Ríki - 15.09.1911, Síða 1

Ríki - 15.09.1911, Síða 1
Ir. 9. Eeykjavík, 15. septemker 1911. 1. árg. Rúðii- hneykslið. Fullkominn ósigur stjórnarinnar. Dirflst ráðherrann að sitja við völd eftir þettaP Á sunnudaginn barzt blööunum svohljóð- andi brjef frá stjórnarráðinu: Með því að gögn þau, er alþingis- orseti Skúli Thoroddsen sýndi um för sína til Rouen, eftir að hann hafði svarað brjefi stjórnarráðsins þar að lútandi, eigi voru samrýmanleg við skýrslur þær, er stjórnarráðið áður hafði fengið frá Rouen, ítrekaði það en fyrirspurn sína til danska konsúls- ins sama staðar um þetta efni, og hefur hann nú gefið það svar, að eftir ítarlega eftirgrenslan hafi það komið í Ijós, að herra Skúli Thoroddsen hafi dvalið á Hotel de la Poste frá 3. 10. júní þ. á. Símskeytið riljóðar svo: »Ved personligt Eftersyn Hotel Pos- tes Böger constaterer Skúli Thorodd- sen nærværende fra tredje til tiende Juni. ConsuIatet.« 9 sept. 1911. Stjórnarráðið. Með þessu er fengin viður- kenning ráðherrans sjáifs fyrir því, að árás hans, ui- anlands og innan, á mann- orð forseta alþingis hefur verið gersamlega ástæðu- laus. Ráðherrann hljóp eftir illgirnisgetsök- um Heimast;órnar(!JbIaðinna, orðrómur var látinn myndast um það, að Skúli Thoroddsen hefði aldrei til Rúðu komið °g þessi tilbúni orörómur uotaður sem átylla til þess að senda símafyrirspurnir til Frakklands (til hótels eins og danska konsúlsins í Rúðu) þannig orðaðar, sem verið væri að leita að alþingisforseta ís- lendinga sem glæpamanni. Svo þegar hann álítur fylling tímans komna, lætur hann Heimastj.(!)blöðin breiða út þær staðhæfingar, að Sk. Th. hafi aldrei til Rúðu komið og svo er sjálft einkamál- gagn ráðherra látið bera á hann glæp úf af þessu (brúkað landsfé á óleyfileg- an hátt), en það auðvitað símað til útlanda. Þetta er einstætt stjórnar- hneyksli. ' Stjórnin hefur, þráti fyrir sannanir Sk. III. tyrir þyí, að hann hafi ver.ð í Rúðu, enn á ný símað til danska ræðismansins; hún hefur ekki vi'.jað trúa fyrr en hún sæi það á dönsku, að Skúli hefði rétt fyrir sjer. Og hún hef- ur að eins spurt um það, hvort Sk. Th. hafi verið í Rúðuborg; henni virðist hafa verið það ljóst, að það eitt skifti máli. Enda var það útbásún- að sem höfuðhneyksli, en þegar komnar voru skjallegar sannanir fyrir því, að Skúli hafi verið í Rúðu, þá er reynt rð fóðra undanhaldið með því, að hann hafi ekki komið þar fram sem vera bar. Sk. Th. ver veitt fje til þess að vera viðstaddur hátíðahöldin i Rúðu fyrir landsins hönd. Þetta hefur Sk. Th. gjört — Það er ómótmælanlega sannað. Því þótt hinn danski ræðismaður í Rúðu, sem ef tii vill kærir sig ekki um að ís- lendingar komi fram í Frakklandi sem sjerstök þjóð, hafi ekki framkvæmt það trúnaðarstarf sem hátíðanefndin fól hon- um, að koma boðseðlum til Sk. Th., þá er það ekki Skúla sök, því að hinn danski ræðismaður var honum, fulltrúa alþingis, óviðkomandi. — Sk. Th. bjó í einu af siærsfu gisfi- húsum borgarinnar og var nafn hans og staða ritað inn í gestabókina, og hefði það átt að vera auðgert fyri'r ræðism. að koma boðseðlunum til hans, ef hann