Skeggi


Skeggi - 03.11.1917, Síða 1

Skeggi - 03.11.1917, Síða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 3. nóvember 1917. 2 tbl. Notið nú tækifærið. 10-25 prct. afslátt gefur Árni J. Johnsen á allri álnavöru. Meðal annars mikið úrvai af # tvist-tauum, sængurdúkum og sirzi. + Tryggvi Grunnarsson látinn. — o— Gunnlaugur Tryggvi Gunnars- son var íæddur í Laufási við | Eyjafjörð 18. okt. 1835. Foreldrar | hans voru Gunnar Gunnarsson 1 prestur þar og Jóhanna Gunn- j laugsdóttir Briem sýslumanns. Hann ólst upp h)á foreldrum sínum og var snemma bráðger. Hneigðist hugur hans þegar meir að verklegum framkvæmdum en bóknámi. Lagði snemma stund á trjesmíðar og smíðaði þá ýms áhöld, er ekki höfðu ttðkast áður þar í sveit. Vorið 1859 kvæntist hann Halldóru þórsteinsdóttur prest á Hálsi og reisti þá bú á Hallgils- stöðum í Fnjóskadai. Bjó hann þar til þess er hann gerðist fram- kvæmdarstjóri Gránufjelagsins, er þá var nýstofnað- Um sömu mundir rak hann hákarlaveiðar á Oddeyri, og sýndi þá, sem oftar, mikinn dugnað. Var hann frömuður í því að veiða hákarl á haffær skip í Eyjafirði, Fram- kvæmdastjóri Landsbankans varð hann 1893 og var bankastjóri hans til þess er bankastjórninni var vikið frá haustið 1909. Hafði alþingi næsta á undan ákveðið nýtt skipulag á bankastjórninni, sem áttí að komast á þá um áramótin, og samþykt sjerstök eftirlaun handa Tr. sál. Eftir það hafði hann ekkert fast (embætti, en gegndi þó margvíslegum störf- um, bæði fyrir hið opinbera og einstök fjelög. Alþingismaðuf var hann fyrir ýms kjördæmi á árunum 1869— 1908. Konu sína inisti hann 1875. Uppeldisdóttir þeirra var Val- gerður Jónsdótdr biskupsfrú. Hann var sæmdur fjölda heið- ursmerkja- það sem sjerstaklega einkennir Tryggva Gunnarsson, er dugn- aðurinn; það sýnir alt hans langa og mikla æfistarf. því auk hinna mörgu 0g viðfangsmiklu verkefna, sem talin eru hjer að framan, fjekst hann við fjöldamargt annað og var 1,-fið og sálin í hverjum fjelagsskap, sem hann komst í. Má íe0a að tne& honum hefjist ný« tímabil í atvinnumálum vor- um. Hann varð hinn öruggasti forkólfur í því, að fá menn til að stunda fiskiveiðar á þilskipum, hákarlaveiðar við Norðurland og þorskveiðar við Faxaflóa. Gerði hann það ýmist með því að gera út skip sjálfur, eða með því að hvetja aðra og hjálpa til þess. Sjávarútvegurinn lá hon- um æfinlega þungt á hjarta, og sárt fjell honum það er þilskipin voru seld út úr landinu. Sporn- aði hann við því í lengstu lög, en fjekk ekki viðráðið. Hann var einn af stofnendum Fiski- fjelags íslands og í stjórn þess alla tíð, þangað til í vor að hann var kosinn heiðursfjelagi þess. Hann gekst fyrir íshúsbyggingu í Reykjavík á sínum tíma, í þeim tilgangi að leggja þilskipum til beitu. Var það þeim hin besta stoð og mjög blómlegt fyrirtæki. Hann var líka einn hinn helsti frömuður í því að stofna ábyrgð- arfjelag fyrir þilskip við Faxafióa, og fjelag til að gera að þifskip- um (Slippfjelagið). En hann hugsaði líka um fleira en sjávarútveginn. Á alþingi var hann jafnan fremstur í röð þeirra manna, er efla vildu verk- legar framkvæmdir í landinu, hvort sem það voru vegamál, verslunarmál eða landbúnaður. Gott dæmi þess er Ölfurárbrúin. Hana tók hann að sjer að gera, er ekki fengust aðrir til; vildi hann heldur bera áhættuna sjálfur en að verkið færist fyrir. Var það hin besta samgöngubót og komu margar síðar. Margt var það fleira, sem hann sýslaði i verklegum framkvæmd- um m. a. það, að koma góðu skipulagi á Reykjavíkurbæ, bæði með bættri húsgerð og með því að leggja nýjar og betri götur. Gekk það ekki alt fram þegjandi og hljóðalaust, en hann ljet slikt aldrei á sig fá. Vildi hann hafa höfuðstað landsins sem myndar- legastan á allan hátt, og vann ósleitilega að því í bæjarstjórn- inni, þau árin sem hann sat í henni. Hann hafði það sjer til skemt- unar á gamalsaldri, að rækta blóm og trje í alþingishúsgarðinum og tókst það mætavel. það er til marks um áhuga hans í því efni, að hann flutti með sjer trjáplöntu eina í yfirhafnarvasa sínum norðan úr þingeyjarsýslu og gróðursetti hana í þinghúsgarðinum; sú planta er nú orðin álitlegt trje. Eitt óskabarn hans var þjóð- vinafjeiagið. Var hann einn af helstu forgöngumönnum þess að það var stofnað, og formaður þess lengt af. Mikla vinnu lagði hann í það að halda því fjelagi í sem bestu horfi og sjálfsagt fje líka. það vissu fæstir í hvað hann lagði fje, því á það var hann óspar er hann vildi koma einhverju góðu til leiðar. Margt og mikið skrifaði hann um dag- ana, mest eða alt í blöð og tíma- rít. Má víða sjá þess vott í almanaki þjóðvinafjel. hvað ríkast var í eðli hans. — Verndun dýra, var eitt áhugamál hans, sem sjá má glögt í Dýra- vininum. Studdi hann það mál á margan hátt, t ræðu og riti og með fjárframlögum. Enn er ótalinn einn þátturinn i æfistarfi hans, sá sem örðugast er að mæla eða meta það er hin dæmafáa hjálp, sem hann veitti mönnum og málefnum. það vissi enginn maður, og ef til vill sist hann sjálfur, hve margir þeir urðu, er sóttu á fund hans tli líknar sjer um lán eða fjárstyrk, en það er alkunna að þeir voru afar margir. Venjulega leitaðist hann eftir því til hvers ætti að nota fjeð. Meira spurði hann varla um. Honum var æfinlega kappsmál að hjálpa þeim, sem vildu bjarga sjer sjálfir. þeir eru ótaldir, sem hann hvatti og studdi í viðleitni sinni til að bjargast á eigin spýtur. Öllum þeim, nær og fjær sem sýndu okkur hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför okkar ástkæra fóstursonar Árna Gislasonar læknis, volt- um við innilegasta þakklæti. Gjábakka 1. nóv. 1917 Sesselja Ingimundardóttir Jón Einarsson. Ekkert hataði hann eins og ómenskuna. Hann hafði sjáifur starfað svo mikið og oft haft svo erfitt fyrir vegna ómensku og tómlætis annara. því var hann líka svo fljótur til að taka að sjer þá menn, sem komast vildu áfram. Grunur er á um það að ekki hafi hann fengið með skil- um allar þær krónur er hann lánaði, og eins um það að fleir- um hafi hann hjálpað, en verð- ugir voru. Var þá ýmist að honum blöskraði, eða hann hló dátt er hann sá hverju fram fór. Hann átti það ekki til í eðli sínu að kvarta nje kvíða. Með Tryggva gamla (það er eitthvað svo óviðfeldið að tala um hann sem dauðan mann) er gengin til hvíldar sá maðurinn, sem líklega hefur unnið manna mest að því að rjetta við atvinnu- vegi vora, bæta fjárhag vorn og styrkja þjóðina i trúnni á gæði landsins. þjóðin mundi lengra komin í verklegum framförum, væri margir slíkir sem hann. Til áheita , cr cngin stofnun betri, en „Ekknasjóðurinn', á næstkomandi vetri. Heima-kensla. Undirritaður veitir tilsögn í ensku og þýzku. Til viðtals 3—4. Guðni J, Johnsen. Unglingur getur fengið að nema prentiðn f prentsm. Vestmannaeyja.

x

Skeggi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.