Skeggi - 08.12.1917, Side 1
1. árg.
Vestmannaayjum, Laugardaginn 8. desember 1917.
7. tbl.
Til áheita
er ertgin stofnun betrl, en
„Ekknasjóðurinn',
á næstkomandi vetri.
Friðarhorfur.
það er fyrst núna síðustu vik-
urnar að farið er að tala um frið
í fullri alvöru. Bandalögin hafa
verið svo öflug á báðar hliðar
til þessa, að um sjerfrið hjá ein-
stökum þjóðum hefur ekki verið
að ræða. Menn höfðu lengi þá
trú, að friðurinn væri mikið
kominn undir því hvernig Rúss-
um gengi í ófriðnum. Nú er
svo komið að þeir mega heita
alveg yfirunnir og þeir hafa
þegar byrjað á friðarumleitunum.
það eru mestar líkur til að þeim
takist að ná friði víð miðveldin,
og það bráðlega. Aftur á móti
er óvíst hvernig baridaþjóðirnar
taka því að þeir fari að semja sjer-
frið. Víst er um það, að ekki
urðu þær við kröfum þeirra um
að breyta friðarkröfum sínum og
semja alsherjar frið. þær þykjast
ekki hafa náð því marki, sem
þær hafa sett sjer. En Rússar
vilja ekki bíða lengur og er það
vorkunn, eins og alt er nú komið
í óefni hjá þeim. Flokkurinn
sem heimtar friðinn, er orðinn
öflugasti flokkurinn í landinu og
ætlar sýnilega að nota fyrsta
tækifæri til að semja friðinn.
En sá hængur er á með þann
flokk að aðrar þjóðir hafa, til
þessa, ekki fengist til að viður-
kenna yfirráð hans í landinu.
Kemur það mest af því, að flokkar
þeir, sem upp hafa komiö í
Rússlandi siðan byltingin hófst,
hafa allir reynst ófærir til að
fara með völdin. þessi flokkur
(maximalistar) er þeirra sterkastur
og hefur friðarkröfuna fyrir aðal-
kröfu, þess vegna er líklegt að
hann hafi tryggari stuðning hjá
þjóðinni heldur'tn aðrir flokkar.
þjóðin mun þegar hafa fengið
nóg af ófriðnum.
Næstir Rússum standa R ú m-
e n a r. þeir hafa einnig farið
hinar mestu ófarir og geta vitan-
lega ekki barist gegn miðveld-
unum nema með hjálp Rússa,
svo að þeir hljóta að verða þeim
j áhangandi við friðarsamningana.
í Öðru máli er að gegna um Serba.
Land þeirra var hertekið fyrir
tveimur árum, en leifum hersins
og konungi var bjargað í hendur
bandamanna. Síðan hefur her
miðveldanna setið sem fastast í
í iandinu og farið með það sem
hernumið land. Um Serbíu verður
því ekki samið fyr en alsherjar-
friður verður saminn. Sama er
að segja um Montenegro.
í t a 1 i r hafa farið hinar mestu
hrakfarir upp á síðkastið. Telst
mönnum svo til að þeir muni
hafa mist um 250 þús. manna
fallinna, særðra og hertekinna
í síðustu sókninni.
þar með hafaþeir lika mist hinar
bestu vígstöðvar sínar, mikil her-
gögn og ágæt hjeruð. Er því
lítil von til að þeir berjist til
gagns í bráð. Að vísu hafa
Frakkar og Bretar sent þeim lið,
en það nægir þeim ekki, til þess
sem þarf. það hefur því verið
giskað á að ítalir mundu semja
frið bráðlega, en líklega bíða þeir
þó eftir Bretum og Frökkum,
því örðugt mundi þeim um
samningagerð við miðveldin eftir
það sem á undan er gengið.
Bretar og Frakkar segj- !
ast ekki munu seinja fyr en •
þjóðverjar sjeu reknir úr Frakk- !
landi og Belgíu. Látast þeir nú ‘
vera komnir vel á veg með það. j
Bretakonungur kvað hafa boðað j
hátíðahald 6. jan. næstk. Mun !
þá standa talsvert til fyrir banda- j
mönnum. það er haft eftir mál§- *
metandi mönnum aö bandaþjóð- j
irnar ætli að láta til skarar skríða ,
seinni partinn í vetur, eftir því
ætti að mega vænta friðarins
snemma á nœsta sumri.
Ofanrituð grein átti að koma ,
í síðasta blaði. Síðan hafa komið |
ýmsar fregnir af ófriðnum, sem j
breyta útlitinu nokkuð. (Sjá j
skeytin í blaðinu í dag).
Hvernig væri nú að minnast
dálítið á verkamannafjelagið hjer
Eyju, í „Skeggja“. Jeg held það
væri ekki svo vitlaust.
Veit jeg það að vísu, að fjölda-
mörgum lesendum „Skeggja* er
kunnugt um það; en hitt veit jeg
og, að þeir eru fjöldamargir líka,
er eigi hafa hugmynd um í hvaða
tilgangi það er stofnað, eða hvað
því er ætlað að starfa.
Margir munu þe>r vera, er
ætla það eingöngu stofnað til
þess, að hækka dag og tímakaup
verkamanna svo gífurlega, að
hvorki kaupmenn eða aðrir vinnu-
veitendur geti undir risið og
muni kannske þ’á og þegar fara
á höfuðið vegna þess. En slíkt
er fjarstæða, og ekki nema grunn-
hyggnra manna, að ætla slíkt.