hefði gert sér far um það. Ráðherra heíur orðíð þess vald- andi, að sá orðrómur hefur út- breiðst mjög, utanlauds og innan, að alþingisforsetinn sje glæpamað- ur. Hann má sjálfur best vita hver laga- ábyrgð liggur við shku. En sljó tná rjettarmeðvitund fslend- inga vera, ef þeir heimta nú ekki ein- urn rómi að ráðherra fari frá völd- um þegar í stað. Lögrjatfu speki. í Lög' jettu á dögunum var n.eðal anr. ars þetta gulikorn: »Það hefur vakið mikinn jarmíblöð- um óaldarflokksins, að konungur sætndi Tryggva Gunnarsson nýlega Komman- dörkrossi 1. stigs. Tr. G. telur sig til bændastjettarinnar, og er þetta í fyrsta sinn, sem bóndi á íslandi hefur fengið slíkt he;ðusmerki.« Og síðar í sama biaði Lögrjettu er þetta, er rætt er um þingmannaaefni í Gullbringu og Kjósar-sýslu: »Reynir nú á stefnufestu ísafoldar þarna í kjördæminu, og ætti að mega telja það víst, að hún styddi þarna að kosn ngu alþýðumannsins (o: B. í Gröf), gegn þeim embættismönnu num tveimur, bankastjóranum og próf. í Görðum.* Báðir eru þeir Tr. G. og B. Kr. banka- stjórar, af alþýðufólki komnir, báðir »self-made« menn, og báðir telja sig alþýðumenn. En Lögrjetta hagar auðvitað seglun- um eftir vindi. Pollux. Skilnaðarstefnan og kosningarnar. 11. Þegar um það er að ræða, hvar skiln- aðarmenn skipi sjer við kosningar, verð- ur að sjálfsögðu fyrirspurningin: Hver- ir eru skilnaðarmenn? Hvaðan eru þeir aðallega komnir — úr hvaða pólitíska heimi? Skilnaðarmenn síðustu tíma, með á- kveðið skilnaðarmark fyrir augum, eru allflestir úr flokki Landvarnarmanna. Skilnaðarstefnan er í sjálfu sjer ekki ann- að en beint áframhald þeirrar fslenzk- ustu stefnu, sem Iá og legið hefur til grundvallar fyrir pólitík-landvarnarmanna. Húti hefði eins getað verið áframhald af hinni gömlu stefnu Heimastjórnar- manna, hefðu þeir haldið í rjettu horfi. Landvarnarmenn komu fram 1902 og vildu ekki hopa þá. Flestir leiðtog- ar þjóðarinnar Ijetu þá undan síga og gengu að því að stjórnarskrá okk- ar skipaði íslands-ráðherra í ríkis- ráð Dana. — jatnvel þeir, er móti þessu höfðu barist allt til þessa tíma með oddi og egg. En nokkur hópur, er virtist smár í fyrstu, hafð orðin frægu að Ieiðarstjörnu: Ekki að víkja! og andmælti þessum aðförum, er háskaleg- ar voru sjálstæðisstefnu þjóðarinnar, ef nokkur alvara átti henni að fylgja. Og mjög brátt kom það í ljós, að þessir rnenn, Landvarnarmenn. höfðu ótvírætt fylgi meðal þjóðarinnar. Og þar kom, að annar höfuðflokkurinn, Þjóðræðis- fíokkurinn, ásamt ýmsum úr »Heima- stjórnarflokknum*, skipuðu sjer í fylking ineð Landvarnarmönnum. Hreyfing komst nú á málið, og mátti segja, að allir vildu Iandvarnarsteínunni fylgja eða vera í nánd við hana. Nú tóku menn og að gera sér nán- ari grein fyrir stefnunni. Málið var rætt og krufið á ýmsan veg. Komust ýmsir Landviirnarmenn þá þegar að þeirri niðurstöðu, að stefna íslendinga lagi og hlyti að liggja, ef henni yrði haldið til streitu, að beinum skilnaði landanna. Ályktun sú, sem gerð var á Þingvallafundinum 1907 bar þessa og vott. Þar er sagt skýrum stöfum, að íslendingar muni keppa að