Ríki - 21.07.1911, Blaðsíða 1

Ríki - 21.07.1911, Blaðsíða 1
íír. 1 Eeykjavík, 21. júlí 1911. 1. árg. RIKI Pað er nú stefnuskrá okkar íslendinga út á við. Það er stutt stefnu- skrá og skýr. Orðið ríki getur nú enginn þaggað fyrri en vjer erum orðnir ríki, sjálfstætt' ríki, fullvalda ríkí, fjórða ríki Norðurlanda. Vjer getum verið í sambandi við Dani eða aðra, konungssambandi, mál- efnasambandi — »meðan um semur«, en aðeins sem ríki. Við getum farið krókavegi í ferðalaginu, jafnvel hringsólað, en við það mark hljóta allir að mætast, sem áfram vilja halda eitthvað. Orðið ríki og sú krafa vor er ódrepandi hjeðan af. Það vita foringjar heimastjórnarliðsins vel og sjálfir Danir finna það glögt á sjer, og Knútur Berlín og þeir sem verstir eru í okkar garð, sjá ljóslega fram á það, og óttast það, og einmitt þess vegna hata þeir það. Þeir finna að þá kröfu geta þeir nú ekki kveðið niður. Ríki verðum við, hvort sem þeir vilja eða ekki. Konungur hefur sagt það. »Bæði ríkin mín«, sagði hann 1907 á Kolviðarhóli. Það var rjett sjeð og konunglega. Það var heill konung- dómsins og heill landanna, sem hann sá fram undan sér og fól í þessum orðum. Frjálst bandalag jafnrjetthárra manna undir óhlutdrægum höfðingja, var svo sjálfsögð krafa, að hver góður maður hlaut að laðast að henni í huga sínum, og svo sanngjörn, að engin óvild nje drotnunarástríða gat fundið höggstað á henni. Ríki sögðu allir sambandslaganefndarmennirnir íslensku einróma 1908, því allir vilja þeir auðvitað sjer og ættjörð sinni það frelsi, sem þroskar hana og mannar, ef hægt er að fá það án þess að styggja Dani. Og þeir sáu, að alt var ónýtt, ekki skóþvengs virði, sem minna var en ríki. Það eitt var til frambúðar. Ríki er því orð konungs og 1908 sameiginleg krafa vor allra út á við. Um það verður ekki deilt og er ekki deilt. Hitt skiftir einmitt flokkum nú hvernig þetta riki á að verða, hversu traustur og vel skorðaður rjettur vor á að vera ef á reynir. Ekki er það kunnugt að konungur hafi breytt vilja sínum, en þessi Knútur Berlin, og ef til vill einhverjir stjórnmálavitringar Dana sýnast nú leggja kapp á, að oss sje meinað að vera ríki, eða þá svo ótraust um minna ríkið búið, að því megi kippa inn í stærra ríkið, hve nær sem Dönum þykir nauðsyn til bera, ekki vegna okkar eða heilla íslands, engin þess kyns rök hafa sjest, heldur vegna Danmerkur og hennar hagsmuna. Ef íslandi vex mannfjöldi vilja þeir geta skyldað oss til að verja alríkið, því vilja þeir gefa oss hermálin með sjer. Þá erum vjer neyddir. Ef oss vex auður og viðskiftamagn, þá eru samningar við önnur ríki afar stórt hagnaðaratriði. Þess vegna heimfa þeir öll utanríkismál vor sjer í hönd. Ættu hjer drengir í hlut, og óefað er margt slíkra manna meðal Dana, þá væri þeim það gleði að unna oss jafnrjettis og hjálpa oss til velmegunar við hlið sjer, en taka hagnað sjálfir og svo þökk vora og ást í staðinn. En eftir reynslunni af öllum stjórnarferlí þeirra, er varla við öðru að búast, en Knútur Berlín og hans nótar lafi nú með tönnunum á þeim skæklum, sem eftir eru af stórveldi því, sem þeir rjeðu forðum, og það þó þeir ættu að muna svo langt, að þeir hjeldu laust meðan tennurnar voru þó skárri. Hitt virðist óskiljanlegra, að minsta kosti í snöggu áliti, að heimastjórn- arflokkurinn, þingmenn hans og blöð, skuli styðja þessa þröngsýnustu menn Dana svo öfluglega í því að gera þessa ríkisnefnu okkar sem allra einskis- verðasta á allan hátt, þótt