Reykjavík - 04.10.1913, Qupperneq 3
R E Y K J AV í K
161
SUNLIGHT SOAP
Sunlight sápan er áreiðanlega
hrein og omenguð og engin
önnur sápa getur jafnast við
hana til þess að hreinsa fat-
naöinn, spara tímann og gjöra
vinnuna við þvottinn auðveldari.
Sunlight sápan er afkastamikil
og sparar yður peninga. Ef þjer
ekki eruð þegar farinn að nota
Sunlight sápuna. þá byrjið að
gjöra það nú þegar.
2750
Kottur
Frönsk samtalsbök
eftir l’íil Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 3,00.
Fæst hjá öllum bóksölum.
Ostar,
Það ætlar að fara að verða ljóta standið
fjrir bæjarstjórnina að ráðstafa rottunum í
Örfirisey. Eins og kunnugt er gerir Cteir
gamli Zoega tilkall til þeirra og þykist eiga
þær. Hann hefir nú um mörg ár leigt
eyjuna af bæjarstjórninni og haft í henni
rotturækt allmikla. Elur hann rotturnar á
grút, sem hann bræðir þar og þrífast þær
ágætlega af honum. Verða sumar þeirra á
stærð við hunda en sumar minni. En síðan
selur Geir gamli bæjarmönnum rottuketið
á 25 aura pundið og segir að það sé hrein-
dýraket að austan. Jeg hef sjálfur smakkað
það og veit að þetta er lýgi, En Geir
græðir náttúrlega á þessu og af því kemur
nú standið. Bæjarstjórnin vill sem sje fá
að drepa rotturnar. Henni þykir vont
ketið og er illa við þessar skepnur. Pór
Sveinn Björnsson að undirlagi hennar út í
eyna um nótt og hafði með sér fimm ketti
stóra og afargrimma. Hugðist bæjarstjórnin
með þessu mundi koma þeim öllum fyrir
kattarnef. En um morguninn þegar Geir
gamli kom út í eyna til þess að slátra eins
og hann er vanur, fann hann þá alla í
fjörunni, bláa (því þannig voru þeir á lit-
inn) og blóðuga. Höfðu rotturnar gengið
af þeim dauðum. Þá hló gamli Geir og
sagði vittighed, sem kemur í almanakinu
að ári. En bæjarfulltrúarnir skutu strax á
fundi til þess að taka ráð sin saman enn að
nýju. Vildu sumir láta Kristján Þorgríms-
son út í eyna og búa hann út með vopn-
um. En hann sagðist ekki fara nema hann
fengi með sér her manns og „Dannebrog“
væri gunnfáninn. En það var felt. Enda
sögðu sumir ekkert nema eld og eitur megna
að gera dýrum þessum liftjón. Varð það úr
að samþykt var að fela hundalireinsunar-
manni bæjarins að skamta hverri rottu
hálft pund af eitri i næstu máltíð og sjá
hvort ekki mundi duga. En Geir segist
munu heimta skaðabætur af bænum ef þetta
verði framkvæmt. Metur hann hverja rottu
á 2 kr.; og þar sem í eyuni eru yfir 3
millíónir þeirra, þá 'er þetta ekki ólaglegur
skildingur að snara út — jafnvel þó annar
eins bær og Reykjavík eigi í hlut. Út-
svörin hafa oft hækkað af minni ástæðum
— svo mikið er víst.
lngimundur.
Sálarlíf ðýra.
Heimspekingurinn Descartes var
þeirrar skoðunar, að dýrin væru alger-
lega sálarlausar „vélar“, Sem enga
hugsun gætu haft. Þetta bendir á, að
Descartes hafi varla haft mikil kynni
af skepnum, og frá þessari skoðun eru
menn nú á dögum alment horfnir.
Eins og nú er farið að tíðka rann-
sóknir á sálarlífi manna í stað þess
einungis að sitja inn í stofu sinni og
„hugsa sér“ hvernig það sé og lögmál
þess, eins er nú farið að gera tilraunir
í þá átt að kanna sálarhæfileika dýr-
anna.
