Skeggi


Skeggi - 16.02.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 16.02.1918, Blaðsíða 3
SKEGGI Minnisb'að. Simstöðin opin virka daga kl. 8 árd. til 9 síðd- Helga daga 10—12 árd. og 2—7 síðd. Póstafgr. opin alla virka daga kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alla virka daga kl. 4—7 siðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðsiæknirinn heima daglega 12-2. Tíðarfarið. þýðviðri hefur verið nærri alla vikuna, jörð farin að grænka og grös að vaxa eins og um sumarmál, að því er kunnugir segja. Fyrir síðustu helgi var orðið frostlaust fyrir norðan, en herti upp aftur eftir helgina, dró svo úr aftur og gerði frostlaust um miðja viku. Horfur ískyggilegar nyrðra, og reyndar víðar. Jótar hafa á síðustu 50 árum grætt upp óræktar heiðarland, sem er á stærð við alt Suðurlandsundir- lendið, eða um 70 fermílur. það er orðið klædd skógum, engjum og ökrum. Laglega gert á ekki lengri tíma! En þeir hugsa um sjóinn líka. í fyrra var lagt fyrir Ríkisþing Dana I frumvarp um hafnargerð á fjóruni , stöðum við Jótland. Sú stærsta i átti að vera við Helshage og : kosta 11,400,000 kr., önnur lítil j við Hirtshals áætluð 4,200,000 kr., brimbrjótur við Lökken á- ætlaður 500 þús. kr. og umbætur í Ringköbingfirði áætlaðar 500 þús. kr. það er samtals 16 milj. j 600 þús. kr. framlag til fiski- j veiða hjá þjóð, sem lifir mest á ! alt öðru. — þessir skilja gang- I inn. Afiabrögð. Gæftir hafa verið stirðar alla vikuna og afii misjafn. Mikil ganga af háf um helgina, Sltmir bátar fengu nokkur hndr. honum. “Sinn. Utn miðja vikuna var ísinn sagður á reki á Skjálfanda, Axarfjörður auður, og autt í kring um Langanes. Rekís hafði þá verið frá Skrúð, suður að Papey. það lítur út fyrir að ísinn sje heldur að þokast frá Austur- landinu. Ffóaáveifufjelagið var stofnað fyrra föstudag. Kosnir í stjórn: Sigurður Ólafsson fyrv. sýslum., Eggert Benediktsson bóndi i Laugardælum og Bjarni Grímsson verslunarm. á Stokks- eyri. Ekkert var ákveðið um hve- nser verkið skuli hafið. Mannalát. —o— Fyrir nokkru ljest J a k o b í n a Björnsdóttir, prests á Stokkseyri Jónssonar, ekkja eftir Einar Ingimundsson umboðsmann í Kaldaðarnesi (d. 1907). Hún mun hafa verið komin að hálf- níræðu. Síðustu 15-20 árin dvaldi hún hjá uppeldissyni sín- um Guðm. Ólafssyni á Einars- ! stöðum í Kaldarneshverfi. j Snorri Jónsson kaupm. og útvegsm. á Oddeyri, er ný- lega látinn. Hann stundaði húsa- smíðar framan af, en snjeri sjer að verziun og útgerð síðari ár og rak hvorttveggja með dugn- aði. Vel metinn borgari. Hann mun hafa verið kominn yfir sextugt. j Frá Stokkseyri er nýlega sím- að: Nýlátin eru Snjáfriður Nikulásdóttir, ekkja eftir Staurlaug Jónsson í Starkaðar- húsum (d. 1895), og G u ð m. J ó n s s o n bóndi á Baugsstoð- um, bróðir Brynj. heit. frá Minna- núpi. Hann fjekk heilablóðfall í haust og komst ekki á fætur eftir það. Greindur maður og glaðlyndur og smiður góður á trje og járn; var kominn yfir sextugt. Frá útlöndum. þaðan berst fátt frjetta. það helsta er að Miríkin hafa viður- kent sjálfstæði Ukrain. Skakt reyndist það, sem stóð í síðasta blaði að rússneskur maximalisti hefði myndað stjórn í Rúmeníu. Hann er rúmenskur og heitir Rakowesky. Hefur hann gerst einvaldur og afsegir öll völd konungs þar í landi. Skakt var það líka að anar- kistar hefðu numið öll lög úr gildi. það voru