Reykjavík - 27.09.1913, Síða 3
R E Y K J AV í K
157
Hlutaveltu
heldur »Hið ísl. prentarafélag« til ágóða fyrir sjúkrasjóð sinn, 11. og
12. okt. næstkomandi. Því eru það vinsamleg tilmæli vor til allra
þeirra, er vilja styrkja sjóðinn með gjöfum til hlutaveltunnar, að þeir
geri einhverjum af okkur undjrrituðum viðvart innan 10. okt. — Það
skal lekið fram, að sjúkrasjóður vor hefur ekki við annað að styðjast
en bein tillög fjelagsmanna og nýtur ekki landssjóðsstyrks.
Virðingarfylst. Reykjavík 23. ágúst 1913.
Gaðm. Þórsteinssnn. Emannel Cortes. Signrðnr Grímson. Vilhelm Stefánsson.
Jón Signrjónsson. Jón E. Jónsson. Herbert Sigmnndsson.
Frönsk sanitalsbók
eftir I *ííl IJoi'ltelsss<ofi, er nýkomin út. -
Fæst hjá öllum bóksölum.
Kostar Kr. 3,00.
I styttingi.
lugimundur hefir lauslega tal af
séra Jóni Jóhannessen.
' Ég rakst á séra Jón Jóhannessen í Aðal-
stræti.
rHvað að frétta úr Staðarsveitinni, séra
Jón ?“
„Ekki nema alt há há há há h á..........
presturinn stóð á öndinni, og kom því ó-
mögulega upp úr sér sem hann ætlaði að
segja.......
„Ég skil .... búinn að missa bölvið . . .
dárleg sítúasjón kæri vin.......“
„Alveg ‘rétt — lngimundur. Misti það
um daginn þegar fuku hjá mér 2000 hestar
af afbragðs töðu, en ekki nema 50 hjá Sig-
urði í Gröf.......
„Slíkt er eðlilegt. En eina ráðið, séra
Jón, til að fá það aftur, er að láta einhvern
bölva on i sig.......komdu með mér inn
á Vik — við skulum vita hvort mér tekst
það ekki“.
Við fórum inn á Vík og þar setti ég hann
í hægindastólinn með fjórum fótunum, hall-
aði honum afturábak og keyrði ofan í hann
hroðalegasia blótsyrðinu, sem ég átti í eigu
minni, og stórum óblönduðum bitter á eftir
í kjölfestu.
„Há há há-bölvað og djöfullegt“ sagði
séra Jón og þurkaði á sér augun, sjáanlega
gtórum létt, „en hvað skal segja..........
mikill er andskotinn11.
„Víst er um það“, mælti ég. ,,0g löngum
hefir verið sagt að hans makt væri ósmá í
Staðarsveit.......“
„En ekki hræðist ég samt snörur hans né
vélabrögð“, sagði séra Jón, og gerði sig
byrstan, „og það segi ég honum, að dirfist
hann einu sinni aftur að blása á heyið mitt,
þá verður það verst fyrir hann sjálfan. Ég
segi ekki meir. Ég er ekki vanur að hæla
sjálfum mér“.
„Og — hann ætti nú fyrir því, held ég
.......en hvernig gengur með ströndin
þarna í Staðarsveitinni. Bjargað nokkrum
nylega.......?“
„Ekki kokk“........sagði séra Jón og
leit dapurlega á þýzku, frönsku og spönsku
orðurnar, sem dingluðu á diplomatnum hans
.... „Það er alt eins . . . ekki kokk . . .
þar strandar aldrei skip —------“
„Skíta sveit, séra Jón, skíta sveit“.
„Óneitanlega litið að gera þar í björgunar-
faginu — Ingimundur — alt of lítið. Engir
vekja eins helgustu tilfinningar mannshjart-
ans eins og strandmennirnir .... vel aldir
strandmenn, Ingimundur, er fögur og kristi-
leg sjón“.
„Víst er það, séra Jón, víst er það ....
En hvernig gengur annars með fiskiríið í
Staðarsveitinni ?“
„Sálnaveiðar — Ingimundur ?“
„Þorskur — séra Jón“.