skilnaði, ef Danir verði ekki við kröfum þeirra. Þetta samþykktu Sjálfstæðis- og Land- varnarmenn. Og þessi ályktun hefur síðan verið stefnuskrá þeirra. Þeir eru því ekki langt frá ákveðinni skilnaðar- stefnu. Er svo »frumvarpið« kom til sögunn- ar.snerust einmitt margir þessara manna á móti því af þeim sökum aðallega — að útsjeð var um skilnaðarstefnu hjer á landi, ef því yrði tekið, girt fyrir það, að við gæ.um, fyr eða seinna, Iosnað úr sambandinu við Dani, lokuð þau verulegustu sjálfstæðissund. Þá, og út úr því, er sjeð var til fulls, hvernig Danir tóku í mál okkar á þessum al- varlegu tímum, má segja, að ákveðn- ir skilnaðarmenn yrðu til — úr hóp Landvarnar- og Sjálfstæðis- manna. Og síðastliðinn vetur gerði Land- varnarfjelagið í Reykjavík þá ályktun, að það teldi ákveðna skilnaðarstefnu rjettmæta. Meðlimir þess eru því í raun rjettri Skitnaðarmenn (Landvarnar- maður = Skilnaðarmaður). Allir þessir menn eiga því að miklu leyti samleið, ef rjett er að farið. Að minnsta kosti sameinarþá, og á altaf að sameina þá, mótstaðan gegn ölium innlimunartilraunum, hvaðan sem þær koma. Og ef framþróunin fer í þá átt, sem hún á að fara, hallast þeir allir að lokum eindregið á þá allra-íslenzkustu sveif: — að bezt sje okkur borgið sem fjærst Dönum, lausir við þá að öllu leyti. Það er rökrjett afleiðing sjálf- stæðisstefnunnar. En jafnvel þótt ekki væri til að dreifa slíkum höfuðsamvinnuatriðum, sem hjer eru fyrir hendi, þá væri þó og er ávalt allra-eðlilegast, að þeir menn (og flokkar) ynnu saman við kosn- ingar, er næstir standa hver öðrum í því, er þeim nú þykir máli skipta. Og pólitísk hyggindi krefjast þess blátt á- fram. En þetta verður aptur nokkuð það sama sem reglan: Styddu þann manninn til þingmensku, er þú, þegar öllu er á botninn hvolft, bcrð einna mest traust till — Skilnaðarmenn álíta það ómótmæl- anlegt, að hinn sögulegi rjettur íslend- inga sje að vera sjálfstæð, fullvalda þjóð. Hinn »eðlilegi« rjettur á sömu leið. Kröfur íslendinga, síðan er þeir fóru að rumska, hafa gengið allar í þá átt, að losa um sambandið við Dani. Hvar vilja menn svo enda? Það telja j skilnaðarmenn lífsskilyrði, að þjóðin fari að gera sjer grein fyrir því, hvert henn- ar takmark sje og verði að vera — hvort að stefna að því, að búa vel og fast um sambandið, tryggja það og treysta, eða hitt að losna alveg úr því, fyr eða seinna, én þó helzt sem fyrst. Óefað hefði verið bezt, hyggja skilnað- armenn, að þjóðin og ekki sfzt leiðtog- ar hennar hefðu verið búnir að gera sjer rækilega grein fyrir þessu, þegar áður en atburðir síðustu tíma um sameiningu v ð Dani komu til mála. Hefði þá rjett sjálfsagt margt verið með öðrum hætti en nú er. Ekki því- líkur ruglingur og ringu'reið í póhtík. Menn hefðu frá upphafi veriðákveðn ir öðruhvoru megin. Mönnum hefði verið svo miklu ljósara, hvað um var að tefla. En lengur má það nú ekki dragast, að menn fari að hugsa alvarlega um þetta mál — undirstöðuna undir aðal- máli þessa lands —: Hvert er okkar takmark, fslendinga? Hefirþað ver-

x

Ríki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.