Kánnað hefir t. d, verið hvort ýms
dýr skynji liti. Þetta hefir (eins og
menn ef til vill vita) verið reynt um
ungbörn, þannig að mjólkin þeirra hefir
verið látin á mismunandi lita pela.
Hefir komið í ljós að börn fæðast „lit-
blind“, en smámsaman / læra að gera
greinarmun á litunum. Tilraunir voru
gerðar með þremur húndum, einum
ketti og einum íkorna, um það, hvort
þessar skepnur skynjuðu liti. Fyrst
voru þau vanin á að leita matar síns
í rauðmáluðum aski. Gekk það greið-
lega. En einn dag voru settir ýmsir
askar, nákvæmlega eins í laginu og
jafn stórir rauðmálaða askinum, en
öðruvísi litir, við hliðina á honum.
Dýr þessi gátu gert greinarmun á
mataraskinum og hinum, og var þannig
sannað að þau skynjuðu litina. Annar
dýrafræðingur vildi kanna hvort hundur
gæti fundið ráð til að ná einhverju
takmarki, önnur en þau, sem eðlis-
hvötin kennir þeim. Setti hann kjöt-
bita í gagnsætt glerílát, og lét lok yfir.
Gat hundurinn náð í bitann með því
að ýta lokinu af með trýninu. Síðan
tók hann lokið af svo hundurinn sá.
En ekki gat hundurinn fundið það hjá
sjálfum sér að ná lokinu af. Ályktaði
hann af þessu að hundar gætu ekki
tekið ráð saman í huganum til að
koma einhverju til leiðar. Heyrt höfum
vér samt um hest, sem — án þess
honum væri kent það — gat opnað
hesthúshurðina, sem lokuð var með
spítu, er rekin var í járnkeng. Hafði
að eins séð það gert. Ber þetta, ef
rétt er, vott um sjálfstæða rökhugsun.
Flestir dýrafræðingar álíta að skepnur
geti ekki myndað, sett saman hug-
myndir, og grenslast eftir ástæðum
hlutanna, í huganum. T. d. hafi
skothundar, sem hvað eftir annað hafa
séð fugla skotna með byssu, ekki vit
á að setja byssuna (orsökina) í sam-
band við dauða fuglsins (verkanina),
sem sjá megi á því að hundurinn
hræðist ekki hót, enda þótt byssunni
sé miðað á sjálfa þá.
Að hundar oft og einatt skilja
mannamál þó að nokkru ráði, er al-
kunna. Að þeir tali mannamál er
sjaldgæfara, en ber þó við. Það hefir
tekist að kenna þeim að segja orð, og
á Þýzkalandi er nú uppi hundur, sem
Don heitir, og er svo vel að sór.
Hann getur sagt til þegar hann er
svangur og langar í köku. Um þetta
hafa fræðimenn gengið úr skugga.
Aftur á móti eru þeir ekki eins vissir
um að „vitru hestarnir frá Elberfeld"
séu ekki „sviknir". Þéir kunna að
reikna betur en margir, sem frá há-
skólum koma, því að þeir geta dregið
út kvaðratrótina af stærð með 7—8
tölustðfum. Er dæmið sett fyrir framan
þá, og reka þeir svo aðra framlöppina
jafn oft í jörðina og útkomutalan er.
Einnig er mælt að þeir geti stafað nöfn
sín og stuttar setningar- Ekki er þó
getið um að þeir yrki. Halda menn
helzt að eitthvert leynilegt samband
sé milli eigandans og þeirra.
fjölgar daglega við verslun
mína; það gerir hin góða
og ódýra matvara, sem jeg
hef á boðstólnum.
Jón Zoega.
rVöíii og nýjung-ar.
Skerjafjarðarhöfnin. Það hefir
verið unnið að hafskipabryggjunni
væntanlegu þar, nú í ágúst og sept.,
og er búið að reka staura niður næst-
um 200 fet út. Eitthvað mun verða
haldið áfram við vinnuna í vetur.