slíkt auki þeim vinsældir í Danmörku. Fullvalda ríki og ríki í konungssambandi ætti að vera þeim sem íslend- ingum allra kærast, og þó níða þeir það og hatast við það verr en Danir sjálfir. Á þingi hefur heimastjórnarflokkurinn allur staðið svo fast. Dana megin eins og sjálfur Knútur Berlin væri þar foringi. Móti fána okkar bláa og hvita stóðu þeir á þingi í vetur sem einn maður, því hann bendir einmitt á sjálfstæði okkar og jafnrjetti við hlið Danabrogs, og það hjeldu þeir að stygði Berlín og Christensen og þá pilta, og atyrtu jafn- vel sjálfstæðismenn fyrir, að vera að móðga Dani með slíku. Botnvörpusektunum margnefndu vildu þeir ólmir ná aftur úr landsjóði og fá Dönum. Þó ofbauð svo tveimur af þeirra eigin mönnum þetta Dana- daður, að þeir skárust þar úr leik, og björguðu með sjálfstæðisflokknum þeim 60 þúsundum króna í landssjóðinn. En reiðir hafa foringjarnir orðið, því mælt er að þeir hafi ætlað að kasta Stefáni á Fagraskógi út.úr kjördæminu fyrir þetta. Hinn manninn stóð þeim á sama um. Auðvitað vildi flokkurinn feginn halda þúsundunum, en hjer stóð bar- daginn um landhelgina, sem Danir vilja eiga en láta okkur kosta til að verja. Með þessu þóknaðist heimastjórnin Dönum og vann á móti sjálfstæðu ríki á íslandi. Stöðulögunum mótmælti Sjálfstæðisflokkurinn á þingi, sem sjálfsagt var, í sambandi við stjórnarskrárbreytinguna. Þar skar úr um sjálfstæði okkar. En þá var heitt undir buxum heimastjórnarmanna á stólunum, þegar þeir píndu sig til þess að gera Dönum það til geðs, að mótmæla ekki lögunum, en þorðu ekki vegna þjóðarinnar og kosninganna að standa upp á móti yfirlýsingu þingsins 1871 og aðaláhugamáli Jóns Sigurðssonar. Ráðunauturinn er eina varfærna viðleitnin okkar til þess að fikra fyrir sjálfstæði okkar út á við. Bjarni Jónsson hinn núverandi ráðunautur hefur, að allra sanngjarnra manna dómi, farið þar það er kleyft var og þó hóflega, en bæði á þingi og sjerstaklega í blöðum sínum, hefur heimastjórnin látið sídynja á honum róginn og níðið svo rótlaust, að blöðin hafa glápt og gapt, þegar Bjarni hefur tekið í þau. Svarað þvaðri og hreinni vitleysu. Meðan Danir þeir, sem oss eru verstir, eiga hjer svo öfluga liðsvon í landinu sjálfu móti sjálfstæðisviðburðum okkar og hagsmunum, þá er annað hvort að teggja öll vor mál á vald Dana og biðja þá um likn, eða þá að auka neldur vörnina og leggja hart á sig til þess. Og það vilja þeir reyna af ýtrasta megni sem þetta blað senda út. Það er nógu sárt, að hrokagikkir Dana illmæla okkur og fótum troða rjettindi vor. Hitt er blóðugt, að allur heimurinn horfir á, að vjer göngum í Hð með þeim sjálfir og að varla sje borið vopn á móti. Síðasta þing sýndi það ótvírætt, að beinn voði getur staðið af kosn- ingunum næstu. Aldrei hefur drotnunargirni og hagsmunum Dana verið strokið með jafn ósvífinni viðkvæmni. Móti öllu slíku atferli mun þetta blað neyta allra krafta sinna og á sjer til þess víða liðs von. Og þó væri það ærið starf einu blaði, þó ekki væri nema að halda hlífiskildi yfir þá sjálfstæðismenn, sem heimastjórnarblöðin gera sjer að leik að leggja í einelti, einn af öðrum, með öllum sínum óþverra, svo sem þau hafa gert alt til þessa dags. Söfnumst saman um ríkið. Þolum engum að svíkja það. Höfum stefnu- skrána sífelt fyrir augum. Ráðum sjálfir hvað vjer og ísland eigum að verða. Aldrei að vikja. Það hefur reynst sigursælt. V* \StAND$ *

x

Ríki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.