Skeggi


Skeggi - 21.12.1918, Qupperneq 1

Skeggi - 21.12.1918, Qupperneq 1
II. árg. Bæjarstjórnin fyrirhugaða. Bæjarstj. kosningarnar fyrstu fara bráðum í hönd það eru merkileg tímamót í þessu bygðar- lagi. Æfa-gamalt fyrirkomulag, sem miðað er við forna lands- háttu og strjálbýli, er að ganga til grafar, er. bæjarfyrirkomu- lagið, þó takmarkað sje, gengur í garð. í fljótu bragði virðist munurinn ekki mikill og svo er að heyra á sumum mönnum, sem aðeins sje um breytingu á nafn- inu að ræða. Að sönnu má svo fara með ráðin að munurinn verði næsta lítill Hitt ætti fremur að koma fram, að fyrir- komulagið gefi tilefni til mikilla endurbóta i hjeraði og hvetja til traustra framfara. Sýslunefndin hefur haft ýms fyrirtæki með höndum og gengið heldur skrykkj- ótt yfir höfuð að tala. Veldur þar ýmist vanþekking eða gáleysi og erfitt árferði. Fjárhagur sýslu- fjelagsins er að þrengjast og skuldir að safnast, þrátt fyrir ágætis aflabrögð og vaxandi vel- megun hjá gjaldendum. Flest fyrirtækin sem lagt hefur verið í, eru í því ástandi, að mikið þarf fyrir þeim að hafa og kosta til þeirra, til þess að þau geti heitið í fullu lagi. Er þar fyrst að telja . hafnargerðina. Hún er enn á því stigi að vart sjest enn að hverju gagni hún kann að koma með þessu lagi. Helst Ftur út fyrir að við fyrsta tæki- færi verði að gera stórfeldar breytingar á henni, svo að mögulegt verði að gera nauðsyn- legar breytingar innan-hafnar. Útgerðin hlýtur að aukast stór- kostlega mjög bráðlega og ef til vill breytt um skip. Mikið talað um að kaupa togara og stærri mótorskip, og þá er nauðsynlegt að bæta innsiglinguna og gera bryggjur. Af því leiðir aftur, að víða þarf að taka til hendinni á landi við höfnina, bæta vegi o. fl. Yfirleitt er húsaskipun öll og vegir hið mesta íhugunarefni, bæði frá efnahags-sjónarmiði og heilbrigðis. Meiri atvinnurekstur útheimtir margvíslegar umbætur Vestmannaeyjum, Laugardaginn 21. dc8. 1918. 6. tbl. Hjarfanlega þakka Jeg öllum þeim mörgu sem sýnt hafa hluitekning og hjálpsemi við fráfall og jarðarför mannslns míns elskulega Jóns Ingileifs- sonar og þeim er enn reyna til að stytta mjer stundir. Reykholti í Vestm.eyjum, 1. des. 1918. Elln Einarsdóttir. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeirrij sem á ýmsan hátt sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför Gfsla litla sonar okkar, Guðrún Sigurðardóttir. Engilbert Gislason. á öllu skipulagi bæjarins. Út- | vegurinn hlýtur að verða aðal- atvinnuvegurinn en honum fylgir margvísleg atvinna, t. d. guano- vinsla, lifrarbræðsla fiskverkun, bátasmíði, vjelasmíði, verslun í stórum st’I (salt, kol, olía o. fl.) og sennilega iðnaður í öðrum greinum. Tillit þarf að taka til alls þessa þegar vegir eru ákveðnir og lóðum ráðstafað. j>að er al- geng villa, sem hefur hefnt sín meinlega, í þorpum hjer á landi, að þessa hefur ekki verið gætt sem skyldi Mættu þau nú mörg gefa mikið fje til að geta leið- rjetta örgustu villurnar í fyrir- komulaginu. Góð leiðbeining um þessi efni er í hinni ágætu bók hr. Guðm. Hannessonar um skipulag bæja. þessi atriði, sem talin eru hjer að ofan, útheimta mikið starf og fyrirhyggju af fyrstu bæjarstjórn- inni. Bænum verður það ómet- anlegur hnekkir, ef henni fara þau illa úr hendi. Vatnsveitan er stórt fyrirtæki, sem áríðandi er að framkvæmt sje með varúð og fyrirhyggju. Hún er eitt af hinum nauðsyn- legustu fyrirtækjum til hollustu og þæginda fyrir bæjarbúa og mundi verða góð tekjulind fyrir bæinn ef vel tækist. Eftir ófrið- inn kemur mergð af skipum til að fá sjer vatn og þaðan koma tekjurnar. Bænum