„Þorskurinn Ingimundur, er okkar einasta
hjálpræði. An hans værum vér eins og
Bpámaðurinn Móeses í eyðimörkinni eða
Salómon konungur sviftur öllum hjákonum
sínum. Hann er balsaraið í vorri hérvistar
tilveru !
Líkamshæð manna.
Það er ekki örsjaldan litið svo á,
að fyrri alda menn hafl verið risar á
hæð í samanburði við okkur, sem nú
lifum, og að við séum líkamlegir ætt-
lerar.
Með tiltölulegri nákvæmni hefir verið
reiknað út að meðalhæð núlifandi
manna sé 1 stika og 64 stiklingar.
En mannabein frá tímum þeim, er
engar sögur fara af (og um 1000 bein
hafa verið mæld), sýna að mannkynið
hefir varla verið hærra vexti þá en
nú, því að meðalhæðin eftir þeim að
dæma, hefir að eins verið 1,62 stikur.
A sögutímunum fyrstu er talið að
meðalhæðin hafi verið 1,65—1,66 st.
Til þess að verða tekinn í rómverska
herþjónustu þurfti hæðin að vera 1,63 st.
minst. Er það svipað því og nú þarf
í löndum þeim, er her gera út.
Hér skal talin upp meðalhæð ýmsra
þjóða, er nu lifa. Alveg nákvæmar
eru tölurnar að sjálfsögðu ekki, en því
sem næst:
Lapplendingar eru...........1,60 st.
Eskimóar sömuleiðis.
Belgíubúar.................1,64Vj -
Spánverjar og Portúgalsmenn 1,65
Frakkar....................1,65V2 -
ítalir,SvisslendingarogRússar 1,66^/a -
Hollendingar...............1,67
Þjóðverjar..................1,67V2 -
Danir......................1,68
Bretar.....................1,69V2 -
Svíar......................1,70
Skotar.....................í^O1/^ -
Norðmenn...................1,72
Japanar....................1,77
Hæztir eru Tahiti-búar og
íbúarnir á eyjunni Samoa
sem eru......................1,78
Mestur risi, sem mældur hefir verið,
var Frakkinn Duforc. Hann var 2,80
stikur.
En minstur dvergur var Hollend-
ingurinn Simon Þaag, sem var 66^/a
stkl., eða 28 þumlungar.
Nöín og nýjung’ar.
Ráðherra sigldi á konungsfund nú
með Botníu.
All róstu- og hávaðasamt hefir
verið á götum bæjarins með köflum
nú í vikunni. Eru aðallega norskir
sjómenn, sem þvi hafa valdið. Gengu
þeir um með söng og öðrum óhljóð-
um, svo mönnum varð lítt svefnsamt,
en hnefinn á lofti ef nokkrir dirfðust
að biðja sér hljóðs. Óskandi að bæjar-
fógetinn, ef þessu heldur áfram, taki
dálítið ómjúkari höndum á peninga-
buddu þeirra, svo það syngi eitthvað
öðruvísi í þeim eftirleiðis.
Fæðingardagur konungs var í gær.
Var hann að vanda haldinn hátíðleg-
ur með áti og drykkju og komu menn
saman í því skyni á „Hótel Reykja-
vík“. í samsætinu voru íslendingar
og Danir og á meðal hinna síðarnefndu
Rothe höfuðsmaður. Frú Zoega hafði
eins og venja er hennar er þegar svo
stendur á, réttilega dregið bæði ís-
lenzka og danska fánann á stöng. En
þetta líkaði ekki þeim landritara, Tr.
Gunnarssyni og Kristj. Þorgrímssyni,
sem munu hafa gengist fyrir samát-
inu. Báðu þeir frú Zoega að draga
sem skjótast niður íslenzka fánann,
þar eð ella mundu þeir og hinir dönsku
menn missa matarlystina og fá sér að
borða annarsstaðar. Gerði þá frú
Zoega sem rétt var og dróg háöa niður.
