Skeggi


Skeggi - 21.09.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 21.09.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi* kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. e.m.; 60 aur. á 1. bls. Útgefandi: Nokkrireyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H, Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Útaf þessu vil jeg taka fram: 1. það hefir aldrei komist til tais að Botninn yrði allur leigður, hvorki til ræktunar nje annars. Hinsvegar hafa nokkrir menn, ásamt mjer, farið þess á leit að fá að rækta sandinn suður af Eiðinu að vestan, meðfram Hlíð- arbrekkum og suður á móts við Skiphella, austur á miðjan sand- inn eða rúmlega það og því langt frá Botninum, eða langt frá sjó. þessi sandfláki er ekki mældur enn og getið þjer því ekki vitað hve margar dagsláttur hann er. 2. það hefir engum, enn sem komið er, verið boðin vinna við þessa væntanlegu sandgræðslu, og þarafleiðandi ekkert talað um kaup, enda ekki gert ráð fyrir öðru, til að byrja með en að girða blettinn með gaddavír í haust. það er lítið verk og því ekki að tala um vinnu til muna við það. 3. Ef svo fer að fyrirhuguð tilraun verður gerð — hvort heldur fyr eða seinna — til að ná í vatn, og þurfi að nota þennan blett, hvort heldur mikið eða lítið af honum í þarfir þess fyrirtækis, þá er svo ákveðið að bæjarstjórn eða vatnsveitunefnd geti tekið eins mikið af þessu landi og með þarf alveg endur- gjaldslaust, og að þeir sem landið fá leigt sjeu skyldir til að hlýta öllum fyrirmælum er bæjarstjórn kann að setja viðvíkjandi þessu vatnsveitufyrirtæki. 4. Meirihluti sýslunefndar- innar hefir aldrei beðið mig að kalla til fundar út af þessu „landnámi“ er þjer nefnið eða út af þessu ryki er örfáir menn leituðust við að þyrla hjer upp fyrir skemstu. En Magnús Guð- mundsson bar það fram við mig í símtali, fyrir sig og„samverka- manninn“ Gísla Johnsen, að jeg kallaði til sýslufundar til þess að ræða um Botninn. Hinir nefndu það ekki og vildu ekkert með fund hafa, því að þeir vissu vel hvernig á þessum „ósköpum“ stóð. Jeg sagði Magnúsi eins og var að jeg kallaði ekki til sýslu- fundar til að ræða um slíkan þvætting, gerði nefndinni það ekki til minkunar að hlaupa eftir slúðursögum þeim sem ekkert hefðu við að styðjast. þeir gætu ef þeim sýndist kallað til almenns fundar og borið þetta áhugamál sitt þar fram sjáifir, en það vildi hann ekki. Jeg áleit 20 tonna mótorbátur í ágætu standi, með 25 hestafla Skandiavél til sölu í Hafnarflrði Upplýsingar hjá G. J. Johnsen. sýslunefndina sem heiid of virðu- lega til að hlaupa slíkt erindi, og ekki öðrum samboðið en þeim sem því hefðu komið á gang. Samkvæmt tilskipun um prent- frelsi 9. maí 1855 krefst jegþess að þjer herra ritstjóri takið þessa leiðrjettingu í fyrsta eða annað blað Skeggja er út kemur hjer eftir. Vestmannaeyjum 17, sept. 1918 Gunnar Ólafsson. Aíhs. Svo mörg eru þessi orð Gunnars. Hann ætlar að hafa sjer það til skemtunar, karituskan, að láta „Skeggja“ „kingja“ þessu lítilræði sem hann flutti síðast um Botninn. Hann vlrðjst hafa rámað í ljóðbrotið að tarna: „þeim er skylt, sem fyrri fiá, frægð að hrósa sinni, eitt sinn hinn um eyru slá alblóðugu skinni“. „Skeggja" þykir vel hlýða að sýna honum ofurlítinn þakklætis- vott fyrir hugulsemina, sakir þess að „gjöf skal gjaldast, ef vinátta á að haldast“. „Skeggi“ ætlar sjer auðvitað ekki þá dul að hann skilji til fulls allar ráðsályktanir Gunnars um alt þetta Botns-fargan fremur en það hvers vegna honum er svo ant um að koma þessari forkostuglegu „leiðrjettingu“ á framfæri, að hann sendir báða hreppstjórana (þ. e. stefnuvottana) með hana. Hjer verður maður að fara eftir þeirri litlu skímu, sem maður hefur, og athuga „leiðrjettinguna“ ofurlítið. það virðist á litlu standa á hvorum endanum byrjað er, „leiðrjett- ingin“ er svo hagiega smíðuð; hjer verður byrjað fyrst aftan frá, því að þannig lesin verður hún höf. til minstrar minkunnar. það er þá fyrst þessi „tilskip- un um prentfrelsi“. Hreinn óþarfi var að vera að vitna í hana, því að höf. var hjartanlega velkomið rúmið f blaðinu fyrir „leiðrjetting* sína, eftir því sem sakirnar standa. Nú er best að hafa samt endaskifti á ósómanum og byrja fremst, rjett eins og hjer væri að ræða um ritsmíð, sem nokk- urra svara væri verð. En fyrir því að ókunnugir, sem „leið- rjettinguna“ lesa, kunna, ef til vill, að glæpast á að trúa ein- hverju af henni, þá mun vera vissara að hrekja helstu öfgarnar; höf. er annars vís til að reyna að telja fólki trú um að hann fari hjer með heilagan sannleika. í innganginum segir höf. að „meðal annara ósanninda“ segi í greininni, sem hann er að „leiðrjetta“, „að verið sje að leigja Botninn í sjó fram“ og margt fleira telur hann upp, sem alt á að vera ósatt. þess vai von af manni, sem er nýlega er „stiginn niður“ úr sýslumanns- sæti að hann gerist vandfýsinn um sannleikann. Ekki er kan- ske hætt við að hann vilji vera kendur við neitt sem ósatt er. En meður því að alt hold er breyskt þá hefur slæðst inn í „Ieiðrjettinguna“ hans sitt af hverju, sem er einhver „nýmóð- ins“ sannleikur, máske „dýr- tíðarsannleikur“. þetta er iðn- aður — listiðnaður. Skal nú þessi listasmíði athuguð nánar. Við fyrsta tölulið er þetta að athuga: Höf. segir að það hafi „aldrei komist til tals að Botninn yrði allur leigður til ræktunar nje annars“. Nei, ekki heitir það að vera, ef Gunnari má trúa um takmörkin. Hvar skyldi Botninn annars vera, ef þetta svæði, sem höf. nefnir, er „langt frá Botn- inum?“. Eða hvernig á að skilja þetta orðalag: „austur á miðjan sandinn eða rúmlega það?“. Kunnugir menn, sem hafa alið mestan aldur sinn hjer, segja að það sje algeng málvenja að tala um að fara „inn í Botn“, þegar gengið er inn á sandinn, sem höf. talar um. Raunar er ekki á ailra færi að koma höf. á knje um heiti á örnefnum. það sýnir hann í „gula bæklingnum“, þar sem hann færist í fang að ve- fengja um heitið á Hörgaeyr- inni, Landnámu og málvenju í ræðu og riti, svo langt aftur í tímann, sem fróðir menn vita best; honum þykir þar sjálfs höndin hollust, gamla manninum. En svo er þetta „rúmlega“ hjá honum; það er „rúmlega“ orðað, enda var það vissast, því að takmarkið að austan var ótilgreint í uppkasti, eða afriti því af byggingarbrjefi, sem hann sjálfur, höf. „leiðrjettingarinnar“ ljeði manni einum og leyfði að sýna það öðrum. þess vegna er líka best að þrátta sem minst um stærðina á landinu þangað til sú takmarkalínan er „ákveðin“ að fullu, sem mestu skiftir í þessu efni. Er nokkuð undarlegt við það þó að fólk haldi að landið sje leigt jafnvel alt fram í sjó, þegar höf. sýnir það skriflegt að austurtakmarkið vanti? Sjórinn væri þá eina náttúrlega takmarkið, miklu eðlilegra heldur en þetta, sem höf. hefur verið að skýra frá munnlega um legu fyrirhug- aðrar girðingar, sem byggingar- brjefið tiltekur ekki hvar vera skulu. það var hreinn óþarfi af höf. að fyllast vandlætingu út af því þó talað væri um Botninn í heild sinni. Allar upplýsingar höf. sjálfs lúta að því að hjeiv hafi verið að ræða um Botninn, jafnvel allan. Við 2. tölulið: þá kemur þetta um vinnuna og kaupið. Höf. segir að engum hafi verið boðin vinna enn sem komið er. þarna náði hann sjer niðri karlinn. það kann að vera formgalli á því framboði, eins og kröfu sýslunefndarinnar um að halda fundinn á dögunum. En eitthvað hefur lagst í verk- mannafjel. „Drífandi“ fyrst það fann ástæðu tii að ræða um hvort taka skyldi boði um vinnu við fyrirtækið, með 50 aura kaupi um kl.st. Rjett er að taka það fram, því Gunnar er vís til að hæða verkamenn fyrir þetta, að þeir höfðu gildar ástæður til að gera ráð fyrir slíku tilboði. Er velkomið að greina þær, ef ein- hver óskar þess. Gunnar þarf ekki að ætla að verkamannafjel. hafi hlaupið hjer eftir sögusögn „Skeggja1', því að fundurinn var haldinnádur en greinin, þessisem Gunnar er að ,,leiðrjetta“(!!), kom út. Við 3. tölulið: það fer illa á því að byrja með efasemd um það hvort til- raun verði gerð, „fyr eða seinna“, til þess að ná vatni á því svæði, sem hjer er um að ræða, því að það er verið að undirbúa það, og búið að leggja skýrslu verk- ! fræðings fyrir sýslunefnd. Vitan- | lega getur farið svo einhverra hluta vegna að það fyrirtækí mishepnist, líkt og vatnsveitan úr Fellinu hjerna um árið, efl það er nærri óhugsandi að engit1 tilraun verði gerð með það, „tyf eða seinna“. En svo kemur þetta um gjaldiÖ fyrir landið. Gunnar varast að nefna neitt í því sambandi nemð vatnsveituna; hann minnist þaf ekki á stækkun hafnarinnar Ó6 neitt annað, sem geti orðið geft [ til almenningsþarfa. 5 Margt er annars að athug3

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.