir hann máske álitið
þetta meðal til þess, að fólki gæti liðið
betur (efni og framleiðsla aukist) og
það fjölgað í landinu ? Sé svo, hví á
þá ekki hið sama við um fullkomn-
asta samgangnatækið, járnbrautina ?
B. Kr. segir, að „fólk sé ekki til á
íslandi“ til að auka bygð á því. Fólk
er til á íslandi til að byggja Ameríku,
og til að yfirfylla sjóþorp landsins og
kaupstaði. Mætti ekki það fólk eins
vel búa upp í sveitum á íslandi, ef
það hefði þar lífvænleg býli? í Ame-
ríku verða efnalitlir innflytjendur að
vinna baki brotnu fyrir líku kaupi í
reyndinni og hér. En þar hefir hingað
til sumstaðar mátt fá landbletti til
umráða („stjórnarlönd") með skilyrð-
um um að byggja þá og rækta á fám
árum. Mundi ekki mega svo fyrir
koma verðhækkunargjaldgreiðslunni hér
í járnbrautarhéruðunum, að hún yrði
í byggilegum landspildum — sem þá
yrðu „stjórnarlönd" eins og í Ameríku
— er nýbyggjendur gætu fengið til
umráða með aðgengilegum kjörum og
skilyrðum, líkt og í Ameríku ? Þar
verða Vnenn að byegja og rækta land
sitt í hjáverkum, þá er þeir ekki hafa
arðbæra atvinnu annarsstaðar.
Hér mætti eins að fara eftir að
járnbraut er komin. Þá gæti ötull
nýbýlingur unnið t. d. í Reykjavík eða
Hafnarfirði virku dagana, en heima á
helgum, ef nærri braut byggi. Síðan
vinnutími styttist í 10—12 stundir, er
daglegur hvíldartími ungum og hraust-
um mönnum orðinn svo nægur, að
lögmál Mósesar um 7. daginn sem al-
gerðan hvíldardag er úr gildi gengið,
eins og reynslan sýnir; því hver sem
getur notar hann nú til ýmsrar vinnu :
ferðalaga, veiðiskapar o. s. frv., eða til
að sóa vikukaupinu í svall og skemt-
anir. Þarfara að kaupa járnbrautar-
far og vinna á „heimilisréttarlandi"
sínu, og yrði af mörgum gert, ef kostur
væri. Með járnbraut má skapa ofur-
litla Ameríku á íslandi.
En þetta liggur ekki opið fyrir skiln-
ingi almennings hér enn (og það veit
B. Kr.!). Hægara að viðhalda van-
þekking og tortryggni.
Samkvæmt rökstuðningi bankastjór-
ans ætti (banki) aldrei að lána pen-
inga til neins, sem miðar til að frum-
afla fjár, hversu viss sem tryggingin
er, heldur til að efla þá, sem þegar
eru orðnir fjáðir! Kenning B. Kr. er
innifalin í þessu gamla erindi:
„Ekki skaltu fæðast fyr en fuliþroska þú ert,
og farðu ekki að runaskast nema glaðvakandi
[sért;
heilsubótarmeðal að eins heilbrigðum sé veitt,
og horfðu ekki’ í bók fyr en þú kant að lesa
[greitt;
snertu|ekki’á[penna fyren skrifar skjrt ogrétt,
og skift’ þér ekki’Jaf árum fyr en dagleið rærð
[í sprett...“
Ekki þarf að hafa mikið fyrir að
finna mótsagnir við þetta „rökstudda"
minni hl. álit B. Kr. í þingmensku- og
bankastjórastöðu hans; þar eru þær í
hundruðum og jafnvel þúsundum. Mót-
sagnirnar eru einnig auðsæjar í álits-
skjalinu sjálfu (sýnishorninu í „Rvík").
B. Kr. er uppvaxinn í Flóanum.
Þar mundu hin góðu áhrif járnbrautar-
innar fyrirhuguðu einna fyrst komaí ljós.
Minni hl. áíitið sýnir þvi ekki mikla
fósturhéraðsrækt.
Björn Bjarnarson,
Grafarholti.
Bifreiðar.
Bifreiðum fer nú sennilega að fjölga
hér á landi. Hafa nokkrir menn myndað
félag í því skyni, og eru í stjórn fé-
lagsins þeir Sv. Bjiflnisson yfirdóms-
lögmaður, Axel Tulinius f. sýslum. og
P. Gunnarsson hótelstjóri. Það vill
oft verða svo, að ekki þarf annað en
að einhver ríði á vaðið — þá koma
fleiri á eftir. Fað eru svo víða orðnir
góðir vegir út um land, að menn ættu
nú þar að fara að hugsa um að slá
sér saman um vagn og vagn. Hve
mjög bifreiðarnar flýta fyrir öllum
ferðalögum geta menn gert sér í hugar-
lund á því, að þær fara það á íjórðung
stundar, sem menn ríða á klukkutíma.
Dagleiðina fara þær því á 2—3 stund-
um. Það er ekki smáræðis samgöngu-
bót. Vér tökum til dæmis að bifreiðir
gengju á milli Borgarness og Stykkis-
hólms og Borgarness og Borðeyrar.