Undarlegt að Kristján Þórgrímsson
skuli ekki vera orðinn „dannebrogs"-
maður. Hann á það þó sannarlega
skilið ekki síður en hinir.
íslendingur, sem talaði dansk-
norsku-blending og bablaði eitthvað
lítt skiljanlegt í móðurmáli sínu, bauð
eru nú komnar, feikna mikið úr
að velja.
Litið á, hvað við höfum.
Spyrjið um verðið.
Lægst verð á öllu í
mönnum „út“ á Bakarastígnum fyrir
nokkrum kvöldum. Áður þótti það
mikil upphefð að hafa gleymt íslenzk-
unni, sérstaklega ef danska var komin
í staðinn. Nú er svo breytt til batn-
aðar, að enginn tekur fremur ofan
fyrir manni fyrir þá sök. Hlógu menn
dátt að Iandanum, og sneyptist hann
burt svo lítið bar á.
Stj.skr.breyt. (Niðurl.) 3
11. gr. 18. gr. stjórnarskrárinnar orðist þannig:
Kjörgengur við óhlutbundnar kosningar er hver sá, sem kosn-
ingarrjett á til þeirra; kjósa má samt þann mann, sem á heima utan
kjördæmis, eða hefur átt þar heima skemúr en eitt ár. Kjörgengur við
hlutbundnar kosningar er hver sá, er kosningarrjett á til þeirra. Heim-
ilisfesta innan lands er skityrði fyrir kjörgengi, bæði við hlutbundnar
og óhlutbundnar kosningar.
Þeir dómendur, er hafa ekki umboðsstörf á hendi, eru þó hvorki
kjörgengir til neðri nje efri deildar.
12. gr. 7. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt 1903 (19. gr. stjórnar-
skrárinnar) falli burt, en í staðinn komi:
Reglulegt Alþingi skal saman koma lögmæltan dag annað-
hvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag fyrri það
ár. Breyta má þessu með lögum.
Nú krefst meiri hluti þingmanna hvorrar deildar, að auka-
þing sje haldið, og kveður þá konungur Alþingi til setu svo fljótt sem
unt er. Eigi má það þing lengur sitja en 4 vikur, án samþykkis konungs.
13. gr. Á undan 20 gr. stjórnarskrárinnar komi ný grein svo
látandi:
Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess nje frelsi.
14. gr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (1. málsgr. 25.
gr. stjórnarskrárinnar) falli burt, en í staðinn komi:
Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, undir eins og það er saman
komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagstímabil, sem í
hönd fer.
15. gr. 26. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í staðinn komi:
Sameinað Alþingi kýs 3 yfirskoðunarmenn, og skulu þeim veitt
laun fyrir starfa sinn. Þeir skulu kosnir með hlutfallskosningu. Yfir-
skoðunarmenn þessir eiga að gagnskoða árlega reikninga um tekjur
og gjöld landsins, og gæta þess, hvort tekjur landsins sjeu þar allar
taldar, og hvort nokkuð hafi verið út goldið án heimildar. Þeir geta,
hver um sig, tveir eða allir, krafist að fá allar skýrslur þær og skjöl,
sem þeim þykir þurfa. Síðan skal safna þessum reikningum fyrir
hvert fjárhagstímabil i einn reikning og leggja hann fyrir Alþingi ásamt
athugasemdum yfirskoðunarmanna, og skal þvi næst samþykkja hapn
með lögum.
Rjett er yíirskoðunarmönnum, einum eða fleirum, að fá að sjá
reikninga og bækur gjaldkera landssjóðs, og sömuleiðis stjórnarráðsins,
fyrir ár það, sem er að líða eða liðið er. Þyki þeim nokkuð athuga-
vert, skulu þeir gera eftirmönnum sínum visbendingu um það skriflega.
16. gr. 29. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í staðinn komi:
Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess sje löglega kosnir,
svo og úr því, hvort þingmaður hafi mist kjörgengi.
17. gr. Aftan við 45. gr. stjórnarskrárinnar bætist:
Breyta má þessu með lögum.
18. gr. Aftan við 47. gr. stjórnarskrárinnar bætist:
Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til
neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist.