Skeggi


Skeggi - 03.11.1917, Side 2

Skeggi - 03.11.1917, Side 2
S K E G Gt >>Skegci« kemur vertjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaver'ð: 50 aur. pr. c.m ; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pá1! Bjarnason. Síðustu fregnir af sókn Miðríkjanna. Reykjavík 2. nóv. Miðríkin hafa nú gert grimmiiega sókn að Iföi- um, þau ha’a tekið horg- irrsar Samono, C öríz, Civi- dal og Udme, þsr sem aðaiherbúðir Ifala voru. Ennfremur huntíraö þús. fanga og sex hundruð fallbyssur. Cadorna biður banda- menn rð bregða. fijótt við til hjálpar, Itaiir hafa nú siöðvar hjá Tagliamentó. Eúist er víð að þeir veiii þar viðnám og ieggi .1i! orusfu á bersvæði. Aths, Tagliamentó er stór á bak við aðalherstöðvar ítala. Þaðan má vænta stértíðinda bráðum. Aðrar frjetiir, Leynibyrgðir vopna fundnar í Frakklandi. Michaelis ríkiskanslari þjóð- verja farinn frá. Herthing greifi, forsætisráð- herra í Bayern, tekur líklega við. Leiðrjettmg. — o— Úr síðasta blaði fjell, þar sem sagt er frá viðtökum óeirðar- seggjanna þýsku, að frásögnin væri tekin eftir ensku blaði. í sömu grein stendur að 5 menn hafi verið skotnir, en í enska blaðinu stóð 3 menn. Eftir síðustu fregnum að dæma hafa þessar óeirðir verið bældar niður þegar í stað og ekki á þeim bólað síðan. Styrjöldin. —o— Hún er nú komin nokkuð talsvert á fjórða árið þessi styrj- öld, sem er hin lang-voðalegasta, sem við hefur borið á þessari jörð fyr og síðar. Mundu fáir menn hafa trúað því í byrjun hennar að hún gæti staðið svona lengi og þó ekki verið meiri Yerzl. Páis Oddgeirssonar heíur meðal anuars eftirtaidar Yörur: Léreft, 5 sortir, — Tvisttau, — Sængurveraefni, — Flonel, amerisk, — Lasting — Shirting, — Fóðurstrigi, — Flauel, — Gardinutau, — Upphlutsskyrtuefni svart, á 3,45. — Handklæðadregill margar sortir, — ensk Vaðmál, — Sængurdúkar, margar sortir, — Seglastrigi, — Voxdúkar, — Bláff Cheviot, 3 sortir, — Brusel- teppi með hálfvirði. Svuntuefni Silki, svart rósótt frá 14,50. _ _ — slétt á . . 11,00. — mislit — á . . 10,50. — Hör og Sllki svart á . . 6,30, Sparið peninga og kaupið Dömukamgarnið góða. handa fermingarbörnum. Regnkápur Kvenna og Karla. — Karlmannaföt frá 48,00 Nærföt allskoqar. sElttar vörur, þarafleiðandi bezt verð«. Páll Oddgeirsson. Kjörið í föt 56,00. horfur til friðar % eru enn þá. j Menn mundu heidur ekki hafa trúað þvi fyrirfram, að Norður- : landaþjóðirnar slyppu við blóðs- úthellingar og annan versta voða ! hernaðarins, eins og þær hafa : gert hingað til. En einna síst I mundu menn hafa trúað því að i leikurinn gæti orðið svona seinn , til úrslita og árangurslítill eins j og hann í rauninni hefur orðið, j Margt hefur að vísu farið í traðk við at hinna miklu stríðshesta, en mest er þó komið undir því sem eftir er. það er því síst undarlegt að hugir manna hneigist að þeim málum, er að hernaðinum lúta og af honum ieiða. Af þeirri ástæðu mun ,Skeggi“ framvegis gera sjer far um að Hytja sem áreiðanlegastar fregnir að föng eru á um hernaðinn og það er af honum kann að leiða, svo og um þau lönd og þær þjóðir, er harðast fá að kenna á honum. Kemur hjer þá örstutt yfirlit til bráðabyrgða. Vesiur vígstöðvat nar: þjóðverjar sitja enn í mest allri Belgiu og hafa sneið af Norður- Frakklandi. þar er saman komið hið besta úr her bandaþjóðanna, Belgar, Frakkar, Bretar, Ameríku- menn og margt frá nýlendum Breta, og hafa hin bestu hergögn nútímans. En þjóðverjar hafa setið fastir fyrir í meir en þrjú ár og notað hin öruggustu varnar- tæki, eitur sem antiað. Síðustu mánuðina hefur bandamannaher- inn unnið nokkuð á og tekið marga fanga. Ekki alls fyrir löngu eiga þjóðverjar að hafa hótað að leggja lönd þessi í auðn nema friður yrði saminn bráðum. Austurvígstöðvarnar: þar hefur leikurinn borist víða þessi árin. Framan af og öðru hverju sóttu Rússar vestur, en fyrir meir en tveimur árum voru þeir hraktir langt austur eftir og tekin af þeim hver borgin af annari. Stóð Hindenburg hers- höfðingi þjóðverja mjög fyrir þeirri sókn. Leiddu þessar ó- farir Rússa að lokum til ógur- legrar stjórnarbyltingar og helur orðið úr henni nokkurskonar borgarastyrjöld í Rússlandi og ekki sjeð fyrir endann á þeim málum. Síðustu fregnir segja Rússa vera að hörfa úr bestu borgum sínum við Eystrasalt, Reval og Petrograd. Annars hefur verið mikið rætt um frið í sambandi við stjórnarbyltinguna. Balkanskagi: þar hefur á ýmsu gengið. Miðveldin hafa hertekið Serbíu og Montenegro og talsvert af Rúmeníu. Grikkland er mjög vant við komið og ekki glöggt hverjum það veitir að málum. Tyrkir og Búlgarar fylgja enn Miðveldunum bæði í Evrópu og Asíu. Hafa Tyrkir átt mjög í brösum við hersveitir Rússa í Kákasus og Persíu og hersveitir Breta í Mesopotamíu. Af þeim stöðum hafa engin stórtíðindi komið lengi. Við Feneyjaboin: þar sækja ítalir og Austur- ríkísmenn. Hafa þeir lengst leikið við Insonzofljótið, en þok- ast furðanlega lítið úr stað allan þennan tíma. Sjá þó skeytin í blaðinu í dag. þetta eru nú hinar merkustu vígstöðvar á landi, og þó eigi allar. Hernaður á" sjó. Hann hefur lengst af verið mestur um það að hefta siglingar til ófriðarlandanna. Aldrei hefur neitt þvílíkum skipafiota verið telft frain til ófriðar en samt eru sjóorustur mjög fáar. Mesta eftir- tekt vekur kaf bátahernaður þjóð- verja og þykir koma æði ómak- lega niður á hlutlausum þjóðum. Tjónið af honum er meira en svo að tölum verði talið. ViðskifUn. það mæla menn nú orðið, að að svo hart sem hernaðurinn sje rekinn þá sverfi nú viðskifta- kreppan enn meira að. Kemur það fram í ýmsum myndum t. d. skorti á mjög nauðsynlegum hlutum, er sækja verður í önnur lönd. Stafar skortur sá að talsverðu leyti af þeim vandræðakvöðum, sem ófriðarþjóðirnar leggja hver á aðra og á hlutlausar þjóðir. Af þeim kvöðum leiðir svo margskonar óhlýðni og beita menn ýmist rjettu og röngu, en alt kemur í einn stað niður: voða- leg siys og stórtjón. Vjer ís-- lendingar höfum þegar nokkuð af því að segja, þó smátt sje hjá þvi er aðrir mega hafa. Vátrygging og farmgjöfd. Alt þetta ótrygga skipuiag, sí- vaxandi áhættan og þetta ógnar hrun á skipunum, hefur leitt af sjer hina gífurlegustu hækkun á gjöldum fyrir flutning og trygg- ingu, svo að aldrei hefur þekst neitt þvílíkt. Afleiðingin er svo skortur og dýrtíð uni al<an mentaðan heim. Friðarhorfur. þegar í upphafi styrjaldarinnar reyndu ymsir merkir menn að koma á sáttum en alt fór það út um þúfur, sem kunnugt er. Síðan hafa það einkum verið tveir menn er leitað hafa um frið; það eru þeir forseti Banda- ríkjanna og páfinn. Síðastliðið sumar var mikil ráðstefna með jafnaðarmöhnum haldin í Stokk- hólmi og önnur í Petrógrad og mikið rætt um friðinn. En þjóð- irrtar berjast eítir sem áður, og aldiei af meira kappi en einmitt nú. það er því eigi fyrirsjáan- legt að neitt verði af sættum í bráð, nema svo fari að einhver þjóðin fari að semja sjerfrið og raska þannig jafrtvæginu. það er eftirtektarvert að allar þjóðirnar þrá friðinn af instu rót, en samt finnast engin ráð til að svala þeirri sameiginlegu þrá alls mannkynsins. Sparið tíma yðar og peninga i það gerið þjer hvorttveggja best að því að skoða vörurnar og gera kaupin þar sem mest og best er úrvalið, og þar sem mestar líkur eru til að þjer getið fengið það sem yður vanhagar um, alt á sama stað, hvort það er til fatar eða matar, útgerðar eða annars, en öll þessi mikilvægu skilyrði uppfyllir best verzlun G. J. Johnsen.

x

Skeggi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.