Sauðaþjófar dæradir. Bræður tveir,
skagfirzkir, voru á mánudaginn dæmdir
í landsyfirrétti fyrir afmörkun kinda og
stuld á þeim. Hefir lengi þótt ekki
einleikið með kindahvörf í Skagafirði,
og er vel ef því léttir nú nokkuð.
Mega Skagfirðingar þakka sýslumanni
sínum hinum nýja röggsemi hans í
þessu máli.
í fangahúsinu hér eru sem stendur
5 fangar. Einn var látinn laus nýlega.
Eiga flestir að vera þetta 8—12 mánuði.
Á Yerzlunarskólanum eru nú um
90 nemendur. Eru það heldur færri
en í fyrra.
Póstkort íslands er nýgefið út.
Eru á því sýndar allar póstafgreiðslur,
bréfhirðingar, viðkomustaðir ppsta,
símastöðvar, póstleiðir, símaleiðir.
Ennfremur nokkrir fjallvegir. Mun
það mörgum þægilegt.
Ýmsum þykir bifreiðin nýja fara
heldur óvarlega. Bæði þeim er í sitja
og á götum ganga.
Nýjar landssímastöðvar eru opn-
aðar á Staðastað, Búðum, Ólafsvík og
Sandi.
Látinn er Kristján H. Jónsson,
fyrrum ritstjóri „Vestra".
Fréttir. Maður nokkur fór um
daginn upp úr bænum ríðandi á hjóli
og með hest í t-aumi. Gekk það stirt
mjög. En um kvöldið sáu menn hann
koma aftur, og reið hann þá hestinum
en teymdi hjólið.
góðir og ódýrir,
í verslun Jóns Zoega.
Hjónaband: séra Jakob Ó. Lárus-
son og ungfrú Sigríður Kjartansdóttir.
Lögregluþjónn einn (auðvitað ekki
hér í Reykjavík) varð nýlega drukkinn
mjög', og setti sjálfan sig 1 tugthúsið.
Læsti hann klefanum vel og vandlega,
en þegar var komið til hans morgun-
inn eftir, var hann dauður úr þorsta.
Andarneijur 2 hafa stokkið á land
á Álftanesi. Ingimundur segir að þessu
valdi hvalafriðunarlögin. Hafi hvölun-
um fjölgað svo síðan, að ekki sé rúm
fyrir þá alla í sjónum, og hugsi þeir
sér því að hafa vetrarsetu á þurru
landi, og þá helzt hjá mönnum sem
greiddu atkvæði með friðuninni. Segir
hann heila hvala-fjölskyldu lagða á stað
til Guðm. Eggerz sýslumanns.
Nýjar bækur. Margar ágætar
bækur eru nýkomnar á markaðinn.
Þar á meðal eru Lénharður fógeti,
sjónleikur í 5 þáttum eftir Einar
Hjörleifsson og Frá ýmsum hliðum,
smásögur eftir saipa. Nýr Ijóðaflokk-
ur „Hrannir“ eftir Einar Benediksson
og 2. bindi af Sögnm frá Skaftáreldi
eftir Guðm. Magnússon.
Á kvennaskólanum verða liðugt
100 yngismeyjar við nám.
íslenskur kröfuréttur. Verið er
að prenta byrjun á ísl. kröfurétt eftir
Jón Kristjánsson prófessor.
Fjalla-Eyvindur og mamma hans
heitir gamanleikur, sem leikinn er í
Gautaborg um þessar mundir.
Af ÍÍU
Jtý öjriðarblika í lojti.
Svohljóðandi símskeyti barst frá
Kaupmannahöfn á þriðjudaginn:
Tyrkir og Cfrikkir deila út af
eyjunum í Egealiaii og öðrum frið-
arskilmálnm.
Konstantín Grikkjakonungur
heflr verið kallaður heira skyndi-
lega.
Priðja Balkanstríðið virðist
vera í aðsigi.
Regnkpur
fá menn nú og eftirleiðis
lang ódýrastar
í verlun Jóns Zoega
Bankastræti 14.