Skeggi - 09.03.1918, Page 4
SKEGGI
ísafjarðarkaupstað . .
Húnavatnssýslu . . .
Skagafjarðarsýslu. . .
Eyjafjarðarsýslu. . . .
Suður þingeyjarsýslu
Norður-þingeyjarsýslu
Norður-Múlasýslu . .
Suður-Múlasýslu. . .
Seyðisfjarðarkaupstað
10
17
101
5
835
127
9
6
6
Eins og sjest á skýrslu- þess-
ari, er geitfjeð flest í Skagafj.-
og þingeyjarsýslum. þetta er
akki fyrir það, að þessar sveitir
hafi betri skilyrði tii að efla geita-
ræktina, nema ef vera skyldi
Suður-þingeyjarsýsla, heldur það
að menn í þessum sýslum eru
lengst á veg komnir með að sjá
og, skilja hagnað þann er geita-
ræktin gefur af sjer.
það þurfa fleiri að læra. þannig
endar hin fyrnefnda „Fram“-grein
og er það hverju orði sannara,
að það þurfa fleiri að læra.
Haraldur Sigurðsson.
Formanna-
fundurinn.
—o —
í síðasta blaði var getið laus-
lega um fund þann, sem formenn
hjeldu með sjer 26. f. m. Kemur
hjer stutt ágrip af fundargerðinni.
Tildrög fundarins voru þau að
nokkrir formenn á bátum, sem
gerðir voru út með net, höfðu
komið sjer saman um að kalla á
fund alla formenn, sem ætla að
nota þorskanet í vetur, til að
ræða um sitthvað viðvíkjandi
netlögum. Fyrir fundarboðinu
gengust þeir útvegsmennirnir
Magnús Guðmundsson, Gísli
Magnússon, Stefán Guðlaugsson
o. fl. Mættir voru 27 menn.
Fundarstjóri var kosinn Joh.
Sörensen bakari og útvegsmaður,
skrifari Páll Bjarnason ritstj.
Málshefjandi var Magnús Guð-
mundsson útvegsbóndi. Taldi
hann upp ýms atriði, sem snerta
þorskveiðar með netum. Urðu
umræður fjörugar og þó hóflegar.
þetta voru helstu atriðin:
Skemdir á veiðarfœrum, af
mannavöldum. Kom mönnum
saman um að sá ósómi hafi átt
sjer stað og yrði eitthvað að
gera til að varna því að slíkt
kæmi fyrir framvegis. Var að
síðustu samþykt að formenn, sem
veiða með netum, skyldu leggja
f'ram í fjelagi, alt að 1000 kr. til
verðlauna handa þeim, sem geta
sannað sakir á þá sem spilla
netum manna að nauðsynjalausu.
Verndun veiðarfœra. Nokkuð
var rætt um hvernig mögulegt
væri að afstýra því að net ræki
úr lögnum og færi í hnúta. Fanst
mönnum bera nauðsyn til að
gæta allrar varúðar þegar net eru
lögð, að leggja ekki of náið
hver öðrum, nje heldur að
leggja net í dimmu. Dálítill
S ÓÞARFT
er að taka það fram, því það er
fyrir löngu alkunnugt, og það
vita allir, að allar vörur til
úigerðar, fá menn b e s t a r
og ódýrastar í verslun
Qtf'
£. 3. SoSmse*
n —e) «r'—^=7
Ísíélag Vest,m.eyja”
verður að ganga ríkt eftir því, að síld sú, og geymslukaup, seni
það hefir lánað út, eða hér eftir lánar, yerði borguð mánaðarlega,
til þess að það geti fullnægt skuldbindingum þeim, er á því hvíla
út af síldar- og kjötkaupum þess á næstliðnu hausti.
Félagið telur sér því ekki fært að lána síld þeim útgerðar-
félögum, sem ekki borga úttekt sína í lok hvers mánaðar.
Vestmannaeyjum 22. janúar 1918.
,.3s5étagsvt\s“.
Nýir kaupendur
fá blaðið frá áramótum og árganginn út fyrir aðeins
4 krónur.
ágreiningur var um það hvort
betra væri að hafa „útfara“ frá
netunum og hversu þungir stjórar
þyrftu að vera, en ekkert sam-
þykt um það.