maximalistar, sem það gerðu. Á þessu sjest hve varlega er trúandi skyndifregnum, sem ber- ast daglega; eru þó sumar þeirra bragðmeiri en þessar. góðir og ódýrir. S* 3* 3^tvseti. Sjóstígvéla- makstur, ágæt tegund í verzlun S* 3* 3°^ns®n* Skipafregnir. „Vore Fædres Minde“, dönsk skonorta með salt til Gunnars Ólafssonar & Co. kom á sunnu- daginn. „Dreki“, mótorskúta, kom með salt til sömu verslunar snemma í vikunni. Hafði mikinn póst innlendan og útlendan. Var þess orðin full þörf. Um 20 farþegar voru á bátnum. Hann mun fara fleiri ferðir. „Fálkinn“ kom hjer við á sunnud. á leið til útl. og hafði póst nokkurn. Með skipinu kom frk. Elísabet Árnadóttir, Árni Sigfússon kaupm. og Sig. Sigurðs- son lyfsali „Haraldur", mótorskúta Gísla : Magnússonar, fer bráðum til [ Reykjavíkur að sækja vörur fyrir ! versl. G. J. Johnsen. Er í ráði I að hann fari nokkrar ferðir. það 1 verða þá einhver ráð með að koma póstseadingum hjeðan og | hingað. „Borg“ er komin til Englands, | fer þaðan beint til Reykjavíkur. j »BisP“ 'iggur enn í Englandi i til aðgerðar og losnar varla fyr ! en í marsmán. Dóttir fiskimarmsins. Verðlaunasaga eftir Johann von Rotterdam. —0 — (Fratnhald). að dæma, hefði hún fengið krampakast; hafði hún engan mann þekt er að henni var komið. Læknirinn skoðaði hana vand- Iega, sagði fyrir um meðferð á henni og gaf henni meðul. Ekki v fjekst það úr honum hvað að henni gengi, nema hvað hann hjelt að hún mundi hafa mist vitið. Fór hann svo leiðar sinnar. þau láu nú þarna tvö í húsinu, nánustu ástvinir Dóróteu, ætlaði alt til einskis,. hann fanst hvergi, um kvöldið snjeru leitarmenn heim og kom þ^im saman um að hann mundi hafa týnst í ein- hverjum skurðinum, eða þá í sjónum XII. Nú víkur sögunni til San- Francisko í Kaliforniu. Fyrsta húsið þar var reist 1835 og 1848 voru þau ekki nema 12. En þegar hjer er komið sögu vorri, eru íbúar borgarinnar orðnir um 60 þúsundir að tölu. Hinir merkilegustu viðburðir verða oft. eins og af hendingu, og þannig var það með byggingu San-Francisko og fleiri borga á þeim slóðum. hjelt þá til Missouri, þaðan til Oregon og þaðan aftur til Kali- forniu. Hann fjekk leyfí stjórn- arinnar í Mexiko til að ryðja þar skóglendi, um 30 fermílur á bökkum Sacramentofljótsins. Kom hann þangað 1839. Hann gerði sjer vígi, með aðstoð Indiána, og gróf skurð kringum það. Fyrsta setuliðið í víginu voru 50 Indí- ánar, Níu árum síðar voru reist hin tólf hús, um tvær mílur frá víginu, og hinn upprennandi bær, sem nú heitir San Francisko, hjet þá í höfuð stofnanda sínum, Suttersville. Fram að þeim tíma hafði Sutter eingöngu fengist við akuryrkju og kvikfjárrækt og gengið það svo vel að hann fjekk um 40 Kringum þúsund enskum mílutn fýrir ofan Sacramentodalinn uxu risavaxin grenitrje sem Sutter vildi fá til bygginga sinna. Hann gerði því samning við verkfræð- ing einn, Marchael að nafni, og þeir afrjeðu að gera sjer sögun- armyllu þar hjá trjánum; átti vatnið að knýja vjelarnar. það kom í ljós að geilin fyrir ganghjól myllunnar var of þröng; vildi verkfræðingurinn láta vatnið sjálft víkka hana. Eftir nokkra daga var komin sandhrúga í rásina og í sandinum sáust gullkorn. Verkfræðingurinn og Sutter ætluðu sjer fyrst að halda þessu leyndu, en grösin og trjen í Sacramentodalnum höföu eyru! Vindurinn barleyndarmálið lengra,

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.