Efalaust mundu þær koma aö góðum
notum þar, og viðar og viðar. Og reynsl-
an hefir líka sýnt að þær geta komið að
liði þó vegirnir séu ekki sem beztir.
En nauðsynlegt er að sem allra fyrst
verði sett hér á stofn vinnustofa, sem
getur í fljótu bragði gert við alt, sem
að kann að verða. Verðið á bifreið-
unmu er þetta frá 3500—5000 kr. eða
meira. En þær, sem hér hafa enn verið
notaðar og gefist vel, hafa að eins
kostað 3500 kr.
Að vísu þurfa þeir ekki hey hest-
arnir, sem ganga fyrir þessum vögn-
um, en matarlausir geta þeir þó ekki
verið. Það verður að ala þá duglega
á benzíni, en ekki er það svo mikill
kostnaðarauki að um muni neitt að
ráði.
Ritfregn.
Guðm. Guðmundsson: Ljósa-
skifti. Ljóðflokkur um
kristuitökuna á íslandi að
Þingvelli 24. júní 3000. —
í safoldarprentsmiðj a,-— V erð
0,85.
Fögrum lögum er þannig varið að
til hljómþokka tónanna finna flestir og
hafa unun af. En þeir eru ávalt færri,
sem verða snortnir af því, sem er á
bak við tónana og er borið af þeim —
andanum, sem gefur laginu lífið.
Svipað er varið fögrum Ijóðum.
Orðin sem falla létt í stuðla, og
málið fágað og fegrað, heillar eyrað.
En undir orðunum heyrir sá, sem
næmur er, hjarta skáldsins berjast, og
fram fyrir sjónir hans kemur laus við
hjúp dauðra bókstafanna, andinn, sem
lífgar ljóðið.
— — Þeim er oft — og að verðug-
leikum — hrósað, kvæðum Guðmundar
skálds, fyrir hljómþokkann og hina ytri,
mjúku og hugþekku fegurð. Hana
hljóta allir að sjá. En það má ekki
gleyma því, að þó að þessi kostur
þeirra sé mikill, þá er hann ekki aðal-
kostur þeirra.
í ljóðasafni því um kristnitökuna
hér árið 1000, sem hann nýlega hefir
sent frá sér, lifir maður með skáldinu,
þá minnisstæðu miðsumardaga á Þing-
völlum, er hinn forni siður varð að
lúta í lægra haldi fyrir hinum nýja,
himinborna, er kom að sunnan. Þótt
um sögulega viðburði sé að ræða er
Ijóðflokkurinn ekki sögukvæði (epos).
Það eru engar þurrar og þunglamalegar
lýsingar. ímyndunarafl skáldsins ber
lesandann inn í hugsanaheim þann, er
þeir börðust um völdin í Þórr og Hvíti-
Kristur, og með skáldlegri snild dregur
hann upp hverja myndina á fætur
annari af mönnum og atburðum, er
lætur alt rísa bjart frammi fyrir sjón-
um vorum jafnótt og vér lesum.
Allar myndirnar eru lifandi og prýddar
fögrum litum og oss finst eins og vér
hefðum lifað þennan dag, er skáldið
kveður um. Hann verður hverjum
þeim minnisstæður, er les „Ljósaskifti".
Höfundurinn hefir með fögru kvæði
eignað konu sinni ljóðaflokk þennan,
og hefir margur gefið þeirri, er hann
unni, minni grip og ómætari.
Brot úr bréti
til »Reykjavíkur« frá Sunnmýling
30. ágúst 1913.
. . . Þetta tvent: að fá af og til kaup-
bætir, og sem oftast að sjá eitthvað frá
hendi herra cand. phil. „I n g i m u n d a r“
mun treysta vinsældir blaðsins hjá kaupend-
um; í það minsta hjá mér.
Fréttafátt héðan úr hreppi. Tíðarfar yfir-
leitt um alt Austurland alt til þessa dags
hið bezta, en grasvöxtur þó sumstaðar ekki
að því skapi. — Fremur fiskitregt viðast
hvar, minsta kosti með köflum.
Fátt höfum við hér enn heyrt af þinginu,
en það lítið það er, þá er það ekki neitt
sérlega upplyftandi; mest virðist bera á
flokkadeilum, valdafýkn og bitlingagræðgi.
Vonandi fréttum við nú samt á sínum tima,
að þingið hafi bætt ráð sitt, og afrekað
eitthvað þarflegt annað en neita skáldastyrk
og þess háttar. — Hafi þó eitthvað farið að
hugsa um að bæta þjóðbankann
okkar; styðja öfluglega Eimskipafélagið
okkar, og — þó það máske þyki kenna
hreppapólitíkur hjá mér — koma brúm á
óbrúuð voða-vatnslöil, t. d. Hamarsá í Ham-
arsdal, mál sem talsverðan undirbúning
hafði fengið á fyrri þingum. —
Við Sunnmýlingar vonumst að þ i n g m e n n
okkar bregðist oss ekki í þessu máli, eu
færist í ásmegin og fái málinu fram-
gengt. x. x. x.