Skeggi - 13.02.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 13.02.1920, Blaðsíða 2
:SKBGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástaeður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minat 50 blöð). Auglýsingaverð: 1 kr. pr. «.m.; kr. 1,50 á 1. bls. Útgefandi: Nokkrireyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss. Ritstjórt og ábyrgðarm. Páii Bjarnason. Hjá J3P kaupa allir ^ sínar ^ Tóbaksvörur. »5sssa^ssa3sss^ss5é)Ssssa@sss*?3sssffgsssÆ Tilboð er um að gera garðana báða trausta og nógu langa til varnar höfninni, en greiða ska bærinn ailan kostnaðinn eftir reikningi, hvort heldur er verka- laun, efni, verkfæri, flutnings- kostnað, tryggingar o. s. frv. þar vill verktakandi ekkert eiga í hættunni, jafnvel hvað sem í boði væri. Ekki getur hann heldur neitt um dýpkunina, bryggjur nje uppfyllingar. Segir aðeins að um það megi tala síðar og semja þá, ef samvinnan verði góð. Verkstjóra vill hann ljá bænum, fyrir kaup, og annað það er þarf til verksins, því að hann er birgur af öllu slíku. Áætlun um verkið er enn i smíðum og verður hún lögð fyrir bæjarstjórn á sínum tíma, áður en afráðið er að ráðast í verkið. Vitaskuld 'er sú áætlun háð sama lögmáli sem aðrar á- ætlanir að kostnaður getur orðið annaðhvort meiri eða minni en hún gerir ráð fyrir. Fer slíkt eftir því hversu hagstætt árferðið reynist til framkvæmda við verkið. Áætlanir reynast sjaldan hár- vissar og síst nú á þessum tím- um; hjer þarf ekki að búast við því betra en annarsstáðar, og veldur því fádæma örðug aðstaða við hafnargerð. | þá vill verktakandi einnig selja bænum öll þau tæki, sem hann á hjer til hafnargerðar, fyrir 40 þús. kr. Tæki þessi eru víst sum í ljelegu ástandi, og enda vafasamt að þau sjeu svo mikil sem verktakandi ætlar. þess- vegna gerði bæjarstjórn þann fyrirvara, eftir tillögu hafnar- nefndar, er hún aðhyltist tilboðið, að eigi keypti hún nema það sem fyrirfyndist og væri í not- hæfu standi. Skaðlaus ætti verk- takandi að vera af þessari sölu, eftir því sem tækin kostuðu upphaflega, svo að þar er ekki um fórn að ræða frá hans hendi; honum er á flestum sviðum borgið með stnar kröfur. Fílabeins - höfuðkam barnir alþektu eru nú aftur kotnnir í versl. Sjóstígvél með trébotnum ágæt tegund - fæst hjá S« 3* 3ofitvsen. Hjer kemur kafiinn um ómaks- ' launin settur hjer á frummálinu til þess að ekki skuli verða þráttað um þýðinguna á honum: „For Arbejdets Planlæggelse, Udarbejdelse og Levering af Tegninger, Projekter ogOver- slag — eksklusive Boringer, Opmaalinger og Undersögelser paa Stedet og saadanne Detail- tegninger, Overslag, Beregn- inger m. m., som den stedlige Ledelse enten selv eller paa Byraadets Foranledning maatte finde Anledning til at foretage under Arbejdets Gang — men inklusive det af Ingeniör Kirk } udarbejdede, forelöbige Projekt til de 2 Havnemolei* samt for den herværende Administration og Overledelse — herunder indbefattes Fremskaffelse af Tilbud m. m. paa de til Arbejd- et medgaaende Materialier som Cement, Jern, Tðmmer, Kul m. m. samt paa Materiel — godtgör Byraadet mig et Belöb svarende til 20% af samtlige Udgifter til Arbejdets Udförelse, dog betales ingen Afgift afdet Arbejdsmateriel, der enten köbes eller lejes til Arbejdet". Bæjarstjórn þótti hjer óljóst orðað og gerði því, eftir tillögu hafnarnefndar, fyrirvara um að umræddir 20% skyldu ekki reiknast af efni því er keypt verður til hafnargerðarinnar. Verktakandi þykist fara hjer vægilega í sakirnar eftir því sem nú tíðkast og eftir því sem hann gæti heimtað í strangasta skiln- ingi þar sem honum er falinn svo mikill vandi. En gæta má þess, að hjer fær hann því mcira, sem verkið verður dýrara, og er vandfarið á þeirri braut, þeim er borga eiga brúsann að