Friðun Álsins. Talað var um
að æskilegt væri að friða Álinn
fyrir botnvörpungum um þann
tíma, sem net eru lögð, þar eð
hann er talið besta miðið fyrir
þorskanet hjer við eyjarnar. Voru
kosnir 3 menn til að gera tilraun
í þá átt. Kosnir voru: Gísli
Magnússon, Magnús Guðmunds-
son og Magnús Jónsson.
Merking veiðarfœrg. Nokkrir
fundarmenn ljetu í ljósi þá skoðun
að nauðsynlegt væri að fiskimenn
merktu veiðarfæri sín eins og
bændur fje sitt, töldu enda rjett
að slíkt væri lögboðið. Yrðu
menn þá auðvitað að hafa ein-
hverja reglu til að fara eftir, svo
að ekki yrði sammerkt; sam-
eiginleg „markaskrá* yrði að vera
til fyrir þá, sem veiða á sömu
miðum. Ekkert var samþykt um
þetta, en óskað að fiskifjel.deildin
„Ljettir" tæki þetta til meðferðar.
Að síðustu var Magnúsi Guð-
mundssyni falið að gera ráðstaf-
anir til að ná saman verðlauna-
fjenu, sem áður er nefnt, og
kunngera mönnum með hvaða
skilyrðum það verður veitt.
Skipstrand.
Nýlega strandaði danskt segl-
skip á Meðallands-fjörum, með 7
mönnum; 2 af þeim druknuðu.
Skipið var með pappírsfarm frá
K höfn til Spánar. Litlu eða
engu af farminum varð bjargað.
Ólag á símanum enn.
Undanfarnar vikur hefur verið
afarörðugt að tala í símann til
Reykjavíkur, aðgerðin virðist ekki
hafa hepnast vel. Ösin er hin
sama þegar fært er að tala.
Veðurskeyti koma örsjaldan.
það var því eigi um skör fram,
er bent var á það hjer í blaðinu
hver nauðsyn er á að fá einn
þráð í viðbót. Má ekki lengur
við þetta una, ef nokkur tök eru
á að fá efnið. Eínstakir menn
verða að fá að leggja þráðinn, ef
stjórn landssímans fæst ekki til
þess.
Ljósið á hafnargarðinum.
Sjómenn kvarta undan því, að
ljósið á hafnargarðinum sje næsta
óstöðugt. það þykir bráðnauð-
synlegt við innsiglingu í dimm-
viðri. því bagalegra er þegar
það sloknar, mannskaðanóttina
sloknaði það skömmu áður en
síðasti báturinn lenti. þetta getur
valdið slysum.
Hafnarnefnd ætti að athuga
þetta hið bráðasta, og gera á
umbætur, ef mögulegt er. Væri
ekki ráð, að hækka stöngina,
sem ljósið er á, og fá öðruvísi
ljósker? Ljósið er helst of dauft,
þyrfti að vera töluvert sterkara
og umbúnaður allur traustari.
Tvö «ý blöð
eru farin að koma út. Annað
heitir „Verslunartiðindi“ gefið út
af Verslunarráði íslands, ritstjórt
Georg Ólafsson cand. polit.
Hitt heitir „Dagur“ gefið út á
Akureyri; ritstj. Ingimar Eydal.
C Goos,
fyrrum kenslumáia og dóms-
málaráðherra Dana og íslands-
ráðherra um hríð, er nýlega
látinn.
Ný fregn.
Friður saminn á öllum austur-
vígstöðvunum.
Áköf stórskotahríð á vestur-
vígstöðvunum. Bretar hrinda á-
hlaupum.
Barist í L i 11 u - A s í u.
Útflutningsleyfi fyrir vörur í
Gullfoss ófengið; Lagarfoss á þó
að fara vestur.
Bæjarfógetaembættið í Rvík
veitt Jóh. Jóhannessyni bæjar-
fógeta á Seyðisfirði.
Lögreglustjóraembættið í
Reykjavík veitt Jóni Hermanns-
syni, skrifstofustjóra.
Skrifstofustjóraembættið á 3.
skrifstofu stjórnarráðsins er veitt
Magnúsi Guðmundssyni sýslum.
Skagafirðinga.
Kartöflumjöl.
S a g o,
stór & smá.
Sæt saft.
S. 3* 3°^nsen.
Nýkomið:
lyiargar tegundir af ágætu
Kaffibrauði.
Sagógrjón
SuHutau
EpH
Svínafeiti
Gærpulver
Brynj. Sigíússon.
Prent'-m. Ve.stmannaeyja.