er hagur að hverju skipi sem kemur, þau örfa öll verslunina meira og minna, og þess vegna ríður á að geta boðið upp á sem flest þægindin. Kapphlaupið í við- skiftum verður afar-mikið eftir ófriðlnn og þá halda þeir velli- sem best fylgjast með timanum, Gamla fyrirkomulagið er orðið úrelt og getur bakað bænum feikna tjón ef í það verður haldið of lengi Rafmagnsstöðin hefur nú starf- að nokkur ár og jafnan safnað skuldum. Ljósin eru nú orðin miklu dýrari en oKuljós og samt situr alt í skuldadíkinu og auð- vitað firnist stöðin óðum. Skakka- fallið af stöðinni er fyrirsjáanlegt og ekkert við því að gera annað en taka því — og borga. En stöðin ætti að gefa mönnum til- efni til að leggja ekki út í rekstur á slíku fyrirtæki nema það sje áður vandlega athugað og rekið síðan með allri aðgæs^ Stöðin hlýtur að verða útdráttarsöm fyrir bæjarsjóð, ef hún verður rekin í þeim stíl sem þarf, ljósin sem hún gefur nú eru alveg ófull- nægjandi, óþolandi á friðartímum að fá ekki ljós á morgnana og hæfilega snemma á kvöldin. Varla líður á löngu áður en auka verður aflframleiðsluna á stöðinni og þarf þá að gera það með kunnáttu og gætni. Störfin sem yinna þarf eru mörg og margvísleg, útheimta mlkla vinnu, mikið fje og mikla þekkingu. þess vegna ríður á, að í bæjarstjómina verði valdir hagsýnir dugnaðarmenn, menn sem eru reyndir að ráðdeild, ráðvendni og þekkingu á því sem vinná þarf. Einkanlega ríður á að alt sje gert sem mögulegt er til að rjetta við fjárhaginn og koma á verklegum umbótum. Mistakist það, þá verður gagnið af breytingunni vafasamt, og minna en til var ætlast af þeim sem eftir henni óskuðu mest. Hjer að ofan hefur verið bent á ýmsar verklegar umbætur, en ekki er það svo að skilja að um þær einar beri að hugsa. Fyrst og fremst verða þær ekki að gagni nema þær sjeu fram- kvæmdar og hagnýttar með þekkingu. Er það eitt næg ástæða til að hugsa fyrir sæmilegu skóla- haldi í þorpinu. Skólahúsið er nú langt komið, afar stórt og vandað eftir því sem gerist. Svo kemur hinn vandinn, að treysta það og prýða hið innra með nógum og góðum starfskröftum og heppilegu fyrirkomulagi. Til- raunin sem gerð var í haust með að auka kenslu ungra barna, er ágætt spor til framfara í skólanum. þar eftir þurfa svo aðrar umbætur að fara. Náms- greinum verður að fjölga og sníða barnaskólann að öllu leyti eftir því sem best gerist hjer á landi. þar að auki verður að vanda til unglingaskólans eftir föngum. Mikil ástæða er til að ætla unglingarnir hjerna verði námfúsir og framgjarnir ekki síður en aðrir unglingar lands- ins, og því fremur því betri sem unglingaskólinn er. Verklegu framkvæmdirnar, útgerð, verslun, iðnaður o. fl. útheimtir fjölda af ungu fólki með nokkurri mentun til munns og handa. Sá siður ætti að komast á að hjer verði nóg af vel færum formönnum og vjelgæslumönnum á öll skip sem hjeðan ganga, hvort heldur það eru mótorskip eða gufuskip. Auðvelt er að koma þeim sið á, ef allir leggjast þar á eitt. Góður unglingaskóli er allstaðar hin mesta bæjarbót og í þessu bygð- arlagi er hann alveg ómissandi. En hann verður þvi aðeins góður að vel sje til hans vandað á allan hátt. það er eitt verkefni vænt- anlegrar bæjarstjórnar. Talað befur verið um að koma þyrfti upp sjermentun í vissum greinum og má vel vera að það takist með tímanum. Skaðar ekki þó nefnt sje Að öðru leyti kjósa menn helst að leiða uppeldismálin hjá sjer sem mest að mögulegt er. þó rís nú alda úti í heim- inum að gefa þeim miklu meiri Vefnaðarvöruiírvalið mest, verðið lægst.

x

Skeggi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.