lyktum. Af þessu verður enn um sinn ekkert sagt hversu dýr höfnin kann að verða þegar hun er fullger; ekki einu sinni garðarnir. þáð eina sem víst er um kostn- aðinn er þetta: Að bærinn á kost á að greiða samtais fyrir það sem þegar er unnið 240 þús. kr., og fyrir verkfæri sem verktakandi á hjer á staðnum 40 þús. kr. Samtals 280 þús. kr., þó að verktak- takandi „gefi eftir" 35 þús. kr. Og þetta er aðeins upphafið, framhald verksins er aðal-atriðið, það sem vonir manna byggjast á, og kostar vitanlega miklu meira, eða öllu heldur margfalt við það sem búið er. Hjer er því ekki efnt til neinna smá- muna í fjármálum fyrir bæjar- sjóðinn og víst væri vert að íhuga slíkt stórmál rækilega. Manni koma ósjálfrátt í hug orð Brennusar Rómaræningja, er hann var að vega sektarfjeð: „Sigraðir menn verða að sætta sig við alt. Frá alþingi. þingið var sett 5. þ. m. en þá vantaði allmarga þingmenn. þing- fundum var þá frestað fyrst um sinn þar „Sterling" kæmi. Á þriðjudag fóru fram forseta- kosningar. Kosnir voru: Forseti neðri deildar Benedikt Sveinsson. Forseti efri deildar Guðm. Björnsson. Forseti sameinaðs þings Jóh. Jóhannesson. Rannsókn kjorbrjefa fór fram, og íhugaðar framkomnar kærur yfir kosningum í Reykja- vík og á ísafirði. Lauk þeirri rannsókn svo að kosnitig Sveins Björnssonar var tekin gild, en kosning Jakobs Möllers gerð ógild, og verður því að kjósa upp aftur í Reykja- vík. , Kosning Jóns A. Jónssonar bankastjóra á ísafirði var að sönnu tekin gild, en ákveðið að láta rannsaka kæruatriðin. S tjórnarskiftin. Stjórnin hefur setið „til bráðabirgða" siðan í sumar að hún baðst lausnar og því varð það eitt af fyrstu verkum þingsins að skipa nýja stjórn. Enginn þingflokkur- inn er svo sterkur að hann geti myndað stjórn afeigin rammleik; var því ekki að tala um annað en bræðing. Framsóknarfl. og heimstjórnarfl. tóku sig saman og skoruðu á Jón Magnússon forsætisráðh. að mynda nýja stjórn, og mundu styðja þá menn er hann velur, „ef þeim líkar valið"v Veikur meirihl. þingsins, 25 þingm. í þeim samtökum. Búist er við að myndun nýrrar stjórnar taki all-langan tíma, jafnvel 1—2 vikur, því að nú er „þröng á þingi þóf gengur langt úr hófi". Kolaleysið. —o— Ekki raknar úr með það enn þá og eru horfurnar með það hinar verstu. Höfuðstaðurinn getur engu miðlað og er í vand- ræðum sjájfur. Raunar kvað gasstöðin hafa nægilggt til vors- ins, en annars eru kol ófáanleg með öllu. Skólarnir halda áfram ennþá en óvíst hversu lengi þeir þola. Stjórninni varð það til bjargar með kol handa skipunum „Sterling" og „Lagarfoss* að Ríkisstjórnin danska leyfði að taka af herskipakolum er hún á geymd í Viðey og ætluð munu vera varðskipinu. „Willemoes" er á leiðinni með um 200 smál. af kolum. Stórt skip mun eiga að fara til Suður-Englands ogsækja þangað „kokes". Menn búast við að kolavand- ræðin haldist fram á sumar. Orsökin er jalin sú að náma- eigendur í Bretlandi fá meira fyrir útflutt kol heldur en það sem eytt er heima, og hafa því flutt of mikið út. þessu una ekki verkamenn og vilja fá hlut í þeim auka-a'góða sem af þessu hlýst; þykjast sjálfir sitja í kuldanum fyrir hinn mikla út- flutning sem námaeigendur reka sjer til stór-gróða. Verkámannahreyfingin í Bret- landi er orðin svo sterk og víð- faðma,.að við henni má ekkert sporna þar sem hún Ieggst á með fullum þunga. Verkamenn í Bretlandi geta bókstaflega stöðvað alla verslun og samgöngur Breta utan lands og innan á stuttum tíma, ef þeir fara í þann haminn. En foringjar þéirra skirrast við að grípa til þess úrræðis. Stjórnin er sí-vakandi yfir öllum kröfum og hreyfingum verkamanna til þess að af'stýra missætti í lengstu lög; hún veit hvað við liggur, ef alvarlegur eldur brýst

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.