Skeggi


Skeggi - 31.08.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 31.08.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« keiriur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður * leyfa. V e r ð: 5 kr. árg. (minst 50 , blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m.: 60 aur. á 1. bls. Útgefandi: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. líka allir, að fárra vikna kensla á vetri er alls ónóg til að kenna börnum lestur. þegar nú ólæs börn eru í hópnum, sem kennar- inn tekur við, þá verður hann að láta eitt yfir hann ganga og hin, sem eru læs. þá verða þau auðvitað aftur úr, fylgjast alls ekki með; námið verður þeim ekki að hálfum notum, náms- tíminn oft kvalræði, og hæpið, að þau verði nokkurn tíma læs, og ómögulegt að meta, hvílíkur hnekkir þetta getur orðið vesiings börnunum alla æfi þeirra. það er ekkert gaman að verða aftur úr! Góðhjartaður kennari finnur þetta og getur oft ekki stilt sig um að tefja sig á að reyna að rjetta þessum smælingjum hjálpar- hönd, en þann tíma verður hann að taka frá hinum, og það er verst, að sú hjálp verður alls- endis ónóg, eins og áðurersagt. þetta spiilir stórum árangri kenslunnar, því miður mjög víða, og er kvalræði öllum góðum kennurum, sem þrá að sjá sem mestan árangur af starfi sínu. Meðan ekki er unt, að auka skólaskylduna svo, að nægi líka til að henna lestur og skrift — eins og tíðkast í öðrum löndum — Þá er ekki í annað hús að venda, en heita á heimiiin að leggja af alefli stund á lestrar- kensluna áður en skólatíminn byrjar, og sveitarfjelögin að líta eftir og hjálpa þar sem þarf. Til þess þyrfti að vera próf í lestri við lok 8. og 9. árs, og inntöku- próf, þegar skólinn byrjar, og vísa miskunarlaust hverju barni frá^-sem þá er ekki sæmilega læst. Jeg trúi því ekki, að mönnum færi ekki að sárna við sjálfa sig, ef börn þeirra yrðu ræk frá kenslu fyrlr ónógan undirbúning, og þorra manna hugsa jeg, að sje svo ant um sóma sinn, að þeir vildu ekki láta það koma fyrir. það er ekki ofætlun að gera börn læs 10 ára, ef byrjað er í tíma, 6—7 ára. A n n a r stór brestur er hirðu- leysi um að v a n d a vel til kennara. það er víst helst • til almennur misskilningur, að hugsa að það sje lítill vandi að kenna krökkum. Já, náttúrlega er lítill vandi að koma nafni á það, jafn- vel að hnoða í þau svo miklu að þau standist próf, en það er ekki alt — það er m i n s t — undir því komið. Ef það er gert á þann hátt, að þau fá ó- beit á öllu námi, eða fá svo háa hugmynd um sig og þekkingu sína, að þau halda að nú viti Sparið tíma yðar og peninga! Svar það gerið þjer hvorttveggja best með því að skoða vörurnar og gera kaupin þar sem mest og best er úrvalið, og þar sem mestar líkur eru til að þjer getið fengið það sem yður vanhagar um, alt á sama stað, hvort það er til fatar eða niatar, útgerðar eða annars, en öll þessi mikilvægu skilyrði uppfylllr best verztun frá Jes A. Gfslasynl til Gunnars Ólafssonar út af „gula bæklingnum“. —o— (Framh.). þau nóg, eða ef námið vekur hjá þeim fyrirlitningu fyrir lík- amlegri vinnu, eða ef þau kom- ast á þá skoðun, að þekking og vit sjeu mestu mannkostirnir, eða að peningar og embætti sjeu eftirsóknarverðustu gæði lífsins. Nei, jeg yrði aldrei búinn, ef jeg ætti að telja upp misbresti, sem geta verið á uppfræðslu barn- anna, þó að þau standist próf. Sannleikurinn er sá, að það þarf þroskaðan mann, gagnmentaðan og vandaðan í öllum hugsunar- hætti, barngóðan í orðsins fylstu merkingu, fyrir nú utan aðra hæfileika og kunnáttu — til þess að vera barnakennari. Kennarinn mótar hugsunarhátt barnanna ósjálfrátt, auk þess sem hver góður kennari gerir sjer far um það með öllu, sem hann kennir þeim og segir. Undarlegt að standa á sama, hvernig það er gert, og fleyja börnum sínum undir þvílík áhrif, mjer liggur við að segja hvers sem hafa vill, ef hann bara vill taka 1 kr. fægra kaup um vikuna! þjóðverjar heimta af barna- kennurum 6 ára undirbúnings- nám og þaðan af meira, launa þeim auðvitað eftir því. Við getum ekki heimtað svo mlkið, því að við getum ekki boðið þeim svo góða kosti, en við megum ekki láta okkur standa svo á sama, að við felum þetta starf óþroskuðum, lítt mentuðum unglingum, stundum nýfermdum krökkum, hverjum, sem við höldum að kunni það, sem barnið á að læra og vill gera það fyrir nógu lítið. Víða getur „undirboð" átt við, en hastarlegt að halda undirboð á því að móta hugsunarhátt barna og sálarlíf. Landið á að sjá um, að kennara- efni fái nægan og góðan undir- búning undir starf sitt. það er í naumasmíði, eins og fleira, en alþýða manna ætti að heimta, að sá skóli, sem