Sumir telja verkmannafjelags-
hreyfinguna hjer með öllu óþarfa,
því hjer sjeu allir vinnuveitendur
og enginn þurfi að þiggja vinnu.
En slíkt er líka fjarstæða; og
sýna það best þessi tvö eða hátt
á þriðja hundrað manns, sem í
verkamannafjelagið hafa gengið, að
þeir þykjast ekki allir miklir
vinnuveitendur.
Jeg vildi því með línum þess-
um, skýra fyrir þeim, sem rangan
skiining hafa á stofnun verka-
mannafjelagsins, tilgang þess, og
hvað því er ætlað að starfa.
Saga fjelagsins er ekki löng.
það var í fyrra vetur, að nokkrir
menn bjuggu út skjöl, og gengu
með þau á miili manna, og ljetu
þá skrifa nöfn sín á, sem væntan-
lega þátttakendur í fjelaginu.
Skrifaði fjöldi manna nöfn sín á
skjöl þessi; jafnt bændur og búa-
lið fyrir ofan hraun, og austur á
Kirkjubæjum, einsog við tómthús-
menn hjer við sjávarsíðuna.
Svo var haldinn stofnfundur,
og lög búin til, og þá var það
auðvitað fyrst fyrir að ákveða
kaup verkamanna, og ætti engum
vinnuveitanda að vera það þyrnir
í augum þótt verkamaður ákveði
hvaða kaup hann vill vinna lægst
fyrir. þetta gjöra kaupmenn.
þeir ákveða verð á vöru sína.
Já, og væru hafðir að athlæji ef
þeir hefðu dagprísa. Og á hverj-
um vetri sjáum vjer auglýsingar
festar upp á götunum, með nöfn-
um kaupmanna og lifrarbræðslu-
manna undir, og hljóða eitthvað
á þessa leið: „Frá því í dag
gefum við ekki meira fyrir lifur
en þetta“ o. s. frv. þarna mynda
þeir allir fjelagsskap til þess að
ákveða vist verð, og heyrist aldrei
að riokkur maður fetti fingur að
því.
En gjöri vinnulýður fjelag með
sjer til þess að ákveða verð á
starfskröftum sínum, þykir það
óhæfa hin mesta og margir sem
ota öllum öngum á móti slíkri
hreyfingu; og mundu stanga með
. hornum væru þau á höfðum
þeirra. —
Annar aðaltilgangur verka-
mannafjelagsins er sá, að safna
sjer fje í sjóð, sem vera skal til
hjálpar fátækum verkamönnum
ef slys ber að höndum og nefnist
sjúkrasjóður, og ganga 2/s partar
allra ársgjalda í þann sjóð. Get
jeg ekki ímyndað mjerað nokkur
heilbrygt hugsandi maður álíti það
óhæfu eða óþarfa þó sjúkrasamlag
sje stofnað í sýslunni. Er í
sannleika sorglegt til þess að vita,
að margir þeirra sem í fyrstu
skrifuðu sig á listana skuli ekki
ennþá vera farnir að inna af
hendi þessar 3 eða 4 krónur,
vitandi það þó, tll hvers þær
| eiga að ganga.
Hugsum okkur að einhver
bláfátækur fjölskyldumaður slas-
' ist eitthvað, beinbrotni eða eitt-
hvað þvílíkt, svo hann sje frá
vinnu.
Ef hann er í verkamanna-
fjelaginu er hugmyndin, að veita
honum læknishjálp og jafnvel
samskonar daglaun og hann hafði,
úr sjúkrasjóðnum. Sje hann
ekki í fjelaginu getur hann. ekki
snúið sjer til annara en hrepps-
nefndar, og geta allir gjört sjer
í hugarlund úr hvorum staðnum
muni vera ánægjulegra fyrir mann-
inn að þyggja hjálpina. Má það
merkilegt heita að sumir hrepps-
nefndarmennirnir skuli veitast á
móti verkamannafjelaginu, sem
einmitt er til þess, ef sjúkrasjóður-
inn er nógu öflugur, að ljetta á
herðum þeirra. Nema það sje
fyrir þá sök, að þeir kvíði fyrir
að fara á mis við þetta fína orð-
bragð sem sumir sveitastyrks-
þyggjendur láta þeim í tje. —
þegar menn athuga nú tilgang
verkamannafjeiagsins einsog hann
er, og einsog jeg hefi reynt að
1 útskýra, skil jeg ekki í að nokkur
þurfi að skammast sín fyrir að
vera í því, hvort sem það eru
fátækir daglaunaaienn hjer í kaup-
staönum eða efnaðir bændur fyrir
ofan hraun eða austur á Kirkju-
bæjunum, og jeg skil heldur ekki
í því, að menn þeir, sem skrif-
uðu sig á fyrstu listana, láti sig
muna um þessar 4 krónur, enda
þótt þeir færu aldrei í daglauna-
vinnu og kæmu aldrei á fundi
fjelagsins.
En hvað vil jeg fátækur verka-
Yefnaðarvörur, sm ekklegastar, mest úrval, ódýrastar.
S. 3. Sofvnjen.