það á að annast, sje v e 1 úr garði gerður. Ef nokkur skóli er hennar skóli, þá er það kennaraskólinn. þá nefni jeg þ r i ð j a höfuð- brestinn, húsnæðisskort- i n n. Hann gerir viða alla kenslu, sem kensla getur heitið, ómögulega og þó afardýra. Eins og vant er; sú vinnan er vana- lega dýrust sem verst er. það þurfa allir að vita og skilja, að til þess að menn njóti sín við andlega vinnu, má þeim ekki iíða illa líkamlega. þetta á ekki siður við börn en fullorðna. Jeg þarf víst ekki heldur að fræða menn um það, að það er alveg ónógur hiti til að skrifa í, sem vel má una viö líkamsvinnu. það þarf líka gott næði til náms og kenslu, og ennfremur er nauð- synlegt að geta komið við ýms- um kenslutækjum, sjerstaklega stórri veggtöflu svartri tii að skrifa á. Hún er bráðnauðsyn- legt kensluáhald, einkum þar sem kenna á mörgum í einu. Ennfremur á kennati að geta verið í næði fyrir sig nokkurn tíma, til þess að hugsa fyrir næsta degi. Jeg hefi ekki mikla trú á þeim kennara, sem ekki hugsar um starf sitt, nema þegar hann er að kenna. Vitanlega getur hann það í sama herbergi og börnin búa sig undir, ef þau hafa sjerstakt herbergi til þess. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, hver misbrestur víða er á öllu þessu, en þar við bætist, að húsnæðið er svo lítið, að kennarinn getur þess vegna ekki kent í einu nema helmingi eða þriðjungi þairra barna, sem hann annars gæti. Kenslutíminn sem börnin fá fyrir sama verð, verður því helmingi eða þrefalt minni, en ef húsrúm væri nóg. Tíminn er því oft bútaður svo smátt, að furðu gegnir, ef kenslan kemur að nokkru liði. Ein af- leiðing þess er sú, að skyldu- rækinn kennari keppist við að troða í börnin meir en bæði hann og þau hafa gott af. þar hygg jeg að sje aðal-orsök leiðans, sem talað er um að komi í börn við námið. það þurfa allir að vita, að nám, það eitt, að taka eftir og hlusta á, er mjög mikii áreynsla. það er jafnvel full- orðnum manni talsverð þraut, að taka vel eftir í heila klukkustund, hvað þá börnum, sem hafa enn óþroskaðan heila og taugar. Og jeg tala nú ekki um, ef þeim líður ekki vel líkamlega, eru köld eða svöng. það mesta, sem leggjandi er á þau í því efni á dag, eru 4—5 stundir, og efa- samt að það sje ráð, ef kenslu- tími er margar vikur og þau þurfa að iesa undir kenslutímann í viðbót, A. m. k. þarf þá að skifta um efni og aðferðir með viti og ráðdeild, sem jeg trúi ekki öllum til. (Framh.). Margbreyttar eru leiðir þær sem Gunnar Ólafsson fer með mig í gula bæklingnum. Hann leyfir mjer enda snöggvast að líta inn í Paradís, en ekki ann hann mjer stundardvalar þar, hefur eflaust þótt staðurinn of góður fyrir mig, eða sjálfur ekki haldist þar við. þaðan heldur hann rakleitt inn í hina lægstu afkima tilverunnar, sem hann álítur miklu samboðnari og hæfari fáráðlingunum, mjer og auðvitað Gísla Johnsen. þar kann Gunnar auðsjáanlega einnig vel við sig, enda hefur hann þar ræðu sína í ciginlegum rómi. þaðan byrjar hann sem æðsti dómari, íklæddur kápu sannleikans og hinnar skörpu dómgreindar, sem aldrei getur skeikað, að halda, fyrir fólkið, varnarræðu fyrir sýslu- mann. því að bæklingurinn er ekkert annað og ekki fæddur til annars en verja þann mann, en aptur á móti kemur hann varla, að heita megi, við það sem var aðalatriðið í greinum mínum, n. 1. hafnargerðina hjer, og því síður til að vinna því máli gagn á nokkurn hátt. En af því að maðurinn er að náttúrufari nær- sýnn og að eðlisfari þröngsýnn, þá skulu þeir sem lesið hafa bæklinginn, ekki kippa sjer upp við það þótt víðsýnið vanti þar. Sljóvskygnum er því bæklingur- inn fyrirtak, en heilskygnir spyrja undrandi: Hvað er maðurinn að fálma, hvert er hann að villast? Byrjar hann ræðu sína á því, að segja fólkinu hjer það, eða öllu heldur þeim sem ekki þekkja hjer til, að Magnús sýslu- maður hafi verið hjer „ofurliði borinn“ og „röngu beyttur" og að „hann hafi sótt _hjeðan með- fram fyrir þá sök“. Ekki þarf jeg að svara þessu orðagjálfri og tilbúningi. Magnús bæjarfógeti mun eflaust, ef honum finnst taka því, svara þessum ósannind- um. En það vitum við ailir, sem vorum hjer með Magnúsi, að hann vjek hjeðan við góðan orðstír og var alment saknað, enda reyndist hann hjer drengur góður. — þar næst dettur höf. í hug að skýra frá því, líklega til að upplýsa hafnarmálið hjer, að sýslumaðurinn hafi verið í banka-rannsóknarnefndinni og meira að segja verið formaður hennar. En þau meðmæli! Og þær upplýsingar! Eins og nokkur efist um, að hann hafi verið þar og að hann hafi áunnið sjer þar, meira að segja, ódauðlegt nanf

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.